29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Tómas Arnar Þorláksson skrifar 28. september 2025 21:20 Ingrid Kuhlman, framkvæmdastjóri Þekkingarmiðlunar. vísir/vilhelm Sérfræðingur í jákvæðri sálfræði segir það skiljanlegt að fleiri kjósi einveru með ári hverju. Það þurfi ekki að vera skaðlegt og mikilvægt að gera greinarmun á einmanaleika og einveru. Töluvert hefur verið fjallað um aukna einveru og aukinn einmanaleika upp á síðkastið. Skortur á félagslegum tengslum er af ýmsum talið eitt helsta vandamál samtímans. Um 29 prósent heimila skipuð einum aðila Samkvæmt tölfræði frá Evrópusambandinu hefur fjöldi þeirra sem búa einir og án barna aukist töluvert þar síðustu ár. Árið 2016 voru það tæplega 64 milljón manns en á síðasta ári stóð það í 75 milljónum sem gerir um 24,1 prósent heimila. Á Íslandi voru það um 29 prósent heimila árið 2021 sem gerir um 38 þúsund manns. Ingrid Kuhlman, sérfræðingur í jákvæðri sálfræði og framkvæmdastjóri Þekkingarmiðlunar, segir að þó að einmanaleiki sé vandamál sem beri að taka alvarlega þurfi einvera alls ekki að vera af hinu slæma. „Það er aukning, við sjáum það. Ég held að ástæðan sé fyrst og fremst samfélagsbreytingar og svo líka breytt lífsgildi. Fólk velur einveru, þetta er meðvituð ákvörðun, til að njóta frelsis, til að rækta sjálft sig og til að finna eigin takt.“ Einstæðingar mæti fordómum Mikilvægt sé að gera greinarmun á milli einveru og einmanaleika. Að hennar mati getur fólk sem kýs að vera eitt mætt fordómum. „Það er svolítill þrýstingur á að vera í nánum tengslum og vera í rómantísku sambandi. En við sjáum að það er að breytast.“ Hún segir yngri kynslóðir leggja enn minna upp úr nánum tengslum. „Til dæmis í könnun í Bandaríkjunum 2023 sjáum við að stór hluti, tveir af hverjum fimm, líta á hjónabandið sem úrelta hugmynd. Það kom líka fram hjá bresku hagstofunni að aðeins rétt rúmur helmingur ætlar sér að giftast.“ Hún telur að húsnæðismarkaðurinn þurfi jafnvel að taka mið af því hve margir kjósa að vera einir. „Ég held að húsnæðismarkaðurinn sé ekki að reikna með svona mörgum einstaklingsheimilum. Þessar íbúðir sem er verið að byggja. Eru ekki endilega að henta eldri borgurum eða einstaklingum. Það er ekki verið að byggja mikið af litlum íbúðum.“ Geðheilbrigði Ástin og lífið Mest lesið Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Guðmundur Ingi segir af sér Innlent Ragnar Þór verður ráðherra Innlent Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Innlent „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Innlent Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Erlent Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Erlent Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Innlent Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Erlent Fleiri fréttir Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Sjá meira
Töluvert hefur verið fjallað um aukna einveru og aukinn einmanaleika upp á síðkastið. Skortur á félagslegum tengslum er af ýmsum talið eitt helsta vandamál samtímans. Um 29 prósent heimila skipuð einum aðila Samkvæmt tölfræði frá Evrópusambandinu hefur fjöldi þeirra sem búa einir og án barna aukist töluvert þar síðustu ár. Árið 2016 voru það tæplega 64 milljón manns en á síðasta ári stóð það í 75 milljónum sem gerir um 24,1 prósent heimila. Á Íslandi voru það um 29 prósent heimila árið 2021 sem gerir um 38 þúsund manns. Ingrid Kuhlman, sérfræðingur í jákvæðri sálfræði og framkvæmdastjóri Þekkingarmiðlunar, segir að þó að einmanaleiki sé vandamál sem beri að taka alvarlega þurfi einvera alls ekki að vera af hinu slæma. „Það er aukning, við sjáum það. Ég held að ástæðan sé fyrst og fremst samfélagsbreytingar og svo líka breytt lífsgildi. Fólk velur einveru, þetta er meðvituð ákvörðun, til að njóta frelsis, til að rækta sjálft sig og til að finna eigin takt.“ Einstæðingar mæti fordómum Mikilvægt sé að gera greinarmun á milli einveru og einmanaleika. Að hennar mati getur fólk sem kýs að vera eitt mætt fordómum. „Það er svolítill þrýstingur á að vera í nánum tengslum og vera í rómantísku sambandi. En við sjáum að það er að breytast.“ Hún segir yngri kynslóðir leggja enn minna upp úr nánum tengslum. „Til dæmis í könnun í Bandaríkjunum 2023 sjáum við að stór hluti, tveir af hverjum fimm, líta á hjónabandið sem úrelta hugmynd. Það kom líka fram hjá bresku hagstofunni að aðeins rétt rúmur helmingur ætlar sér að giftast.“ Hún telur að húsnæðismarkaðurinn þurfi jafnvel að taka mið af því hve margir kjósa að vera einir. „Ég held að húsnæðismarkaðurinn sé ekki að reikna með svona mörgum einstaklingsheimilum. Þessar íbúðir sem er verið að byggja. Eru ekki endilega að henta eldri borgurum eða einstaklingum. Það er ekki verið að byggja mikið af litlum íbúðum.“
Geðheilbrigði Ástin og lífið Mest lesið Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Guðmundur Ingi segir af sér Innlent Ragnar Þór verður ráðherra Innlent Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Innlent „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Innlent Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Erlent Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Erlent Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Innlent Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Erlent Fleiri fréttir Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Sjá meira