Tilboð í Hornafjarðarfljót hátt yfir kostnaðaráætlun Kristján Már Unnarsson skrifar 17. febrúar 2022 21:33 Fyrirhuguð brú yfir Hornafjarðarfljót. Þrjár aðrar brýr verða reistar á vegarkaflanum. Vegagerðin Lægsta tilboð í gerð nýrrar brúar yfir Hornafjarðarfljót ásamt fjármögnun verksins hljóðar upp á átta og hálfan milljarð króna og reyndist einum og hálfum milljarði króna yfir kostnaðaráætlun. Þetta er fyrsta útboðið á grundvelli nýlegra laga um einkafjármögnun í vegagerð. Í fréttum Stöðvar 2 kom fram að með nýjum vegi þvert yfir Hornafjörð ásamt smíði fjögurra brúa sé ætlunin að stytta hringveginn um tólf kílómetra og miða áætlanir við að ljúka verkinu árið 2025. Vegamálastjóri segir útboðið marka tímamót sem það fyrsta á grundvelli laga um samvinnuverkefni þar sem verktaka er bæði ætlað að vinna verkið og fjármagna það að hluta. Tilboðin eru í framkvæmd og fjármögnun verksins.Grafík/Kristján Jónsson Þegar tilboð voru opnuð í dag reyndist áætlaður verktakakostnaður nærri 7 milljarðar króna. Tvö tilboð bárust, það lægra frá Ístaki upp á tæpa 8,5 milljarða króna, eða 21,5 prósenti yfir kostnaðaráætlun. Hærra tilboðið áttu ÞG verktakar upp á nærri 9,8 milljarða króna. Þriðji verktakinn, sem komst í gegnum forval, sendi ekki inn tilboð. Fjárhæðir innifela framkvæmdakostnað og fjármagnskostnað verkefnisins, á framkvæmdatíma og til 25 ára. En eru tilboðin vonbrigði? „Ég ætla ekki að segja að þau séu vonbrigði. Ég er nú eiginlega ekki búin að hafa þessi tilboð undir höndum nema circa klukkutíma þannig að við eigum nú eftir að skoða þau betur. En ég skal alveg viðurkenna að við höfðum vonast eftir lægri tölum. En svo á maður eftir að sjá betur hvernig þetta er samansett,“ svarar Bergþóra Þorkelsdóttir vegamálastjóri. Tölvuteikning af nýrri leið yfir Hornafjörð. Verkinu fylgja alls fjórar nýjar brýr og nítján kílómetrar af nýjum vegum.Vegagerðin Þegar tilboð eru svo hátt yfir kostnaðaráætlun vaknar sú spurning: Mun Vegagerðin hafna þeim og hugsanlega bjóða verkið aftur út síðar? „Það er bara algerlega óskrifað blað hvernig verður farið með það,“ svarar Bergþóra. Tvö önnur samvinnuverkefni eru einnig komin í ferli, vegur yfir Öxi og ný Ölfusárbrú. „Við erum búin að halda kynningarfund fyrir Öxi og munum halda kynningarfund fyrir Ölfusárbrú núna á föstudaginn. Þar með eru þau verkefni farin af stað.“ Framundan séu svokallaðar samkeppnisviðræður, að sögn Bergþóru. „Ef Guð lofar og allt gengur vel, þá verðum við í svipaðri stöðu með þessi verkefni í febrúar á næsta ári og við erum með Hornafjörð í dag,“ segir vegamálastjóri. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Vegagerð Samgöngur Vegtollar Hornafjörður Múlaþing Árborg Ölfus Ný Ölfusárbrú Tengdar fréttir Ölfusárbrú og Axarvegur á leið í einkaframkvæmd Smíði nýrrar Ölfusárbrúar og lagning Axarvegar eru að fara í útboðsferli sem einkaframkvæmd og mun Vegagerðin í þessum og næsta mánuði óska eftir áhugasömum bjóðendum. Ný brú á Hornafjarðarfljót er þó komin lengst slíkra verkefna en tilboð verða opnuð síðar í þessari viku. 14. febrúar 2022 22:05 Fjórir verktakar sóttu um að brúa Hornafjörð með einkafjármögnun Fjórir aðilar skiluðu inn umsókn til Vegagerðarinnar um þátttöku í innkaupaferli vegna nýrrar brúar yfir Hornafjarðarfljót en frestur rann út í gær. Þetta er fyrsta útboðið frá því sérstök lög voru samþykkt í fyrra sem heimila ríkinu að semja við einkaaðila um fjármögnun samgönguframkvæmda. 7. júlí 2021 13:45 Sex stór samgönguverkefni í einkaframkvæmd með gjaldtöku Samgönguráðherra mælti fyrir frumvarpi á Alþingi í dag um samvinnu ríkis, sveitarfélaga og einkaaðila um uppbyggingu sex samgöngumannvirkja. Ef frumvarpið nær fram að ganga væri hægt að bjóða verkin út á þessu ári. 5. maí 2020 19:20 Nýja brúin sem lætur menn hossast minna í Hornafirði Hún verður önnur mesta stytting hringvegarins frá því Hvalfjarðargöng voru opnuð. 9. maí 2016 20:45 Mest lesið Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Erlent Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Halla mun funda með Xi Jinping Innlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Innlent Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Innlent Fleiri fréttir Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Myndband: Lögregla stóð vörð vegna Vítisenglaveislu Útgjöld vegna útlendingamála lækka um þriðjung Halla mun funda með Xi Jinping 40 ára afmæli Þorlákskirkju fagnað í Þorlákshöfn Vítisenglar lausir úr haldi og týndir ferðamenn Mikilvægt að sýna Grænlendingum stuðning Allir þrír lausir úr haldi Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Sjá meira
Í fréttum Stöðvar 2 kom fram að með nýjum vegi þvert yfir Hornafjörð ásamt smíði fjögurra brúa sé ætlunin að stytta hringveginn um tólf kílómetra og miða áætlanir við að ljúka verkinu árið 2025. Vegamálastjóri segir útboðið marka tímamót sem það fyrsta á grundvelli laga um samvinnuverkefni þar sem verktaka er bæði ætlað að vinna verkið og fjármagna það að hluta. Tilboðin eru í framkvæmd og fjármögnun verksins.Grafík/Kristján Jónsson Þegar tilboð voru opnuð í dag reyndist áætlaður verktakakostnaður nærri 7 milljarðar króna. Tvö tilboð bárust, það lægra frá Ístaki upp á tæpa 8,5 milljarða króna, eða 21,5 prósenti yfir kostnaðaráætlun. Hærra tilboðið áttu ÞG verktakar upp á nærri 9,8 milljarða króna. Þriðji verktakinn, sem komst í gegnum forval, sendi ekki inn tilboð. Fjárhæðir innifela framkvæmdakostnað og fjármagnskostnað verkefnisins, á framkvæmdatíma og til 25 ára. En eru tilboðin vonbrigði? „Ég ætla ekki að segja að þau séu vonbrigði. Ég er nú eiginlega ekki búin að hafa þessi tilboð undir höndum nema circa klukkutíma þannig að við eigum nú eftir að skoða þau betur. En ég skal alveg viðurkenna að við höfðum vonast eftir lægri tölum. En svo á maður eftir að sjá betur hvernig þetta er samansett,“ svarar Bergþóra Þorkelsdóttir vegamálastjóri. Tölvuteikning af nýrri leið yfir Hornafjörð. Verkinu fylgja alls fjórar nýjar brýr og nítján kílómetrar af nýjum vegum.Vegagerðin Þegar tilboð eru svo hátt yfir kostnaðaráætlun vaknar sú spurning: Mun Vegagerðin hafna þeim og hugsanlega bjóða verkið aftur út síðar? „Það er bara algerlega óskrifað blað hvernig verður farið með það,“ svarar Bergþóra. Tvö önnur samvinnuverkefni eru einnig komin í ferli, vegur yfir Öxi og ný Ölfusárbrú. „Við erum búin að halda kynningarfund fyrir Öxi og munum halda kynningarfund fyrir Ölfusárbrú núna á föstudaginn. Þar með eru þau verkefni farin af stað.“ Framundan séu svokallaðar samkeppnisviðræður, að sögn Bergþóru. „Ef Guð lofar og allt gengur vel, þá verðum við í svipaðri stöðu með þessi verkefni í febrúar á næsta ári og við erum með Hornafjörð í dag,“ segir vegamálastjóri. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Vegagerð Samgöngur Vegtollar Hornafjörður Múlaþing Árborg Ölfus Ný Ölfusárbrú Tengdar fréttir Ölfusárbrú og Axarvegur á leið í einkaframkvæmd Smíði nýrrar Ölfusárbrúar og lagning Axarvegar eru að fara í útboðsferli sem einkaframkvæmd og mun Vegagerðin í þessum og næsta mánuði óska eftir áhugasömum bjóðendum. Ný brú á Hornafjarðarfljót er þó komin lengst slíkra verkefna en tilboð verða opnuð síðar í þessari viku. 14. febrúar 2022 22:05 Fjórir verktakar sóttu um að brúa Hornafjörð með einkafjármögnun Fjórir aðilar skiluðu inn umsókn til Vegagerðarinnar um þátttöku í innkaupaferli vegna nýrrar brúar yfir Hornafjarðarfljót en frestur rann út í gær. Þetta er fyrsta útboðið frá því sérstök lög voru samþykkt í fyrra sem heimila ríkinu að semja við einkaaðila um fjármögnun samgönguframkvæmda. 7. júlí 2021 13:45 Sex stór samgönguverkefni í einkaframkvæmd með gjaldtöku Samgönguráðherra mælti fyrir frumvarpi á Alþingi í dag um samvinnu ríkis, sveitarfélaga og einkaaðila um uppbyggingu sex samgöngumannvirkja. Ef frumvarpið nær fram að ganga væri hægt að bjóða verkin út á þessu ári. 5. maí 2020 19:20 Nýja brúin sem lætur menn hossast minna í Hornafirði Hún verður önnur mesta stytting hringvegarins frá því Hvalfjarðargöng voru opnuð. 9. maí 2016 20:45 Mest lesið Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Erlent Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Halla mun funda með Xi Jinping Innlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Innlent Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Innlent Fleiri fréttir Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Myndband: Lögregla stóð vörð vegna Vítisenglaveislu Útgjöld vegna útlendingamála lækka um þriðjung Halla mun funda með Xi Jinping 40 ára afmæli Þorlákskirkju fagnað í Þorlákshöfn Vítisenglar lausir úr haldi og týndir ferðamenn Mikilvægt að sýna Grænlendingum stuðning Allir þrír lausir úr haldi Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Sjá meira
Ölfusárbrú og Axarvegur á leið í einkaframkvæmd Smíði nýrrar Ölfusárbrúar og lagning Axarvegar eru að fara í útboðsferli sem einkaframkvæmd og mun Vegagerðin í þessum og næsta mánuði óska eftir áhugasömum bjóðendum. Ný brú á Hornafjarðarfljót er þó komin lengst slíkra verkefna en tilboð verða opnuð síðar í þessari viku. 14. febrúar 2022 22:05
Fjórir verktakar sóttu um að brúa Hornafjörð með einkafjármögnun Fjórir aðilar skiluðu inn umsókn til Vegagerðarinnar um þátttöku í innkaupaferli vegna nýrrar brúar yfir Hornafjarðarfljót en frestur rann út í gær. Þetta er fyrsta útboðið frá því sérstök lög voru samþykkt í fyrra sem heimila ríkinu að semja við einkaaðila um fjármögnun samgönguframkvæmda. 7. júlí 2021 13:45
Sex stór samgönguverkefni í einkaframkvæmd með gjaldtöku Samgönguráðherra mælti fyrir frumvarpi á Alþingi í dag um samvinnu ríkis, sveitarfélaga og einkaaðila um uppbyggingu sex samgöngumannvirkja. Ef frumvarpið nær fram að ganga væri hægt að bjóða verkin út á þessu ári. 5. maí 2020 19:20
Nýja brúin sem lætur menn hossast minna í Hornafirði Hún verður önnur mesta stytting hringvegarins frá því Hvalfjarðargöng voru opnuð. 9. maí 2016 20:45