Vonbrigði að afgreiðsla á styrkjum hafi tafist Sunna Sæmundsdóttir skrifar 2. febrúar 2021 15:11 Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra. vísir/Vilhelm „Ég ætla bara að segja að það eru vonbrigði að það skyldi hafa tafist jafn lengi og raun ber vitni að geta tekið við og afgreitt þessi mál,“ sagði Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, í óundirbúnum fyrirspurnartíma á Alþingi í dag aðspurður um seinagang við greiðslu tekjufalls- og viðspyrnustyrkja. Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata, sagði seinagang, tæknileg vandamál og undirmönnun einkenna framkvæmd við bæði umsóknir og afhendingu styrkja. Lög um tekjufallsstyrki voru samþykkt í nóvember en samkvæmt þeim eiga fyrirtæki og einyrkjar sem hafa orðið fyrir 40-70% tekjufalli í faraldrinum rétt á styrk úr ríkissjóði fyrir hvert stöðugildi upp að tilteknu marki. Greint var frá því í lok janúar að um 3,7 milljarðar króna hafi þegar verið greiddir til 540 rekstraraðila. Björn Leví sagði meirihluta rekstraraðila ekkert hafa fengið greitt. Eins sé fátt um svör frá Skattinum um greiðslu viðspyrnustyrkja. Lög um viðspyrnustyrki voru samþykkt í desember en þeim er ætlað að gera fyrirtækjum kleift að viðhalda lágmarksstarfsemi meðan áhrifa faraldursins gætir. Til stóð að umsóknarkerfi fyrir styrkina yrði kynnt í janúar. Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata.vísir/Vilhelm „Þegar spurt er hjá Skattinum hvenær verður hægt að sækja um viðspyrnustyrkina er fátt um svör,“ sagði Björn Leví. „Seinagangur er að stórskaða rekstur og fyrirtæki sem þá þegar eru löskuð vegna ástandsins og hafa jafnvel enga aðstoð fengið frá því í mars.“ Bjarni vísaði til þess að undir lok síðasta árs hafi þingið afgreitt mörg stór mál sem hafi kallað á mikinn undirbúning hjá stofnunum sem hafi verið gert að sjá um afgreiðslu styrkjanna. Það væru vonbrigði að afgreiðslan hafi tafist svo lengi. Undirbúningsvinna sé þó í gangi til þess að unnt verði að taka við og afgreiða viðspyrnustyrki. „En það eina sem ég get sagt í raun og veru um þetta er að allur kraftur sem hægt er að setja í að klára forritun og undirbúning umsókna og afgreiðslu þeirra hefur verið settur í málið.“ Ganga hafi þurft úr skugga um að tæknilegar lausnir væru fullhannaðar áður en opnað væri fyrir umsóknir. „Það reynir á þolinmæði marga og þess vegna er unnið dag og nótt við að leysa úr þessu.“ Alþingi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Innlent Trump-liðar heita hefndum Erlent Reikna með gosi í lok mánaðar Innlent Fara fram á dauðarefsingu yfir Robinson Erlent Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Innlent Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Innlent Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Fleiri fréttir Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Sjá meira
Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata, sagði seinagang, tæknileg vandamál og undirmönnun einkenna framkvæmd við bæði umsóknir og afhendingu styrkja. Lög um tekjufallsstyrki voru samþykkt í nóvember en samkvæmt þeim eiga fyrirtæki og einyrkjar sem hafa orðið fyrir 40-70% tekjufalli í faraldrinum rétt á styrk úr ríkissjóði fyrir hvert stöðugildi upp að tilteknu marki. Greint var frá því í lok janúar að um 3,7 milljarðar króna hafi þegar verið greiddir til 540 rekstraraðila. Björn Leví sagði meirihluta rekstraraðila ekkert hafa fengið greitt. Eins sé fátt um svör frá Skattinum um greiðslu viðspyrnustyrkja. Lög um viðspyrnustyrki voru samþykkt í desember en þeim er ætlað að gera fyrirtækjum kleift að viðhalda lágmarksstarfsemi meðan áhrifa faraldursins gætir. Til stóð að umsóknarkerfi fyrir styrkina yrði kynnt í janúar. Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata.vísir/Vilhelm „Þegar spurt er hjá Skattinum hvenær verður hægt að sækja um viðspyrnustyrkina er fátt um svör,“ sagði Björn Leví. „Seinagangur er að stórskaða rekstur og fyrirtæki sem þá þegar eru löskuð vegna ástandsins og hafa jafnvel enga aðstoð fengið frá því í mars.“ Bjarni vísaði til þess að undir lok síðasta árs hafi þingið afgreitt mörg stór mál sem hafi kallað á mikinn undirbúning hjá stofnunum sem hafi verið gert að sjá um afgreiðslu styrkjanna. Það væru vonbrigði að afgreiðslan hafi tafist svo lengi. Undirbúningsvinna sé þó í gangi til þess að unnt verði að taka við og afgreiða viðspyrnustyrki. „En það eina sem ég get sagt í raun og veru um þetta er að allur kraftur sem hægt er að setja í að klára forritun og undirbúning umsókna og afgreiðslu þeirra hefur verið settur í málið.“ Ganga hafi þurft úr skugga um að tæknilegar lausnir væru fullhannaðar áður en opnað væri fyrir umsóknir. „Það reynir á þolinmæði marga og þess vegna er unnið dag og nótt við að leysa úr þessu.“
Alþingi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Innlent Trump-liðar heita hefndum Erlent Reikna með gosi í lok mánaðar Innlent Fara fram á dauðarefsingu yfir Robinson Erlent Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Innlent Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Innlent Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Fleiri fréttir Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Sjá meira
Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels