Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Jón Ísak Ragnarsson skrifar 16. september 2025 21:43 Heiða Ingimarsdóttir varaþingmaður Viðreisnar tók sæti á Alþingi í dag. Þingmaður Viðreisnar gerði geðheilbrigðismál að umræðuefni á Alþingi í dag og lýsti hindrunum sem hún mætti í heilbrigðiskerfinu þegar hún var kasólétt með sjálfsvígshugsanir. Hún fagnar áformum heilbrigðisráðherra um auknar fjárveitingar til geðheilbrigðismála á Austurlandi. „Virðulegi forseti. Fyrir 17 árum stóð ég kasólétt og hágrátandi fyrir framan lækni og sagðist hafa íhugað sjálfsvíg kvöldið áður. Ég hafði áður sagt honum frá vanlíðan minni en nú vissi ég að eitthvað yrði að gera. Hann horfði á mig, þagði í smástund og sagði: Já, við skulum bíða aðeins,“ sagði Heiða undir liðnum Störf þingsins í umræðum á Alþingi í dag. Yrði að hafa tilvísun „Ég hringdi norður á Akureyri og bað um tíma hjá geðlækni eða sálfræðingi á spítalanum. Mér var tjáð að ég yrði að hafa tilvísun þrátt fyrir að vera ólétt og í sjálfsvígshugleiðingum. Ég spurði á hversu margar lokaðar dyr fólk í viðkvæmri stöðu þyrfti að ganga áður en það fengi viðeigandi hjálp.“ Henni hafi þá verið sagt að leita til heimilislæknis. Í þessari grein er fjallað um sjálfsvíg. Fólki með sjálfsvígshugsanir er bent á upplýsingasíma heilsugæslunnar s.1700, netspjallið heilsuvera.is, Hjálparsíma Rauða krossins s.1717, á netspjallið 1717.is og á Píeta símann s.552-2218. Þau sem misst hafa ástvin í sjálfsvígi er bent á stuðning í Sorgarmiðstöð s. 551-4141, upplýsingasíma heilsugæslunnar s.1700, netspjallið heilsuvera.is og á Píeta símann s.552-2218. „Sem betur fer hafði ég einhvern kraft í mér sem margir á þessum stað hafa ekki. Ég hringdi á allar heilsugæslur í landshlutanum. Ég keyrði í 40 mínútur og á móti mér tók afleysingalæknir sem útskýrði að þetta væri því miður of algengt og það skorti verulega úrræði. Ég var komin á göngudeild á Akureyri tveimur dögum síðar.“ Fólk eigi ekki að þurfa stökkva yfir hindranir „Samfélagið er ekki sterkara en veikasti hlekkur þess. Því þurfum við að huga að þeim sem eiga um sárt að binda. Fólk á ekki að þurfa að stökkva yfir hindranir til að fá hjálp.“ „Við þekkjum flest ef ekki öll einstaklinga sem hafa þarfnast geðheilbrigðisþjónustu. Sum okkar þekkja það jafnvel á eigin skinni. Ég geri það svo sannarlega. Ég hef bæði séð kerfið okkar virka vel og ég hef séð kerfið okkar bregðast,“ segir Heiða. Mörg jákvæð skref hafi verið stigin fyrir austan í geðheilbrigðismálum en betur megi ef duga skuli. „Á samfélaginu hvíla djúp sár sem aldrei verða söm en enn er hægt að koma í veg fyrir frekari áföll. Það gladdi því mitt austfirska hjarta að sjá að hæstvirtur heilbrigðisráðherra hefur brugðist við þeim aðstæðum sem hafa skapast fyrir austan og aukið fjármagn til geðheilbrigðisþjónustu í landshlutanum.“ „Með samstilltu átaki mun samfélagið ná aftur vopnum sínum og við grípum fólk áður en það er um seinan.“ Viðreisn Alþingi Geðheilbrigði Mest lesið Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina Erlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Innlent Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Innlent Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Fleiri fréttir Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sveinn Óskar leiðir listann áfram Foreldrar eigi líka að leggja símann frá sér Samgönguáætlun ekki afgreidd á haustþingi Spáir enn desembergosi Ný fjármögnunarleið að ryðja sér til rúms og friðaráætlun í Úkraínu gagnrýnd Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Játaði líkamsárás en sleppur í bili vegna tölvubréfs dómara Bílvelta og árekstur í hálkunni Vísbendingar um að færri unglingar drekki áfengi Ráðin bæjarritari í Hveragerði Vilja tryggja stöðu ungs fólks í prófkjöri Samfylkingarinnar Sjá meira
„Virðulegi forseti. Fyrir 17 árum stóð ég kasólétt og hágrátandi fyrir framan lækni og sagðist hafa íhugað sjálfsvíg kvöldið áður. Ég hafði áður sagt honum frá vanlíðan minni en nú vissi ég að eitthvað yrði að gera. Hann horfði á mig, þagði í smástund og sagði: Já, við skulum bíða aðeins,“ sagði Heiða undir liðnum Störf þingsins í umræðum á Alþingi í dag. Yrði að hafa tilvísun „Ég hringdi norður á Akureyri og bað um tíma hjá geðlækni eða sálfræðingi á spítalanum. Mér var tjáð að ég yrði að hafa tilvísun þrátt fyrir að vera ólétt og í sjálfsvígshugleiðingum. Ég spurði á hversu margar lokaðar dyr fólk í viðkvæmri stöðu þyrfti að ganga áður en það fengi viðeigandi hjálp.“ Henni hafi þá verið sagt að leita til heimilislæknis. Í þessari grein er fjallað um sjálfsvíg. Fólki með sjálfsvígshugsanir er bent á upplýsingasíma heilsugæslunnar s.1700, netspjallið heilsuvera.is, Hjálparsíma Rauða krossins s.1717, á netspjallið 1717.is og á Píeta símann s.552-2218. Þau sem misst hafa ástvin í sjálfsvígi er bent á stuðning í Sorgarmiðstöð s. 551-4141, upplýsingasíma heilsugæslunnar s.1700, netspjallið heilsuvera.is og á Píeta símann s.552-2218. „Sem betur fer hafði ég einhvern kraft í mér sem margir á þessum stað hafa ekki. Ég hringdi á allar heilsugæslur í landshlutanum. Ég keyrði í 40 mínútur og á móti mér tók afleysingalæknir sem útskýrði að þetta væri því miður of algengt og það skorti verulega úrræði. Ég var komin á göngudeild á Akureyri tveimur dögum síðar.“ Fólk eigi ekki að þurfa stökkva yfir hindranir „Samfélagið er ekki sterkara en veikasti hlekkur þess. Því þurfum við að huga að þeim sem eiga um sárt að binda. Fólk á ekki að þurfa að stökkva yfir hindranir til að fá hjálp.“ „Við þekkjum flest ef ekki öll einstaklinga sem hafa þarfnast geðheilbrigðisþjónustu. Sum okkar þekkja það jafnvel á eigin skinni. Ég geri það svo sannarlega. Ég hef bæði séð kerfið okkar virka vel og ég hef séð kerfið okkar bregðast,“ segir Heiða. Mörg jákvæð skref hafi verið stigin fyrir austan í geðheilbrigðismálum en betur megi ef duga skuli. „Á samfélaginu hvíla djúp sár sem aldrei verða söm en enn er hægt að koma í veg fyrir frekari áföll. Það gladdi því mitt austfirska hjarta að sjá að hæstvirtur heilbrigðisráðherra hefur brugðist við þeim aðstæðum sem hafa skapast fyrir austan og aukið fjármagn til geðheilbrigðisþjónustu í landshlutanum.“ „Með samstilltu átaki mun samfélagið ná aftur vopnum sínum og við grípum fólk áður en það er um seinan.“
Í þessari grein er fjallað um sjálfsvíg. Fólki með sjálfsvígshugsanir er bent á upplýsingasíma heilsugæslunnar s.1700, netspjallið heilsuvera.is, Hjálparsíma Rauða krossins s.1717, á netspjallið 1717.is og á Píeta símann s.552-2218. Þau sem misst hafa ástvin í sjálfsvígi er bent á stuðning í Sorgarmiðstöð s. 551-4141, upplýsingasíma heilsugæslunnar s.1700, netspjallið heilsuvera.is og á Píeta símann s.552-2218.
Viðreisn Alþingi Geðheilbrigði Mest lesið Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina Erlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Innlent Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Innlent Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Fleiri fréttir Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sveinn Óskar leiðir listann áfram Foreldrar eigi líka að leggja símann frá sér Samgönguáætlun ekki afgreidd á haustþingi Spáir enn desembergosi Ný fjármögnunarleið að ryðja sér til rúms og friðaráætlun í Úkraínu gagnrýnd Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Játaði líkamsárás en sleppur í bili vegna tölvubréfs dómara Bílvelta og árekstur í hálkunni Vísbendingar um að færri unglingar drekki áfengi Ráðin bæjarritari í Hveragerði Vilja tryggja stöðu ungs fólks í prófkjöri Samfylkingarinnar Sjá meira