Lífið

Fréttamynd

Björn Bragi og Þórunn Antonía taka við af Audda og Sveppa

Björn Bragi Arnarsson, ritstjóri Monitor, og Þórunn Antonía Magnúsdóttir úr Steindanum okkar hafa verið ráðin til að stjórna vikulegum sjónvarpsþætti á Stöð 2. Þátturinn á að koma í staðinn fyrir Audda og Sveppa, sem hefur verið á dagskrá á föstudagskvöldum síðan í janúar 2009.

Lífið
Fréttamynd

Eurovision ekki bara hommar með meik

"Ég er forfallinn Eurovision-sjúklingur. Hef lifað tímana tvenna og man ekki eftir maí þar sem ég fylgdist ekki með Eurovision,“ segir þúsundþjalasmiðurinn Gunnar Sigurðarson. Gunnar og Viðar Ingi Pétursson, félagi hans úr útvarpsþættinum sáluga Grútvarp, lýsa Eurovision-keppninni á morgun í beinni útsendingu á útvarpsstöðinni X977. Gunnar segist vera að svara kalli þjóðarinnar, en nokkur óánægja var með fjarveru Sigmars Guðmundssonar í undankeppninni á þriðjudaginn.

Lífið
Fréttamynd

Vampíruleikari á nýjum slóðum

Flestar táningsstúlkur og mæður þeirra þekkja Robert Pattinson eða vampírupersónuna hans, Edward Cullen, úr Twilight-myndunum. En um helgina gefst fólki tækifæri til að sjá þennan mikla hjartaknúsara 21. aldarinnar í nýju hlutverki í ástarmyndinni Water for Elephants.

Lífið
Fréttamynd

Spears í myndasögu

Líf Britney Spears mun brátt birtast í myndasöguformi. Það er myndasögufyrirtækið Bluewater sem stendur fyrir því en það hefur áður gert sér mat úr hrakfallasögu Lindsay Lohan, velgengni Lady Gaga og ástarsambandi Twilight-stjarnanna Robert Pattinson og Kristen Stewart.

Lífið
Fréttamynd

Lúxuslíf Will Smith á tökustað

Bandaríski leikarinn Will Smith vill hafa það gott á tökustað, ef marka má nýlegar fréttir New York Post, því hann hefur leigt sér tveggja hæða færanlegan íbúðarvagn til að geta slakað á milli takna. Smith er nú staddur í New York þar sem tökur á MIB 3 eða Menn í svörtu 3 standa yfir og hefur komið íbúðarvagninum sínum fyrir í miðju SoHo-hverfinu.

Lífið
Fréttamynd

Margrét skrifar ævisögu Ellýjar

Margrét Blöndal, útvarpskonan góðkunna af Rás 2, hefur síðastliðna tvo mánuði unnið að gerð ævisögu Ellýjar Vilhjálms, ástsælustu dægurlagasöngkonu Íslands.

Lífið
Fréttamynd

Gufubaðið heillagripur strákanna

„Þeir eru í gufu. Þetta er í annað sinn í dag. Ég fór reyndar með þeim í morgun. Þeir eru farnir að líta á gufubaðið sem einhvers konar heillagrip,“ segir Þorbjörg Sif Þorsteinsdóttir, eiginkona Hreims Arnar Heimissonar.

Lífið
Fréttamynd

Killers vinnur að nýju efni

Las Vegas-hljómsveitin The Killers hefst handa við að semja nýtt efni í næstu viku, samkvæmt trommaranum Ronnie Vannucci. Vannucci lýsti því yfir í viðtali á útvarpsstöðinni XFM í London að meðlimir The Killers ættu hrúgu af hugmyndum að lögum sem þeir vilji leyfa hver öðrum að heyra. Þá bætti hann við að þeir væru búnir að ákveða að hittast þriðjudaginn 17. maí. „Við ætlum að koma saman og byrja að vinna," sagði hann.

Lífið
Fréttamynd

Kastaði upp á tónleikum

Það er ekki tekið út með sældinni að vera vinsælasta táningsstjarna heims. Og á því meðali fékk Justin Bieber að bragða á tónleikum sínum á Filippseyjum á þriðjudagskvöld.

Lífið
Fréttamynd

Gaga hjálpar til við góðgerðarmál

Lady Gaga, söngkonan vinsæla, tróð upp á góðgerðartónleikum í New York á mánudagskvöld og aðstoðaði við að safna 47 milljónum dollara til styrktar góðu málefni.

Lífið
Fréttamynd

Harrelson í hasar

Woody Harrelson hefur samþykkt að leika í hasar/drama-kvikmyndinni The Hunger Games eftir leikstjóra Seabiscuit, Gary Ross. Myndin er byggð á samnefndri bók Suzanne Collins sem notið hefur mikilla vinsælda og segir frá ansi blóðugri keppni þar sem verðlaunin eru lífið sjálft.

Lífið
Fréttamynd

Sheen gefur út lagið Winning

Charlie Sheen hefur gefið út lagið Winning á iTunes. Meðal þeirra sem koma við sögu í laginu eru Snoop Dogg og gítarleikari Korn, Rob Patterson. Þetta kemur fram í bandaríska blaðinu Los Angeles Times.

Lífið
Fréttamynd

Fjársjóður frá Hollywood

Fjársjóðsleit stórmyndaframleiðandans Jerry Bruckheimer skilaði sér þegar hann ákvað að gera mynd um sjóræningja. Fjórða myndin um Jack Sparrow var frumsýnd á Cannes í gær.

Lífið
Fréttamynd

Þjóðarímynd og goðsagnadýr

Niðurstaða: Klassískt og alþýðlegt viðfangsefni, brýnt á fyrri hluta síðustu aldar en síður eftir 1950. Fyrir þann tíma var myndefnið hluti af orðræðu samtímans og sköpun þjóðarímyndar en staða þess innan samtímalista er önnur. Mikill fjöldi frábærra verka sem ekki eru sýnileg alla jafna. Fín sýning fyrir alla fjölskylduna.

Gagnrýni
Fréttamynd

Fögnuðu Sjálfstæðri þjóð

Útgáfuhóf var haldið í Eymundsson á dögunum til að fagna nýrri bók stjórnmálafræðingsins Eiríks Bergmanns, Sjálfstæð þjóð. Í bókinni fjallar Eiríkur um þau áhrif sem hugmyndir um þjóðina og fullveldið hafa á stjórnmálaumhverfið.

Lífið
Fréttamynd

Pacino til liðs við Gotti

Óskarsverðlaunahafinn Al Pacino hefur bæst í ört stækkandi leikhóp mafíumyndarinnar Gotti: Three Generations samkvæmt bandaríska stórblaðinu Washington Post. Myndin fjallar, eins og nafnið gefur til kynna, um Gotti-mafíufjölskylduna sem öllu réð í undirheimum New York í lok síðustu aldar. Pacino mun leika Neil Dellacroce, glæpahöfðingja og lærimeistara John Gotti eldri sem leikinn verður af John Travolta.

Lífið
Fréttamynd

Spilar víða um Evrópu

Þjóðlagahljómsveitin Árstíðir ætlar að spila á tónlistarhátíðum í Þýskalandi, Ungverjalandi, Póllandi og víðar í júlí og ágúst. Áður en sveitin fer út ætlar hún að loka sig af í hljóðveri ásamt upptökustjórunum Ólafi Arnalds og Styrmi Haukssyni og vinna að næstu plötu sinni, sem er væntanleg með haustinu.

Lífið
Fréttamynd

Viltu vinna miða á Jon Lajoie? Einn miði eftir hver 100 "læk"

Grínistinn Jon Lajoie kemur fram í Háskólabíói á morgun og geta lesendur Vísis orðið sér úti um ókeypis miða á fjörið. Það eina sem þarf að gera er að gera "læk" við þetta skemmtilega viðtal við Lajoie hér að neðan og senda fullt nafn til IceGigg Entertainment.

Lífið
Fréttamynd

Stjórnandinn spáir Rúnari velgengni á Cannes

Frédéric Boyer, listrænn stjórnandi Directors Fortnight-flokknum á Cannes, segir að Eldfjall, kvikmynd Rúnars Rúnarssonar, sé í alveg sérstöku dálæti hjá sér en þetta kemur fram í viðtali við hann í fagtímaritinu Cineuropa.

Lífið
Fréttamynd

Heilsteypt steypa

Verði þér að góðu er mjög heilsteypt, sprenghlægileg og smart sýning! Sýningin er unnin af leikhópnum Ég og vinir mínir og þar eru svo sannarlega á ferðinni vinir sem veltast hver um annan og krefjast hver af öðrum um leið og þeir ögra hver öðrum og öllu því samskiptamynstri sem þeim dettur í hug að til sé millum vina.

Gagnrýni
Fréttamynd

XIII spilar plötuna Salt

Rokkhljómsveitin XIII leikur plötu sína Salt í heild sinni á tónleikum á Faktorý á föstudagskvöld. Sérstakir gestir verða In Memoriam og Hoffman. „Þetta er nú bæði vegna óska þeirra sem sýnt hafa XIII áhuga og okkur sjálfum til gamans," segir Hallur Ingólfsson, söngvari XIII. „Þetta verður ekki endurtekið. Þeir sem hafa verið að óska eftir lögum af Salt á tónleikum ættu því að grípa tækifærið núna."

Lífið
Fréttamynd

Verslar í Wallmart

Leikaranum John Travolta þykir ekkert tiltöku mál að versla bæði gjafir og nauðsynjavörur í bandarísku verslunarkeðjunni Wallmart þó hann fljúgi um heiminn í einkaþotu. Samkvæmt innanbúðarmanni verslar Travolta reglulega í Wallmart og kaupir meðal annars fatnað sinn þar.

Lífið
Fréttamynd

Cindi Lauper með Arcade Fire

Cindy Lauper, sem heldur tónleika í Hörpunni 12. júní, steig óvænt á svið með kanadísku hljómsveitinni Arcade Fire á New Orleans-djasshátíðinni fyrir skömmu. Lauper og Régina Chassagne úr Arcade Fire sungu þar saman vinsælasta lag Lauper, Girls Just Want To Have Fun, við mikinn fögnuð viðstaddra.

Lífið
Fréttamynd

Vinir Sjonna hanga á bláþræði

Coming Home, íslenska laginu í Eurovision, er spáð tíunda sæti af blaðamönnum í Dusseldorf þar sem keppnin fer fram. Felix Bergsson, sérstakur fjölmiðlafulltrúi hópsins, vitnar í þekktan frasa pólitíkusa í kosningaslag og segir drengina hafa fundið fyrir miklum meðbyr að undanförnu.

Lífið
Fréttamynd

Rétti tíminn er aldrei

„Ég ætla að spila fyrir alla sem vilja heyra,“ segir tónlistarmaðurinn Karl Hallgrímsson, sem ætlar að vera duglegur við spilamennsku í sumar. Hann heldur þrenna útgáfutónleika vegna fyrstu plötu sinnar, Héðan í frá, í byrjun næsta mánaðar.

Lífið
Fréttamynd

Nýr framkvæmdastjóri Kraums

„Ég er hæstánægður. Þetta er afar spennandi og skemmtilegt,“ segir Jóhann Ágúst Jóhannsson sem hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri tónlistarsjóðsins Kraums. 42 umsóknir bárust um stöðuna.

Lífið