Pari Stave nýr forstöðumaður Skaftfells Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 11. mars 2022 08:25 Pari Stave starfaði síðastliðin átta ár hjá Metropolitan safninu í New York Skaftfell Stjórn Skaftfells, myndlistarmiðstöðvar Austurlands, tilkynnti í gær að Pari Stave hefur verið ráðin nýr forstöðumaður. Hún tekur til starfa 1. maí næstkomandi. Síðastliðin tvö ár hafa Hanna Christel Sigurkarlsdóttir og Julia Martin deilt forstöðu yfir miðstöðinni. Hanna Christel lætur af störfum 1. júlí næst komandi en Julia mun starfa áfram hjá Skaftfelli með umsjón yfir alþjóðlegum verkefnum Skaftfells og gestavinnustofu. Pari þekkir vel til Íslands og hefur komið hingað í margar ferðir og unnið að sýningum íslenskra listamanna, bæði hér heima og erlendis. Hún hefur verið búsett í New York undan farið en í auglýsingunni fyrir starfið hjá Skaftfelli var sett það skilyrði að nýr forstöðumaður yrði búsettur á Seyðisfirði. Pari starfaði síðastliðin átta ár hjá Metropolitan safninu í New York þar sem hún sinnti stöðu sem yfirmaður stjórnsýslu-, safna- og sýningarstjóraverkefna í nútíma- og samtímalistadeildinni. Þar á undan starfaði hún sem sýningarráðgjafi fyrir American-Scandinavian Foundation (AFS). „Pari er menntaður listfræðingur og sýningarstjóri og hefur komið að fjölda sýninga þeirra á meðal Ragnar Kjartansson: Death is Elsewhere sem hún vann í samvinnu með Jennifer Farrel og var fyrst sýnd í Metropolitan 2019. Hún sýningarstýrði Other Hats: Icelandic Printmaking ásamt Ingibjörgu Jóhannsdóttur fyrir Print Center í New Yourk og var síðar sýnd á Listasafni Íslands 2018. Árið 2017 skipulagði hún og skrifaði sýningarskrá fyrir sýninguna Hverfing|Shapeshifting í Verksmiðjunni á Hjalteyri. Hjá ASF stýrði hún ásamt Patriciu C. Berman sýningunni Munch|Warhol and the Multiple Image sem ferðaðist til Ankara árið 2013 í tilefni af fyrstu heimsókn konungshjóna Noregs til Tyrklands. Hún starfaði auk þess með Timothy Person við sýninguna New Wave Finland: Contemporary Photography from the Helsinki School. Árið 2013 sýningarstýrði hún samsýningunni Iceland: Artists Respond to Place á Katonah Listasafninu í New York.“ Skaftfell er ein af elstu og öflugustu stofnunum um nútímamyndlist á landsbyggðinni. Starfsemi Skaftfells er tileinkuð miðlun, viðgangi og framþróun myndlistar á Austurlandi og er þeim markmiðum framfylgt með öflugri og faglegri sýningardagskrá, rekstri gestavinnustofa og fræðslu fyrir börn og fullorðna í landsfjórðungnum. Menning Myndlist Múlaþing Vistaskipti Mest lesið Gene Hackman og eiginkona hans fundust látin Lífið Fluttu með alla fjölskylduna til Tene: „Nenni ekki að vera í þessari typpakeppni“ Lífið Hugsi yfir reynslulausum sérfræðingum Lífið Michelle Trachtenberg er látin Lífið Var farin að fá kvíðaköst þegar dóttirin bað um að fara í göngutúra Lífið Dóri DNA og Magnea greiddu 126 milljónir fyrir einbýli í Skerjafirði Lífið Fengu aðstoð frá heimamanni: „Þannig að við séum ekki eins og hauslausar hænur“ Lífið Einföld ráð fyrir glæsilegra heimili Lífið Segir föður sinn hafa verið við hestaheilsu Lífið Bjössi og Dísa skáluðu í nýja húsinu Lífið Fleiri fréttir Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira
Síðastliðin tvö ár hafa Hanna Christel Sigurkarlsdóttir og Julia Martin deilt forstöðu yfir miðstöðinni. Hanna Christel lætur af störfum 1. júlí næst komandi en Julia mun starfa áfram hjá Skaftfelli með umsjón yfir alþjóðlegum verkefnum Skaftfells og gestavinnustofu. Pari þekkir vel til Íslands og hefur komið hingað í margar ferðir og unnið að sýningum íslenskra listamanna, bæði hér heima og erlendis. Hún hefur verið búsett í New York undan farið en í auglýsingunni fyrir starfið hjá Skaftfelli var sett það skilyrði að nýr forstöðumaður yrði búsettur á Seyðisfirði. Pari starfaði síðastliðin átta ár hjá Metropolitan safninu í New York þar sem hún sinnti stöðu sem yfirmaður stjórnsýslu-, safna- og sýningarstjóraverkefna í nútíma- og samtímalistadeildinni. Þar á undan starfaði hún sem sýningarráðgjafi fyrir American-Scandinavian Foundation (AFS). „Pari er menntaður listfræðingur og sýningarstjóri og hefur komið að fjölda sýninga þeirra á meðal Ragnar Kjartansson: Death is Elsewhere sem hún vann í samvinnu með Jennifer Farrel og var fyrst sýnd í Metropolitan 2019. Hún sýningarstýrði Other Hats: Icelandic Printmaking ásamt Ingibjörgu Jóhannsdóttur fyrir Print Center í New Yourk og var síðar sýnd á Listasafni Íslands 2018. Árið 2017 skipulagði hún og skrifaði sýningarskrá fyrir sýninguna Hverfing|Shapeshifting í Verksmiðjunni á Hjalteyri. Hjá ASF stýrði hún ásamt Patriciu C. Berman sýningunni Munch|Warhol and the Multiple Image sem ferðaðist til Ankara árið 2013 í tilefni af fyrstu heimsókn konungshjóna Noregs til Tyrklands. Hún starfaði auk þess með Timothy Person við sýninguna New Wave Finland: Contemporary Photography from the Helsinki School. Árið 2013 sýningarstýrði hún samsýningunni Iceland: Artists Respond to Place á Katonah Listasafninu í New York.“ Skaftfell er ein af elstu og öflugustu stofnunum um nútímamyndlist á landsbyggðinni. Starfsemi Skaftfells er tileinkuð miðlun, viðgangi og framþróun myndlistar á Austurlandi og er þeim markmiðum framfylgt með öflugri og faglegri sýningardagskrá, rekstri gestavinnustofa og fræðslu fyrir börn og fullorðna í landsfjórðungnum.
Menning Myndlist Múlaþing Vistaskipti Mest lesið Gene Hackman og eiginkona hans fundust látin Lífið Fluttu með alla fjölskylduna til Tene: „Nenni ekki að vera í þessari typpakeppni“ Lífið Hugsi yfir reynslulausum sérfræðingum Lífið Michelle Trachtenberg er látin Lífið Var farin að fá kvíðaköst þegar dóttirin bað um að fara í göngutúra Lífið Dóri DNA og Magnea greiddu 126 milljónir fyrir einbýli í Skerjafirði Lífið Fengu aðstoð frá heimamanni: „Þannig að við séum ekki eins og hauslausar hænur“ Lífið Einföld ráð fyrir glæsilegra heimili Lífið Segir föður sinn hafa verið við hestaheilsu Lífið Bjössi og Dísa skáluðu í nýja húsinu Lífið Fleiri fréttir Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira