Geðheilbrigði „Hann eyðileggur alltaf alla stemningu um leið og hann kemur“ „Oft er þetta bara einn starfsmaður á vinnustaðnum sem er ekki að taka ábyrgð á starfinu sínu, stuðar fólk eða hegðar sér þannig að allir eru á tánum í kringum viðkomandi og enginn þorir að segja neitt,“ segir Sigríður Indriðadóttir, framkvæmdastjóri Saga Competence sem dæmi um aðstæður á vinnustað þar sem þögla herinn er að finna. Atvinnulíf 29.5.2024 07:00 Óttast að þvingun og nauðung verði færð í lög Þvingun og nauðung verður gerð lögleg nái frumvarp dómsmálaráðherra um nauðungarvistanir fram að ganga. Þetta segir framkvæmdastjóri Geðhjálpar. Ekki hafi verið hlustað á sjónarmið notenda og telur boðaðar breytingar vera í miklu ósamræmi við samning Sameinuðu Þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks. Innlent 28.5.2024 13:01 Ástandið í Hafnarfirði geti haft langvarandi áhrif á börn Á mánaðartímabili hafa komið upp fjögur tilvik þar sem veist er að eða setið um börn í Norðurbæ Hafnarfjarðar. Theodór Francis Birgisson, klínískur félagsráðgjafi, segir þetta ástand geta haft mjög alvarleg áhrif á börnin. Þau geti alið með sér ótta, kvíða eða þunglyndi. Tilvikin eru enn til rannsóknar hjá lögreglu sem er með aukið eftirlit í hverfinu með foreldrum. Innlent 28.5.2024 11:18 Syngja með Grease á fyrstu skynsegin sýningu Íslandssögunnar Blásið verður til sérstakrar sing-along sýningar á Grease í Bíó Paradís fyrir skynsegin fólk í kvöld. Skipuleggjandi segir um að ræða fyrstu sýninguna sinnar tegundar hér á landi en gripið verður til ýmissa ráðstafana til að tryggja viðeigandi skynsegin skilyrði í kvikmyndahúsinu. Bíó og sjónvarp 24.5.2024 10:01 Af hverju skjólshús? Það er hálf öld síðan að svokölluð „Safehouses“ hófu starfsemi í Bandaríkjunum og Evrópu, hér nefnd skjólshús. Úrræði sem sköpuð voru af fólki sem hafði reynslu af geðheilbrigðisþjónustunni og vildi eiga val. Rannsóknir hafa sýnt að þessi úrræði gefa hefðbundinni nálgun ekkert eftir hvað varðar árangur. Skoðun 22.5.2024 13:01 Fangi segir fangelsin „mislélegar kjötgeymslur“ Ólafur Ágúst Hraundal fangi segir of lítið gert fyrir fanga og úrræðaleysið mikið. Hann segir metnaðarleysi núverandi forstöðumanns fangelsanna að Litla-Hrauni, Hólmsheiði og Sogni nær algert. Hann gagnrýnir sinnuleysi starfsmanna og spyr hvernig samfélagið vilji fá fanga aftur út eftir afplánun. Innlent 22.5.2024 11:45 „Nú á dögunum tók sonur minn líf sitt innan veggja fangelsisins“ Móðir sem missti son sinn nýlega þegar hann fyrirfór sér í fangelsi á Íslandi segist vona að andlát hans muni hafa áhrif á breytingar til hins betra á geðheilbrigði fanga og þjónustu fyrir þá. Hún skorar á yfirvöld að efla geðheilsuteymi fanga og styrkja betur við starf Afstöðu – félags fanga á Íslandi. Innlent 17.5.2024 09:02 Bréf frá móður Foreldrar ungmenna sem leiðst hafa út í vímuefnaneyslu og afbrot þekkja tilfinninguna þegar að barnið þeirra situr í fangelsi þá er það öruggt. Skoðun 17.5.2024 09:00 Almenn kvíðaröskun: léttvægt vandamál eða áhyggjuefni? Ég hef gjarnan pirrað mig á því þegar ég heyri heilbrigðisstarfsfólk og aðra ræða um almenna kvíðaröskun sem „almennan kvíða“. Orðið „almennur“ er notað léttúðlega líkt og um sé að ræða léttvægt vandamál sem þarfnast ekki sérstakrar meðhöndlunar. Skoðun 15.5.2024 08:32 Hreyfing og tengsl Talið er að um helmingur mannkyns þurfi að takast á við andleg veikindi á einhverjum tímapunkti ævinnar, en félagslegur stuðningur er verndandi þáttur sem getur hæglega aukið lífsgæði, viðhaldið andlegri heilsu og almennt stuðlað að auknum árangri í lífi einstaklinga, jafnvel þó að þeir hafi gengið í gegnum mikla erfiðleika eða mótlæti. Skoðun 14.5.2024 14:31 „Hef haft áhyggjur af fangelsismálum frá því ég kom í embætti“ Dómsmálaráðherra kveðst hafa haft áhyggjur af fangelsismálum frá því hún tók við embætti. Allar aðstæður á Litla-Hrauni í dag séu með þeim hætti að erfitt sé að tryggja öryggi fanga. Maður fannst látinn í klefa fangelsisins um liðna helgi. Innlent 8.5.2024 13:08 Ungfrú Bandaríkin afsalar sér titlinum Ungfrú Bandaríkin, Noelia Voigt, hefur ákveðið að afsala sér titlinum vegna heilsufarsástæðna. Voigt fór með sigur af hólmi þegar keppnin fór fram í september síðastliðnum. Í tilkynningu sem hún sendi frá sér á Instagram sagðist hún trúa á það að gera það sem er best fyrir „sjálfan sig og geðheilsuna“. Lífið 8.5.2024 09:03 Faðir mannsins sem lést á Litla-Hrauni krefst umbóta Tómas Ingvason, faðir manns sem fannst látinn í fangaklefa á Litla-Hrauni um liðna helgi, vill í minningu sona sinna bæta aðstæður og líf fólks með vímuefnavanda. Andlát sonarins sé enn eitt dæmið um hlúa þurfi betur að þessum jaðarsetta hópi. Sonurinn hafi verið ljósið í hans lífi og átt betra skilið. Innlent 6.5.2024 19:30 Fannst látinn í klefa sínum á Litla Hrauni Fangi á Litla Hrauni fannst látinn í klefa sínum í gærmorgun. Greint er frá andlátinu á Facebook-síðu Afstöðu, félags fanga, í morgun, en Páll Winkel fangelsismálastjóri staðfestir andlátið í samtali við fréttastofu. Innlent 6.5.2024 08:02 Eftirminnileg Skotlandsferð FC Sækó: Spiluðu við Celtic og heimsóttu Hampden Park Fótboltaliðið FC Sækó fór í mikla ævintýraför til Skotlands á dögunum. Þar spilaði liðið meðal annars við lið á vegum Celtic og Falkirk. Íslenski boltinn 3.5.2024 10:01 Jákvæður orðaforði eykur hamingju og vellíðan Jákvæð sálfræði var kynnt sem fræðigrein í kringum aldamótin, vísindagrein sem gengur þvert á allar greinar sálfræðinnar og leitast við að greina hugsun, hegðun og lífstíl þeirra sem eru hamingjusöm og vegnar vel í lífinu. Skoðun 2.5.2024 07:01 Mikil gleði þegar Bergur komst í mark Bergur Vilhjálmsson, slökkviliðs og sjúkraflutningamaður og björgunarkafari hjá Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins, lauk um klukkan 14 í dag 100 kílómetra göngu sinni frá Akranesi til Reykjavíkur. Bergur gekk alla þessa leið til styrktar Píeta samtökunum. Innlent 27.4.2024 15:06 Tíu kílómetrar eftir af hundrað: Gangan miklu erfiðari en hann óraði fyrir Bergur Vilhjálmsson á nú aðeins eftir að ganga tíu af þeim hundrað kílómetrum sem hann ætlaði sér að klára gangandi. Bergur lagði af stað á sumardaginn fyrsta og býst við því að klára gönguna um klukkan 14 í dag. Innlent 27.4.2024 08:42 „Það er einmanalegt að missa móður“ „Ég ætlaði alls ekki í leiklist. Þú getur samt aldrei flúið frá kölluninni og þér sjálfri, úr hverju þú ert og við hvað þú elst upp. Maður er nú genasamsetning foreldra sinna,“ segir leikkonan Unnur Birna J. Backman. Unnur er dóttir Eddu Heiðrúnar Backman heitinnar og Jóns Axels Björnssonar myndlistarmanns og er alin upp í kringum mikla list. Hún ræddi við blaðamann um móðurmissinn, uppeldið, leiklistina, stöðuga þróun á sjálfri sér, hvernig hreyfing bjargaði lífi hennar og margt fleira. Lífið 27.4.2024 07:00 Hjúkrunarfræðingurinn ekki laus allra mála enn Dómur í máli hjúkrunarfræðings, sem var sýknaður af ákæru fyrir manndráp á geðdeild Landspítala, hefur verið ómerktur í Landsrétti. Lagt hefur verið fyrir héraðsdóm að taka málið til meðferðar á ný og fella síðan á það efnisdóm. Innlent 26.4.2024 16:03 Eitruð vinnustaðamenning algeng og margfaldar líkur á kulnun Okkur dettur flestum í hug að of mikið álag sé skýringin á kulnun. Nokkuð er meira að segja rætt um að álagið sem leiðir til kulnunar sé oftar en ekki samblanda af tvennu: Vinnu og heima fyrir. Já lífinu sjálfu. Atvinnulíf 24.4.2024 07:01 Biðst afsökunar á að hafa kallað skemmdarvarginn „fífl“ Kristján Berg, eigandi Fiskikóngsins, hefur beðist afsökunar á að hafa kallað manninn sem braut allar rúður verslunar verslunar Fiskikóngsins á Sogavegi í Reykjavík á dögunum „fífl“. Hann birtir afsökunarbeiðnina á samfélagsmiðlum og í heilsíðuauglýsingu í Morgunblaðinu í dag. Hann segir nú ónefnda ráðherra í ríkisstjórn vera „fífl“. Innlent 23.4.2024 07:21 Þrjú atriði til að auka á sjálfsöryggið okkar í vinnunni Gott sjálfstraust í vinnunni getur hleypt okkur gífurlega langt. Ekki aðeins í starfsframa, heldur líka í því hvernig okkur líður og gengur almennt dag frá degi. Í hvaða verkefnum sem er. Atvinnulíf 19.4.2024 07:00 Landlæknir rannsaki ummæli formanns Geðlæknafélagsins ADHD-samtökin segja að bregðist Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra ekki við mikilli lengingu biðlista fullorðna eftir ADHD-greiningu geti biðtími fólks farið vel á annan áratug. Um fjögur þúsund einstaklingar bíði nú eftir greiningu. Einnig er óskað eftir því að landlæknir rannsaki fullyrðingar formanns Geðlæknafélags Íslands. Innlent 17.4.2024 10:37 Gengur hundrað kílómetra með hundrað kílóa sleða Bergur Vilhjálmsson, slökkviliðs og sjúkraflutningamaður og björgunarkafari hjá Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins, ætlar á sumardaginn fyrsta ganga 100 kílómetra til styrktar Píeta samtökunum. Á eftir sér mun hann draga 100 kílóa sleða sem hann léttir á tíu kílómetra fresti. Lífið 17.4.2024 10:00 Tölum saman um aðgengilegar sálfræðimeðferðir Árið 2008 sótti ég sem ungur sálfræðinemi ráðstefnu í Berlín ásamt nokkrum kollegum mínum við Árósarháskóla. Ráðstefnan var á vegum EABCT sem eru Evrópusamtök um hugræna atferlismeðferð. Skoðun 13.4.2024 07:01 „Ég hef aldrei fylgt reglunum“ „Mér finnst þetta mjög spennandi tími núna en maður segir það alltaf held ég. Lífið á að vera síbreytilegt og það á að vera krefjandi. Þegar það skýtur manni úr kanónunni þá er betra að kunna að lenda,“ segir tónlistarkonan Emilíana Torrini. Blaðamaður ræddi við hana um viðburðaríkan feril hennar, tilveruna, væntanlega plötu hennar, samstarfið við Kylie Minogue og margt fleira. Tónlist 13.4.2024 07:01 „Heilt ár af því að upplifa lífið án deyfingar“ Bergrún Íris Sævarsdóttir rit- og myndhöfundur fagnaði eins árs edrúafmæli í gærkvöldi á Hamborgarafabrikkunni ásamt fjölskyldu sinni. Hún segist taka einn dag í einu þar sem alkahólismi er mun flóknari sjúkdómur en það eitt að leggja frá sér glasið. Lífið 12.4.2024 10:57 Pawel sleppti því að drekka áfengi í mánuð Pawel Bartozsek varaborgarfulltrúi Viðreisnar er á degi þrjátíu í áfengispásu. Hann segist aldrei hafa haft eins mikinn tíma í sólarhringnum. Pawel gerir þetta reglulega, einu sinni tvisvar á ári, oftast á vorin sem hann lýsir sem langbesta tímanum í þetta. Lífið 9.4.2024 09:45 „Það er svo margt sem breyttist í lífi Grindvíkingsins“ Félagsráðgjafi í Grindavík segir áríðandi að tekið sé vel utan um Grindvíkinga. Það sé ekki nóg að byggja varnargarða um bæinn, heldur þurfi að verja fólkið líka. Hún segir marga í slæmri stöðu og að húsnæðisöryggi sé grunnurinn að því að tryggja fólki stöðugleika svo unnt sé að vinna betur að öðrum þáttum. Tryggja þurfi öllum nauðsynlegan stuðning. Innlent 9.4.2024 06:47 « ‹ 2 3 4 5 6 7 8 9 10 … 29 ›
„Hann eyðileggur alltaf alla stemningu um leið og hann kemur“ „Oft er þetta bara einn starfsmaður á vinnustaðnum sem er ekki að taka ábyrgð á starfinu sínu, stuðar fólk eða hegðar sér þannig að allir eru á tánum í kringum viðkomandi og enginn þorir að segja neitt,“ segir Sigríður Indriðadóttir, framkvæmdastjóri Saga Competence sem dæmi um aðstæður á vinnustað þar sem þögla herinn er að finna. Atvinnulíf 29.5.2024 07:00
Óttast að þvingun og nauðung verði færð í lög Þvingun og nauðung verður gerð lögleg nái frumvarp dómsmálaráðherra um nauðungarvistanir fram að ganga. Þetta segir framkvæmdastjóri Geðhjálpar. Ekki hafi verið hlustað á sjónarmið notenda og telur boðaðar breytingar vera í miklu ósamræmi við samning Sameinuðu Þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks. Innlent 28.5.2024 13:01
Ástandið í Hafnarfirði geti haft langvarandi áhrif á börn Á mánaðartímabili hafa komið upp fjögur tilvik þar sem veist er að eða setið um börn í Norðurbæ Hafnarfjarðar. Theodór Francis Birgisson, klínískur félagsráðgjafi, segir þetta ástand geta haft mjög alvarleg áhrif á börnin. Þau geti alið með sér ótta, kvíða eða þunglyndi. Tilvikin eru enn til rannsóknar hjá lögreglu sem er með aukið eftirlit í hverfinu með foreldrum. Innlent 28.5.2024 11:18
Syngja með Grease á fyrstu skynsegin sýningu Íslandssögunnar Blásið verður til sérstakrar sing-along sýningar á Grease í Bíó Paradís fyrir skynsegin fólk í kvöld. Skipuleggjandi segir um að ræða fyrstu sýninguna sinnar tegundar hér á landi en gripið verður til ýmissa ráðstafana til að tryggja viðeigandi skynsegin skilyrði í kvikmyndahúsinu. Bíó og sjónvarp 24.5.2024 10:01
Af hverju skjólshús? Það er hálf öld síðan að svokölluð „Safehouses“ hófu starfsemi í Bandaríkjunum og Evrópu, hér nefnd skjólshús. Úrræði sem sköpuð voru af fólki sem hafði reynslu af geðheilbrigðisþjónustunni og vildi eiga val. Rannsóknir hafa sýnt að þessi úrræði gefa hefðbundinni nálgun ekkert eftir hvað varðar árangur. Skoðun 22.5.2024 13:01
Fangi segir fangelsin „mislélegar kjötgeymslur“ Ólafur Ágúst Hraundal fangi segir of lítið gert fyrir fanga og úrræðaleysið mikið. Hann segir metnaðarleysi núverandi forstöðumanns fangelsanna að Litla-Hrauni, Hólmsheiði og Sogni nær algert. Hann gagnrýnir sinnuleysi starfsmanna og spyr hvernig samfélagið vilji fá fanga aftur út eftir afplánun. Innlent 22.5.2024 11:45
„Nú á dögunum tók sonur minn líf sitt innan veggja fangelsisins“ Móðir sem missti son sinn nýlega þegar hann fyrirfór sér í fangelsi á Íslandi segist vona að andlát hans muni hafa áhrif á breytingar til hins betra á geðheilbrigði fanga og þjónustu fyrir þá. Hún skorar á yfirvöld að efla geðheilsuteymi fanga og styrkja betur við starf Afstöðu – félags fanga á Íslandi. Innlent 17.5.2024 09:02
Bréf frá móður Foreldrar ungmenna sem leiðst hafa út í vímuefnaneyslu og afbrot þekkja tilfinninguna þegar að barnið þeirra situr í fangelsi þá er það öruggt. Skoðun 17.5.2024 09:00
Almenn kvíðaröskun: léttvægt vandamál eða áhyggjuefni? Ég hef gjarnan pirrað mig á því þegar ég heyri heilbrigðisstarfsfólk og aðra ræða um almenna kvíðaröskun sem „almennan kvíða“. Orðið „almennur“ er notað léttúðlega líkt og um sé að ræða léttvægt vandamál sem þarfnast ekki sérstakrar meðhöndlunar. Skoðun 15.5.2024 08:32
Hreyfing og tengsl Talið er að um helmingur mannkyns þurfi að takast á við andleg veikindi á einhverjum tímapunkti ævinnar, en félagslegur stuðningur er verndandi þáttur sem getur hæglega aukið lífsgæði, viðhaldið andlegri heilsu og almennt stuðlað að auknum árangri í lífi einstaklinga, jafnvel þó að þeir hafi gengið í gegnum mikla erfiðleika eða mótlæti. Skoðun 14.5.2024 14:31
„Hef haft áhyggjur af fangelsismálum frá því ég kom í embætti“ Dómsmálaráðherra kveðst hafa haft áhyggjur af fangelsismálum frá því hún tók við embætti. Allar aðstæður á Litla-Hrauni í dag séu með þeim hætti að erfitt sé að tryggja öryggi fanga. Maður fannst látinn í klefa fangelsisins um liðna helgi. Innlent 8.5.2024 13:08
Ungfrú Bandaríkin afsalar sér titlinum Ungfrú Bandaríkin, Noelia Voigt, hefur ákveðið að afsala sér titlinum vegna heilsufarsástæðna. Voigt fór með sigur af hólmi þegar keppnin fór fram í september síðastliðnum. Í tilkynningu sem hún sendi frá sér á Instagram sagðist hún trúa á það að gera það sem er best fyrir „sjálfan sig og geðheilsuna“. Lífið 8.5.2024 09:03
Faðir mannsins sem lést á Litla-Hrauni krefst umbóta Tómas Ingvason, faðir manns sem fannst látinn í fangaklefa á Litla-Hrauni um liðna helgi, vill í minningu sona sinna bæta aðstæður og líf fólks með vímuefnavanda. Andlát sonarins sé enn eitt dæmið um hlúa þurfi betur að þessum jaðarsetta hópi. Sonurinn hafi verið ljósið í hans lífi og átt betra skilið. Innlent 6.5.2024 19:30
Fannst látinn í klefa sínum á Litla Hrauni Fangi á Litla Hrauni fannst látinn í klefa sínum í gærmorgun. Greint er frá andlátinu á Facebook-síðu Afstöðu, félags fanga, í morgun, en Páll Winkel fangelsismálastjóri staðfestir andlátið í samtali við fréttastofu. Innlent 6.5.2024 08:02
Eftirminnileg Skotlandsferð FC Sækó: Spiluðu við Celtic og heimsóttu Hampden Park Fótboltaliðið FC Sækó fór í mikla ævintýraför til Skotlands á dögunum. Þar spilaði liðið meðal annars við lið á vegum Celtic og Falkirk. Íslenski boltinn 3.5.2024 10:01
Jákvæður orðaforði eykur hamingju og vellíðan Jákvæð sálfræði var kynnt sem fræðigrein í kringum aldamótin, vísindagrein sem gengur þvert á allar greinar sálfræðinnar og leitast við að greina hugsun, hegðun og lífstíl þeirra sem eru hamingjusöm og vegnar vel í lífinu. Skoðun 2.5.2024 07:01
Mikil gleði þegar Bergur komst í mark Bergur Vilhjálmsson, slökkviliðs og sjúkraflutningamaður og björgunarkafari hjá Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins, lauk um klukkan 14 í dag 100 kílómetra göngu sinni frá Akranesi til Reykjavíkur. Bergur gekk alla þessa leið til styrktar Píeta samtökunum. Innlent 27.4.2024 15:06
Tíu kílómetrar eftir af hundrað: Gangan miklu erfiðari en hann óraði fyrir Bergur Vilhjálmsson á nú aðeins eftir að ganga tíu af þeim hundrað kílómetrum sem hann ætlaði sér að klára gangandi. Bergur lagði af stað á sumardaginn fyrsta og býst við því að klára gönguna um klukkan 14 í dag. Innlent 27.4.2024 08:42
„Það er einmanalegt að missa móður“ „Ég ætlaði alls ekki í leiklist. Þú getur samt aldrei flúið frá kölluninni og þér sjálfri, úr hverju þú ert og við hvað þú elst upp. Maður er nú genasamsetning foreldra sinna,“ segir leikkonan Unnur Birna J. Backman. Unnur er dóttir Eddu Heiðrúnar Backman heitinnar og Jóns Axels Björnssonar myndlistarmanns og er alin upp í kringum mikla list. Hún ræddi við blaðamann um móðurmissinn, uppeldið, leiklistina, stöðuga þróun á sjálfri sér, hvernig hreyfing bjargaði lífi hennar og margt fleira. Lífið 27.4.2024 07:00
Hjúkrunarfræðingurinn ekki laus allra mála enn Dómur í máli hjúkrunarfræðings, sem var sýknaður af ákæru fyrir manndráp á geðdeild Landspítala, hefur verið ómerktur í Landsrétti. Lagt hefur verið fyrir héraðsdóm að taka málið til meðferðar á ný og fella síðan á það efnisdóm. Innlent 26.4.2024 16:03
Eitruð vinnustaðamenning algeng og margfaldar líkur á kulnun Okkur dettur flestum í hug að of mikið álag sé skýringin á kulnun. Nokkuð er meira að segja rætt um að álagið sem leiðir til kulnunar sé oftar en ekki samblanda af tvennu: Vinnu og heima fyrir. Já lífinu sjálfu. Atvinnulíf 24.4.2024 07:01
Biðst afsökunar á að hafa kallað skemmdarvarginn „fífl“ Kristján Berg, eigandi Fiskikóngsins, hefur beðist afsökunar á að hafa kallað manninn sem braut allar rúður verslunar verslunar Fiskikóngsins á Sogavegi í Reykjavík á dögunum „fífl“. Hann birtir afsökunarbeiðnina á samfélagsmiðlum og í heilsíðuauglýsingu í Morgunblaðinu í dag. Hann segir nú ónefnda ráðherra í ríkisstjórn vera „fífl“. Innlent 23.4.2024 07:21
Þrjú atriði til að auka á sjálfsöryggið okkar í vinnunni Gott sjálfstraust í vinnunni getur hleypt okkur gífurlega langt. Ekki aðeins í starfsframa, heldur líka í því hvernig okkur líður og gengur almennt dag frá degi. Í hvaða verkefnum sem er. Atvinnulíf 19.4.2024 07:00
Landlæknir rannsaki ummæli formanns Geðlæknafélagsins ADHD-samtökin segja að bregðist Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra ekki við mikilli lengingu biðlista fullorðna eftir ADHD-greiningu geti biðtími fólks farið vel á annan áratug. Um fjögur þúsund einstaklingar bíði nú eftir greiningu. Einnig er óskað eftir því að landlæknir rannsaki fullyrðingar formanns Geðlæknafélags Íslands. Innlent 17.4.2024 10:37
Gengur hundrað kílómetra með hundrað kílóa sleða Bergur Vilhjálmsson, slökkviliðs og sjúkraflutningamaður og björgunarkafari hjá Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins, ætlar á sumardaginn fyrsta ganga 100 kílómetra til styrktar Píeta samtökunum. Á eftir sér mun hann draga 100 kílóa sleða sem hann léttir á tíu kílómetra fresti. Lífið 17.4.2024 10:00
Tölum saman um aðgengilegar sálfræðimeðferðir Árið 2008 sótti ég sem ungur sálfræðinemi ráðstefnu í Berlín ásamt nokkrum kollegum mínum við Árósarháskóla. Ráðstefnan var á vegum EABCT sem eru Evrópusamtök um hugræna atferlismeðferð. Skoðun 13.4.2024 07:01
„Ég hef aldrei fylgt reglunum“ „Mér finnst þetta mjög spennandi tími núna en maður segir það alltaf held ég. Lífið á að vera síbreytilegt og það á að vera krefjandi. Þegar það skýtur manni úr kanónunni þá er betra að kunna að lenda,“ segir tónlistarkonan Emilíana Torrini. Blaðamaður ræddi við hana um viðburðaríkan feril hennar, tilveruna, væntanlega plötu hennar, samstarfið við Kylie Minogue og margt fleira. Tónlist 13.4.2024 07:01
„Heilt ár af því að upplifa lífið án deyfingar“ Bergrún Íris Sævarsdóttir rit- og myndhöfundur fagnaði eins árs edrúafmæli í gærkvöldi á Hamborgarafabrikkunni ásamt fjölskyldu sinni. Hún segist taka einn dag í einu þar sem alkahólismi er mun flóknari sjúkdómur en það eitt að leggja frá sér glasið. Lífið 12.4.2024 10:57
Pawel sleppti því að drekka áfengi í mánuð Pawel Bartozsek varaborgarfulltrúi Viðreisnar er á degi þrjátíu í áfengispásu. Hann segist aldrei hafa haft eins mikinn tíma í sólarhringnum. Pawel gerir þetta reglulega, einu sinni tvisvar á ári, oftast á vorin sem hann lýsir sem langbesta tímanum í þetta. Lífið 9.4.2024 09:45
„Það er svo margt sem breyttist í lífi Grindvíkingsins“ Félagsráðgjafi í Grindavík segir áríðandi að tekið sé vel utan um Grindvíkinga. Það sé ekki nóg að byggja varnargarða um bæinn, heldur þurfi að verja fólkið líka. Hún segir marga í slæmri stöðu og að húsnæðisöryggi sé grunnurinn að því að tryggja fólki stöðugleika svo unnt sé að vinna betur að öðrum þáttum. Tryggja þurfi öllum nauðsynlegan stuðning. Innlent 9.4.2024 06:47