„Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Valur Páll Eiríksson skrifar 24. desember 2025 08:01 Arnór Ingvi Traustason er nýr leikmaður KR og hlakkar til verkefnisins. Vísir/Anton Brink Arnór Ingvi Traustason hefur bundið enda á tólf ára atvinnumannaferil og er snúinn heim til Íslands til að spila með KR. Hann hefur tengingu við félagið og ætlar sér stóra hluti. Arnór hefur leikið sem atvinnumaður og landsliðsmaður í meira en áratug. Hann hefur spilað víða um heim og varð meðal annars Svíþjóðarmeistari tvisvar, auk þess að leika fyrir Rapid Vín í Austurríki og AEK í Aþenu meðal annars. Þá á hann 67 landsleiki að baki fyrir Ísland. Lið hans Norrköping í Svíþjóð féll á dögunum og var ljóst að hann leitaði á ný mið. Það eru því kaflaskil í hans lífi, enda atvinnumannaferlinum lokið, en hann segist ekki kominn heim til að slaka á. „Mér líður ekkert eins og ég sé að koma heim og þetta sé að klárast. Ég sé margt fyrir framan mig. Þetta er ný áskorun og nýtt upphaf á nýjum stað heima á Íslandi. Ég er þvílíkt peppaður að fá að taka þátt í þessu með KR og setja mitt mark á þetta,“ segir Arnór í Sportpakkanum á Sýn. „Þetta er stærsti klúbbur Íslands. Félög fara í gegnum lægðir og eitthvað en það er líka ótrúlega gaman að fá að vera hluti af því að byggja eitthvað upp hvað þá með KR og í Vesturbænum.“ Kynntist klúbbnum gegnum tengdafjölskylduna Arnór Ingvi hefur verið fastagestur á KR-vellinum í sumarfríum síðustu ár enda var tengdafaðir hans, Jónas Kristinsson, framkvæmdastjóri liðsins í mörg ár. Tosaði tengdafjölskyldan hann í Vesturbæinn? „Alls ekki, ekkert þannig. En ég hef verið inni í þessari fjölskyldu í nokkur ár. Maður finnur það alveg þegar þú spilar á móti KR og ert úti í KR-heimili í þennan tíma sem ég hef verið í fjölskyldunni að það er gaman að vera í KR,“ segir Arnór og bætir við: „Það er eitthvað stórt þarna, það er pressa og mér finnst gaman að spila undir pressu, þegar eitthvað er undir. Ég hef fengið að vera í klúbbum eins og Malmö, Rapid Víen og AEK í Grikklandi – það er gaman þegar vel gengur og svo spurning hvort maður höndli pressuna af því að setja búninginn á sig og bera merkið á brjóstinu. Það vegur eitthvað, sem ég vildi vera hluti af.“ Lengra viðtal má sjá við Arnór Ingva í heild að neðan. KR Besta deild karla Íslenski boltinn Mest lesið Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Handbolti Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Enski boltinn Hafþór hrósar læknum „Steraleikanna“ og segist treysta þeim alveg Sport Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Enski boltinn Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti „Hlutir sem ég hefði ekki getað gert ef ég væri að spila“ Körfubolti Utan vallar: Betra er frensí en fálæti Handbolti Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Enski boltinn Ömurleg endalok fyrir Aaron Rodgers Sport „Það sem hefur orðið okkur að falli á síðustu mótum“ Handbolti Fleiri fréttir Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Alfreð hættur hjá Breiðabliki Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Vestri opnar knattspyrnuakademíu í Senegal Valur fær Dana til að fullmóta teymi sín Ingimar Stöle semur við Val Adda verður hægri hönd Ian Jeffs í sumar „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Enn kvarnast úr liði Blika Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Sjá meira
Arnór hefur leikið sem atvinnumaður og landsliðsmaður í meira en áratug. Hann hefur spilað víða um heim og varð meðal annars Svíþjóðarmeistari tvisvar, auk þess að leika fyrir Rapid Vín í Austurríki og AEK í Aþenu meðal annars. Þá á hann 67 landsleiki að baki fyrir Ísland. Lið hans Norrköping í Svíþjóð féll á dögunum og var ljóst að hann leitaði á ný mið. Það eru því kaflaskil í hans lífi, enda atvinnumannaferlinum lokið, en hann segist ekki kominn heim til að slaka á. „Mér líður ekkert eins og ég sé að koma heim og þetta sé að klárast. Ég sé margt fyrir framan mig. Þetta er ný áskorun og nýtt upphaf á nýjum stað heima á Íslandi. Ég er þvílíkt peppaður að fá að taka þátt í þessu með KR og setja mitt mark á þetta,“ segir Arnór í Sportpakkanum á Sýn. „Þetta er stærsti klúbbur Íslands. Félög fara í gegnum lægðir og eitthvað en það er líka ótrúlega gaman að fá að vera hluti af því að byggja eitthvað upp hvað þá með KR og í Vesturbænum.“ Kynntist klúbbnum gegnum tengdafjölskylduna Arnór Ingvi hefur verið fastagestur á KR-vellinum í sumarfríum síðustu ár enda var tengdafaðir hans, Jónas Kristinsson, framkvæmdastjóri liðsins í mörg ár. Tosaði tengdafjölskyldan hann í Vesturbæinn? „Alls ekki, ekkert þannig. En ég hef verið inni í þessari fjölskyldu í nokkur ár. Maður finnur það alveg þegar þú spilar á móti KR og ert úti í KR-heimili í þennan tíma sem ég hef verið í fjölskyldunni að það er gaman að vera í KR,“ segir Arnór og bætir við: „Það er eitthvað stórt þarna, það er pressa og mér finnst gaman að spila undir pressu, þegar eitthvað er undir. Ég hef fengið að vera í klúbbum eins og Malmö, Rapid Víen og AEK í Grikklandi – það er gaman þegar vel gengur og svo spurning hvort maður höndli pressuna af því að setja búninginn á sig og bera merkið á brjóstinu. Það vegur eitthvað, sem ég vildi vera hluti af.“ Lengra viðtal má sjá við Arnór Ingva í heild að neðan.
KR Besta deild karla Íslenski boltinn Mest lesið Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Handbolti Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Enski boltinn Hafþór hrósar læknum „Steraleikanna“ og segist treysta þeim alveg Sport Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Enski boltinn Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti „Hlutir sem ég hefði ekki getað gert ef ég væri að spila“ Körfubolti Utan vallar: Betra er frensí en fálæti Handbolti Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Enski boltinn Ömurleg endalok fyrir Aaron Rodgers Sport „Það sem hefur orðið okkur að falli á síðustu mótum“ Handbolti Fleiri fréttir Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Alfreð hættur hjá Breiðabliki Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Vestri opnar knattspyrnuakademíu í Senegal Valur fær Dana til að fullmóta teymi sín Ingimar Stöle semur við Val Adda verður hægri hönd Ian Jeffs í sumar „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Enn kvarnast úr liði Blika Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Sjá meira