Ástin á götunni

Fréttamynd

„Þjálfarinn sem að lokum tekur á­kvörðunina um það hver okkar spilar“

Ís­lenski lands­lið­mark­vörðurinn Fann­ey Inga Birkis­dóttir segir það vilja mark­varða ís­lenska lands­liðsins að það sé mikil sam­keppni um stöðuna í markrammanum. Sam­keppnin sé á góðu nótunum en að auðvitað vilji allir á endanum spila. Mikilvægt EM ár fyrir ís­lenska lands­liðið er runnið upp og mark­verðir liðsins hafa verið að gera mjög vel.

Fótbolti
Fréttamynd

Brazell ráðinn til Vals

Knattspyrnudeild Vals hefur ráðið Christopher Brazell sem þjálfara 2. Flokks karla hjá félaginu ásamt því að hann mun sinna sérstöku afreksstarfi í elstu flokkum félagsins, bæði í karla og kvennaflokki.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Tugmilljónakostnaður bíður Víkinga

Víkingar leita nú vallar erlendis fyrir heimaleik liðsins við Panathinaikos í umspili Sambandsdeildarinnar í febrúar. Ljóst er að leiga á slíkum velli verður ekki ódýr.

Fótbolti
Fréttamynd

Heiður að vera keypt á met­fé frá Val: „Stórt og gott skref“

Landsliðsmarkvörðurinn­­­ í fót­bolta, Fann­ey Inga Birkis­dóttir, horfir fram á spennandi tíma í at­vinnu­mennsku. Hún heldur nú á gamal­kunnar slóðir í Svíþjóð eftir að hafa verið keypt til BK Häcken á met­fé frá Val en lítur ekki á það sem auka pressu á sjálfa sig.

Fótbolti
Fréttamynd

Arnar ekki heyrt frá KSÍ: „Ekki flókið í mínum huga“

Arnar Gunn­laugs­son, þjálfari Víkings Reykja­víkur, hefur ekkert heyrt frá KSÍ varðandi stöðu þjálfara karla­lands­liðs Ís­lands í fót­bolta. Sam­bandið þar af leiðandi ekki beðið Víkinga um leyfi að ræða við Arnar sem reiknar með því, eins og staðan er í dag, að stýra Víkingum í Sam­bands­deild Evrópu í febrúar. Hlutirnir geti hins vegar breyst fljótt í fót­bolta.

Fótbolti
Fréttamynd

Banka­starfs­maðurinn sem fór úr 3. deild í KR

Eiður Gauti Sæbjörnsson er nafn sem fáir knattspyrnuunnendur könnuðust við áður en hann hóf að leika fyrir HK í Bestu deildinni í sumar. Það er ekki furða enda hefur sá leikið fyrir Ými í 3. og 4. deild allan sinn feril. Nýlega færði Eiður sig um set og er nýjasti leikmaður KR.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

„Held að þetta sé ekki al­gengt á Ís­landi“

Ís­lands­tenging er danska úr­vals­deildar­félaginu Lyng­by mikilvæg. Þess vegna hefur félagið ráðið njósnara hér á landi, Vig­fús Arnar Jósefs­son. Hann mun benda þeim á og fylgjast með efni­legum og góðum leik­mönnum á Ís­landi. 

Fótbolti