
Heimilisofbeldi

Sérstakar áhyggjur af fólki með þroskahömlun sem býr við ofbeldi
Rúmlega tvö hundruð manns hafa leitað til Bjarkarhlíðar miðstöðvar fyrir þolendur ofbeldis frá því í september. Verkefnastjóri segir að ástandið sé þungt á mörgum heimilum. Hún hefur sérstakar áhyggjur af fólki meðþroskahömlun sem eigi erfitt með að leita sér aðstoðar í þessu árferði.

Myrti konuna sína og brenndi líkið
Frakkinn Jonathann Daval hefur verið dæmdur í 25 ára fangelsi fyrir að hafa myrt eiginkonu sína og brennt lík hennar.

Ógnvænleg fjölgun ofbeldisbrota gegn konum
Forsætisráðherra segir ofbeldisglæpum gegn konum hafa fjölgað á ógnvænlegan hátt í faraldrinum. Rætt var um heimilisofbeldi á fundi heimsráðs kvenna í leiðtogastöðum í dag.

Johnny Depp segir skilið við Fantastic Beasts
Leikarinn Johnny Depp hefur ákveðið að segja skilið við Fantastic Beasts kvikmyndaseríuna. Nokkrir dagar eru liðnir frá því að Depp tapaði meiðyrðamáli sem hann höfðaði gegn breska miðlinu The Sun vegna greinar sem hann birti þar sem Depp var sagður hafa beitt eiginkonu sína ofbeldi.

Vísbendingar um heimilisofbeldi sem þú sem vinnufélagi ættir að vita af og hafa í huga
Vinnustaðurinn er oft einu tengslin sem þolendur heimilisofbeldis hafa við samfélagið og þeir skipta miklu máli til að sporna við ofbeldinu segir Sigþrúður Guðmundsdóttir framkvæmdastýra Kvennaathvarfsins meðal annars í viðtaliÞá getur samstarfsfól. k verið vakandi yfir vísbendingum um ofbeldi.

Fyrsti vinnustaðurinn til að sporna við heimilisofbeldi í Covid
ISAL hefur nú innleitt aðgerðaráætlun til að sporna við heimilisofbeldi. Aðgerðaráætlunin byggir á nokkrum leiðum til að aðstoða starfsfólk sem gætu verið þolendur heimilisofbeldis til að stíga út úr þeim aðstæðum.

Fjöldi tilkynninga hefur borist um heimilisofbeldi og brot á sóttvarnalögum
Ellefu tilkynningar hafa borist lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu það sem af er degi vegna gruns um brot á sóttvarnareglum sem tóku gildi á miðnætti í nótt. 56 greindust með kórónuveiruna innanlands í gær.

Fjórar tilkynningar um heimilisofbeldi - einn á sjúkrahúsi
Flytja þurfti einn á sjúkrahús í nótt vegna heimilisofbeldis. Fjórar tilkynningar hafa borist um heimilisofbeldi síðasta sólarhringinn. Yfirlögregluþjónn segir málin á frumstigi rannsóknar.

Dæmdur fyrir hótanir í garð fyrrverandi sambýliskonu og nýjum kærasta hennar
Héraðsdómur Austurlands hefur dæmt karlmann í þrjátíu daga skilorðsbundið fangelsi og greiðslu miskabóta fyrir að beita fyrrverandi sambýliskonu sinni hótunum og hóta kærasta hennar líkamsmeiðingar eða lífláti.

Helgi og RÚV sýknuð í meiðyrðamáli
Héraðsdómur Reykjavíkur hefur sýknað fjölmiðlamanninn Helga Seljan og Ríkisútvarpið í meiðyrðamáli sem karlmaður höfðaði gegn þeim vegna ummæla fyrrverandi eiginkonu sinnar í Kastljósþætti í ágúst 2015.

Óttast aðra hrinu heimilisofbeldismála og hvetur fólk til að vera á varðbergi
Teymisstjóri Bjarkarhlíðar óttast að nú fari aftur af stað hrina heimilisofbeldismála í tengslum við þriðju bylgju kórónuveirufaraldursins. Hún hvetur almenning til að vera á varðbergi.

Þurftu að hugsa út fyrir boxið til að láta bolinn verða að veruleika í ár
Salan á góðgerðarbol Konur eru konum bestar hefst um helgina. Að þessu sinni er safnað fyrir Bjarkarhlíð. Salan er eingöngu rafræn að þessu sinni.

Lítill hluti þjóða beitir sér í þágu kvenna á tímum farsóttarinnar
Aðeins eitt af hverjum átta ríkjum í heiminum hefur beitt sér sérstaklega fyrir því að vernda konur fyrir hættum sem aukist hafa á tímum heimsfaraldurs kórónuveirunnar.

Margdæmdur ofbeldismaður nú sakfelldur fyrir heimilisofbeldi
Karlmaður á fimmtugsaldri sem ítrekað hefur komist í kast við lögin undanfarinn áratug fyrir ofbeldisbrot hefur hlotið þriggja ára og fjögurra mánaða dóm fyrir heimilisofbeldi.

Upplýsa þurfi konur af erlendum uppruna um tilvist Kvennaathvarfsins
Átta af tíu konum af erlendum uppruna sem dvöldu í Kvennaathvarfinu og tóku þátt í rannsókn á vegum athvarfsins vissu ekki af tilvist þess eða að þær gætu leitað þangað vegna heimilisofbeldis.

Hótaði að drepa Kamillu og fjölskyldu hennar ef hún færi
Kamilla Ívarsdóttir hefur þurft að þola gróft ofbeldi af hendi fyrrverandi kærasta síns. Hann var í mars á þessu dæmdur í 12 mánaða fangelsi fyrir fólskulega líkamsárás á hana í október síðastliðinn. Kamilla var þá 17 ára. Hún hefur nú kært hann fyrir aðra árás.

Áttatíu börn farið í skýrslutöku í ár vegna gruns um líkamlegt ofbeldi
Um áttatíu börn hafa farið í skýrslutöku hjá Barnahúsi það sem af er ári vegna gruns um að þau hafi verið beitt líkamlegu ofbeldi. Þau hafa aldrei verið fleiri. Þá hefur tilkynningum til barnaverndarnefnda fjölgað um sextán prósent á milli ára.

Skilnuðum fjölgar og ástæðan oftar ofbeldi
Skilnuðum hefur fjölgað á fyrstu átta mánuðum ársins samanborið við síðasta ár og oftar en áður virðist ástæða skilnaðar andlegt eða líkamlegt ofbeldi að sögn sóknarpresta.

Eltihrellum verði refsað með allt að fjögurra ára fangelsi
Lagt er til að allt að fjögurra ára fangelsi liggi við svonefndu umsáturseinelti í drögum að frumvarpi um breytingar á almennum hegningarlögum sem dómsmálaráðherra hefur sent til umsagnar. Nýja ákvæðinu er ætlað að treysta frekar vernd kvenna og barna.

Fjögur mansalsmál á borð Bjarkarhlíðar í sumar
Tilkynnt hefur verið um fjögur mál þar sem grunur er um mansal til Bjarkarhlíðar í sumar. Öll tengjast þau vinnnumansali og tvö þeirra jafnframt kynlífsmansali.

Aldrei fleiri leitað til Bjarkarhlíðar vegna heimilisofbeldis í einum mánuði
Aldrei hafa fleiri leitað til Bjarkarhlíðar vegna heimilisofbeldis eins og í sumar. Málin eru mörg þung þar sem um ræðir alvarlegt líkamlegt ofbeldi. Þá hafa fleiri leitað sér aðstoðar vegna andlegs ofbeldis að sögn verkefnastjóra Bjarkarhlíðar.

Heimilisofbeldismál ekki verið fleiri á landsvísu síðan 2015
Frá árinu 2015 hefur aldrei verið tilkynnt um fleiri heimilisofbeldismál á landsvísu í einum mánuði en í maí 2020.

Opna kvennaathvarf á Akureyri síðar í mánuðinum
Athvarf fyrir konur og börn þeirra sem ekki geta búið heima hjá sér vegna ofbeldis og mun opna á Akureyri síðar í mánuðinum.

Handtaka vegna heimilisofbeldis
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu segist hafa handtekið einstakling vegna heimilisofbeldis í nótt.

Heimilisofbeldismálum fjölgar um 30 prósent: Þolendur fallið fyrir eigin hendi á síðustu mánuðum
Nokkur dæmi eru um að fólk sem hafði leitað sér aðstoðar vegna heimilisofbeldisins hafi svipt sig lífi eða gert tilraun til þess á síðustu mánuðum. 390 manns hafa leitað til Bjarkarhlíðar vegna heimilisofbeldis á árinu en það er 30 prósent aukning frá því í fyrra.


Fjandinn varð laus þegar Jenný ákvað loksins að skilja við manninn
Þegar Jenný Kristín Valberg var tvítug kynntist hún fyrrverandi eiginmanni sínum. Með honum var hún í sjö ár og eignaðist með honum tvö börn. Leiðir þeirra skildu, hún flutti á Selfoss og kynntist þar öðrum manni sem hún var vinkona í sjö mánuði áður en þau byrjuðu saman.

Gæsluvarðhald vegna heimilisofbeldis fellt úr gildi
Landsréttur felldi í dag úr gildi gæsluvarðhaldsúrskurð yfir tvítugum karlmanni sem var handtekinn á sunnudag grunaður um heimilisofbeldi.

Tvítugur karlmaður úrskurðaður í gæsluvarðhald vegna heimilisofbeldis: Hlaut dóm fyrir stórfellda líkamsárás í mars
Tvítugur karlmaður var í dag úrskurðaður í gæsluvarðhald til 26. júní eftir að hafa ráðist á nátengdan aðila. Maðurinn var á skilorði eftir að hafa hlotið 12 mánaða dóm fyrir hrottalega líkamsárás á sautján ára unnustu sína.

Barði lögreglumann í andlitið
Húsráðandi gaf lögreglumanni hnefahögg í andlitið þegar lögregla sinnti útkalli vegna gruns um heimilisofbeldi.