
Stjarnan

Umfjöllun og viðtöl: Stjarnan - Grindavík 91-90 | Von um úrslitakeppni lifir enn í Garðabæ
Stjarnan vann Grindavík í háspennuleik í næstsíðustu umferð Subway-deildar karla í körfubolta. Sigur Stjörnunnar þýðir að Garðbæingar eiga enn möguleika á að komast í úrslitakeppnina. Grindavík hafði fyrir leikinn unnið tíu leiki í röð.

„Greinilega áherslubreytingar hjá dómurum varðandi ástríðu og tilfinningar“
Jóhann Þór Ólafsson, þjálfari Grindvíkinga, var eðlilega súr og svekktur eftir eins stigs tap liðsins gegn Stjörnunni í Subway-deild karla í körfubolta í kvöld.

Patrekur tekur við kvennaliði Stjörnunnar
Handknattleiksdeild Stjörnunnar tilkynnti í dag að félagið hefði ráðið Patrek Jóhannesson sem nýjan þjálfara kvennaliðs félagsins.

Umfjöllun og viðtöl: Valur - Stjarnan 4-0 | Valskonur örugglega í úrslit
Íslandsmeistarar Vals mæta Breiðabliki í úrslitum Lengjubikars kvenna í knattspyrnu. Það varð ljóst eftir að Valur vann sannfærandi 4-0 sigur á Stjörnunni í undanúrslitum mótsins á N1-vellinum að Hlíðarenda í kvöld.

Arnar hættir að þjálfa bæði lið Stjörnunnar
Arnar Guðjónsson mun ekki þjálfa meistaraflokka Stjörnunnar í körfubolta á næsta tímabili. Þetta staðfestir Stjarnan í yfirlýsingu.

Umfjöllun, viðtöl og myndir: Keflavík - Stjarnan 113-94 | Á leið í úrslit í fyrsta sinn í meira en áratug
Keflvíkingar eru á leið í bikarúrslit karla í körfubolta í fyrsta sinn í tólf ár. Þeir lögðu Stjörnuna í undanúrslitum en Garðbæingar höfðu farið í fimm bikarúrslitaleiki í röð, það er þangað til í ár.

Óli Valur aftur í raðir Stjörnunnar
Óli Valur Ómarsson mun spila með uppeldisfélagi sínu Stjörnunnar í Bestu deild karla í knattspyrnu á komandi tímabili. Hann kemur á láni frá sænska félaginu Sirius. Frá þessu greinir Stjarnan á samfélagsmiðlum sínum nú í kvöld.

Fram tapaði í Eyjum og KA/Þór eygir von
ÍBV vann góðan sigur á Fram þegar liðin mættust í Olís-deild kvenna. Þá vann KA/Þór heimasigur á Aftureldingu og eygir enn von um að bjarga sæti sínu í deildinni.

Umfjöllun, viðtöl og myndir: Álftanes - Stjarnan 86-77 | Dúi kláraði uppeldisfélagið og tryggði sæti í úrslitakeppninni
Dúi Þór Jónsson var frábær á lokamínútnum á móti uppeldisfélagi sínu þegar Álftanes vann níu stiga sigur á nágrönnum sínum Stjörnunni, 86-77, og tryggði sér sæti í úrslitakeppni Subway deild karla í körfubolta.

Umfjöllun og viðtöl: Njarðvík - Stjarnan 99-72 | Njarðvík aftur á sigurbraut
Fjögurra leikja taphrinu Njarðvíkur er lokið eftir 27 stiga sigur gegn Stjörnunni 99-72. Njarðvík vann þrjá af fjórum leikhlutum og vann verðskuldaðan sigur.

Umfjöllun og viðtöl: Keflavík - Stjarnan | Keflvíkingar tóku við sér í síðasta leikhluta
Keflavík, topplið Subway deildar kvenna í körfubolta, bar sigurorð af Stjörnunni þegar liðin áttust við í Blue-höllinni í Keflavík í dag. Eftir að hafa verið lengi í gangi innbyrtu deildarmeistararnir 77-56 sigur.

Umfjöllun og viðtöl: Valur - Stjarnan 25-22 | Valskonur bikarmeistarar í níunda sinn
Valskonur tryggðu sér bikarmeistaratitilinn eftir þriggja marka sigur gegn Stjörnunni 25-22. Jafnræði var með liðunum í fyrri hálfleik en Valur gekk á lagið í síðari hálfleik og tryggði níunda bikarmeistaratitilinn. Umfjöllun og viðtöl væntanleg.

Þórsarar í undanúrslit á kostnað KR
KR-ingar þurftu hálfgert kraftaverk til að velta Þór úr sessi í efsta sæti riðils liðanna í A-deild Lengjubikars karla í fótbolta. Þeir náðu hins vegar aðeins jafntefli í lokaleik sínum í kvöld, 1-1 gegn Stjörnunni.

Sigurgeir: Ekki það fallegasta en geggjuð úrslit
Stjarnan hafði betur gegn Selfyssingum með minnsta mun í framlengdum leik 26-25. Sigurgeir Jónsson, þjálfari Stjörnunnar, var afar ánægður með sigurinn og þá staðreynd að hans lið muni mæta Val í úrslitum Powerade-bikarsins.

Umfjöllun,viðtöl og myndir: Stjarnan - Selfoss 26-25 | Stjarnan í bikarúrslit eftir framlengdan leik
Stjarnan vann eins marks sigur gegn Selfyssingum 26-25 í ótrúlegum leik. Leikurinn var jafn eftir venjulegan leiktíma en í framlengingunni hafði Stjarnan betur og mætir Val í bikarúrslitum á laugardaginn.

„Við eigum bara úrslitaleiki eftir“
Arnari Guðjónssyni var létt eftir lífsnauðsynlegan sigur Stjörnunnar gegn Hetti í Subway-deildinni í kvöld. Hann sagði að úrslitakeppnissætið hefði nánast verið farið hefði Stjarnan tapað.

Umfjöllun og viðtöl: Stjarnan - Höttur 92-82 | Stjörnumenn ennþá á lífi
Stjörnumenn unnu lífsnauðsynlegan sigur á Hetti þegar liðin mættust í Subway-deildinni í Garðabænum í kvöld. Stjarnan er því enn með í baráttunni um sæti í úrslitakeppni.

„Ekki alltaf gott að prjóna yfir sig“
Hlynur Bæringsson er fullmeðvitaður um mikilvægi leiks liðs hans Stjörnunnar gegn Hetti í Subway-deild karla í kvöld. Stjarnan þarf sigur í baráttunni um sæti í úrslitakeppninni.

Umfjöllun: Stjarnan - Valur 26-32 | Valur flaug inn í úrslitin
Valsarar áttu ekki í neinum vandræðum með að slá út Stjörnuna í undanúrslitum Powerade bikars karla í handbolta.

Hrannar: „Mér er drull, svona er ég“
Stjarnan er úr leik í Powerade bikarnum eftir að hafa tapað gegn Val í undanúrslitum í Laugardalshöll í kvöld. Lokatölur 26-32 í leik þar sem Stjarnan átti á brattann að sækja stærstan hluta leiksins.

Óli Valur líklega á heimleið
Stjörnunni gæti verið að berast enn frekari liðsstyrkur fyrir átökin í Bestu deild karla í sumar.

Njarðvík náði jafntefli gegn Stjörnunni
Njarðvík, sem leikur í Lengjudeild karla í knattspyrnu á komandi leiktíð, gerði sér lítið fyrir og náði jafntefli gegn Bestu deildarliði Stjörnunnar í kvöld. Liðin eru í riðli 3 í A-deild Lengjubikarsins.

Haukar með mikilvægan endurkomusigur á Stjörnunni
Haukar unnu í kvöld fimm stiga sigur á Stjörnunni þegar liðin mættust í 5. umferð A-deildar Subway-deildar kvenna í körfubolta. Lokatölur í Ólafssal 69-65 Haukum í vil.

Guðmundur Baldvin aftur í Stjörnuna
Stjörnunni hefur borist mikill liðsstyrkur mánuði en keppni í Bestu deild karla hefst. Guðmundur Baldvin Nökkvason er kominn til liðsins á láni frá Mjällby í Svíþjóð.

Breytt hugarfar markakóngsins: „Fannst ég ná að tengjast sjálfum mér meira“
Eftir að hafa verið lengi frá vegna meiðsla hefur Emil Atlason skorað grimmt fyrir Stjörnuna undanfarin tvö ár. Baldur Sigurðsson grennlaðist fyrir um hvað hefði breyst hjá framherjanum í fyrsta þætti annarrar þáttaraðar Lengsta undirbúningstímabils í heimi.

Fyrsta undirbúningstímabil Jökuls: „Þetta er leikur að svæðum“
Í kvöld, sunnudaginn 3. mars, klukkan 20.00 hefur göngu sína á Stöð 2 Sport önnur þáttaröð Lengsta undirbúningstímabils í heimi. Þættirnir eru í umsjón Baldurs Sigurðssonar, sem hefur yfir að skipa löngum ferli í efstu deild hér á landi, en í þáttunum er kíkt á bakvið tjöldin í undirbúninginni liða fyrir átökin í Bestu deildinni í fótbolta.

Víkingur vann mikilvægan sigur og FH styrkti stöðu sína á toppnum
Síðustu tveir leikir 18. umferðar í Olís deild karla fóru fram í dag. FH vann eins marks sigur á Stjörnunni, 32-31, og Víkingur vann Fram 32-29.

Stjarnan komin á blað
Stjarnan er komin á blað í Lengjubikar kvenna eftir 2-0 sigur á FH í kvöld.

Örvar ólöglegur og HK vinnur þrátt fyrir tap
Stjarnan tefldi fram ólöglegum leikmanni er liðið lagði HK 4-0 í Lengjubikar karla í knattspyrnu nýverið. Því hefur úrslitunum verið breytt og þá þarf Stjarnan að greiða sekt.

Valsmenn sóttu sigur á lokasekúndum leiksins
Stjarnan mátti þola eins marks tap, 23-24, er þeir tóku á móti Val í 17. umferð Olís deildar karla.