Kráareigendur kanna hvort jafnræðisregla hafi verið brotin Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 1. febrúar 2021 20:01 Kráareigendur í miðbæ Reykjavíkur segja að það hafi komið berlega í ljós síðustu mánuði hversu fáránlegt sé að leyfa einni tegund veitingastaða að hafa opið og öðrum ekki. Vísir/Egill Kráareigendur í miðbæ Reykjavíkur segja að það hafi komið berlega í ljós síðustu mánuði hversu fáránlegt sé að leyfa einni tegund veitingastaða að hafa opið og öðrum ekki. Verið er að kanna hvort jafnræðisregla hafi verið brotin með sóttvarnarreglum. Frá því í september hafa krár og barir verið lokuð vegna sóttvarnareglna en matsölustaðir með vínveitingaleyfi hafa fengið að starfa. Þannig hafa vínveitingastaðir sem hafa líka leyfi til að selja mat fengið að hafa opið. Kaffibarinn fær að hafa opið þar sem þar eru seldar einfaldar veitingar.Vísir/Egill Ölstofa Kormáks og skjaldar er meðal þeirra staða sem er skilgreind sem krá og hefur því verið lokuð mánuðum saman og það er þungt hljóð í eigendum. „Ég veit það að það eru margir að skoða þetta með sínum lögræðingum því þessi jafnræðis regla sem ein af grunnstoðum lýðræðis er svo fótum troðin að það hálfa er nóg. Ég er eiginlega hissa á stjórnvöldum að hafa ekki skoðað það mál með sínum lögfræðingum,“ segir Kormákur Geirharðsson, annar eigandi Ölstofu Kormáks og skjaldar. Einn eigenda Kaldabars er einnig að skoða sína réttarstöðu. Richard Alexander Alan er rekstrarstjóri Kaffibarsins. „Það mun koma í ljós á næstu vikum hvað verður gert í því og þá fá þeir aðilar sem hafa stjórnað þessu að svara fyrir sitt og viðurkenna það misrétti sem hefur átt sér stað,“ segir Arnar Þór Gíslason, einn eigenda Kaldabars. Kaffibarinn er meðal þeirra staða sem fær að hafa opið. „Við erum með leyfi fyrir kaffihúsi þannig að við höfum leyfi til að selja einfaldar veitingar eins og kleinur og svoleiðis, en gestir kaupa ekki slíkar veitingar,“ segir Richard Alexander Alan, rekstrarstjóri Kaffibarsins. Kráareigendur telja sóttreglurnar byggðar á þekkingarleysi. Einn eigenda Kaldabars segist skoða réttarstöðu sína.Vísir/Egill „Það er miklu betra að fjölga aðeins og dreifa þessu álagi í stað þess að leyfa aðeins fáeinum að taka á móti fólki sem eru oft á tíðum litlir staðir sem geta ekki dreift fólki eins vel,“ segir Kormákur. „Það er spurning hvort það er rétt að byggja reglurnar á leyfum frekar en starfsemi,“ segir Richard. „Ég held að það ætti bara að treysta okkur til að fylgja eftir sóttvarnarreglum eins og veitingastöðum, hótelbörum eða börum í leikhúsi,“ segir Arnar Þór. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Efnahagsmál Reykjavík Veitingastaðir Samkomubann á Íslandi Mest lesið Hvað græði ég á að leggja aukalega inn á lánið? Viðskipti innlent Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Viðskipti innlent „Þetta er bara algjörlega galið“ Neytendur Jólakjötið töluvert dýrara í ár Neytendur Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Viðskipti innlent Fá dagsektir fyrir villandi verðskrá Neytendur Sif nýr framkvæmdastjóri Aton Viðskipti innlent Algeng meiðsli fótboltamanna kveikjan að appinu sem hún þróaði Atvinnulíf Skipta dekkin máli? Samstarf Fjármálaráðuneytið: „Ekki tapa peningum“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sif nýr framkvæmdastjóri Aton Hvað græði ég á að leggja aukalega inn á lánið? Edda Rós til Hagstofunnar Fjármálaráðuneytið: „Ekki tapa peningum“ 15 ára afmæli kynjakvóta: „Langt frá því að vera fyrirmyndarríkið sem við teljum okkur vera“ Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Brú Talent kaupir Geko Consulting Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Spá aukinni verðbólgu um jólin Skatturinn endurgreiði áfram ofgreiddan skatt Bein útsending: Skattspor ferðaþjónustunnar Ýmsar forsendur Hæstaréttar um skilmálann jákvæðar „Ég tel að þessi dómur hafi takmarkað fordæmisgildi“ Skilmálarnir skýrir og Arion banki sýknaður í vaxtamálinu Martraðarverktaki Kópavogsbæjar greiddi ekki krónu með gati Ætlar að endurreisa Niceair Steinþór aftur sviðsstjóri Orku hjá Eflu DiBiasio og Beaudry til Genis Greiða tryggðar pakkaferðir úr Ferðatryggingasjóði eftir áramót Vaxtamálið: Niðurstaða um verðtryggðu lánin á morgun Kristín og Birta ráðnar til Origo Gengi Skaga tekur dýfu eftir tilkynningu Íslandsbanka Enn að rannsaka samráð í sorphirðu Hluthafar Íslandsbanka krefjast stjórnarkjörs Ferðamálastofa fellir úr gildi starfsleyfi Eagle golfferða Fjöldi erlendra farþega stendur í stað en Íslendingum fækkar Sjá meira
Frá því í september hafa krár og barir verið lokuð vegna sóttvarnareglna en matsölustaðir með vínveitingaleyfi hafa fengið að starfa. Þannig hafa vínveitingastaðir sem hafa líka leyfi til að selja mat fengið að hafa opið. Kaffibarinn fær að hafa opið þar sem þar eru seldar einfaldar veitingar.Vísir/Egill Ölstofa Kormáks og skjaldar er meðal þeirra staða sem er skilgreind sem krá og hefur því verið lokuð mánuðum saman og það er þungt hljóð í eigendum. „Ég veit það að það eru margir að skoða þetta með sínum lögræðingum því þessi jafnræðis regla sem ein af grunnstoðum lýðræðis er svo fótum troðin að það hálfa er nóg. Ég er eiginlega hissa á stjórnvöldum að hafa ekki skoðað það mál með sínum lögfræðingum,“ segir Kormákur Geirharðsson, annar eigandi Ölstofu Kormáks og skjaldar. Einn eigenda Kaldabars er einnig að skoða sína réttarstöðu. Richard Alexander Alan er rekstrarstjóri Kaffibarsins. „Það mun koma í ljós á næstu vikum hvað verður gert í því og þá fá þeir aðilar sem hafa stjórnað þessu að svara fyrir sitt og viðurkenna það misrétti sem hefur átt sér stað,“ segir Arnar Þór Gíslason, einn eigenda Kaldabars. Kaffibarinn er meðal þeirra staða sem fær að hafa opið. „Við erum með leyfi fyrir kaffihúsi þannig að við höfum leyfi til að selja einfaldar veitingar eins og kleinur og svoleiðis, en gestir kaupa ekki slíkar veitingar,“ segir Richard Alexander Alan, rekstrarstjóri Kaffibarsins. Kráareigendur telja sóttreglurnar byggðar á þekkingarleysi. Einn eigenda Kaldabars segist skoða réttarstöðu sína.Vísir/Egill „Það er miklu betra að fjölga aðeins og dreifa þessu álagi í stað þess að leyfa aðeins fáeinum að taka á móti fólki sem eru oft á tíðum litlir staðir sem geta ekki dreift fólki eins vel,“ segir Kormákur. „Það er spurning hvort það er rétt að byggja reglurnar á leyfum frekar en starfsemi,“ segir Richard. „Ég held að það ætti bara að treysta okkur til að fylgja eftir sóttvarnarreglum eins og veitingastöðum, hótelbörum eða börum í leikhúsi,“ segir Arnar Þór.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Efnahagsmál Reykjavík Veitingastaðir Samkomubann á Íslandi Mest lesið Hvað græði ég á að leggja aukalega inn á lánið? Viðskipti innlent Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Viðskipti innlent „Þetta er bara algjörlega galið“ Neytendur Jólakjötið töluvert dýrara í ár Neytendur Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Viðskipti innlent Fá dagsektir fyrir villandi verðskrá Neytendur Sif nýr framkvæmdastjóri Aton Viðskipti innlent Algeng meiðsli fótboltamanna kveikjan að appinu sem hún þróaði Atvinnulíf Skipta dekkin máli? Samstarf Fjármálaráðuneytið: „Ekki tapa peningum“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sif nýr framkvæmdastjóri Aton Hvað græði ég á að leggja aukalega inn á lánið? Edda Rós til Hagstofunnar Fjármálaráðuneytið: „Ekki tapa peningum“ 15 ára afmæli kynjakvóta: „Langt frá því að vera fyrirmyndarríkið sem við teljum okkur vera“ Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Brú Talent kaupir Geko Consulting Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Spá aukinni verðbólgu um jólin Skatturinn endurgreiði áfram ofgreiddan skatt Bein útsending: Skattspor ferðaþjónustunnar Ýmsar forsendur Hæstaréttar um skilmálann jákvæðar „Ég tel að þessi dómur hafi takmarkað fordæmisgildi“ Skilmálarnir skýrir og Arion banki sýknaður í vaxtamálinu Martraðarverktaki Kópavogsbæjar greiddi ekki krónu með gati Ætlar að endurreisa Niceair Steinþór aftur sviðsstjóri Orku hjá Eflu DiBiasio og Beaudry til Genis Greiða tryggðar pakkaferðir úr Ferðatryggingasjóði eftir áramót Vaxtamálið: Niðurstaða um verðtryggðu lánin á morgun Kristín og Birta ráðnar til Origo Gengi Skaga tekur dýfu eftir tilkynningu Íslandsbanka Enn að rannsaka samráð í sorphirðu Hluthafar Íslandsbanka krefjast stjórnarkjörs Ferðamálastofa fellir úr gildi starfsleyfi Eagle golfferða Fjöldi erlendra farþega stendur í stað en Íslendingum fækkar Sjá meira