Faraldur kórónuveiru (COVID-19)

Fréttamynd

Þessar takmarkanir tóku gildi á miðnætti

Nýjar samkomutakmarkanir tóku gildi á miðnætti og gilda til og með 13. ágúst. Meðal stærstu breytinga er að hámarksfjöldi þeirra sem mega koma saman er nú 200 og tekin er upp eins metra nálægðarregla. 

Innlent
Fréttamynd

Aflýsa Sæludögum í Vatnaskógi

Ákveðið hefur verið að aflýsa fjölskylduhátíðinni Sæludögum í Vatnaskógi sem halda átti um verslunarmannahelgina í ljósi nýrra samkomutakmarkana. 

Innlent
Fréttamynd

Óttast að veiran smitist inn á sjúkra­hús og hjúkrunar­heimili

Sóttvarnalæknir óttast mest að starfsmenn sjúkrahúsa, hjúkrunarheimila og annarra heilbrigðisstofnana veikist af Covid-19 og leiði til smita inni á stofnunum. Útbreiðsla kórónuveirunnar sé mjög mikil í samfélaginu en vonir standi um að bólusetningar komi í veg fyrir alvarleg veikindi.

Innlent
Fréttamynd

„Því færri sem hittast í hópi því betra“

Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir vonar að atburðir síðustu daga verði til þess að fólk hugsi sig um áður en það fer á fjöldasamkomur. Hann segir því færri sem hittist næstu vikurnar því betra.

Innlent
Fréttamynd

Nóg af spritti á Bræðslunni til að sökkva heilli skútu

Bæjarhátíðir helgarinnar halda að mestu sínu striki þó aflýsa hafi þurft einhverjum dagskrárliðum í kjölfar nýrrar reglugerðar um hertar samkomutakmarkanir. Takmarkanirnar hafa lítil áhrif á Mærudaga á Húsavík og tónleikum Bræðslunnar á Borgarfirði eystri hefur verið flýtt um klukkustund. Druslugöngunni í Reykjavík hefur verið frestað.

Innlent
Fréttamynd

Þörfin til staðar en samkoman ekki áhættunnar virði

Skipuleggjendur Druslugöngunnar í Reykjavík segjast hafa fundið mikla þörf fyrir gönguna í ár. Áhættan af hópamyndun á tvísýnum tíma í kórónuveirufaraldrinum hafi þó verið of mikil og því ákveðið að fresta göngunni. Hún gæti þó farið fram í haust.

Innlent
Fréttamynd

95 greindust smitaðir innanlands í gær

Níutíu og fimm greindust innanlands með kórónuveiruna í gær og hafa ekki fleiri greinst með veiruna á einum degi á þessu ári. Stærstur hluti smitaðra var utan sóttkvíar eða 75. Þá eru fjórir eru á sjúkrahúsi vegna Covid-19 samkvæmt nýuppfærðum tölum á Covid.is. 76 greindust í fyrradag og 78 daginn þar á undan.

Innlent
Fréttamynd

Þýðir ekki að vola í veirufári

Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, segir að það væri ólíkt okkur Íslendingum að gefast upp og vola eftir að hafa sýnt svo lengi hvað í þjóðinni búi í veirufárinu. Guðni tjáir sig á Facebook í kjölfar þess að 200 manna samkomubann var kynnt til leiks sem tekur gildi á miðnætti í kvöld.

Lífið
Fréttamynd

Þúsundir langþreyttra Ástrala mótmæltu skertu frelsi

Þúsundir flykktust út á götur Sydney og annarra borga í Ástralíu í dag til að mótmæla takmörkunum á frelsi sínu vegna kórónuveirufaraldursins. Nokkrir tugir fólks voru handteknir eftir að hafa brotist í gegnum lokanir lögreglu og hent plastflöskum og plöntum í átt að lögregluþjónum.

Erlent
Fréttamynd

Einni með öllu á Akureyri aflýst

Fjölskylduhátíðinni Einni með öllu sem halda átti á Akureyri um verslunarmannahelgina hefur verið aflýst eftir að tilkynnt var um að sett yrði á tvö hundruð manna samkomubann.

Innlent
Fréttamynd

Katrín: Algjör samstaða um þessa niðurstöðu

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir að með nýjum hertum aðgerðum innnanland sé verið að reyna að tempra fjölgun smita hér á landi. Algjör samstaða hafi verið innan ríkisstjórnarinnar um þær aðgerðir sem farið verður í.

Innlent
Fréttamynd

Bjarni: Þetta er varúðarráðstöfun

Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, segir að þær sóttvanraraðgerðir sem taka gildi á miðnætti annað kvöld séu varúðarráðstafanir. Hann blæs á það að einhver óánægja sé innan raða Sjálfstæðismanna með hertar aðgerðir innanlands.

Innlent
Fréttamynd

Hólfaskipting snýr aftur á fótboltavellina

Ríkisstjórn Vinstri grænna, Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks tilkynnti í dag um nýjar sóttvarnaraðgerðir vegna bylgju kórónuveirufaraldursins sem borið hefur á undanfarna daga. Íþróttaviðburðir eru þar ekki undanskildir nýjum reglum.

Fótbolti
Fréttamynd

Gjör­breytt lands­lag hjá smitrakningar­teyminu

Yfirmaður smitrakningarteymis almannavarna segir teymið nú vinna í allt öðru landslagi en áður; hátt bólusetningarhlutfall hafi sitt að segja. Það sé þó mikið að gera, ljóst að veiran hafi dreift sér víða og ekki búið að ná utan um faraldurinn. Í þessari bylgju hafi einn smitaður mest sent upp undir fimmtíu í sóttkví.

Innlent