Formenn stjórnarflokka telja æskilegt að afgreiða kærumál áður en þing komi saman Heimir Már Pétursson skrifar 5. október 2021 19:20 Stjórnarflokkarnir þrír hafa þrjátíu og sjö manna þingmeirihluta á bakvið sig. Vísir/Vilhelm Formenn stjórnarflokkanna telja æskilegt að undirbúningskjörbréfanefnd Alþingis verði búin að leysa úr kærumálum vegna kosninganna í Norðvesturkjördæmi áður en stjórnarmyndun lýkur og þing kemur saman. Formenn stjórnarflokkanna reyna að leggja línurnar fyrir næstu fjögur ár í viðræðum sínum í Ráðherrabústaðnum. En þau eru einnig að takast á við ágreiningsefni sem ekki tókst að leysa úr á síðasta kjörtímabili. Nægir þar að nefna hálendisþjóðgarð, rammaáætlun og vinidmyllugarð. Svo þarf að leggja fram fjárlagafrumvarp fyrir næsta ár. Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins segir í lagi að stjórrnarmyndun taki einhvern tíma. Hugsanleg stjórn munu njóta góðs af því síðar ef vandað sé til verka á þessum stigum. Þá verði undirbúningskjörbréfanefnd vonandi búin að ljúka að við að taka á kærumálum vegna kosninganna í Norðvesturkjördæmi áður en þing taki til starfa. Formenn stjórnarflokkanna reyna að leysa úr ágreiningsmálum sem ekki tókst að leysa úr milli þeirra á síðasta kjörtímabili.Vísir/Vilhelm „Ég held að það sé augljóst að það verður að vera þannig. Þetta er óheppilegt mál og truflar okkur í kjölfar kosninga,“ segir Bjarni. Það sé hins vegar rétt að gefa nefndinni tíma og frið til að klára sína vinnu. Katrín Jakobsdóttir formaður Vinstri grænna segir fyrrverandi ríkisstjón starfa áfram enda fengið til þess umboð í kosningunum. Gott væri ef undirbúningskjörbréfanefndin hefði lokið sínum störfum þegar þing komi saman. Katrín Jakobsdóttir minnir á að stjórn flokkanna þriggja hafi fengið mikinn stuðning í kosningunum og starfi áfram. Það sé eðlilegt að flokkarnir taki sér tíma til að móta nýjan stjórnarsáttmála.Vísir/Vilhelm „Ég sé að þau ætla sér að minnsta kosti tvær vikur í það verkefni og hugsanlega lengri tíma. Það liggur líka alveg fyrir að við þurfum tíma til að ljúka okkar vinnu þannig að ég er ekki að reikna með að það dragi til neinna tíðinda hjá okkur á næstu dögum,“ segir Katrín. Nú séu þau aðallega að ræða ríkisfjármálin. Sigurður Ingi Jóhannsson formaður Framsóknarflokksins tekur undir þetta. Þau séu aðallega að ræða málefni næsta kjörtímabils. „Kannski líka að reyna að höggva á þau ágreiningsmál sem hafa verið óleyst á síðast liðnum fjórum árum.“ Eru þau erfið? „Já, já annars værum við örugglega löngu búin að leysa þau á síðustu fjórum árum. Þannig að þetta er áskorun,“ segir Sigurður Ingi. Bjarni segir stöðu tekjustofna og gjaldahliðar ríkisfjármála fyrir næsta ár nokkurn veginn liggja fyrir. Góðu fréttirnar séu að von sé á góðri loðnuvertíð og hagvexti á næsta ári. Ríkisstjórn geti haft áhrif á hvoru tveggja en þó ekkert dramatískt með stuttri atrennu. „Það eru áskoranir í þessu samtali sem við þurfum að ræða. Það er það sem ég á við þegar ég segi að það sé betra að gefa sér tíma núna heldur en að lenda í vandræðum síðar,“ segir Bjarni Benediktsson. Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Alþingiskosningar 2021 Tengdar fréttir Stjórnarmyndun ólíkleg fyrir afgreiðslu kjörbréfa á Alþingi Ólíklegt er að ríkisstjórn verði mynduð áður en kjörbréfanefnd og Alþingi hafa leyst úr þeim kærum sem fram eru komnar vegna meðferðar kjörgagna og endurtalningar í Norðvesturkjördæmi. Formenn stjórnarflokkanna komu saman til fundar í morgun. 5. október 2021 11:56 Rætt um að færa til verkefni milli ráðuneyta í þágu atvinnusköpunar Formaður Sjálfstæðisflokksins segir til skoðunar að færa til verkefni milli ráðuneyta í þágu aukinnar fjölbreytni í atvinnusköpun. Formenn ríkisstjórnarflokkanna héldu áfram stjórnarmyndunarviðræðum í Ráðherrabústaðnum í morgun. 4. október 2021 11:36 Mest lesið Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Innlent Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Innlent Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Innlent Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Innlent Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Erlent Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Innlent „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Innlent Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Innlent Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Erlent Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Erlent Fleiri fréttir Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Burðardýr fengu þungan dóm fyrir kókaínsmygl Skora á ráðherra og segir skjaldborg slegið um vændiskaupendur Fresta fundi til tíu í fyrramálið Stórskemmtilegur innhringjandi og óhefðbundin útför Viðgerð muni taka einhverja mánuði „Afar ólíklegt“ að Nadine taki slaginn í borginni fyrir Miðflokkinn Grunuð um íkveikju í Nettó, Nytjamarkaðnum og eigin húsi Segir borgina refsa foreldrum til að mæta rekstrarvanda Aflýsa verkfalli öðru sinni Umferðarslys á Fagradal og veginum lokað Segir sorglega illa hafa verið haldið á hagsmunum flugsins Umferðarteppa í Ártúnsbrekku vegna aftanákeyrslu Bein útsending: Verndum vatnið Víða vetrarfærð, Fjarðarheiði lokuð og björgunarsveitir aðstoða fólk í föstum bílum Kettlingur í hættu vegna sprautunála og haldið í gíslingu af nágranna Kona í fjölbýlishúsinu talin brennuvargur en gengur laus „Vonbrigði hvað kom lítið út úr fundinum í gær“ Fangavörður rekinn fyrir að stela af fanga Óvissa á Grundartanga og flugumferðarstjórar funda Sjá meira
Formenn stjórnarflokkanna reyna að leggja línurnar fyrir næstu fjögur ár í viðræðum sínum í Ráðherrabústaðnum. En þau eru einnig að takast á við ágreiningsefni sem ekki tókst að leysa úr á síðasta kjörtímabili. Nægir þar að nefna hálendisþjóðgarð, rammaáætlun og vinidmyllugarð. Svo þarf að leggja fram fjárlagafrumvarp fyrir næsta ár. Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins segir í lagi að stjórrnarmyndun taki einhvern tíma. Hugsanleg stjórn munu njóta góðs af því síðar ef vandað sé til verka á þessum stigum. Þá verði undirbúningskjörbréfanefnd vonandi búin að ljúka að við að taka á kærumálum vegna kosninganna í Norðvesturkjördæmi áður en þing taki til starfa. Formenn stjórnarflokkanna reyna að leysa úr ágreiningsmálum sem ekki tókst að leysa úr milli þeirra á síðasta kjörtímabili.Vísir/Vilhelm „Ég held að það sé augljóst að það verður að vera þannig. Þetta er óheppilegt mál og truflar okkur í kjölfar kosninga,“ segir Bjarni. Það sé hins vegar rétt að gefa nefndinni tíma og frið til að klára sína vinnu. Katrín Jakobsdóttir formaður Vinstri grænna segir fyrrverandi ríkisstjón starfa áfram enda fengið til þess umboð í kosningunum. Gott væri ef undirbúningskjörbréfanefndin hefði lokið sínum störfum þegar þing komi saman. Katrín Jakobsdóttir minnir á að stjórn flokkanna þriggja hafi fengið mikinn stuðning í kosningunum og starfi áfram. Það sé eðlilegt að flokkarnir taki sér tíma til að móta nýjan stjórnarsáttmála.Vísir/Vilhelm „Ég sé að þau ætla sér að minnsta kosti tvær vikur í það verkefni og hugsanlega lengri tíma. Það liggur líka alveg fyrir að við þurfum tíma til að ljúka okkar vinnu þannig að ég er ekki að reikna með að það dragi til neinna tíðinda hjá okkur á næstu dögum,“ segir Katrín. Nú séu þau aðallega að ræða ríkisfjármálin. Sigurður Ingi Jóhannsson formaður Framsóknarflokksins tekur undir þetta. Þau séu aðallega að ræða málefni næsta kjörtímabils. „Kannski líka að reyna að höggva á þau ágreiningsmál sem hafa verið óleyst á síðast liðnum fjórum árum.“ Eru þau erfið? „Já, já annars værum við örugglega löngu búin að leysa þau á síðustu fjórum árum. Þannig að þetta er áskorun,“ segir Sigurður Ingi. Bjarni segir stöðu tekjustofna og gjaldahliðar ríkisfjármála fyrir næsta ár nokkurn veginn liggja fyrir. Góðu fréttirnar séu að von sé á góðri loðnuvertíð og hagvexti á næsta ári. Ríkisstjórn geti haft áhrif á hvoru tveggja en þó ekkert dramatískt með stuttri atrennu. „Það eru áskoranir í þessu samtali sem við þurfum að ræða. Það er það sem ég á við þegar ég segi að það sé betra að gefa sér tíma núna heldur en að lenda í vandræðum síðar,“ segir Bjarni Benediktsson.
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Alþingiskosningar 2021 Tengdar fréttir Stjórnarmyndun ólíkleg fyrir afgreiðslu kjörbréfa á Alþingi Ólíklegt er að ríkisstjórn verði mynduð áður en kjörbréfanefnd og Alþingi hafa leyst úr þeim kærum sem fram eru komnar vegna meðferðar kjörgagna og endurtalningar í Norðvesturkjördæmi. Formenn stjórnarflokkanna komu saman til fundar í morgun. 5. október 2021 11:56 Rætt um að færa til verkefni milli ráðuneyta í þágu atvinnusköpunar Formaður Sjálfstæðisflokksins segir til skoðunar að færa til verkefni milli ráðuneyta í þágu aukinnar fjölbreytni í atvinnusköpun. Formenn ríkisstjórnarflokkanna héldu áfram stjórnarmyndunarviðræðum í Ráðherrabústaðnum í morgun. 4. október 2021 11:36 Mest lesið Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Innlent Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Innlent Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Innlent Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Innlent Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Erlent Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Innlent „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Innlent Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Innlent Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Erlent Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Erlent Fleiri fréttir Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Burðardýr fengu þungan dóm fyrir kókaínsmygl Skora á ráðherra og segir skjaldborg slegið um vændiskaupendur Fresta fundi til tíu í fyrramálið Stórskemmtilegur innhringjandi og óhefðbundin útför Viðgerð muni taka einhverja mánuði „Afar ólíklegt“ að Nadine taki slaginn í borginni fyrir Miðflokkinn Grunuð um íkveikju í Nettó, Nytjamarkaðnum og eigin húsi Segir borgina refsa foreldrum til að mæta rekstrarvanda Aflýsa verkfalli öðru sinni Umferðarslys á Fagradal og veginum lokað Segir sorglega illa hafa verið haldið á hagsmunum flugsins Umferðarteppa í Ártúnsbrekku vegna aftanákeyrslu Bein útsending: Verndum vatnið Víða vetrarfærð, Fjarðarheiði lokuð og björgunarsveitir aðstoða fólk í föstum bílum Kettlingur í hættu vegna sprautunála og haldið í gíslingu af nágranna Kona í fjölbýlishúsinu talin brennuvargur en gengur laus „Vonbrigði hvað kom lítið út úr fundinum í gær“ Fangavörður rekinn fyrir að stela af fanga Óvissa á Grundartanga og flugumferðarstjórar funda Sjá meira
Stjórnarmyndun ólíkleg fyrir afgreiðslu kjörbréfa á Alþingi Ólíklegt er að ríkisstjórn verði mynduð áður en kjörbréfanefnd og Alþingi hafa leyst úr þeim kærum sem fram eru komnar vegna meðferðar kjörgagna og endurtalningar í Norðvesturkjördæmi. Formenn stjórnarflokkanna komu saman til fundar í morgun. 5. október 2021 11:56
Rætt um að færa til verkefni milli ráðuneyta í þágu atvinnusköpunar Formaður Sjálfstæðisflokksins segir til skoðunar að færa til verkefni milli ráðuneyta í þágu aukinnar fjölbreytni í atvinnusköpun. Formenn ríkisstjórnarflokkanna héldu áfram stjórnarmyndunarviðræðum í Ráðherrabústaðnum í morgun. 4. október 2021 11:36