Óformlega viðræður gætu orðið formlegar eftir helgi Samúel Karl Ólason og Heimir Már Pétursson skrifa 1. október 2021 10:47 Vísir/Einar Katrín Jakobsdóttir, Sigurður Ingi Jóhannsson og Bjarni Benediktsson, formenn Vinstri Grænna, Framsóknarflokksins og Sjálfstæðisflokksins, komu saman á fundi í Ráðherrabústaðnum í morgun til áframhaldandi viðræðna um ríkisstjórnarsamstarf þeirra. Öll voru þau sammála um að viðræðurnar muni taka tíma. Hinar óformlegu stjórnarmyndunarviðræður gætu þó brátt orðið formlegar. Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, sagði þau hingað til hafa rætt um það sem hefði reynst flokkunum erfitt að fást við á síðasta kjörtímabili. „Svo erum við auðvitað að reyna að stilla saman strengi varðandi þá spennandi framtíð sem við teljum að sé til staðar fyrir okkur Íslendinga og passa upp á það að við grípum þau tækifæri sem bíða okkar á kjörtímabilinu.“ Bjarni sagðist ekki þora að segja til um hvað langur tími færi í þessar viðræður. Hann héldi þó að það þyrfti að fara í nánari útfærslu í næstu viku. „Við erum ennþá að vinna í rammanum okkar á milli.“ Aðspurður um hvort þau væru kominn á þann stað að þau væru viss um að þau myndu vilja mynda ríkisstjórn sagði Bjarni að honum liði vel með samtal þeirra. „Það er ekkert sem ég hef áhyggjur af en maður veit ekkert fyrr en við höfum farið ofan í saumana á málum og það er það sem bíður okkar. Í dag og kannski einhverja daga.“ „Þetta tekur bara tíma,“ sagði Bjarni. Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins, er sömuleiðis jákvæður um viðræðurnar og segir að eftir helgi, eða mögulega í lok þessa dags, væri mögulega hægt að breyta þessum óformlegu viðræðum í formlegar. „Það er alveg ljóst að stórsigur Framsóknarflokksins skóp þennan aukna meirihluta þessarar ríkisstjórnar. Ég túlka það annars vegar sem sigur ríkisstjórnarinnar í heild sinni en klárlega líka þannig að þau mál sem við lögðum áherslu á var það sem fólk kaus. Það hlýtur að endurspeglast í þessari vinnu okkar.“ Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna.Vísir/Einar „Við vinnum þetta eins vel og við getum,“ sagði Katrín. „Það er það sem skiptir máli í þessu, að vanda sig þegar lagt er af stað.“ Hún sagði ríkisstjórnina hafa fengið nokkuð skýr skilaboð frá þessum kosningum. Hún hefði fengið afgerandi stuðning og það væri leiðarljós þeirra. Varðandi fregnir af því að viðræður um skiptingu ráðuneyta sagði Katrín ekki hafa verið rætt um hvernig ætti að skipta til verka. Ákveðnar breytingar hefðu þó verið ræddar og þar á meðal um tilflutning verkefna. „Ég hef lagt áherslu á í þessum viðræðum að fyrst þarf að leggja hinn málefnalega grunn og ræða hvaða verkefni við viljum leggja áherslu á og hvernig við ætlum að leysa úr öðrum málum,“ sagði Katrín. „Þegar það liggur fyrir, þá getum við farið að ræða hvernig við skipum fólki til verka.“ Katrín sagði að ef allt gengi upp, gæti sú vinna hafist eftir helgina. Þá sagðist Katrín hafa farið á fund forseta Íslands í morgun og gert honum grein fyrir stöðunni. Katrín Jakobsdóttir og Guðni Th. Jóhannesson, forseti. Katrín sagði aftur að ríkisstjórnin hefði gott umboð til áframhaldandi ríkisstjórnarsamstarfs. Það breytti því þó ekki að þau vilji fara yfir stöðuna og leggja nýtt mat á hana og horfa til samstarfsins. Alþingiskosningar 2021 Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Sjálfstæðisflokkurinn Framsóknarflokkurinn Vinstri græn Mest lesið Myndskeið af vopnaskaki leiddi til húsleitar og handtöku Innlent Yfir hringtorg og í undirgöng gangandi vegfarenda Innlent Fjöldi vefsíðna lá niðri vegna bilunar Innlent Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Erlent Deila ekkju og stjúpdóttur tekin til skoðunar Innlent Áhugi á Valhöll Innlent Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Innlent Blendin viðbrögð kylfinga við reglum um golfbíla Innlent Fer ekki í formanninn Innlent Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“ Innlent Fleiri fréttir „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Slökkvilið við hreinsun vegna áreksturs á Hringbraut Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Bilunin hjá Cloudflare óvenjulega löng Guðrún segir Evrópusambandið glæpamenn Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Evrópuólga, handtökur eftir TikTok-myndband og lögregla skoðar bjórsölu Skora á Lilju að bjóða sig fram sem formann Jana vill áfram leiða lista VG á Akureyri Fer ekki í formanninn Óttast að þurfa að loka Berginu fái þau ekki samning Blendin viðbrögð kylfinga við reglum um golfbíla Deila ekkju og stjúpdóttur tekin til skoðunar Ætla ekki að slíta samstarfinu við Anthropic Yfir hringtorg og í undirgöng gangandi vegfarenda Bein útsending: Niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tekur eina til tvær vikur að ganga yfir Fjöldi vefsíðna lá niðri vegna bilunar Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“ Íslendingar strauja kortin og hverfandi líkur á vaxtalækkun Allt tiltækt lið sent vegna elds á hjúkrunarheimili Myndskeið af vopnaskaki leiddi til húsleitar og handtöku Grindvískum börnum líður verr en jafnöldrum þeirra Flugumferðarstjórar boða til yfirvinnubanns Búið að opna Hvalfjarðargöng á ný Áhugi á Valhöll Tveir ekki í öryggisbelti Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Sjá meira
Hinar óformlegu stjórnarmyndunarviðræður gætu þó brátt orðið formlegar. Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, sagði þau hingað til hafa rætt um það sem hefði reynst flokkunum erfitt að fást við á síðasta kjörtímabili. „Svo erum við auðvitað að reyna að stilla saman strengi varðandi þá spennandi framtíð sem við teljum að sé til staðar fyrir okkur Íslendinga og passa upp á það að við grípum þau tækifæri sem bíða okkar á kjörtímabilinu.“ Bjarni sagðist ekki þora að segja til um hvað langur tími færi í þessar viðræður. Hann héldi þó að það þyrfti að fara í nánari útfærslu í næstu viku. „Við erum ennþá að vinna í rammanum okkar á milli.“ Aðspurður um hvort þau væru kominn á þann stað að þau væru viss um að þau myndu vilja mynda ríkisstjórn sagði Bjarni að honum liði vel með samtal þeirra. „Það er ekkert sem ég hef áhyggjur af en maður veit ekkert fyrr en við höfum farið ofan í saumana á málum og það er það sem bíður okkar. Í dag og kannski einhverja daga.“ „Þetta tekur bara tíma,“ sagði Bjarni. Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins, er sömuleiðis jákvæður um viðræðurnar og segir að eftir helgi, eða mögulega í lok þessa dags, væri mögulega hægt að breyta þessum óformlegu viðræðum í formlegar. „Það er alveg ljóst að stórsigur Framsóknarflokksins skóp þennan aukna meirihluta þessarar ríkisstjórnar. Ég túlka það annars vegar sem sigur ríkisstjórnarinnar í heild sinni en klárlega líka þannig að þau mál sem við lögðum áherslu á var það sem fólk kaus. Það hlýtur að endurspeglast í þessari vinnu okkar.“ Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna.Vísir/Einar „Við vinnum þetta eins vel og við getum,“ sagði Katrín. „Það er það sem skiptir máli í þessu, að vanda sig þegar lagt er af stað.“ Hún sagði ríkisstjórnina hafa fengið nokkuð skýr skilaboð frá þessum kosningum. Hún hefði fengið afgerandi stuðning og það væri leiðarljós þeirra. Varðandi fregnir af því að viðræður um skiptingu ráðuneyta sagði Katrín ekki hafa verið rætt um hvernig ætti að skipta til verka. Ákveðnar breytingar hefðu þó verið ræddar og þar á meðal um tilflutning verkefna. „Ég hef lagt áherslu á í þessum viðræðum að fyrst þarf að leggja hinn málefnalega grunn og ræða hvaða verkefni við viljum leggja áherslu á og hvernig við ætlum að leysa úr öðrum málum,“ sagði Katrín. „Þegar það liggur fyrir, þá getum við farið að ræða hvernig við skipum fólki til verka.“ Katrín sagði að ef allt gengi upp, gæti sú vinna hafist eftir helgina. Þá sagðist Katrín hafa farið á fund forseta Íslands í morgun og gert honum grein fyrir stöðunni. Katrín Jakobsdóttir og Guðni Th. Jóhannesson, forseti. Katrín sagði aftur að ríkisstjórnin hefði gott umboð til áframhaldandi ríkisstjórnarsamstarfs. Það breytti því þó ekki að þau vilji fara yfir stöðuna og leggja nýtt mat á hana og horfa til samstarfsins.
Alþingiskosningar 2021 Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Sjálfstæðisflokkurinn Framsóknarflokkurinn Vinstri græn Mest lesið Myndskeið af vopnaskaki leiddi til húsleitar og handtöku Innlent Yfir hringtorg og í undirgöng gangandi vegfarenda Innlent Fjöldi vefsíðna lá niðri vegna bilunar Innlent Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Erlent Deila ekkju og stjúpdóttur tekin til skoðunar Innlent Áhugi á Valhöll Innlent Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Innlent Blendin viðbrögð kylfinga við reglum um golfbíla Innlent Fer ekki í formanninn Innlent Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“ Innlent Fleiri fréttir „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Slökkvilið við hreinsun vegna áreksturs á Hringbraut Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Bilunin hjá Cloudflare óvenjulega löng Guðrún segir Evrópusambandið glæpamenn Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Evrópuólga, handtökur eftir TikTok-myndband og lögregla skoðar bjórsölu Skora á Lilju að bjóða sig fram sem formann Jana vill áfram leiða lista VG á Akureyri Fer ekki í formanninn Óttast að þurfa að loka Berginu fái þau ekki samning Blendin viðbrögð kylfinga við reglum um golfbíla Deila ekkju og stjúpdóttur tekin til skoðunar Ætla ekki að slíta samstarfinu við Anthropic Yfir hringtorg og í undirgöng gangandi vegfarenda Bein útsending: Niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tekur eina til tvær vikur að ganga yfir Fjöldi vefsíðna lá niðri vegna bilunar Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“ Íslendingar strauja kortin og hverfandi líkur á vaxtalækkun Allt tiltækt lið sent vegna elds á hjúkrunarheimili Myndskeið af vopnaskaki leiddi til húsleitar og handtöku Grindvískum börnum líður verr en jafnöldrum þeirra Flugumferðarstjórar boða til yfirvinnubanns Búið að opna Hvalfjarðargöng á ný Áhugi á Valhöll Tveir ekki í öryggisbelti Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Sjá meira
Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Innlent
Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“ Innlent
Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“
Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Innlent
Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“ Innlent