Faraldur kórónuveiru (COVID-19)

Fréttamynd

„Túristinn er mættur“

Langar raðir hafa myndast við heilsugæsluna á höfuðborgarsvæðinu við Suðurlandsbraut í sýnatökur undanfarna daga. Þrátt fyrir að þónokkur smit hafi greinst utan sóttkvíar undanfarna daga er fjöldinn ekki vegna þeirra smita, heldur endurkomu ferðamanna hingað til lands.

Innlent
Fréttamynd

Brýnt að bregðast við svo atvinnuleysi eftir krísu verði ekki meira en fyrir

Í nýrri skýrslu ASÍ um áhrif Covid-faraldursins á afkomu launafólks kemur fram að samdrátturinn kom meira niður á viðkvæmum hópum en í öðrum íslenskum kreppum. Þá sé hætta á auknu kerfislægu atvinnuleysi eftir að heimsfaraldrinum lýkur. Stjórnvöld eru hvött til að huga að bættri stefnumótun í atvinnu- og vinnumarkaðsmálum.

Innlent
Fréttamynd

Börn mega nú fá Pfizer í Evrópu

Lyfjastofnun Evrópu hefur lagt blessun sína yfir notkun bóluefnis Pfizer og Biontech fyrir 12 ára og eldri. Þar með er orðið heimilt að nota efnið fyrir 12-15 ára í Evrópu.  

Erlent
Fréttamynd

Tíu greinst í vikunni eftir landamærasmit í apríl

Fimm greindust smitaðir af Covid-19 innanlands í gær og tveir voru utan sóttkvíar. Sóttvarnarlæknir segir flest smitin nú tengd landamærasmiti frá því í apríl. Hann hefur áhyggjur af helginni þar sem fjölmargar útskriftarveislur og önnur hátíðarhöld fara fram.

Innlent
Fréttamynd

Hvað kenndi Covid okkur?

Aftur í öldum fyrir nútíma samskipti, tók langan tíma að koma boðum milli landshorna. Þá voru skeyti, bréf og boð borin áfram af embættismönnum sem kallaðir voru landspóstar.

Skoðun
Fréttamynd

„Þessi dé­skotans veira hefur þessa eigin­leika að breyta sér“

Björn Rúnar Lúðvíksson, prófessor í ónæmisfræði og yfirlæknir ónæmislækninga á Landspítalanum, segir rannsóknir hér á landi benda til þess að góð mótefnasvörun sé enn til staðar hjá 95 prósent þeirra sem smitast allt að fjórtán mánuðum eftir sýkingu. Þetta er í samræmi við rannsóknir vestanhafs á fólki sem smitaðist snemma í faraldrinum.

Innlent
Fréttamynd

Johnson vísar ásökunum fyrrum ráðgjafa síns á bug

Boris Johnson, forsætisráherra Bretlands, segir ekkert hægt í ásökunum sem fyrrverandi aðalráðgjafi hans setti fram í vitnisburði sínum fyrir þingnefnd í gær. Þar hélt ráðgjafinn því meðal annars fram að tugir þúsunda manna hefðu látist í kórónuveirufaraldrinum að óþörfu fyrir mistök Johnson.

Erlent
Fréttamynd

Unga fólkið „efni­viður í hóp­sýkingu“

Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn segir sjálfsagt mál að fólk geri sér glaðan dag um helgina en brýnir fyrir því að fara varlega. Þjóðin sé á lokasprettinum í kórónuveirufaraldrinum, en sá hópur sem væri líklegastur til að sækja mannfögnuði um helgina væri að stórum hluta til enn óbólusettur.

Innlent
Fréttamynd

Kínverjar bregðast snúðugir við rannsókn Biden

Ákvörðun Joes Biden Bandaríkjaforseta um að fela leyniþjónustunni að rannsaka frekar uppruna kórónuveirufaraldursins hefur farið öfugt ofan í kínverska ráðamenn í dag. Þeir vísa tilgátum um að veiran kunni að hafa sloppið út af rannsóknarstofnu fyrir mistök á bug.

Erlent
Fréttamynd

Ónæmið gæti varið í mörg ár

Ónæmi gegn Covid-19 gæti verið út ævi flestra sem hafa smitast og fengið bólusetningu. Þetta er meðal niðurstaða í tveimur nýjum rannsóknum þar sem fólk sem smitaðist snemma í faraldri nýju kórónuveirunnar var skoðað.

Erlent
Fréttamynd

Þrír greindust innan­lands

Þrír greindust með kórónuveiruna innan­lands í gær. Tveir þeirra sem greindust voru í sóttkví en einn utan sóttkvíar. Fólki í sóttkvíar fjölgar mikið milli daga.

Innlent
Fréttamynd

Voru Covid-smitaðir á toppi Everest

Sigurður B. Sveinsson og Heimir F. Hallgrímsson, íslensku fjallagarparnir sem náðu á topp Everest um síðustu helgi, greindust með Covid-19 í Nepal gær. Þeir byrjuðu að finna fyrir einkennum í efstu búðum Everest, áður en þeir komust á toppinn, og eru nú í einangrun í grunnbúðum Everest.

Innlent
Fréttamynd

Eftirköst Covid-19 og vinnuveitendur

Þann 6. október greindist ég ásamt móður minni með Covid-19 en ekki var hægt að rekja smitin. Ég var í einangrun í rúmlega tvær vikur og helstu einkenni mín voru höfuðverkur, þreyta, vöðvaverkir, orkuleysi, svimi og mæði.

Skoðun