Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur (2017-2024)

Fréttamynd

Sammála því að tilefni sé til að slaka á

Heilbrigðisráðherra er sammála sóttvarnalækni um að tilefni sé til að slaka á sóttvarnareglum. Sóttvarnalæknir hafi verið samstíga henni að heimila notkun sjálfsprófa, þótt hann mælti ekki með því.

Innlent
Fréttamynd

Taka við allt að 120 flótta­mönnum frá Afgan­istan

Íslensk stjórnvöld áætla að taka á móti allt að 120 flóttamönnum frá Afganistan en heildarfjöldi liggur ekki endanlega fyrir. Ríkisstjórnin samþykkti í morgun tillögur flóttamannanefndar vegna þess ástands sem skapast hefur í Afganistan í kjölfar valdatöku Talibana.

Innlent
Fréttamynd

Heimila notkun hrað- og sjálfs­prófa með 90 prósent næmi

Heilbrigðisráðherra hefur ákveðið að breyta reglugerð um starfsemi rannsóknarstofa sem stunda greiningu á sjúkdómum sem sóttvarnalög taka til. Með breytingunni verður ekki lengur skylda að rannsóknarstofa með starfsleyfi sjái um allar greiningar sem gerðar eru með hraðprófum hér á landi.

Innlent
Fréttamynd

Biðla til stjórnvalda að bjarga ættingjum sínum frá Afganistan

Hópur Afgana með íslenskan ríkisborgararétt krefst þess að stjórnvöld bjargi ættingjum sínum frá Afganistan. Fólkið sé í bráðri lífshættu eftir að Talibanar tóku völdin í landinu. Íslensk kona segir afganskan mág sinn í felum þar því hann óttist að verða tekinn af lífi vegna trúar sinnar.

Innlent
Fréttamynd

Bregðast þurfi við í samstarfi við nágrannaþjóðir

Félagsmálaráðherra segir að íslensk stjórnvöld geti ekki brugðist við stöðunni í Afganistan öðruvísi en í samstarfi við aðrar nágrannaþjóðir. Staðan sé afar flókin enda engin hefðbundin flóttamannamóttaka þar ytra lengur og ekkert hefðbundið flug.

Erlent
Fréttamynd

Skoða þurfi breytingu á framkvæmd sóttkvíar

Skoða þarf breytingar á framkvæmd sóttkvíar ef halda á leikskólum, grunnskólum og atvinnulífi gangandi á næstu vikum. Þetta segir Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, í samtali við fréttastofu.

Innlent
Fréttamynd

Ákveðin uppgjöf að ætla að takmarka fjölda ferðamanna

Ferðamálaráðherra segir það ákveðna uppgjöf að ætla takmarka fjölda ferðamanna til Íslands. Hún telur ekki tímabært að ræða samkomutakmarkanir til margra mánuða, líkt og sóttvarnalæknir hefur lagt til í minnisblaði sínu. Veiran sé komin til að vera og lífið þurfi að komast sem fyrst í eðlilegt horf.

Innlent
Fréttamynd

Fækkun legu­­rýma skýrist af betri tækni og þjónustu

Heil­brigðis­ráð­herra telur að fækkun legu­rýma á sjúkra­húsum landsins eigi sér eðli­legar skýringar. Aukin tækni í læknis­þjónustu og betri göngu­deildar­þjónusta hafi orðið til þess að minni þörf sé á legu­rýmum, líkt og víða í heiminum og í ná­granna­löndum okkar.

Innlent
Fréttamynd

Ávarpaði fund World Pride

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra ávarpaði fund World Pride með norrænum jafnréttisráðherrum í Kaupmannahöfn í gær með fjarfundabúnaði.

Innlent
Fréttamynd

Mönnun stóra vandamál Landspítalans

Stóra vandamál Landspítalans er mönnun, að mati Katrínar Jakobsdóttur, forsætisráðherra. Hún segir þörf á að bæta kjör og auka framboð á menntun heilbrigðisstarfsfólks.

Innlent
Fréttamynd

Peninga til spítalans strax

Logi Einarsson og Helga Vala Helgadóttir telja að stjórnvöldum beri að auka fjárveitingar til sjúkrahúsa ekki seinna en núna, til þess að bregðast við erfiðri stöðu þeirra vegna Covid-19. Bæði segja þau að kosið verði um framtíð heilbrigðisþjónustu í september.

Innlent
Fréttamynd

Kallar eftir umræðu um Bjarna Ben

Páll Magnússon, fráfarandi fyrsti þingmaður Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi, segir að Sjálfstæðismenn hljóti að ræða það hvort fullreynt sé að ná árangri með núverandi formanni flokksins, Bjarna Benediktssyni.

Innlent
Fréttamynd

For­stjóri Barna­verndar­stofu færir sig um set

Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra hefur ákveðið að skipa Heiðu Björgu Pálmadóttur, forstjóra Barnaverndarstofu, í embætti skrifstofustjóra á skrifstofu innviða heilbrigðisþjónustu í ráðuneytinu.

Innlent
Fréttamynd

Loks búið að boða formlega til kosninga

Formlega hefur verið boðað til Alþingiskosninga laugardaginn 25. september. Þetta er staðfest með forsetabréfi Guðna Th. Jóhannessonar um þingrof og almennar kosningar sem birt var á vef Stjórnartíðinda í dag.

Innlent