
Umferð

Sífellt fleiri mál felld niður hjá lögreglu
17.161 mál voru felld niður hjá lögregluembættunum á síðasta ári og 170 kærum vísað frá. Heildarfjöldi skráðra brota voru 77.079 og því 22,5 prósent mála sem dóu drottni sínum í skúffu lögreglunnar.

Handtekinn dópaður með barn í bílnum
Karlmaður var handtekinn klukkan 14 fyrir að hafa ekið bíl undir áhrifum fíkniefna. Barn var í bílnum og barnaverndanefnd hefur verið gert viðvart um málið.

Páskaumferðin hefur gengið vel
Umferðin gekk stórslysalaust fyrir sig í gær að sögn lögreglu. Mikill straumur ökutækja var út úr höfuðborginni enda páskahelgin ein stærsta ferðahelgi ársins. Viðburðir eru um allt land og þá var mikil umferð á leið til Keflavíkurflugvallar og þaðan til suðlægari slóða.

Endar aldrei vel þegar fólk notar vímuefni undir stýri
Maður sem keyrði bifreið ofan í húsgrunn á gamla Blómavalsreitnum í gærkvöldi er grunaður um fíkniefnaakstur. Engin slys urðu á fólki. Maðurinn er í haldi lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu og verður tekin af honum skýrsla seinna í dag.

Vesturlandsvegi var lokað vegna slyss
Vesturlandsvegi var lokað í norðurátt nú síðdegis. Vegurinn hefur verið opnaður á ný en töluverðar umferðartafir hafa orðið vegna slyssins.

Vegagerðin leggst alfarið gegn frumvarpi um lækkun hámarkshraða
Vegagerðin setur sig alfarið upp á móti þeim breytingum sem finna má í frumvarpi þingmanna Pírata og Þórunnar Sveinbjarnardóttur, þingmanns Samfylkingarinnar, um lækkun hámarkshraða.

Afmarka göngugötuhluta Laugavegs betur
Gatnamót Laugavegs og Frakkastígs, þar sem fyrrnefnd gatan verður að göngugötu, verða betrumbætt á næstu dögum og afmörkun göngugötusvæðisins gerð skýrari.

Lokuðu Reykjanesbraut í báðar áttir eftir umferðaróhapp
Hluta Reykjanesbrautar var lokað klukkan 18:11 í dag vegna umferðaróhapps. Samkvæmt vef Vegagerðarinnar átti umferðaróhappið sér stað í nágrenni við álverið í Straumsvík. Búið er að opna veginn aftur eftir stutta lokun.

Fiskur þakti Suðurlandsveg
Farmur sem innihélt fisk féll af vörubíl á Suðurlandsvegi við Svínahraun á fimmta tímanum í dag. Lögregla segir að hreinsun hafi gengið vel á vettvangi.

„Við viljum ekki hægja á umferðinni“
Bæjarstjóri Seltjarnarness gagnrýnir harðlega ákvörðun meirihlutans í Reykjavík um að breyta hringtorgi í vesturbænum í svo kölluð T-gatnamót. Ljósastýrð gatnamót og gönguljós munu reynast farartálmi fyrir Seltirninga á leið til höfuðborgarinnar.

Varað við útivist og áreynslu við miklar umferðargötur
Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur varar börn og þá sem viðkvæmir eru fyrir í öndunarfærum við útivist og áreynslu við miklar umferðargötur vegna hækkun á styrk svifryks.

Suðurlandsvegur lokaður vegna umferðarslyss
Suðurlandsvegur á milli Selfoss og Hveragerðis er lokaður vegna umferðarslyss. Nokkrir voru fluttir á slysadeild en ekki hafa fengist upplýsingar um hvort alvarlega áverka sé að ræða.

Fluttu á annað hundrað manns af heiðinni
Björgunarsveitarfólk stóð í ströngu á Hellisheiði og í Þrengslum fram á kvöld. Verið var að hjálpa fólki sem hafði fest bíla sína og lent í óhappi en flestar sveitir eru komnar í hús.

Hellisheiði og Þrengsli lokuð: Allt að tíu bíla árekstur við Hveradali
Nokkrir hafa verið fluttir á slysadeild eftir allt að tíu bíla árekstur á Hellisheiði í dag. Nánar tiltekið varð áreksturinn við Hveradali en enginn slasaðist alvarlega, samkvæmt upplýsingum frá Lögreglunni á Suðurlandi.

Leita ökumanns sem stakk af
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu leitar ökumanns bifreiðar sem ók á gangandi vegfaranda á gatnamótum Hrafnsgötu og Burknagötu í Reykjavík í gærmorgun. Ökumaðurinn nam staðar og ræddi við vegfarandann en stakk síðan af frá vettvangi. Vegfarandinn er töluvert slasaður.

Ítrekað keyrt yfir göngustíg þrátt fyrir merkingar og spyr hvort beðið sé eftir dauðsfalli
Móðir í Laugarneshverfi segir ökumenn ítrekað aka yfir göngustíg sem fjölfarin er af börnum til þess að komast að World Class í Laugum þrátt fyrir að merkingar sýni að það sé óheimilt. Hún kallar eftir því að Reykjavíkurborg setji upp hindranir fyrir almenna bílaumferð áður en stórslys verður.

Vatnavextir og leysingar setja samgöngur sums staðar úr skorðum
Vatnavextir og leysingar undanfarið hafa víða sett samgöngur úr skorðum hér á landi. Skeiða- og Hrunamannavegi hefur þannig verið lokað við Stóru-Láxá. Búast má við að vegurinn verði lokaður í að minnsta kosti sólarhring, þar til síðdegis á þriðjudag.

Fjölmörg bílslys seinni partinn
Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu barst tilkynningar um fjölmörg bílslys seinni part dags. Þar á meðal var minnst fimm bíla árekstur á Kringlumýrarbraut við Bústaðaveg en mörg slysanna má rekja til mikillar hálku sem myndaðist í dag.

„Lúmsk hálka“ á höfuðborgarsvæðinu
Nokkuð hefur verið um hálkuslys á höfuðborgarsvæðinu seinni partinn í dag. Vaktstjóri hjá slökkviliði höfuðborgarsvæðisins sagði lúmska hálku hafa verið á götunum.

Gatnamótin eru aftur ljóslaus
Umferðarljós á gatnamótum Laugavegs/Suðurlandsbrautar og Kringlumýrarbrautar biluðu aftur í dag. Þau höfðu verið óvirk um helgina og voru löguð í morgun. Sú viðgerð virðist ekki þó hafa haldið þar sem ljósin biluðu aftur í dag.

Flutningabíll Eimskips fór út af Suðurlandsvegi
Vöruflutningabíll frá flutningafyrirtækinu Eimskip fór út af Suðurlandsvegi. Að sögn sjónarvotts átti slysið sér stað rétt fyrir ofan Kambana.

Gatnamótin ljóslaus og vinstri beygjur bannaðar
Umferðarljós á gatnamótum Laugavegs/Suðurlandsbrautar og Kringlumýrarbrautar hafa verið óvirk síðustu daga og verða ekki löguð fyrr en á morgun, í fyrsta lagi. Búið er að loka fyrir vinstri beygjur yfir gatnamótin.

Gul blikkandi ljós í höfuðborginni valda vandræðum
Umferðarljós á stórum gatnamótum miðsvæðis á höfuðborgarsvæðinu hafa verið í ólagi nú á fjórða tímanum. Gult ljós blikkar í allar áttir og ökumenn vita ekki hvaðan á sig stendur veðrið.

Sektaður á leiðinni til mömmu á 37 kílómetra hraða
Ólafur Páll Gunnarsson útvarpsmaður á Rás 2 er hugsi eftir að hafa í annað sinn á einu ári verið sektaður fyrir að aka á 37 kílómetra hraða í heimabæ sínum Akranesi. Skiptar skoðanir er á því hvernig bregðast eigi við kappakstri á Seltjarnarnesinu á föstudagskvöld.

Veðrið versni mjög eftir hádegi
Óvissustigi Almannavarna hefur verið lýst yfir vegna slæmrar veðurspár. Gular og appelsínugular viðvaranir taka gildi nánast á landinu öllu klukkan tólf á morgun. Veðurfræðingur segir að veðrið taki að versna mjög hratt eftir hádegi.

Reikna með allt að 40 metrum á sekúndum á Kjalarnesi og undir Hafnarfjalli
Reikna má með að mjög hvasst verði á Kjalarnesi og undir Hafnarfjalli í fyrramálið þegar suðaustanstormur gengur yfir suðvestanvert landið.

Köfnunardíoxíðsmengun tvöfalt meiri fyrstu tvær vikurnar en má á heilu ári
Styrkur köfnunardíoxíðs hefur farið tvöfalt oftar yfir klukkustundarmörk á fyrstu tveimur vikum janúar en hann á að gera á heilu ári. Sérfræðingur hjá umhverfisstofnun segir að búast megi áfram við mikilli mengun næstu daga.

Svifryki slegið í augu Reykvíkinga
Loftmengunin í borginni rataði í fréttir í síðustu viku og eins og svo oft áður nýtti borgarstjóri tækifærið til að kenna nagladekkjum alfarið um, þótt lítið sé um slit á malbiki vegna nagladekkja enda snjómokstur arfaslæmur.

Telur að fasta rútan hafi greitt götu björgunarsveita
Bóndi í Vestur-Skaftafellssýslu sem aðstoðaði rútu sem festi sig í tvígang í ófærð á jóladag segir að björgunarsveitir hafi átt greiðari leið með fólk í skjól vegna þess að eigendur rútunnar fengu hann til hjálpar. Lögreglurannsókn á málinu stendur yfir.

Þurfi drastískar aðgerðir til að mengunardauðsföll fari niður fyrir fimm fyrir 2029
Þingmaður Pírata hefur kallað eftir fundi í umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis vegna mikillar loftmengunar á fyrstu dögum ársins. Hann segir um að ræða lýðheilsumál sem stjórnvöld hafi ekki brugðist við af nógu mikilli hörku.