Umferð

Fréttamynd

Nagladekkjadagurinn á morgun, ekki sektað strax

Frá og með morgundeginum 15. apríl er notkun negldra hjólbarða óheimil á Íslandi. Þessi regla er þó háð tíðarfari og því undir löggæsluyfirvöldum komið hvenær nákvæmlega er hafist handa við að sekta fyrir notkun slíkra hjólbarða.

Bílar
Fréttamynd

Lögreglan varar við umferðartöfum næstu daga

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu varar við umferðartöfum sem kunna að verða næstu daga vegna framkvæmda á Hafnarfjarðarvegi. Vinna hefst í fyrramálið vegna framkvæmdanna á Hafnarfjarðarvegi á leið til norðurs á brúnni sem liggur yfir Nýbýlaveg í Kópavogi.

Innlent
Fréttamynd

Vilja minnka um­ferðar­hraða á Bú­staða­vegi

Meirihluti íbúaráðs Háaleitis- og Bústaðahverfis vill að umferðarhraði á Bústaðavegi verði minnkaður úr 50 km/klst niður í 30 km/klst. Þetta kemur fram í nýlegri bókun ráðsins en greint er frá málinu í Morgunblaðinu í dag.

Innlent
Fréttamynd

„Þarna var nýbúið að taka fram úr mér“

Honum Úlfari Snæ Arnarsyni brá nokkuð í brún þegar hann mætti jepplingi ekið á móti umferð á Reykjanesbrautinni í Hafnarfirði í gær. Úlfar telur líklegt að ökumaður bílsins hafi ruglast í ríminu og að hann hafi ekki áttað sig á mistökunum, miðað við hraðann sem hann var á.

Innlent
Fréttamynd

Fylgdust undrandi með bílunum bruna yfir gönguljósin á rauðu

Þrír ökumenn fóru yfir á rauðu ljósi á Bústaðavegi í morgun. Foreldri í hverfinu sem náði brotum fólksins á myndband hefur áhyggjur af hegðun fólks enda börn reglulega á ferli á leið í og úr skóla eða félagsstarf. Hann segir brotin í morgun alls ekkert einsdæmi.

Innlent
Fréttamynd

Nýorkubílar rúmlega helmingur nýskráðra bíla

Ríflega helmingur allra nýskráðra bíla á þessu ári eru nýorkubílar. Borgarstjóri segir Reykjavík ætla að vera leiðandi í aðgengi almennings að hleðslu rafbíla þannig að það eigi ekki að hindra þróun bílaflotans yfir í græna orku.

Innlent
Fréttamynd

Umferðaröngþveiti við jólahús í Hveragerði

Húsið við Réttarheiði 17 í Hveragerði vekur mikla athygli en það er ríkulega jólaskreytt af eiganda hússins, Gunnari Sigurðssyni. Mikil umferð er í kringum húsið síðdegs og á kvöldinn þar sem fólk er að skoða skreytingarnar.

Innlent
Fréttamynd

Miklar tafir á umferð vegna malbikunar

Töluverðar tafir hafa verið á umferð þar sem Sæbraut tengist við Reykjanesbraut í höfuðborginni í dag. Verið er að fræsa og malbika akrein á Reykjanesbrautinni í suðurátt á vegarkaflanum frá Miklubraut upp að Stekkjarbakka.

Innlent
Fréttamynd

Umferð á höfuðborgarsvæðinu dregst saman um 4,4%

Umferð á höfuðborgarsvæðinu dróst saman um 4,4% í september miðað við september í fyrra. Frá áramótum nemur samdráttur í umferðinni um átta prósentum og stefnir í þrisvar sinnum meiri samdrátt en áður hefur mælst á milli ára.

Bílar