Ástin á götunni

Fréttamynd

„Þetta verður bara veisla fyrir vestan“

KR og Vestri berjast fyrir lífi sínu í Bestu deild karla í fótbolta. Þau leika hreinan úrslitaleik í lokaumferð deildarinnar á Ísafirði í dag. KR hefur aðeins fallið einu sinni í 126 ára sögu félagsins og mikið undir hjá Vesturbæjarstórveldinu.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

„Á­kveðið sjokk“

Höskuldur Gunnlaugsson, fyrirliði Breiðabliks, segir leikmenn liðsins ákveðna í því að vinna sinn fyrsta leik í deildarkeppni Sambandsdeildarinnar gegn KuPS frá Finnlandi á Laugardalsvelli í dag. Vikan hefur vægast sagt verið viðburðarrík.

Fótbolti
Fréttamynd

Blikakonur í 16-liða úr­slit í Evrópu

Breiðablik gerði 1-1 jafntefli við Spartak Subotica í síðari leik liðanna í Evrópubikar kvenna í fótbolta ytra. Blikakonur vinna einvígið samanlagt 5-1 og er komið í 16-liða úrslit keppninnar.

Fótbolti
Fréttamynd

Fer frá KA í haust

Viðar Örn Kjartansson mun yfirgefa Bestu deildarlið KA þegar keppnistímabilinu lýkur í haust. Viðar hefur leikið með félaginu í tvö ár.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Heimir sagður taka við Fylki

Heimir Guðjónsson sér ekki fram á langa atvinnuleit eftir að hann lýkur störfum hjá FH í lok tímabilsins í Bestu deild karla. Hann taki við Fylki í Lengjudeild.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

„Á­kveðin blæðing stoppuð í dag“

„Þetta er ótrúlega svekkjandi, leiðinlegt að leiða leikinn svona lengi og ná ekki að vinna.“ sagði Jón Þór Hauksson eftir 1-1 jafntefli á móti KA á Greifavellinum í dag. Þetta var fyrsti leikur Jón Þórs með liðið eftir þjálfaraskipti. 

Íslenski boltinn
Fréttamynd

„Hef ekki verið nægi­lega góður í sumar“

Jónatan Ingi Jónsson réði úrslitum þegar Valur vann mikilvægan 3-2 sigur á Stjörnunni á Hlíðarenda í Bestu deild karla í kvöld. Hann skoraði sín fyrstu mörk frá því í ágúst og kveðst meðvitaður um að hafa verið slakur að undanförnu.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Upp­gjörið: Valur - Stjarnan 3-2 | Fundinn: Jónatan Ingi

Á dögunum var lýst eftir 26 ára gömlum manni. Dökkhærðum, smágerðum, örvfættum og illviðráðanlegum hægri kantmanni að nafni Jónatan Ingi Jónsson. Leitin hefur staðið yfir um hríð. Allar götur síðan 22. ágúst, þegar hann skoraði síðast mark fyrir Val í Bestu deildinni. Hann fannst á Hlíðarenda í kvöld og skilaði liði sínu einkar mikilvægum 3-2 sigri á Stjörnunni sem skýtur Val í Evrópu að ári.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Markasúpa í Grafar­holtinu

Fram og Tindastóll gerðu 3-3 jafntefli í 20. umferð Bestu deildar kvenna í fótbolta. Fyrir leik var vitað að gestirnir frá Sauðárkróki væru fallnir og að nýliðar Fram myndu halda sæti sínu.

Íslenski boltinn