Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Of margir í pottinum á Akureyri og aðgengi að lauginni lokað Lögreglan á Norðurlandi eystra hélt úti sérstöku eftirliti með veitingastöðum og hótelum hvað varðar sóttvarnir um helgina. Þá hafði lögreglan afskipti af sundlaugargestum í Sundlaug Akureyrar eftir að tilkynning barst um að heldur þétt væri setið í heita pottinum og var aðgengi að sundlauginni lokað það sem eftir lifði dags að kröfu lögreglu. Innlent 31.1.2021 22:29 Fleiri hundruð mótmælendur handteknir víða um Evrópu Nokkur hundruð mótmælendur hafa verið handteknir í Evrópsku borgunum Brussel, Búdapest og Vín þar sem hörðum aðgerðum vegna kórónuveirufaraldursins hefur verið mótmælt. Í austurrísku höfuðborginni Vín hefur hópur fólks úr röðum ný-nasista til að mynda komið saman til mótmæla. Erlent 31.1.2021 22:23 Ljósmyndari hafði betur gegn ríkisskattstjóra í deilu um lokunarstyrk Rán Péturs Bjargardóttir, ljósmyndari, hafði betur gegn ríkisskattstjóra í deilu um það hvort hún ætti rétt á lokunarstyrk. Yfirskattanefnd úrskurðaði að hún ætti rétt á styrknum þar sem hún sérhæfir sig í myndatökum af nýburum. Taldi nefndin að starfsemin teldist til þeirra sem fela í sér sérstaka smithættu. Innlent 31.1.2021 20:44 Sitja fastir í sóttkví um borð í bát eftir að skipverji greindist með veiruna Níu skipverjar sitja nú í sóttkví um borð í línubátnum Fjölni GK sem liggur við bryggju í Grindavík eftir að skipverji greindist með covid-19. Skipverjinn sem um ræðir hafði nýverið komið til landsins frá útlöndum og hafði greinst neikvæður í fyrri sýnatöku á landamærum. Hann var þó nýmættur til vinnu og búinn að heilsa þremur öðrum skipverjum þegar hann fékk svar um að sýni greindist jákvætt eftir seinni skimun. Innlent 31.1.2021 20:34 Níu milljónir skammta til viðbótar frá AstraZeneca Ursula von der Leyen, forseti framkvæmdastjórnar ESB, greinir frá því á Twitter í kvöld að lyfjafyrirtækið AstraZeneca muni sjá Evrópusambandinu fyrir níu milljónum skammta af bóluefni gegn covid-19 á þessum ársfjórðungi, til viðbótar við þær fjörutíu milljónir skammta sem gert var ráð fyrir í síðustu viku. Þá mun dreifing bóluefnisins frá fyrirtækinu hefjast viku fyrr en áætlað var. Áður höfðu Frakkar og Þjóðverjar hótað að höfða mál gegn AstraZeneca vegna skorts á bóluefni gegn covid-19. Erlent 31.1.2021 19:57 Ætla að senda fimm þúsund skammta af bóluefni til Palestínu Yfirvöld í Ísrael segjast ætla að flytja fimm þúsund skammta af bóluefni gegn covid-19 til Palestínu sem ætlað sé að nýta til að bólusetja framlínustarfsfólk í heilbrigðisþjónustu í Palestínu. Ísrael er það ríki í heiminum þar sem bólusetning gegn sjúkdómnum er hvað lengst á veg komin en aðra sögu er að segja um Palestínumenn á hernumdum svæðum Vesturbakkans sem ekki hafa notið góðs af öflugu bólusetningarkerfi Ísraela. Erlent 31.1.2021 18:00 Kafteinn Tom Moore lagður inn á sjúkrahús vegna veirunnar Kafteinn Tom Moore hefur verið lagður inn á sjúkrahús en hann hefur greinst smitaður af kórónuveirunni. Moore vakti heimsathygli eftir að hann safnaði meira en 32 milljónum punda, um sex milljörðum króna, fyrir heilsugæsluna í tilefni af hundrað ára afmæli sínu. Erlent 31.1.2021 17:58 Enginn greindist innanlands í gær Enginn greindist með kórónuveiruna innanlands í gær. Sex greindust á landamærunum en mótefnastaða þeirra liggur ekki fyrir. Innlent 31.1.2021 10:27 „Vekur miklar vonir um það að við náum hraðar hjarðónæmi“ Björn Rúnar Lúðvíksson, yfirlæknir á ónæmisfræðideild Landspítalans, segir niðurstöður rannsókna á bóluefnum AstraZeneca og Janssen lofa góðu. Hann sé bjartsýnn á virkni þeirra og telur þau hafa sambærilega virkni og bóluefni Pfizer og Moderna. Innlent 30.1.2021 16:31 „Þetta heldur áfram að líta vel út“ Rögnvaldur Ólafsson, yfirlögregluþjónn hjá almannavörnum, segir stöðuna með tilliti til kórónuveirufaraldursins líta vel út hér á landi, en lítið megi út af bregða. Innlent 30.1.2021 13:05 Segja ásakanir um sóttvarnabrot ósanngjarnar, ósannar og „hreinlega ærumeiðandi“ Hópur bachatadansara, sem sakaður var um að hafa brotið sóttvarna- og áfengislög á þriðjudag, segir ekkert til í þeim ásökunum sem honum voru borin á hendur. Innlent 30.1.2021 12:31 Einn greindist með veiruna í gær Einn greindist með kórónuveiruna innanlands í gær. Viðkomandi var í sóttkví. Innlent 30.1.2021 10:32 Downs-félagið kallar eftir aðgerðum heilbrigðisráðherra í ljósi ógnvekjandi tölfræði Rannsókn bendir til að fullorðnir einstaklingar með Downs-heilkenni séu fimm sinnum líklegri en aðrir til að verða lagðir inn á sjúkrahús ef þeir sýkjast af Covid-19 og tíu sinnum líklegri til að deyja af völdum sjúkdómsins. Stjórn Downs-félagsins hefur ítrekað óskað eftir því að fólk með Downs-heilkenni færist ofar í forgangsröðun við bólusetningu en ekki haft erindi sem erfiði. Innlent 30.1.2021 10:01 ESB hættir við umdeilda ákvörðun um bóluefnisútflutning Evrópusambandið er hætt við að virkja ákvæði í Brexit-samningnum, sem ætlað var að hamla útflutningi bóluefnis gegn kórónuveirunni frá ríkjum sambandsins til Norður-Írlands. Ákvörðunin, sem tengist deilum ESB við bóluefnaframleiðandann AstraZeneca, var fordæmd í Bretlandi og víðar. Erlent 29.1.2021 23:07 Niðurstöður Janssen „ótrúlega góðar fréttir“ Ingileif Jónsdóttir prófessor í ónæmisfræði segir niðurstöður úr rannsókn á bóluefni Janssen/Johnson & Johnson „ótrúlega góðar fréttir“. Einn skammtur af efninu sýni öryggi og góða vernd gegn Covid-19. Innlent 29.1.2021 20:46 Bóluefni AstraZeneca komið með markaðsleyfi á Íslandi Lyfjastofnun veitti rétt í þessu bóluefni AstraZeneca gegn kórónuveirunni skilyrt íslenskt markaðsleyfi. Bóluefnið er það þriðja sem fær markaðsleyfi hér á landi en bólusetning er þegar hafin með bóluefnum Pfizer og Moderna. Innlent 29.1.2021 19:20 Bóluefni AstraZeneca komið með markaðsleyfi í Evrópu Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins samþykkti nú síðdegis skilyrt markaðsleyfi fyrir bóluefni lyfjafyrirtækisins AstraZeneca gegn Covid-19 í Evrópu. Dreifing á bóluefninu í álfuni mun því geta hafist von bráðar. Erlent 29.1.2021 18:54 Ræðir við Þórólf um helgina um mögulegar afléttingar Heilbrigðisráðherra skoðar með sóttvarnarlækni hvort tímabært sé að draga úr sóttvarnaraðgerðum vegna kórónuveirunnar. Ísland er í algjörri sérstöðu í Evrópu með litla nýgengni. Innlent 29.1.2021 18:00 Segir mikilvægt að bólusetja marga hratt vegna nýrra afbrigða Dr. Anthony Fauci, sóttvarnalæknir Bandaríkjanna, segir mikilvægt að bólusetja sem flesta á sem skömmum tíma og hægt er. Að ný afbrigði af nýju kórónuveirunni, sem veldur Covid-19, þýði að vísindamenn verði að vera á tánum. Erlent 29.1.2021 17:14 Bóluefni Janssen með 66 prósent virkni Niðurstöður þriðja fasa prófana á bóluefni belgíska lyfjafyrirtækisins Janssen sýna að bóluefnið hefur 66% virkni gegn kórónuveirunni en allt að 72% virkni í Bandaríkjunum. Erlent 29.1.2021 15:31 Bóluefni AstraZeneca fær grænt ljós hjá Lyfjastofnun Evrópu Lyfjastofnun Evrópu hefur mælt með útgáfu skilyrts markaðsleyfis fyrir bóluefni bresk-sænska lyfjafyrirtækisins AstraZeneca gegn Covid-19 í Evrópu. Erlent 29.1.2021 15:19 Dauðsföllum fjölgar hratt í Mexíkó Fjöldi þeirra sem hafa dáið vegna Covid-19 í Mexíkó hefur aukist hratt að undanförnu. Nú hefur landið tekið fram úr Indlandi í dauðsföllum og er nú í þriðja sæti á heimsvísu. Erlent 29.1.2021 13:00 Nýtt afbrigði kórónuveirunnar dreifist hratt um Afríku Alls hafa greinst um 3,5 milljónir tilvika af COVID-19 í Afríku og 88 þúsund hafa látist. Á síðustu vikum hefur bæði smitum og dauðsföllum fjölgað hratt. Heimsmarkmiðin 29.1.2021 12:10 Ýmis ákvæði sóttvarnalaga styrkt og skýrð nánar Annarri umræðu um breytingar á sóttvarnalögum lauk á Alþingi í gærkvöldi en þær fela í sér styrkingu alls konar heimilda sóttvarnayfirvalda til aðgerða í sóttvarnamálum. Varaformaður velferðarnefndar Alþingis segir brýnt að hefja þegar undirbúning að heildarendurskoðun laganna. Innlent 29.1.2021 12:06 Ronaldo til rannsóknar hjá ítölsku lögreglunni Cristiano Ronaldo, leikmaður Juventus, er til rannsóknar hjá ítölsku lögreglunni vegna meintra brota á sóttvarnareglum. Fótbolti 29.1.2021 11:31 Fólk á tíræðisaldri boðað í bólusetningu Þriðjudaginn 2. febrúar mun heilsugæslan bjóða öllum íbúum á höfuðborgarsvæðinu 90 ára og eldri, þ.e. fæddir 1931 eða fyrr, COVID-19 bólusetningu á Suðurlandsbraut 34. Þetta kemur fram í tilkynningu frá heilsugæslunni. Innlent 29.1.2021 11:29 Enginn greindist með veiruna innanlands Enginn greindist með kórónuveiruna innanlands í gær. Þetta kemur fram í uppfærðum tölum á covid.is. Innlent 29.1.2021 10:56 Bóluefni AstraZeneca gæti fengið markaðsleyfi í Evrópu í dag Bóluefni bresk-sænska lyfjafyrirtækisins AstraZeneca gegn Covid-19 gæti fengið skilyrt markaðsleyfi í Evrópu í dag. Sérfræðinganefnd Lyfjastofnunar Evrópu (EMA) mun funda um bóluefnið í dag og ætti niðurstaða varðandi leyfið að liggja fyrir eftir þann fund. Erlent 29.1.2021 09:35 Spikfeit gulrót: Líf án veirunnar Varla líður sá dagur sem heilbrigðisyfirvöld eru ekki spurð út í næstu tilslakanir á sóttvarnaaðgerðum. Í ljósi góðrar stöðu hér á landi samanborið við ástandið á meginlandi Evrópu er ekki nema von að fólk spyrji. Skoðun 29.1.2021 09:00 Ísland flokkað sem grænt svæði hjá Sóttvarnastofnun Evrópu Ísland hefur nú fengið grænan lit í litakóðunarkerfið Sóttvarnastofnunar Evrópu vegna kórónuveirufaraldursins. Innlent 29.1.2021 06:23 « ‹ 169 170 171 172 173 174 175 176 177 … 334 ›
Of margir í pottinum á Akureyri og aðgengi að lauginni lokað Lögreglan á Norðurlandi eystra hélt úti sérstöku eftirliti með veitingastöðum og hótelum hvað varðar sóttvarnir um helgina. Þá hafði lögreglan afskipti af sundlaugargestum í Sundlaug Akureyrar eftir að tilkynning barst um að heldur þétt væri setið í heita pottinum og var aðgengi að sundlauginni lokað það sem eftir lifði dags að kröfu lögreglu. Innlent 31.1.2021 22:29
Fleiri hundruð mótmælendur handteknir víða um Evrópu Nokkur hundruð mótmælendur hafa verið handteknir í Evrópsku borgunum Brussel, Búdapest og Vín þar sem hörðum aðgerðum vegna kórónuveirufaraldursins hefur verið mótmælt. Í austurrísku höfuðborginni Vín hefur hópur fólks úr röðum ný-nasista til að mynda komið saman til mótmæla. Erlent 31.1.2021 22:23
Ljósmyndari hafði betur gegn ríkisskattstjóra í deilu um lokunarstyrk Rán Péturs Bjargardóttir, ljósmyndari, hafði betur gegn ríkisskattstjóra í deilu um það hvort hún ætti rétt á lokunarstyrk. Yfirskattanefnd úrskurðaði að hún ætti rétt á styrknum þar sem hún sérhæfir sig í myndatökum af nýburum. Taldi nefndin að starfsemin teldist til þeirra sem fela í sér sérstaka smithættu. Innlent 31.1.2021 20:44
Sitja fastir í sóttkví um borð í bát eftir að skipverji greindist með veiruna Níu skipverjar sitja nú í sóttkví um borð í línubátnum Fjölni GK sem liggur við bryggju í Grindavík eftir að skipverji greindist með covid-19. Skipverjinn sem um ræðir hafði nýverið komið til landsins frá útlöndum og hafði greinst neikvæður í fyrri sýnatöku á landamærum. Hann var þó nýmættur til vinnu og búinn að heilsa þremur öðrum skipverjum þegar hann fékk svar um að sýni greindist jákvætt eftir seinni skimun. Innlent 31.1.2021 20:34
Níu milljónir skammta til viðbótar frá AstraZeneca Ursula von der Leyen, forseti framkvæmdastjórnar ESB, greinir frá því á Twitter í kvöld að lyfjafyrirtækið AstraZeneca muni sjá Evrópusambandinu fyrir níu milljónum skammta af bóluefni gegn covid-19 á þessum ársfjórðungi, til viðbótar við þær fjörutíu milljónir skammta sem gert var ráð fyrir í síðustu viku. Þá mun dreifing bóluefnisins frá fyrirtækinu hefjast viku fyrr en áætlað var. Áður höfðu Frakkar og Þjóðverjar hótað að höfða mál gegn AstraZeneca vegna skorts á bóluefni gegn covid-19. Erlent 31.1.2021 19:57
Ætla að senda fimm þúsund skammta af bóluefni til Palestínu Yfirvöld í Ísrael segjast ætla að flytja fimm þúsund skammta af bóluefni gegn covid-19 til Palestínu sem ætlað sé að nýta til að bólusetja framlínustarfsfólk í heilbrigðisþjónustu í Palestínu. Ísrael er það ríki í heiminum þar sem bólusetning gegn sjúkdómnum er hvað lengst á veg komin en aðra sögu er að segja um Palestínumenn á hernumdum svæðum Vesturbakkans sem ekki hafa notið góðs af öflugu bólusetningarkerfi Ísraela. Erlent 31.1.2021 18:00
Kafteinn Tom Moore lagður inn á sjúkrahús vegna veirunnar Kafteinn Tom Moore hefur verið lagður inn á sjúkrahús en hann hefur greinst smitaður af kórónuveirunni. Moore vakti heimsathygli eftir að hann safnaði meira en 32 milljónum punda, um sex milljörðum króna, fyrir heilsugæsluna í tilefni af hundrað ára afmæli sínu. Erlent 31.1.2021 17:58
Enginn greindist innanlands í gær Enginn greindist með kórónuveiruna innanlands í gær. Sex greindust á landamærunum en mótefnastaða þeirra liggur ekki fyrir. Innlent 31.1.2021 10:27
„Vekur miklar vonir um það að við náum hraðar hjarðónæmi“ Björn Rúnar Lúðvíksson, yfirlæknir á ónæmisfræðideild Landspítalans, segir niðurstöður rannsókna á bóluefnum AstraZeneca og Janssen lofa góðu. Hann sé bjartsýnn á virkni þeirra og telur þau hafa sambærilega virkni og bóluefni Pfizer og Moderna. Innlent 30.1.2021 16:31
„Þetta heldur áfram að líta vel út“ Rögnvaldur Ólafsson, yfirlögregluþjónn hjá almannavörnum, segir stöðuna með tilliti til kórónuveirufaraldursins líta vel út hér á landi, en lítið megi út af bregða. Innlent 30.1.2021 13:05
Segja ásakanir um sóttvarnabrot ósanngjarnar, ósannar og „hreinlega ærumeiðandi“ Hópur bachatadansara, sem sakaður var um að hafa brotið sóttvarna- og áfengislög á þriðjudag, segir ekkert til í þeim ásökunum sem honum voru borin á hendur. Innlent 30.1.2021 12:31
Einn greindist með veiruna í gær Einn greindist með kórónuveiruna innanlands í gær. Viðkomandi var í sóttkví. Innlent 30.1.2021 10:32
Downs-félagið kallar eftir aðgerðum heilbrigðisráðherra í ljósi ógnvekjandi tölfræði Rannsókn bendir til að fullorðnir einstaklingar með Downs-heilkenni séu fimm sinnum líklegri en aðrir til að verða lagðir inn á sjúkrahús ef þeir sýkjast af Covid-19 og tíu sinnum líklegri til að deyja af völdum sjúkdómsins. Stjórn Downs-félagsins hefur ítrekað óskað eftir því að fólk með Downs-heilkenni færist ofar í forgangsröðun við bólusetningu en ekki haft erindi sem erfiði. Innlent 30.1.2021 10:01
ESB hættir við umdeilda ákvörðun um bóluefnisútflutning Evrópusambandið er hætt við að virkja ákvæði í Brexit-samningnum, sem ætlað var að hamla útflutningi bóluefnis gegn kórónuveirunni frá ríkjum sambandsins til Norður-Írlands. Ákvörðunin, sem tengist deilum ESB við bóluefnaframleiðandann AstraZeneca, var fordæmd í Bretlandi og víðar. Erlent 29.1.2021 23:07
Niðurstöður Janssen „ótrúlega góðar fréttir“ Ingileif Jónsdóttir prófessor í ónæmisfræði segir niðurstöður úr rannsókn á bóluefni Janssen/Johnson & Johnson „ótrúlega góðar fréttir“. Einn skammtur af efninu sýni öryggi og góða vernd gegn Covid-19. Innlent 29.1.2021 20:46
Bóluefni AstraZeneca komið með markaðsleyfi á Íslandi Lyfjastofnun veitti rétt í þessu bóluefni AstraZeneca gegn kórónuveirunni skilyrt íslenskt markaðsleyfi. Bóluefnið er það þriðja sem fær markaðsleyfi hér á landi en bólusetning er þegar hafin með bóluefnum Pfizer og Moderna. Innlent 29.1.2021 19:20
Bóluefni AstraZeneca komið með markaðsleyfi í Evrópu Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins samþykkti nú síðdegis skilyrt markaðsleyfi fyrir bóluefni lyfjafyrirtækisins AstraZeneca gegn Covid-19 í Evrópu. Dreifing á bóluefninu í álfuni mun því geta hafist von bráðar. Erlent 29.1.2021 18:54
Ræðir við Þórólf um helgina um mögulegar afléttingar Heilbrigðisráðherra skoðar með sóttvarnarlækni hvort tímabært sé að draga úr sóttvarnaraðgerðum vegna kórónuveirunnar. Ísland er í algjörri sérstöðu í Evrópu með litla nýgengni. Innlent 29.1.2021 18:00
Segir mikilvægt að bólusetja marga hratt vegna nýrra afbrigða Dr. Anthony Fauci, sóttvarnalæknir Bandaríkjanna, segir mikilvægt að bólusetja sem flesta á sem skömmum tíma og hægt er. Að ný afbrigði af nýju kórónuveirunni, sem veldur Covid-19, þýði að vísindamenn verði að vera á tánum. Erlent 29.1.2021 17:14
Bóluefni Janssen með 66 prósent virkni Niðurstöður þriðja fasa prófana á bóluefni belgíska lyfjafyrirtækisins Janssen sýna að bóluefnið hefur 66% virkni gegn kórónuveirunni en allt að 72% virkni í Bandaríkjunum. Erlent 29.1.2021 15:31
Bóluefni AstraZeneca fær grænt ljós hjá Lyfjastofnun Evrópu Lyfjastofnun Evrópu hefur mælt með útgáfu skilyrts markaðsleyfis fyrir bóluefni bresk-sænska lyfjafyrirtækisins AstraZeneca gegn Covid-19 í Evrópu. Erlent 29.1.2021 15:19
Dauðsföllum fjölgar hratt í Mexíkó Fjöldi þeirra sem hafa dáið vegna Covid-19 í Mexíkó hefur aukist hratt að undanförnu. Nú hefur landið tekið fram úr Indlandi í dauðsföllum og er nú í þriðja sæti á heimsvísu. Erlent 29.1.2021 13:00
Nýtt afbrigði kórónuveirunnar dreifist hratt um Afríku Alls hafa greinst um 3,5 milljónir tilvika af COVID-19 í Afríku og 88 þúsund hafa látist. Á síðustu vikum hefur bæði smitum og dauðsföllum fjölgað hratt. Heimsmarkmiðin 29.1.2021 12:10
Ýmis ákvæði sóttvarnalaga styrkt og skýrð nánar Annarri umræðu um breytingar á sóttvarnalögum lauk á Alþingi í gærkvöldi en þær fela í sér styrkingu alls konar heimilda sóttvarnayfirvalda til aðgerða í sóttvarnamálum. Varaformaður velferðarnefndar Alþingis segir brýnt að hefja þegar undirbúning að heildarendurskoðun laganna. Innlent 29.1.2021 12:06
Ronaldo til rannsóknar hjá ítölsku lögreglunni Cristiano Ronaldo, leikmaður Juventus, er til rannsóknar hjá ítölsku lögreglunni vegna meintra brota á sóttvarnareglum. Fótbolti 29.1.2021 11:31
Fólk á tíræðisaldri boðað í bólusetningu Þriðjudaginn 2. febrúar mun heilsugæslan bjóða öllum íbúum á höfuðborgarsvæðinu 90 ára og eldri, þ.e. fæddir 1931 eða fyrr, COVID-19 bólusetningu á Suðurlandsbraut 34. Þetta kemur fram í tilkynningu frá heilsugæslunni. Innlent 29.1.2021 11:29
Enginn greindist með veiruna innanlands Enginn greindist með kórónuveiruna innanlands í gær. Þetta kemur fram í uppfærðum tölum á covid.is. Innlent 29.1.2021 10:56
Bóluefni AstraZeneca gæti fengið markaðsleyfi í Evrópu í dag Bóluefni bresk-sænska lyfjafyrirtækisins AstraZeneca gegn Covid-19 gæti fengið skilyrt markaðsleyfi í Evrópu í dag. Sérfræðinganefnd Lyfjastofnunar Evrópu (EMA) mun funda um bóluefnið í dag og ætti niðurstaða varðandi leyfið að liggja fyrir eftir þann fund. Erlent 29.1.2021 09:35
Spikfeit gulrót: Líf án veirunnar Varla líður sá dagur sem heilbrigðisyfirvöld eru ekki spurð út í næstu tilslakanir á sóttvarnaaðgerðum. Í ljósi góðrar stöðu hér á landi samanborið við ástandið á meginlandi Evrópu er ekki nema von að fólk spyrji. Skoðun 29.1.2021 09:00
Ísland flokkað sem grænt svæði hjá Sóttvarnastofnun Evrópu Ísland hefur nú fengið grænan lit í litakóðunarkerfið Sóttvarnastofnunar Evrópu vegna kórónuveirufaraldursins. Innlent 29.1.2021 06:23