Fólk megi búast við þungri umferð á Suðurlandi í dag Lovísa Arnardóttir skrifar 9. júlí 2023 12:24 Sveinn Kristján Rúnarsson, yfirlögregluþjónn á Suðurlandi, segir mikilvægt að bíða þar til alveg er runnið af fólki hafi það verið að drekka. Vísir/Stöð 2 Aðstoðaryfirlögregluþjónn á Suðurlandi segir líklegt að þung umferð verði í umdæminu í dag en um helgina fóru þar fram tvær stórar bæjarhátíðir, Kótelettan og Goslokahátíð. Hann mælir með því að fólk gefi sér góðan tíma. Sveinn Kristján Rúnarsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn segir hátíðirnar hafa gengið vel fyrir sig og ekkert alvarlegt hafi komið upp. Engar tilkynningar hafi borist um alvarlegt ofbeldi og engin alvarleg slys hafi orðið á fólki. Þá hefur hann ekki heyrt af neinu kynferðislegu ofbeldi en segir þær tilkynningar þó oft berast eftir helgina. „Þetta hefur gengið að mestu nokkuð vel. Búið að vera mikil umferð um allt svæðið, en sérstaklega vestanmegin í kringum Selfoss og uppsveitum Árnessýslu en hefur að mestu gengið vel. Við fengum auðvitað hörmulegt umferðarslys á föstudaginn en að öðru leyti hefur þetta gengið vel,“ segir Sveinn Kristján. Hann segir rannsókn á tildrögum banaslyssins ganga vel. Rannsóknin sé á frumstigum en um var að ræða bifhjólaslys. Sá látni var karlmaður á miðjum aldri. Hvað varðar daginn í dag segir Sveinn mikilvægt að gefa sér góðan tíma í heimferð og að ekki eigi að ana að keyrslu hafi fólk verið að drekka áfengi kvöldið áður. „Ef fólk er búið að vera að fá sér áfengi um helgina er mikilvægt að bíða þar til það er runnið af þeim og gefa sér lengri tíma en styttri til að koma heim. Það er mikilvægt að gefa sér góðan tíma í heimferðina. Það verða umferðarteppur á Suðurlandsvegi í allan dag og umferðin er þung. Um að gera að gefa sér góðan tíma og vera slakur í umferðinni. Við komumst öll heim fyrir rest og það er miklu betra að gefa sér góðan tíma heldur en að vera í stressi.“ Hann segir að lögreglan verði með umferðareftirlit í öllu umdæminu. Það sé aukamannskapur sem aðstoðar. Það sé hægt að aka Þrengslin og um Eyrarbakkaveg líka. Umferð Samgöngur Samgönguslys Árborg Ölfus Tengdar fréttir Hádegisfréttir Bylgjunnar Stjórnmálafræðingur segir ólíklegt að ríkisstjórnin falli þrátt fyrir stór deilumál. Ákall stjórnarandstöðu um að þing komi saman sé skiljanlegt en snúist meira um ásýnd en annað. 9. júlí 2023 11:44 Margra kílómetra bílaröð utan við Selfoss Mikil umferðarteppa er núna á Suðurlandsvegi vestan við Selfoss og nær bílaröðin marga kílómetra út fyrir bæinn, að sögn lögreglu. Hvetur lögreglan á Suðurlandi ökumenn til að sýna þolinmæði og minnir fólk á að það geti einnig farið um Þrengslaveg þar sem umferðin er talsvert léttari. 8. júlí 2023 16:20 Mest lesið Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Innlent Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Erlent Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Innlent Þrjú banaslys á fjórum dögum Innlent Barn á öðru aldursári lést Innlent Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Innlent Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Erlent Trump dregur úr völdum Musk eftir hitafund Erlent Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Erlent Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Innlent Fleiri fréttir Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Þrjú banaslys á fjórum dögum Þrjú banaslys á fáum dögum, framtíð Sunnutorgs og hundur í hjólastól Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Barn á öðru aldursári lést Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Leiðrétt laun formanns, átök í Sýrlandi og skattadagurinn Bíll valt og endaði á hvolfi Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Nýr formaður, orkuskortur og hugvíkkandi efni Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Skjálfti 3 að stærð við Kleifarvatn Hrækti framan í lögregluþjón Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn Skólakerfið sé í vanda þegar ungmenni kunna ekki að beita rökum Kallað eftir afvopnun feðraveldisins „Ábyrgðaleysi að lofa einhverju sem ekki er hægt að framkvæma samkvæmt lögum“ Öflugur Hafnfirðingur á 525 filmuljósmyndavélar Með engu móti hægt að réttlæta launahækkun Heiðu „Sjálftaka pólitískrar yfirstéttar“, stóriðja á flugvellinum og færeysk veisla í kvöldfréttum Óskiljanlegt að fá tæpa milljón fyrir rúman fund á mánuði Beint streymi: „Við neitum að fara aftur á bak, eina leiðin er áfram“ Hljóti að styttast í gos og vonar að það komi sem fyrst Tveggja bíla árekstur í Kömbunum Makríll, kvígukjöt og sauðakjöt í Hörpu um helgina Sjá meira
Sveinn Kristján Rúnarsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn segir hátíðirnar hafa gengið vel fyrir sig og ekkert alvarlegt hafi komið upp. Engar tilkynningar hafi borist um alvarlegt ofbeldi og engin alvarleg slys hafi orðið á fólki. Þá hefur hann ekki heyrt af neinu kynferðislegu ofbeldi en segir þær tilkynningar þó oft berast eftir helgina. „Þetta hefur gengið að mestu nokkuð vel. Búið að vera mikil umferð um allt svæðið, en sérstaklega vestanmegin í kringum Selfoss og uppsveitum Árnessýslu en hefur að mestu gengið vel. Við fengum auðvitað hörmulegt umferðarslys á föstudaginn en að öðru leyti hefur þetta gengið vel,“ segir Sveinn Kristján. Hann segir rannsókn á tildrögum banaslyssins ganga vel. Rannsóknin sé á frumstigum en um var að ræða bifhjólaslys. Sá látni var karlmaður á miðjum aldri. Hvað varðar daginn í dag segir Sveinn mikilvægt að gefa sér góðan tíma í heimferð og að ekki eigi að ana að keyrslu hafi fólk verið að drekka áfengi kvöldið áður. „Ef fólk er búið að vera að fá sér áfengi um helgina er mikilvægt að bíða þar til það er runnið af þeim og gefa sér lengri tíma en styttri til að koma heim. Það er mikilvægt að gefa sér góðan tíma í heimferðina. Það verða umferðarteppur á Suðurlandsvegi í allan dag og umferðin er þung. Um að gera að gefa sér góðan tíma og vera slakur í umferðinni. Við komumst öll heim fyrir rest og það er miklu betra að gefa sér góðan tíma heldur en að vera í stressi.“ Hann segir að lögreglan verði með umferðareftirlit í öllu umdæminu. Það sé aukamannskapur sem aðstoðar. Það sé hægt að aka Þrengslin og um Eyrarbakkaveg líka.
Umferð Samgöngur Samgönguslys Árborg Ölfus Tengdar fréttir Hádegisfréttir Bylgjunnar Stjórnmálafræðingur segir ólíklegt að ríkisstjórnin falli þrátt fyrir stór deilumál. Ákall stjórnarandstöðu um að þing komi saman sé skiljanlegt en snúist meira um ásýnd en annað. 9. júlí 2023 11:44 Margra kílómetra bílaröð utan við Selfoss Mikil umferðarteppa er núna á Suðurlandsvegi vestan við Selfoss og nær bílaröðin marga kílómetra út fyrir bæinn, að sögn lögreglu. Hvetur lögreglan á Suðurlandi ökumenn til að sýna þolinmæði og minnir fólk á að það geti einnig farið um Þrengslaveg þar sem umferðin er talsvert léttari. 8. júlí 2023 16:20 Mest lesið Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Innlent Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Erlent Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Innlent Þrjú banaslys á fjórum dögum Innlent Barn á öðru aldursári lést Innlent Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Innlent Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Erlent Trump dregur úr völdum Musk eftir hitafund Erlent Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Erlent Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Innlent Fleiri fréttir Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Þrjú banaslys á fjórum dögum Þrjú banaslys á fáum dögum, framtíð Sunnutorgs og hundur í hjólastól Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Barn á öðru aldursári lést Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Leiðrétt laun formanns, átök í Sýrlandi og skattadagurinn Bíll valt og endaði á hvolfi Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Nýr formaður, orkuskortur og hugvíkkandi efni Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Skjálfti 3 að stærð við Kleifarvatn Hrækti framan í lögregluþjón Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn Skólakerfið sé í vanda þegar ungmenni kunna ekki að beita rökum Kallað eftir afvopnun feðraveldisins „Ábyrgðaleysi að lofa einhverju sem ekki er hægt að framkvæma samkvæmt lögum“ Öflugur Hafnfirðingur á 525 filmuljósmyndavélar Með engu móti hægt að réttlæta launahækkun Heiðu „Sjálftaka pólitískrar yfirstéttar“, stóriðja á flugvellinum og færeysk veisla í kvöldfréttum Óskiljanlegt að fá tæpa milljón fyrir rúman fund á mánuði Beint streymi: „Við neitum að fara aftur á bak, eina leiðin er áfram“ Hljóti að styttast í gos og vonar að það komi sem fyrst Tveggja bíla árekstur í Kömbunum Makríll, kvígukjöt og sauðakjöt í Hörpu um helgina Sjá meira
Hádegisfréttir Bylgjunnar Stjórnmálafræðingur segir ólíklegt að ríkisstjórnin falli þrátt fyrir stór deilumál. Ákall stjórnarandstöðu um að þing komi saman sé skiljanlegt en snúist meira um ásýnd en annað. 9. júlí 2023 11:44
Margra kílómetra bílaröð utan við Selfoss Mikil umferðarteppa er núna á Suðurlandsvegi vestan við Selfoss og nær bílaröðin marga kílómetra út fyrir bæinn, að sögn lögreglu. Hvetur lögreglan á Suðurlandi ökumenn til að sýna þolinmæði og minnir fólk á að það geti einnig farið um Þrengslaveg þar sem umferðin er talsvert léttari. 8. júlí 2023 16:20