Lífið

Vampíruleikari á nýjum slóðum

Hjartaknúsari Robert Pattinson leikur aðalhlutverkið í rómantísku kvikmyndinni Water for Elephants.
Hjartaknúsari Robert Pattinson leikur aðalhlutverkið í rómantísku kvikmyndinni Water for Elephants.
Flestar táningsstúlkur og mæður þeirra þekkja Robert Pattinson eða vampírupersónuna hans, Edward Cullen, úr Twilight-myndunum. En um helgina gefst fólki tækifæri til að sjá þennan mikla hjartaknúsara 21. aldarinnar í nýju hlutverki í ástarmyndinni Water for Elephants.

Myndin segir frá Jacob, nema í dýralækningum, sem hættir námi og fer í sirkus eftir að foreldrar hans deyja. Þar kynnist hann hinni undurfögru Marlenu, eiginkonu sirkusstjórans, og verður um leið ástfanginn. Meðal annarra leikara í myndinni má nefna Christoph Waltz og Reese Witherspoon.

Paul Bettany var spáð miklum frama í Hollywood þegar hann hreppti hlutverk munksins Silas í The Da Vinci Code sem Ingvar E. Sigurðsson reyndi einu sinni við. En hann hefur ekki alveg náð að fylgja því eftir og kvikmyndin Priest gefur ekki mikla ástæðu til bjartsýni. Myndin segir frá presti á miðöldum sem hyggst bjarga systur sinni frá vampíruhópi.

Þriðja mynd helgarinnar er síðan enn ein b-myndin frá Nicholas Cage og heitir Drive Angry. Eins ótrúlega og það kann að hljóma segir myndin frá Milton , föður í hefndarhug, sem snýr aftur til jarðar eftir vist í helvíti.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×