Covid bjargaði mér út úr ofbeldissambandi Stefán Árni Pálsson skrifar 26. nóvember 2021 11:31 Helgi komst út úr margra ára ofbeldissambandi. vísir/helgi ómars Helgi Ómarsson er ljósmyndari, fyrirsæta, stýrir hlaðvarpi, skrifar pistla á Trendnet og margt fleira. Helgi er gestur vikunnar í Einkalífinu. Fyrir nokkrum vikum opnaði hann sig um andlegt ofbeldissamband sem hann var í í nokkur ár með sínum fyrrverandi manni í Danmörku. Hann segir að það hafi tekið á að vinna sig út úr þeim aðstæðum og leið honum oft eins og fanga í sambandinu. „Hann vildi að ég yrði reiður og hann vildi að ég myndi æsa mig. Ég er mjög rólegur gaur og það leiðinlegasta sem ég geri er að rífast. Þetta varð hægt og rólega rosalega mikið áreiti en öll þessi ár var ég rosalega blindur,“ segir Helgi sem komst út úr sambandinu og má í raun þakka Covid fyrir það. „Ég fann að ég var lokaður inni í landi og tilhugsunin að eitthvað kæmi fyrir var hræðileg og mér leið náttúrulega alls ekki vel í Köben. Ég fattaði þarna að þetta væri leiðin mín út. Ég hafði reynt oft áður en um leið og hann fann lyktina af því að ég væri að efast eitthvað komu gjafir, ást, kynlíf og ég bara vá hann er kominn aftur. En þarna var þetta orðið mjög alvarlegt og þarna mátti ég ekki vinna þar sem ég var í vinnu þar sem við vorum send heim. Í þessum aðstæðum er allt nýtt gegn þér sem ástæða til að beita ofbeldi.“ Klippa: Einkalífið - Helgi Ómarsson Helgi segist þarna hafa verið kominn með mikla andlega og líkamlega kvilla. „Ég er þarna bara orðinn veikur. Ég var alltaf lasinn, ég var búinn að fitna og orðinn lélegur í líkamanum og algjörlega búinn á því. Þetta er afleiðing ofbeldis og ég kominn með mikla félagsfælni þarna. Skömmin var orðin mikil en skömmin getur ekki lifað af ef maður talar um þetta og þess vegna sit ég hérna á móti þér og tala um þetta. Ég segist þarna ætla fara til mömmu og pabba og reyna vinna eitthvað heima og segist ætla koma aftur heim eftir mánuð. Ég bóka einn miða og þegar ég kem heim leið mér eins og ég væri að koma úr fangelsi. Það var annaðhvort að fara til baka og deyja einhvern veginn, ekki í alvörunni en það mun eitthvað deyja. Þetta tókst,“ segir Helgi sem varð að skilja allt eftir í Danmörku og meðal annars hundinn sinn sem honum þykir gríðarlega vænt um. Í þættinum talar Helgi einnig um þættina Falleg íslensk heimili, ljósmyndun, Trendnet og upphafi af þeirri síðu, hlaðvarpið hans og margt fleira. Einkalífið Heimilisofbeldi Mest lesið Lifir lífinu við óbærilegan sársauka Lífið Með stóra drauma og svarta beltið í taekwondo Lífið Fréttatía vikunnar: Landsfundur, körfubolti og geimferðir Lífið Dýrmætt að fá að hitta hetjurnar á hinum enda línunnar Lífið Dóri DNA og Magnea greiddu 126 milljónir fyrir einbýli í Skerjafirði Lífið Hafði ekki hugmynd um að einstakt hjól sitt væri týnt Lífið Segir föður sinn hafa verið við hestaheilsu Lífið Úrval Útsýn færir landsmönnum sól og gleði í 70 ár Lífið samstarf Fengu aðstoð frá heimamanni: „Þannig að við séum ekki eins og hauslausar hænur“ Lífið Einföld ráð fyrir glæsilegra heimili Lífið Fleiri fréttir Lifir lífinu við óbærilegan sársauka Dýrmætt að fá að hitta hetjurnar á hinum enda línunnar Með stóra drauma og svarta beltið í taekwondo Fréttatía vikunnar: Landsfundur, körfubolti og geimferðir Hafði ekki hugmynd um að einstakt hjól sitt væri týnt Dóri DNA og Magnea greiddu 126 milljónir fyrir einbýli í Skerjafirði Spila í fyrsta sinn á Þjóðhátíð Fengu aðstoð frá heimamanni: „Þannig að við séum ekki eins og hauslausar hænur“ Segir föður sinn hafa verið við hestaheilsu Hlátrasköll og bongótrommur á forsýningu Alheimsdraumsins Mamma Gurru gríss gýtur í sumar Sepultura bætist við þéttsetið þungarokkssumar Bjössi og Dísa skáluðu í nýja húsinu Alheimsdraumurinn: Sveppa tókst það sem Pétri tókst ekki Katy Perry fer út í geim Pétur og Elísabet tóku fallegt parhús í 101 í gegn Vatnsdeigsbollur með Dúbaí-fyllingu: „Þið verðið að prófa“ Var farin að fá kvíðaköst þegar dóttirin bað um að fara í göngutúra Hugsi yfir reynslulausum sérfræðingum Gene Hackman og eiginkona hans fundust látin Einföld ráð fyrir glæsilegra heimili „Ég tala ekki einu sinni um þetta við vini mína“ Ása Steinars á von á barni Ástin blómstraði í karókí Michelle Trachtenberg er látin Kjósa ekki Fiennes heldur Brody vegna misskilnings Öllu tjaldað til í sjö ára afmæli Chicago Halla og Bjössi í Mottumars sokkunum í fyrsta sinn Steinhissa en verður Dumbledore Fluttu með alla fjölskylduna til Tene: „Nenni ekki að vera í þessari typpakeppni“ Sjá meira
Fyrir nokkrum vikum opnaði hann sig um andlegt ofbeldissamband sem hann var í í nokkur ár með sínum fyrrverandi manni í Danmörku. Hann segir að það hafi tekið á að vinna sig út úr þeim aðstæðum og leið honum oft eins og fanga í sambandinu. „Hann vildi að ég yrði reiður og hann vildi að ég myndi æsa mig. Ég er mjög rólegur gaur og það leiðinlegasta sem ég geri er að rífast. Þetta varð hægt og rólega rosalega mikið áreiti en öll þessi ár var ég rosalega blindur,“ segir Helgi sem komst út úr sambandinu og má í raun þakka Covid fyrir það. „Ég fann að ég var lokaður inni í landi og tilhugsunin að eitthvað kæmi fyrir var hræðileg og mér leið náttúrulega alls ekki vel í Köben. Ég fattaði þarna að þetta væri leiðin mín út. Ég hafði reynt oft áður en um leið og hann fann lyktina af því að ég væri að efast eitthvað komu gjafir, ást, kynlíf og ég bara vá hann er kominn aftur. En þarna var þetta orðið mjög alvarlegt og þarna mátti ég ekki vinna þar sem ég var í vinnu þar sem við vorum send heim. Í þessum aðstæðum er allt nýtt gegn þér sem ástæða til að beita ofbeldi.“ Klippa: Einkalífið - Helgi Ómarsson Helgi segist þarna hafa verið kominn með mikla andlega og líkamlega kvilla. „Ég er þarna bara orðinn veikur. Ég var alltaf lasinn, ég var búinn að fitna og orðinn lélegur í líkamanum og algjörlega búinn á því. Þetta er afleiðing ofbeldis og ég kominn með mikla félagsfælni þarna. Skömmin var orðin mikil en skömmin getur ekki lifað af ef maður talar um þetta og þess vegna sit ég hérna á móti þér og tala um þetta. Ég segist þarna ætla fara til mömmu og pabba og reyna vinna eitthvað heima og segist ætla koma aftur heim eftir mánuð. Ég bóka einn miða og þegar ég kem heim leið mér eins og ég væri að koma úr fangelsi. Það var annaðhvort að fara til baka og deyja einhvern veginn, ekki í alvörunni en það mun eitthvað deyja. Þetta tókst,“ segir Helgi sem varð að skilja allt eftir í Danmörku og meðal annars hundinn sinn sem honum þykir gríðarlega vænt um. Í þættinum talar Helgi einnig um þættina Falleg íslensk heimili, ljósmyndun, Trendnet og upphafi af þeirri síðu, hlaðvarpið hans og margt fleira.
Einkalífið Heimilisofbeldi Mest lesið Lifir lífinu við óbærilegan sársauka Lífið Með stóra drauma og svarta beltið í taekwondo Lífið Fréttatía vikunnar: Landsfundur, körfubolti og geimferðir Lífið Dýrmætt að fá að hitta hetjurnar á hinum enda línunnar Lífið Dóri DNA og Magnea greiddu 126 milljónir fyrir einbýli í Skerjafirði Lífið Hafði ekki hugmynd um að einstakt hjól sitt væri týnt Lífið Segir föður sinn hafa verið við hestaheilsu Lífið Úrval Útsýn færir landsmönnum sól og gleði í 70 ár Lífið samstarf Fengu aðstoð frá heimamanni: „Þannig að við séum ekki eins og hauslausar hænur“ Lífið Einföld ráð fyrir glæsilegra heimili Lífið Fleiri fréttir Lifir lífinu við óbærilegan sársauka Dýrmætt að fá að hitta hetjurnar á hinum enda línunnar Með stóra drauma og svarta beltið í taekwondo Fréttatía vikunnar: Landsfundur, körfubolti og geimferðir Hafði ekki hugmynd um að einstakt hjól sitt væri týnt Dóri DNA og Magnea greiddu 126 milljónir fyrir einbýli í Skerjafirði Spila í fyrsta sinn á Þjóðhátíð Fengu aðstoð frá heimamanni: „Þannig að við séum ekki eins og hauslausar hænur“ Segir föður sinn hafa verið við hestaheilsu Hlátrasköll og bongótrommur á forsýningu Alheimsdraumsins Mamma Gurru gríss gýtur í sumar Sepultura bætist við þéttsetið þungarokkssumar Bjössi og Dísa skáluðu í nýja húsinu Alheimsdraumurinn: Sveppa tókst það sem Pétri tókst ekki Katy Perry fer út í geim Pétur og Elísabet tóku fallegt parhús í 101 í gegn Vatnsdeigsbollur með Dúbaí-fyllingu: „Þið verðið að prófa“ Var farin að fá kvíðaköst þegar dóttirin bað um að fara í göngutúra Hugsi yfir reynslulausum sérfræðingum Gene Hackman og eiginkona hans fundust látin Einföld ráð fyrir glæsilegra heimili „Ég tala ekki einu sinni um þetta við vini mína“ Ása Steinars á von á barni Ástin blómstraði í karókí Michelle Trachtenberg er látin Kjósa ekki Fiennes heldur Brody vegna misskilnings Öllu tjaldað til í sjö ára afmæli Chicago Halla og Bjössi í Mottumars sokkunum í fyrsta sinn Steinhissa en verður Dumbledore Fluttu með alla fjölskylduna til Tene: „Nenni ekki að vera í þessari typpakeppni“ Sjá meira