Uppgjörið: Haukar - Stjarnan 87-114 | Sigurganga Stjörnunnar heldur áfram Andri Már Eggertsson skrifar 25. október 2024 20:55 Orri Gunnarsson gerði 22 stig í kvöld Vísir/Pawel Stjarnan var í engum vandræðum með Hauka og gestirnir unnu sannfærandi 27 stiga sigur 87-114. Stjörnumenn fóru á kostum síðustu fimm mínúturnar í fyrri hálfleik og Haukar sáu aldrei til sólar eftir það. Haukar sem voru enn að leita af sínum fyrsta sigri byrjuðu vel gegn Stjörnunni sem hafði unnið alla sína leiki. Sóknarleikur beggja liða var í fyrirrúmi og heimamenn gerðu vel í að halda í við Stjörnuna. Hilmar Smári Henningsson átti frábær tilþrif í fyrsta leikhluta gegn sínum gömlu félögum. Hilmar setti ótrúlega þriggja stiga körfu þar sem hann var með Huga Hallgrímsson í andlitinu. Staðan eftir fyrsta fjórðung var 29-32. Haukar náðu að halda í við Stjörnuna í upphafi annars leikhluta en þegar að annar leikhluti var hálfnaður tóku gestirnir áhlaup. Orri Gunnarsson, Hilmar Smári Henningsson og Ægir Þór Steinarsson settu allir niður þrist og áhlaup gestanna endaði í 13 stigum í röð. Mate Dalmay, þjálfari Hauka, reyndi að bregðast við með því að taka leikhlé en það breytti engu. Fyrri hálfleikur Stjörnunnar minnti óvenju mikið á opnunarleik NBA deildarinnar fyrr í vikunni þar sem Boston Celtics setti 29 þrista og jafnaði þriggja stiga met NBA deildarinnar gegn New York Knick. Stjörnumenn settu 12 þrista úr 66 prósent skotnýtingu. Staðan í hálfleik var 45-65. Heimamenn gerðu sig aldrei líklega í að koma með endurkomu í þriðja leikhluta. Stjarnan hélt sínu striki og vann leikhlutann með sjö stigum. Gestirnir voru tuttugu og sjö stigum yfir þegar haldið var í síðasta fjórðung. Liðin nýttu fjórða leikhluta til að gefa mönnum sem hafa spilað lítið tækifæri. Stjarnan vann að lokum sannfærandi 27 stiga sigur 87-114. Atvik leiksins Í stöðunni 40-42 setti Orri Gunnarsson niður þriggja stiga körfu sem kveikti neista í Stjörnuliðinu og gestirnir létu rigna niður þriggja stiga körfum í kjölfarið. Á fimm mínútum komst Stjarnan tuttugu stigum yfir og Haukar áttu ekki möguleika eftir það. Stjörnur og skúrkar Ægir Þór Steinarsson, leikmaður Stjörnunnar, fór á kostum. Ægir lék á alls oddi í fyrri hálfleik þar sem hann gerði 21 stig úr 70 prósent skotnýtingu. Ægir endaði með 28 stig og gaf einnig 8 stoðsendingar. Fyrrum leikmenn Hauka Orri Gunnarsson og Hilmar Smári Henningsson reyndust sínu gamla félagi erfiðir. Orri gerði 22 stig og Hilmar 19 stig. Seppe D'espallier eins og margir leikmenn Hauka fann sig ekki í kvöld. Seppe gerði 9 stig og með hann inni á vellinum töpuðu heimamenn með 27 stigum. Dómararnir Dómararnir voru Jóhannes Páll Friðriksson, Jón Þór Eyþórsson og Eggert Þór Aðalsteinsson. Leikurinn var nokkuð vel dæmd og þetta var þægilegur leikur að dæma þar sem það lá fyrir í hálfleik hvernig úrslitin myndu ráðast. Tríóið gerði vel í að dæma óíþróttamannslega villu á Tyson Jolly fyrir að þruma Ægi Þór Steinarsson niður sem fékk höfuðhögg. Tyson ætlaði að reyna að kveikja í sínu liði með þessu sem var frekar misheppnað. Stemning og umgjörð Þrátt fyrir að Haukar höfðu ekki unnið leik voru áhorfendur liðsins ekki að fara snúa baki í liðið og það var nokkuð vel mætt. „Þetta fór fram úr björtustu vonum“ Baldur Þór Ragnarson, þjálfari Stjörnunnarvísir / diego Baldur Þór Ragnarsson, þjálfari Stjörnunnar, var afar ánægður eftir 27 stiga sigur gegn Haukum í Ólafssal. „Það var rosa gott flæði sóknarlega og við hittum boltanum vel. Menn voru að vinna vel saman og svo vorum við að fá stopp sem var að búa til hraðar sóknir hjá okkur,“ sagði Baldur í viðtali eftir leik. Stjarnan var með ótrúlega þriggja stiga nýtingu þar sem liðið setti 12 þrista ofan í úr 66 prósent skotnýtingu. „Þetta fór fram úr björtustu vonum. Ef þú ferð yfir 40 prósent skotnýtingu ertu ánægður þannig 66 prósent var fram úr björtustu vonum.“ Stjarnan var tuttugu stigum yfir í hálfleik og Baldur var ánægður með hvernig liðið spilaði í síðari hálfleik þrátt fyrir að vera með gott forskot. „Við kláruðum leikinn snemma. Ef þú ert tuttugu stigum yfir í hálfleik þá annað hvort kemur hitt liðið til baka og það verður dans eða þú klárar leikinn og ferð yfir þrjátíu og ég var ánægður með það,“ sagði Baldur Þór að lokum. Bónus-deild karla Haukar Stjarnan
Stjarnan var í engum vandræðum með Hauka og gestirnir unnu sannfærandi 27 stiga sigur 87-114. Stjörnumenn fóru á kostum síðustu fimm mínúturnar í fyrri hálfleik og Haukar sáu aldrei til sólar eftir það. Haukar sem voru enn að leita af sínum fyrsta sigri byrjuðu vel gegn Stjörnunni sem hafði unnið alla sína leiki. Sóknarleikur beggja liða var í fyrirrúmi og heimamenn gerðu vel í að halda í við Stjörnuna. Hilmar Smári Henningsson átti frábær tilþrif í fyrsta leikhluta gegn sínum gömlu félögum. Hilmar setti ótrúlega þriggja stiga körfu þar sem hann var með Huga Hallgrímsson í andlitinu. Staðan eftir fyrsta fjórðung var 29-32. Haukar náðu að halda í við Stjörnuna í upphafi annars leikhluta en þegar að annar leikhluti var hálfnaður tóku gestirnir áhlaup. Orri Gunnarsson, Hilmar Smári Henningsson og Ægir Þór Steinarsson settu allir niður þrist og áhlaup gestanna endaði í 13 stigum í röð. Mate Dalmay, þjálfari Hauka, reyndi að bregðast við með því að taka leikhlé en það breytti engu. Fyrri hálfleikur Stjörnunnar minnti óvenju mikið á opnunarleik NBA deildarinnar fyrr í vikunni þar sem Boston Celtics setti 29 þrista og jafnaði þriggja stiga met NBA deildarinnar gegn New York Knick. Stjörnumenn settu 12 þrista úr 66 prósent skotnýtingu. Staðan í hálfleik var 45-65. Heimamenn gerðu sig aldrei líklega í að koma með endurkomu í þriðja leikhluta. Stjarnan hélt sínu striki og vann leikhlutann með sjö stigum. Gestirnir voru tuttugu og sjö stigum yfir þegar haldið var í síðasta fjórðung. Liðin nýttu fjórða leikhluta til að gefa mönnum sem hafa spilað lítið tækifæri. Stjarnan vann að lokum sannfærandi 27 stiga sigur 87-114. Atvik leiksins Í stöðunni 40-42 setti Orri Gunnarsson niður þriggja stiga körfu sem kveikti neista í Stjörnuliðinu og gestirnir létu rigna niður þriggja stiga körfum í kjölfarið. Á fimm mínútum komst Stjarnan tuttugu stigum yfir og Haukar áttu ekki möguleika eftir það. Stjörnur og skúrkar Ægir Þór Steinarsson, leikmaður Stjörnunnar, fór á kostum. Ægir lék á alls oddi í fyrri hálfleik þar sem hann gerði 21 stig úr 70 prósent skotnýtingu. Ægir endaði með 28 stig og gaf einnig 8 stoðsendingar. Fyrrum leikmenn Hauka Orri Gunnarsson og Hilmar Smári Henningsson reyndust sínu gamla félagi erfiðir. Orri gerði 22 stig og Hilmar 19 stig. Seppe D'espallier eins og margir leikmenn Hauka fann sig ekki í kvöld. Seppe gerði 9 stig og með hann inni á vellinum töpuðu heimamenn með 27 stigum. Dómararnir Dómararnir voru Jóhannes Páll Friðriksson, Jón Þór Eyþórsson og Eggert Þór Aðalsteinsson. Leikurinn var nokkuð vel dæmd og þetta var þægilegur leikur að dæma þar sem það lá fyrir í hálfleik hvernig úrslitin myndu ráðast. Tríóið gerði vel í að dæma óíþróttamannslega villu á Tyson Jolly fyrir að þruma Ægi Þór Steinarsson niður sem fékk höfuðhögg. Tyson ætlaði að reyna að kveikja í sínu liði með þessu sem var frekar misheppnað. Stemning og umgjörð Þrátt fyrir að Haukar höfðu ekki unnið leik voru áhorfendur liðsins ekki að fara snúa baki í liðið og það var nokkuð vel mætt. „Þetta fór fram úr björtustu vonum“ Baldur Þór Ragnarson, þjálfari Stjörnunnarvísir / diego Baldur Þór Ragnarsson, þjálfari Stjörnunnar, var afar ánægður eftir 27 stiga sigur gegn Haukum í Ólafssal. „Það var rosa gott flæði sóknarlega og við hittum boltanum vel. Menn voru að vinna vel saman og svo vorum við að fá stopp sem var að búa til hraðar sóknir hjá okkur,“ sagði Baldur í viðtali eftir leik. Stjarnan var með ótrúlega þriggja stiga nýtingu þar sem liðið setti 12 þrista ofan í úr 66 prósent skotnýtingu. „Þetta fór fram úr björtustu vonum. Ef þú ferð yfir 40 prósent skotnýtingu ertu ánægður þannig 66 prósent var fram úr björtustu vonum.“ Stjarnan var tuttugu stigum yfir í hálfleik og Baldur var ánægður með hvernig liðið spilaði í síðari hálfleik þrátt fyrir að vera með gott forskot. „Við kláruðum leikinn snemma. Ef þú ert tuttugu stigum yfir í hálfleik þá annað hvort kemur hitt liðið til baka og það verður dans eða þú klárar leikinn og ferð yfir þrjátíu og ég var ánægður með það,“ sagði Baldur Þór að lokum.
Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“
Uppgjörið: ÍR - Keflavík 79-91 | Kanalausir Keflvíkingar sáu til þess að ÍR fagnaði ekki fyrsta sigrinum