Eiður Smári, Hannes og Arnór í viðtali í króatíska sjónvarpinu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 18. nóvember 2013 17:07 Eiður Smári Guðjohnsen, Arnór Smárason og markvörðurinn Hannes Þór Halldórsson voru teknir í viðtöl af króatískum sjónvarpsmönnum þegar þeir mættu á æfingu í dag þar sem þeir voru spurðir út í seinni leikinn við Króata sem fer fram í Zagreb á morgun. „Við höfum trú á okkur sjálfum og það er lykilatriði í að koma okkur á HM," sagði Arnór Smárason. „Við erum ekkert með neitt forskot frá fyrri leiknum. Við berum mikla virðingu fyrir króatíska landsliðinu sem er með marga góða leikmenn sem við þurfum að passa okkar á. Íslenska hugarfarið er samt bara það að gera allt til þess að komast áfram," sagði Arnór. „Þetta er stærsti leikurinn í okkar sögu og öll þjóðin stendur að baki okkar. Við erum stoltir af því að vera komnir í þessa stöðu," sagði Arnór. Hannes Þór Halldórsson, markvörður íslenska liðsins, var næstur í röðinni. „Við náðum allt í lagi úrslitum í heimaleiknum sérstaklega þar sem við misstum mann af velli með rautt spjald. Við erum því bjartsýnir fyrir seinni leikinn. Við vitum að við erum að fara að mæta frábæru liði og að þetta verður erfiður leikur. Við bindum samt vonir við að komast áfram," sagði Hannes. Hannes var síðan spurður um það hvort að hann geti spilað aftur eins vel og í síðasta leik. „Maður veit aldrei hvernig leikirnir munu þróast og hvort að þetta verður þinn dagur eða ekki. Ég mun bara reyna að gera mitt besta í leiknum eins og alltaf og vonandi næ ég að spila aftur vel," sagði Hannes. „Það eru allir vongóðir heima og íslenska þjóðin vill sjá okkur komast áfram og við leikmennirnir ætlum að komast áfram. Þetta verður sögulegt skref fyrir okkur takist okkur að komast á HM. Þetta er risastór leikur og vonandi stöndum við okkur fyrir íslensku þjóðina," sagði Hannes. Eiður Smári Guðjohnsen var einnig tekinn í viðtal hjá króatísku sjónvarpsmönnunum. „Við erum afslappaðir og það kemur mér svolítið á óvart hvað þessir strákar eru slakir og yfirvegaðir undir þessum kringumstæðum. Það er eins og þeir séu fæddir í þetta og þeir láta ekkert stressa sig. Það er meiri tilhlökkun en stress í hópnum," sagði Eiður Smári. „Þetta er risastór leikur. Það er alltaf sérstakt þegar maður spilar fyrir sína þjóð. Ég hef verið heppinn á mínum ferli og hef náð að upplifa margar góðar stundir. Það yrði samt besta stundin að komast á HM," sagði Eiður Smári. Það er hægt að sjá þessi viðtöl við strákana með því að smella hér fyrir ofan en þau eru öll á ensku. Fótbolti Íslenski boltinn HM 2014 í Brasilíu Mest lesið Íslenska amman heimsmeistari fimmta árið í röð Sport Myndin af Beckham með Shaq og Yao Ming ekki úr gervigreind Fótbolti Vilja fjölskyldusvæði og að áfengi sé ekki selt í sjoppum fyrir börn Sport Sæmundur heimsmeistari aftur Sport Uppgjörið: Valur-Breiðablik 1-1 | Valskonur tóku stig af meisturunum Íslenski boltinn Tvíburarnir voru með 56 stig saman í fyrsta leik Körfubolti „Ég held að hann verði að skoða þetta“ Fótbolti Heimsmeistarinn skiptir mjög óvænt um grein Sport Uppgjörið FH - Víkingur 3-2 | FH komið með níu tær inn í Evrópukeppni á næsta tímabili Íslenski boltinn Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Körfubolti Fleiri fréttir Portúgal - Írland 1-0 | Rýtingur í hjarta Heimis Cecilía Rán þurfti að sækja boltann tvisvar í netið gegn Fiorentina Elísa Bríet: Ég er ekki búin að ákveða neitt Mollee og Kayla héldu örlitlu lífi í Evrópudraumum Þróttara Uppgjörið FH - Víkingur 3-2 | FH komið með níu tær inn í Evrópukeppni á næsta tímabili Uppgjörið: Valur-Breiðablik 1-1 | Valskonur tóku stig af meisturunum Noregur - Ísrael 5-0 | Haaland með þrennu í auðveldum sigri Glódís Perla kom inn í byrjunarliðið og Bayern vann toppslaginn Uppgjörið: Tindastóll - FHL 5-2 | Tindastóll kvaddi Bestu deildina með stæl Liverpool-maðurinn missir líka af leiknum á móti Íslandi Ekki alvarleg meiðsli hjá Mbappé Myndin af Beckham með Shaq og Yao Ming ekki úr gervigreind Rooney er ósammála Gerrard Myndasyrpa eftir nístingssárt tap gegn Úkraínu Mbappé kemur ekki til Íslands „Ég held að hann verði að skoða þetta“ „Langt síðan ég var svona reiður og svekktur eftir leik“ „Svekkjandi að missa af næsta leik“ „Virkilega galið tap“ „Við vorum bara flottir í kvöld“ Baulað á þjálfarann og Svíar á botninum „Mjög barnalegir og gefum mörk“ Einkunnir íslenska liðsins: Albert fremstur á meðal jafningja Uppgjörið: Ísland - Úkraína 3-5 | Óhamingjunni varð allt að vopni Frakkar mæta með fullt hús stiga til Reykjavíkur Reiður yfir mistökum Mikaels: „Negldu þessu helvíti í burtu“ Mörk Íslands og Úkraínu: Tvö undir lokin frá gestunum Ungu strákarnir okkar sóttu stig til Sviss Mikil gleði á Ölveri og Arnar steig á stokk Kraftur Sævars muni smita stuðningsmenn Sjá meira
Eiður Smári Guðjohnsen, Arnór Smárason og markvörðurinn Hannes Þór Halldórsson voru teknir í viðtöl af króatískum sjónvarpsmönnum þegar þeir mættu á æfingu í dag þar sem þeir voru spurðir út í seinni leikinn við Króata sem fer fram í Zagreb á morgun. „Við höfum trú á okkur sjálfum og það er lykilatriði í að koma okkur á HM," sagði Arnór Smárason. „Við erum ekkert með neitt forskot frá fyrri leiknum. Við berum mikla virðingu fyrir króatíska landsliðinu sem er með marga góða leikmenn sem við þurfum að passa okkar á. Íslenska hugarfarið er samt bara það að gera allt til þess að komast áfram," sagði Arnór. „Þetta er stærsti leikurinn í okkar sögu og öll þjóðin stendur að baki okkar. Við erum stoltir af því að vera komnir í þessa stöðu," sagði Arnór. Hannes Þór Halldórsson, markvörður íslenska liðsins, var næstur í röðinni. „Við náðum allt í lagi úrslitum í heimaleiknum sérstaklega þar sem við misstum mann af velli með rautt spjald. Við erum því bjartsýnir fyrir seinni leikinn. Við vitum að við erum að fara að mæta frábæru liði og að þetta verður erfiður leikur. Við bindum samt vonir við að komast áfram," sagði Hannes. Hannes var síðan spurður um það hvort að hann geti spilað aftur eins vel og í síðasta leik. „Maður veit aldrei hvernig leikirnir munu þróast og hvort að þetta verður þinn dagur eða ekki. Ég mun bara reyna að gera mitt besta í leiknum eins og alltaf og vonandi næ ég að spila aftur vel," sagði Hannes. „Það eru allir vongóðir heima og íslenska þjóðin vill sjá okkur komast áfram og við leikmennirnir ætlum að komast áfram. Þetta verður sögulegt skref fyrir okkur takist okkur að komast á HM. Þetta er risastór leikur og vonandi stöndum við okkur fyrir íslensku þjóðina," sagði Hannes. Eiður Smári Guðjohnsen var einnig tekinn í viðtal hjá króatísku sjónvarpsmönnunum. „Við erum afslappaðir og það kemur mér svolítið á óvart hvað þessir strákar eru slakir og yfirvegaðir undir þessum kringumstæðum. Það er eins og þeir séu fæddir í þetta og þeir láta ekkert stressa sig. Það er meiri tilhlökkun en stress í hópnum," sagði Eiður Smári. „Þetta er risastór leikur. Það er alltaf sérstakt þegar maður spilar fyrir sína þjóð. Ég hef verið heppinn á mínum ferli og hef náð að upplifa margar góðar stundir. Það yrði samt besta stundin að komast á HM," sagði Eiður Smári. Það er hægt að sjá þessi viðtöl við strákana með því að smella hér fyrir ofan en þau eru öll á ensku.
Fótbolti Íslenski boltinn HM 2014 í Brasilíu Mest lesið Íslenska amman heimsmeistari fimmta árið í röð Sport Myndin af Beckham með Shaq og Yao Ming ekki úr gervigreind Fótbolti Vilja fjölskyldusvæði og að áfengi sé ekki selt í sjoppum fyrir börn Sport Sæmundur heimsmeistari aftur Sport Uppgjörið: Valur-Breiðablik 1-1 | Valskonur tóku stig af meisturunum Íslenski boltinn Tvíburarnir voru með 56 stig saman í fyrsta leik Körfubolti „Ég held að hann verði að skoða þetta“ Fótbolti Heimsmeistarinn skiptir mjög óvænt um grein Sport Uppgjörið FH - Víkingur 3-2 | FH komið með níu tær inn í Evrópukeppni á næsta tímabili Íslenski boltinn Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Körfubolti Fleiri fréttir Portúgal - Írland 1-0 | Rýtingur í hjarta Heimis Cecilía Rán þurfti að sækja boltann tvisvar í netið gegn Fiorentina Elísa Bríet: Ég er ekki búin að ákveða neitt Mollee og Kayla héldu örlitlu lífi í Evrópudraumum Þróttara Uppgjörið FH - Víkingur 3-2 | FH komið með níu tær inn í Evrópukeppni á næsta tímabili Uppgjörið: Valur-Breiðablik 1-1 | Valskonur tóku stig af meisturunum Noregur - Ísrael 5-0 | Haaland með þrennu í auðveldum sigri Glódís Perla kom inn í byrjunarliðið og Bayern vann toppslaginn Uppgjörið: Tindastóll - FHL 5-2 | Tindastóll kvaddi Bestu deildina með stæl Liverpool-maðurinn missir líka af leiknum á móti Íslandi Ekki alvarleg meiðsli hjá Mbappé Myndin af Beckham með Shaq og Yao Ming ekki úr gervigreind Rooney er ósammála Gerrard Myndasyrpa eftir nístingssárt tap gegn Úkraínu Mbappé kemur ekki til Íslands „Ég held að hann verði að skoða þetta“ „Langt síðan ég var svona reiður og svekktur eftir leik“ „Svekkjandi að missa af næsta leik“ „Virkilega galið tap“ „Við vorum bara flottir í kvöld“ Baulað á þjálfarann og Svíar á botninum „Mjög barnalegir og gefum mörk“ Einkunnir íslenska liðsins: Albert fremstur á meðal jafningja Uppgjörið: Ísland - Úkraína 3-5 | Óhamingjunni varð allt að vopni Frakkar mæta með fullt hús stiga til Reykjavíkur Reiður yfir mistökum Mikaels: „Negldu þessu helvíti í burtu“ Mörk Íslands og Úkraínu: Tvö undir lokin frá gestunum Ungu strákarnir okkar sóttu stig til Sviss Mikil gleði á Ölveri og Arnar steig á stokk Kraftur Sævars muni smita stuðningsmenn Sjá meira
Uppgjörið FH - Víkingur 3-2 | FH komið með níu tær inn í Evrópukeppni á næsta tímabili Íslenski boltinn
Uppgjörið FH - Víkingur 3-2 | FH komið með níu tær inn í Evrópukeppni á næsta tímabili Íslenski boltinn