Ástin á götunni

Fréttamynd

Fengið nokkur skila­boð eftir skipti frá Val til KR

Orri Hrafn Kjartansson skipti nýverið frá toppliði Vals yfir til KR sem situr í fallsæti í Bestu deild karla. Liðin eru Reykjavíkurstórveldi og erkifjendur en það truflar Orra lítið, sem fékk þó einhver skilaboð frá Völsurum eftir skiptin. Hann kveðst viss um að KR geti snúið blaðinu við.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

„Ég var í smá sjokki“

„Þetta er bara mjög flott og hópurinn er jákvæður þó við séum ekki í bestu stöðunni í deildinni,“ segir Amin Cosic, nýr leikmaður KR í Bestu deild karla í fótbolta.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

„Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“

„Ég er mjög ósáttur að við höfum ekki unnið, á miðað við hvernig leikurinn spilaðist,“ segir Rúnar Kristinsson, þjálfari Fram, eftir 1-1 jafntefli hans manna við Stjörnuna í Úlfarsárdal í Bestu deild karla í fótbolta í kvöld.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

„Ég er mjög þreyttur“

Steven Caulker kveðst þreyttur eftir að hafa spilað allar 90 mínúturnar í 1-1 jafntefli Stjörnunnar við Fram í Bestu deild karla í fótbolta í kvöld. Úrslitin eru svekkjandi.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

„Margir sem voru til­búnir að koma honum fyrir kattar­nef fyrir mig“

„Ég er svo sem bara búinn að vera bíða eftir þessu. Þetta eru ekki sjokkerandi fréttir. Hann er náttúrulega búinn að vera funheitur. Ég á alveg von á því að þetta verði slegið, hann á það fyllilega skilið,“ segir Tryggvi Guðmundsson um markametið í efstu deild í fótbolta. Patrick Pedersen getur eignað sér metið er Valur sækir ÍA heim í Bestu deild karla í kvöld.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

„Skemmti­legra þegar vel gengur“

Agla María Albertsdóttir skoraði eitt mark og lagði upp tvö þegar Íslandsmeistarar Breiðabliks fóru létt með Val að Hlíðarenda í uppgjöru tveggja af bestu liðum síðari ára í Bestu deild kvenna í fótbolta. 

Íslenski boltinn
Fréttamynd

„Dómur af himnum ofan“

Halldór Árnason, þjálfari Breiðabliks, var öllu rólegri en von var á þegar hann kom í viðtal eftir jafntefli Breiðabliks og KA í dag. Leikurinn endaði 1-1 og var mark dæmt af Breiðablik í blálokin.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

„Ég veit ekkert hverjir þetta voru“

„Ég held þeir hafi fengið eitt færi í fyrri hálfleik og þeir skora úr því,“ segir Heimir Guðjónsson, þjálfari FH, eftir 2-2 jafntefli hans manna við Víking í Kaplakrika í Bestu deild karla í fótbolta síðdegis.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

„Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“

Halldór Snær Georgsson, markvörður KR-inga var öflugur á milli stanganna þegar KR mátti þola enn eitt tapið í Bestu deild karla í fótbolta. Nú gegn ÍBV í Vestmannaeyjum. Átti Halldór Snær nokkrar afbragðs vörslur sem dugðu þó ekki til í dag þar sem Eyjamenn skoruðu í blálokin.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Selvén aftur í Vestra

Vestri heldur áfram að styrkja sig fyrir lokasprettinn í Bestu deild karla í fótbolta. Jóhannes Selvén er genginn til liðs við félagið á nýjan leik og skrifar undir þriggja ára samning.

Íslenski boltinn