Ástin á götunni

Fréttamynd

Drillo óttast að mæta Íslendingum í fyrsta leik

Egil "Drillo“ Olsen, þjálfari norska karlalandsliðsins í knattspyrnu, telur að liðið hafi ekki getað fengið erfiðari byrjunarleik í undankeppni HM 2014. Norðmenn mæta Íslendingum þann 7. september á Laugardalsvelli í fyrstu umferð. "Við hefðum ekki getað fengið erfiðari byrjun,“ segir "Drillo“ Olsen í viðtali við norska dagblaðið Aftenposten.

Fótbolti
Fréttamynd

Lars Lagerbäck: Gunnleifur og Hannes eru mjög jafnir

Lars Lagerbäck, þjálfari íslenska landsliðsins, hrósaði markvörðunum Gunnleifi Gunnleifssyni og Hannesi Þór Halldórssyni á blaðamannafundi eftir sigurinn á Færeyjum í gær. Hannes hefur byrjað leikina að undanförnu en Gunnleifur fékk tækifærið í gærkvöldi og hélt hreinu.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Byrjunarlið Íslands á móti Færeyjum

KSÍ hefur tilkynnt byrjunarlið íslenska landsliðsins fyrir vináttulandsleikinn á móti Færeyjum á Laugardalsvelli í kvöld. Leikurinn hefst klukkan 19.45 og er síðasti undirbúningsleikur Íslands fyrir undankeppni HM 2014.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Umfjöllun og viðtöl: Ísland - Færeyjar 2-0 | Fyrsti sigur Lagerbäck í höfn

Íslenska landsliðið í fótbolta vann sinn fyrsta leik undir stjórn Lars Lagerbäck þegar liðið lagði Færeyinga að velli, 2-0, á Laugardalsvellinum í kvöld. Eftir töp í fjórum fyrstu leikjunum á útivelli móti sterkum þjóðum tókst íslensku strákunum að landa sigri í frumraun Svíans í Laugardalnum. Sigurinn var fyrir öllu því frammistaðan var ekki alltof sannfærandi sérstaklega í seinni hálfleiknum.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Þórsarar upp í annað sætið - Chijindu með bæði mörkin

Þórsarar eru komnir upp í annað sætið í 1. deild karla í fótbolta eftir 2-1 sigur á Víkingum í Ólafsvík í dag en Ólafvíkur-Víkingar eru engu að síður með tveggja stiga forskot á toppnum. Þórsarar eiga leik inni og eru í góðum málum í baráttu sinni fyrir að endurheimta sæti sitt í Pepsi-deildinni.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Sölvi Geir missir af leiknum gegn Færeyjum

Sölvi Geir Ottesen, leikmaður danska liðsins FC Kaupmannahafnar, verður ekki með íslenska landsliðinu í vináttuleiknum gegn Færeyingum á Laugardalsvellinum á miðvikudag. Sölvi Geir á við meiðsli að stríða en hann missti líka af leikjunum við Svía og Frakka í maí.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Freyr leikjahæstur hjá FH-sló met Harðar í gær

Freyr Bjarnason varð í gærkvöld leikjahæsti leikmaður FH í efstu deild frá upphafi. Freyr lék sinn 175. leik fyrir FH í úrvalsdeildinni í gærkvöld þegar liðið burstaði Selfoss, 5-2. Metið átti markaskorarinn, Hörður Magnússon en hann lék á sínum tíma 174 leiki fyrir FH í efstu deild.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Eiður Smári, Grétar Rafn og Hallgrímur inn í hópinn fyrir Færeyjaleikinn

Lars Lagerbäck, landsliðsþjálfari Íslands í knattspyrnu, hefur gert breytingar á landsliðshóp sínum fyrir vináttuleikinn við Færeyjar eftir eina viku. Eiður Smári Guðjohnsen, Grétar Rafn Steinsson og Hallgrímur Jónasson bætast við áður tilkynntan leikmannahóp, en Björn Bergmann Sigurðarson á við meiðsli að stríða og verður því ekki með. Þetta kemur fram á heimasíðu KSÍ.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Tryggvi og Eyþór í agabanni gegn KR í kvöld

Tryggvi Guðmundsson og Eyþór Helgi Birgisson, leikmenn ÍBV verða hvorugir í leikmannahópi félagsins sem mætir KR í Pepsideild karla í knattspyrnu í kvöld. Báðir brutu þeir agareglur liðsins um síðustu helgi og verða því fjarri góðu gamni í leiknum mikilvæga gegn Íslandsmeisturunum.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Íslenska landsliðið gerði jafntefli við Skota

Íslenska kvennalandsliðið gerði 1-1 jafntefli við Skota í æfingaleik sem fór fram í Glasgow. Sandra María Jessen kom íslensku stúlkunum yfir eftir að hafa komið inn á sem varamaður en Skotarnir jöfnuðu á lokamínútum leiksins og jafntefli því staðreynd.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Glódís Perla í byrjunarliði í sínum fyrsta A-landsleik

Nú rétt í þessu er að hefjast æfingaleikur íslenska kvennalandsliðsins og Skota, en leikurinn fer fram í Glasgow. Sigurður Ragnar Eyjólfsson, landsliðsþjálfari hefur tilkynnt byrjunarliðið og vekur athygli að Glódís Perla Viggósdóttir, sem er að leika sinn fyrsta landsleik er í byrjunarliðinu í dag.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Umfjöllun og viðtöl: Stjarnan - Þróttur 3-0 | Stjarnan í bikarúrslit

Stjarnan mun leika til úrslita í Borgunar-bikarnum í fyrsta sinn eftir góðan 3-0 sigur á Þrótti í undanúrslitum á Samsung-vellinum í kvöld. Stjarnan vann fyllilega verðskuldaðan sigur og var hreinlega einu númeri of stórir fyrir 1. deildar lið Þróttar R. sem barðist þó vel og hefði með smá heppni getað komið sér inn í leikinn.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Ingvar: Þetta var meira í framtíðardraumunum

"Ég fékk bara að heyra af þessu í gærkvöldi," sagði Ingvar Jónsson, markvörður Stjörnunnar og nú íslenska landsliðsins eftir að Lars Lagerbäck, þjálfari íslenska karlalandsliðsins, valdi hann í hóp sinn fyrir vináttuleik á móti Færeyjum.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Þróttur endurheimtir uppalda leikmenn

Hjálmar Þórarinsson, Sigmundur Kristjánsson og Haraldur Hróðmarsson hafa gengið í raðir 1. deildarliðs Þróttar. Leikmennirnir eru uppaldir hjá félaginu og snúa því aftur á kunnulegar slóðir.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

"Hlægilegt hjá greyið manninum"

Kjartan Henry Finnbogason, framherji KR, gefur ekki mikið fyrir þau orð sem Þórður Þórðarson, þjálfari ÍA, lét falla eftir leik liðanna í Pepsideildinni í gærkvöld. Þar sakaði Þórður, Kjartan um "óþverraskap" þegar sá síðarnefndi steig ofan á hönd Guðjóns Sveinssonar með þeim afleiðingum að 18 spor þurfti til að sauma saman sárið.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Jensen ekki með ÍA í kvöld-Kjartan Henry með KR

Danski leikmaðurinn, Jesper Jensen sem skrifaði undir tveggja og hálfs árs samning við ÍA um helgina, verður ekki með liðinu í leik liðsins gegn KR í Pepsideildinni í kvöld. Þetta kom fram í viðtali við Þórð Þórðarson, þjálfara ÍA í útvarpsþættinum Boltanum á X-inu í morgun.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Þrjú rauð og Þróttarasigur í Laugardalnum - myndir

Það var hart tekist á í Laugardalnum í dag þegar Þróttarar unnu Þórsara á Valbjarnarvellinum í síðasta leik 13. umferðar 1. deildar karla. Þróttarar skoruðu sigurmarkið sitt úr vítaspyrnu í fyrri hálfleik en enduðu leikinn með níu menn inn á vellinum.

Íslenski boltinn