Lífið

Lúxuslíf Will Smith á tökustað

Stjanar við sigWill Smith er mikill nautnaseggur og hefur á leigu tveggja hæða íbúðarvagn á meðan hann leikur í MIB 3.
Stjanar við sigWill Smith er mikill nautnaseggur og hefur á leigu tveggja hæða íbúðarvagn á meðan hann leikur í MIB 3.
Bandaríski leikarinn Will Smith vill hafa það gott á tökustað, ef marka má nýlegar fréttir New York Post, því hann hefur leigt sér tveggja hæða færanlegan íbúðarvagn til að geta slakað á milli takna. Smith er nú staddur í New York þar sem tökur á MIB 3 eða Menn í svörtu 3 standa yfir og hefur komið íbúðarvagninum sínum fyrir í miðju SoHo-hverfinu.

Nágrannar tökustaðarins kvarta sáran undan ferlíkinu í viðtölum við New York Post.

„Þetta er algjörlega fáránlegt, ég kann vel að meta Will Smith en hvað varð um alla hógværðina? Þetta fyrirbæri er stærra en íbúðin mín,“ hefur blaðið eftir Brigette Moreno. Myrna Reisman bætir því við að hún hafi aldrei séð annað eins.

„Hvernig þætti Will Smith ef ég legði einhverju svona á lóðinni hans?“

Smith, sem er vanalega meðal tekjuhæstu leikara Hollywood, lætur sig ekki muna um að punga út níu þúsund dölum í leigu á ferlíkinu, sem skartar meðal annars litlum bíósal með hundrað tommu skjá, fullkomnu eldhúsi, risastóru svefnherbergi og vel útbúnu baðherbergi.

55 feta einkalíkamsræktarstöð Smiths er síðan lagt rétt hjá en hún er líka á hjólum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×