Eiður Smári, Hannes og Arnór í viðtali í króatíska sjónvarpinu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 18. nóvember 2013 17:07 Eiður Smári Guðjohnsen, Arnór Smárason og markvörðurinn Hannes Þór Halldórsson voru teknir í viðtöl af króatískum sjónvarpsmönnum þegar þeir mættu á æfingu í dag þar sem þeir voru spurðir út í seinni leikinn við Króata sem fer fram í Zagreb á morgun. „Við höfum trú á okkur sjálfum og það er lykilatriði í að koma okkur á HM," sagði Arnór Smárason. „Við erum ekkert með neitt forskot frá fyrri leiknum. Við berum mikla virðingu fyrir króatíska landsliðinu sem er með marga góða leikmenn sem við þurfum að passa okkar á. Íslenska hugarfarið er samt bara það að gera allt til þess að komast áfram," sagði Arnór. „Þetta er stærsti leikurinn í okkar sögu og öll þjóðin stendur að baki okkar. Við erum stoltir af því að vera komnir í þessa stöðu," sagði Arnór. Hannes Þór Halldórsson, markvörður íslenska liðsins, var næstur í röðinni. „Við náðum allt í lagi úrslitum í heimaleiknum sérstaklega þar sem við misstum mann af velli með rautt spjald. Við erum því bjartsýnir fyrir seinni leikinn. Við vitum að við erum að fara að mæta frábæru liði og að þetta verður erfiður leikur. Við bindum samt vonir við að komast áfram," sagði Hannes. Hannes var síðan spurður um það hvort að hann geti spilað aftur eins vel og í síðasta leik. „Maður veit aldrei hvernig leikirnir munu þróast og hvort að þetta verður þinn dagur eða ekki. Ég mun bara reyna að gera mitt besta í leiknum eins og alltaf og vonandi næ ég að spila aftur vel," sagði Hannes. „Það eru allir vongóðir heima og íslenska þjóðin vill sjá okkur komast áfram og við leikmennirnir ætlum að komast áfram. Þetta verður sögulegt skref fyrir okkur takist okkur að komast á HM. Þetta er risastór leikur og vonandi stöndum við okkur fyrir íslensku þjóðina," sagði Hannes. Eiður Smári Guðjohnsen var einnig tekinn í viðtal hjá króatísku sjónvarpsmönnunum. „Við erum afslappaðir og það kemur mér svolítið á óvart hvað þessir strákar eru slakir og yfirvegaðir undir þessum kringumstæðum. Það er eins og þeir séu fæddir í þetta og þeir láta ekkert stressa sig. Það er meiri tilhlökkun en stress í hópnum," sagði Eiður Smári. „Þetta er risastór leikur. Það er alltaf sérstakt þegar maður spilar fyrir sína þjóð. Ég hef verið heppinn á mínum ferli og hef náð að upplifa margar góðar stundir. Það yrði samt besta stundin að komast á HM," sagði Eiður Smári. Það er hægt að sjá þessi viðtöl við strákana með því að smella hér fyrir ofan en þau eru öll á ensku. Fótbolti Íslenski boltinn HM 2014 í Brasilíu Mest lesið Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport Róbert hættir hjá HSÍ Handbolti Kastaði stól í Eyjum og fékk þriggja leikja bann Handbolti Enduðu á nærbuxunum og gátu ekki flogið Fótbolti Sjáðu dramatíkina á Anfield: Van Dijk skoraði og Simeone brjálaðist Fótbolti Fékk viljandi rautt og gæti misst af úrslitaleiknum Íslenski boltinn „Þessi viðbrögð eru auðvitað ekki í lagi“ Fótbolti Uppgjörið: FH - ÍBV 36-30 | Sigur FH var aldrei í hættu gegn flötu liði ÍBV Handbolti Erfið endurkoma hjá De Bruyne Fótbolti Ólöf Helga tekur við stjórninni: „Orðnar mjög spenntar fyrir fyrsta þætti“ Körfubolti Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Langfljótastur í fimmtíu mörkin Markaveislur hjá Frankfurt og Sporting Erfið endurkoma hjá De Bruyne Tvenna Rashford tryggði þrjú stig Amanda spilar í Meistaradeildinni Sluppu með stig eftir stórkostlegt mark og annað óheppilegt Sædís og Arna í Meistaradeild Evrópu Fékk viljandi rautt og gæti misst af úrslitaleiknum Mourinho strax kominn með nýtt starf Messi að framlengja við Inter Miami Enduðu á nærbuxunum og gátu ekki flogið Wildcard hugleiðingar Fantasýn: Haaland inn, Salah út og bíða með Isak Fær nýjan þriggja ára samning þrátt fjögur töp í fyrstu fjórum leikjunum Ísland stendur í stað þrátt fyrir stórsigur Fimm sigurmörk á síðustu sjö mínútunum „Maður spyr sig hvar maður á heppnina inni“ Sjáðu dramatíkina á Anfield: Van Dijk skoraði og Simeone brjálaðist „Svekkjandi að við gefum þeim fjögur mörk“ „Sex til sjö leikmenn haltrandi inni á vellinum“ Mourinho tekur við Benfica „Þessi viðbrögð eru auðvitað ekki í lagi“ Swansea gafst ekki upp og skaut Forest úr leik Tvenna Thuram tryggði Inter sigur og PSG fór létt með Atalanta Uppgjörið: HK - Þróttur 4-3 | HK fer með eins marks forskot í senini leikinn eftir rússibanareið Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Fyrirliðinn kom til bjargar og Liverpool fagnaði seint í fimmta sinn John Andrews tekur við KR Cecilía hélt hreinu og Inter komst áfram Klúðruðu víti en sóttu stigið með stórkostlegu skoti Sjá meira
Eiður Smári Guðjohnsen, Arnór Smárason og markvörðurinn Hannes Þór Halldórsson voru teknir í viðtöl af króatískum sjónvarpsmönnum þegar þeir mættu á æfingu í dag þar sem þeir voru spurðir út í seinni leikinn við Króata sem fer fram í Zagreb á morgun. „Við höfum trú á okkur sjálfum og það er lykilatriði í að koma okkur á HM," sagði Arnór Smárason. „Við erum ekkert með neitt forskot frá fyrri leiknum. Við berum mikla virðingu fyrir króatíska landsliðinu sem er með marga góða leikmenn sem við þurfum að passa okkar á. Íslenska hugarfarið er samt bara það að gera allt til þess að komast áfram," sagði Arnór. „Þetta er stærsti leikurinn í okkar sögu og öll þjóðin stendur að baki okkar. Við erum stoltir af því að vera komnir í þessa stöðu," sagði Arnór. Hannes Þór Halldórsson, markvörður íslenska liðsins, var næstur í röðinni. „Við náðum allt í lagi úrslitum í heimaleiknum sérstaklega þar sem við misstum mann af velli með rautt spjald. Við erum því bjartsýnir fyrir seinni leikinn. Við vitum að við erum að fara að mæta frábæru liði og að þetta verður erfiður leikur. Við bindum samt vonir við að komast áfram," sagði Hannes. Hannes var síðan spurður um það hvort að hann geti spilað aftur eins vel og í síðasta leik. „Maður veit aldrei hvernig leikirnir munu þróast og hvort að þetta verður þinn dagur eða ekki. Ég mun bara reyna að gera mitt besta í leiknum eins og alltaf og vonandi næ ég að spila aftur vel," sagði Hannes. „Það eru allir vongóðir heima og íslenska þjóðin vill sjá okkur komast áfram og við leikmennirnir ætlum að komast áfram. Þetta verður sögulegt skref fyrir okkur takist okkur að komast á HM. Þetta er risastór leikur og vonandi stöndum við okkur fyrir íslensku þjóðina," sagði Hannes. Eiður Smári Guðjohnsen var einnig tekinn í viðtal hjá króatísku sjónvarpsmönnunum. „Við erum afslappaðir og það kemur mér svolítið á óvart hvað þessir strákar eru slakir og yfirvegaðir undir þessum kringumstæðum. Það er eins og þeir séu fæddir í þetta og þeir láta ekkert stressa sig. Það er meiri tilhlökkun en stress í hópnum," sagði Eiður Smári. „Þetta er risastór leikur. Það er alltaf sérstakt þegar maður spilar fyrir sína þjóð. Ég hef verið heppinn á mínum ferli og hef náð að upplifa margar góðar stundir. Það yrði samt besta stundin að komast á HM," sagði Eiður Smári. Það er hægt að sjá þessi viðtöl við strákana með því að smella hér fyrir ofan en þau eru öll á ensku.
Fótbolti Íslenski boltinn HM 2014 í Brasilíu Mest lesið Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport Róbert hættir hjá HSÍ Handbolti Kastaði stól í Eyjum og fékk þriggja leikja bann Handbolti Enduðu á nærbuxunum og gátu ekki flogið Fótbolti Sjáðu dramatíkina á Anfield: Van Dijk skoraði og Simeone brjálaðist Fótbolti Fékk viljandi rautt og gæti misst af úrslitaleiknum Íslenski boltinn „Þessi viðbrögð eru auðvitað ekki í lagi“ Fótbolti Uppgjörið: FH - ÍBV 36-30 | Sigur FH var aldrei í hættu gegn flötu liði ÍBV Handbolti Erfið endurkoma hjá De Bruyne Fótbolti Ólöf Helga tekur við stjórninni: „Orðnar mjög spenntar fyrir fyrsta þætti“ Körfubolti Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Langfljótastur í fimmtíu mörkin Markaveislur hjá Frankfurt og Sporting Erfið endurkoma hjá De Bruyne Tvenna Rashford tryggði þrjú stig Amanda spilar í Meistaradeildinni Sluppu með stig eftir stórkostlegt mark og annað óheppilegt Sædís og Arna í Meistaradeild Evrópu Fékk viljandi rautt og gæti misst af úrslitaleiknum Mourinho strax kominn með nýtt starf Messi að framlengja við Inter Miami Enduðu á nærbuxunum og gátu ekki flogið Wildcard hugleiðingar Fantasýn: Haaland inn, Salah út og bíða með Isak Fær nýjan þriggja ára samning þrátt fjögur töp í fyrstu fjórum leikjunum Ísland stendur í stað þrátt fyrir stórsigur Fimm sigurmörk á síðustu sjö mínútunum „Maður spyr sig hvar maður á heppnina inni“ Sjáðu dramatíkina á Anfield: Van Dijk skoraði og Simeone brjálaðist „Svekkjandi að við gefum þeim fjögur mörk“ „Sex til sjö leikmenn haltrandi inni á vellinum“ Mourinho tekur við Benfica „Þessi viðbrögð eru auðvitað ekki í lagi“ Swansea gafst ekki upp og skaut Forest úr leik Tvenna Thuram tryggði Inter sigur og PSG fór létt með Atalanta Uppgjörið: HK - Þróttur 4-3 | HK fer með eins marks forskot í senini leikinn eftir rússibanareið Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Fyrirliðinn kom til bjargar og Liverpool fagnaði seint í fimmta sinn John Andrews tekur við KR Cecilía hélt hreinu og Inter komst áfram Klúðruðu víti en sóttu stigið með stórkostlegu skoti Sjá meira