Fjöldi einstaklinga með vissa litakóðun segi ekki alla söguna Eiður Þór Árnason skrifar 27. júlí 2021 14:21 Landspítalinn í Fossvogi. Vísir/Vilhelm Líkt og í gær eru þrír sjúklingar inniliggjandi á Landspítala með Covid-19. Enginn þeirra er á gjörgæslu. Fjórtán starfsmenn spítalans eru nú í einangrun og hefur fækkað um einn frá því í gær. 149 eru í vinnusóttkví og fækkar um 95 en 30 starfsmenn í sóttkví A. 705 einstaklingar eru í eftirliti á Covid-göngudeild Landspítala, þar af 74 börn. Þetta kemur fram í daglegri tilkynningu frá viðbragðsstjórn og farsóttnefnd Landspítala. Enginn þeirra sem er í eftirliti á Covid-göngudeild er á rauðu en 22 einstaklingar flokkast gulir. Merkir það að þeir séu með mismikil einkenni og líkur taldar vera á frekari veikindum. Þurfa að fara í skimun þegar snúa aftur til stafa Frá og með deginum í dag þarf starfsfólk Landspítala sem snýr aftur til starfa eftir orlof að skila neikvæðu Covid-sýni áður en það mætir til starfa. Starfsmennirnir geta mætt til vinnu áður en niðurstaða fæst úr skimuninni en þarf að fara í svokallað sóttkví C þar til niðurstaða liggur fyrir. Þá hafa reglur um skimun sjúklinga verið uppfærðar og þarf að skima alla sjúklinga sem flytjast frá Landspítala á aðra stofnun eða í þjónustu opinberra aðila óháð bólusetningastöðu. Ekki nóg að horfa bara á fjölda fjölda sjúklinga Í tilkynningu farsóttarnefndar er gert grein fyrir litakóðakerfi göngudeildarinnar sem stjórnast einkum af áhættumati á líðan sjúklinga. „Það að einstaklingur sé á grænu þýðir ekki sjálfkrafa að hann sé einkennalaus heldur getur hann verið með ýmis einkenni en vegna aldurs, fyrra heilsufars, áhættuþátta o.s.frv. getur hann stigast grænn með litla, meðal, eða mikla áhættu á að þróa frekari veikindi.“ Eins geti þeir sem eru gulir verið með mismikil einkenni en eftirlit þeirra stýrist af líkum á frekari veikindum. „Þeir sem eru rauðir eru með mikil einkenni og eru í mestri áhættu að verða alvarlega veikir og þarfnast innlagnar. Þessi aðferð við að flokka sjúklinga og veita þeim eftirlit við hæfi hefur reynst afar vel á göngudeildinni frá byrjun og er t.d. vegvísir um hvenær skal kalla viðkomandi inn til skoðunar og meðferðar í göngudeild og hversu títt þarf að hringja í hann og meta ástandið.“ Að sögn farsóttanefndar gefur það því ekki rétta mynd af ástandinu að horfa einungis á fjölda einstaklinga með ákveðna litakóðun. Fleiri breytur hjálpi til við að skipuleggja eftirlit og forgangsraða með öryggi sjúklinga að leiðarljósi. Landspítalinn Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir 71 greindist smitaður af Covid-19 í gær Í gær greindist 71 innanlands með Covid-19. Þar af voru 53 fullbólusettir og 16 óbólusettir. 46 voru utan sóttkvíar við greiningu. Tveir eru á sjúkrahúsi vegna sjúkdómsins og hefur fækkað um tvo á milli daga. 26. júlí 2021 10:42 Mest lesið Þrír menn leiddir frá borði Play-flugvélar Innlent Maðurinn er Íslendingur á fimmtugsaldri Innlent Kristrún leitar ekki langt yfir skammt að hægri hönd Innlent Talinn hafa drepið hjónin í Neskaupstað með hamri Innlent Greiða atkvæði um tillögu Kristrúnar um „flottan einstakling“ Innlent Kristrún auglýsir eftir sparnaðarráðum Innlent Fálkaorðuhafi um ferilinn: „Ég er bara ekki stolt af neinu“ Innlent Jakob Birgisson og Þórólfur Heiðar aðstoðarmenn Þorbjargar Innlent Flutningur á rússnesku gasi um Úkraínu til Evrópu stöðvast að fullu Erlent Ingileif aðstoðarmaður í utanríkisráðuneytinu Innlent Fleiri fréttir Flugeldaruslið notað til að framleiða orku í Svíþjóð Helstu breytingarnar á buddunni: Vextir lækka áfram og eldsneyti hækkar um fimm prósent Metfjöldi sparnaðarráða til nýrrar ríkisstjórnar Ísstífla og flóð í Hvítá Sparnaðarleit, flugeldarusl og kuldaþjálfun í beinni Með Loga þegar hann skreið inn á þing og núna í ráðuneytinu Hugtakið þjóðarmorð sé lagatæknileg skilgreining Hraunbreiðan enn heit og hættuleg göngufólki Þrír menn leiddir frá borði Play-flugvélar Kristrún leitar ekki langt yfir skammt að hægri hönd Harður árekstur á Fífuhvammsvegi Valdimar tekinn við af Rósu sem bæjarstjóri Jakob Birgisson og Þórólfur Heiðar aðstoðarmenn Þorbjargar Kristrún auglýsir eftir sparnaðarráðum Ingileif aðstoðarmaður í utanríkisráðuneytinu Talinn hafa drepið hjónin í Neskaupstað með hamri Sundabraut forgangsmál, fjármögnuð með veggjöldum Greiða atkvæði um tillögu Kristrúnar um „flottan einstakling“ Tungumálaörðugleikar tefji fyrir rannsókn Hlíðarfjall opnað í fyrsta sinn í vetur Ríkisstjórnin ætlar á vinnufund á Þingvöllum Stefanía aðstoðar Hönnu Katrínu Sveitarfélög geti sparað milljónir með breyttri götulýsingu Maðurinn er Íslendingur á fimmtugsaldri Prófa rýmingarflautur í Grindavík í dag Reykur barst inn í Háteigsskóla Tóku tvo billjardkjuða af manni í annarlegu ástandi Fálkaorðuhafi um ferilinn: „Ég er bara ekki stolt af neinu“ „Alltof mikið að gera“ hjá Dýrfinnu yfir áramótin Hlaut stungusár í brjósthol en ekki lengur á gjörgæslu Sjá meira
149 eru í vinnusóttkví og fækkar um 95 en 30 starfsmenn í sóttkví A. 705 einstaklingar eru í eftirliti á Covid-göngudeild Landspítala, þar af 74 börn. Þetta kemur fram í daglegri tilkynningu frá viðbragðsstjórn og farsóttnefnd Landspítala. Enginn þeirra sem er í eftirliti á Covid-göngudeild er á rauðu en 22 einstaklingar flokkast gulir. Merkir það að þeir séu með mismikil einkenni og líkur taldar vera á frekari veikindum. Þurfa að fara í skimun þegar snúa aftur til stafa Frá og með deginum í dag þarf starfsfólk Landspítala sem snýr aftur til starfa eftir orlof að skila neikvæðu Covid-sýni áður en það mætir til starfa. Starfsmennirnir geta mætt til vinnu áður en niðurstaða fæst úr skimuninni en þarf að fara í svokallað sóttkví C þar til niðurstaða liggur fyrir. Þá hafa reglur um skimun sjúklinga verið uppfærðar og þarf að skima alla sjúklinga sem flytjast frá Landspítala á aðra stofnun eða í þjónustu opinberra aðila óháð bólusetningastöðu. Ekki nóg að horfa bara á fjölda fjölda sjúklinga Í tilkynningu farsóttarnefndar er gert grein fyrir litakóðakerfi göngudeildarinnar sem stjórnast einkum af áhættumati á líðan sjúklinga. „Það að einstaklingur sé á grænu þýðir ekki sjálfkrafa að hann sé einkennalaus heldur getur hann verið með ýmis einkenni en vegna aldurs, fyrra heilsufars, áhættuþátta o.s.frv. getur hann stigast grænn með litla, meðal, eða mikla áhættu á að þróa frekari veikindi.“ Eins geti þeir sem eru gulir verið með mismikil einkenni en eftirlit þeirra stýrist af líkum á frekari veikindum. „Þeir sem eru rauðir eru með mikil einkenni og eru í mestri áhættu að verða alvarlega veikir og þarfnast innlagnar. Þessi aðferð við að flokka sjúklinga og veita þeim eftirlit við hæfi hefur reynst afar vel á göngudeildinni frá byrjun og er t.d. vegvísir um hvenær skal kalla viðkomandi inn til skoðunar og meðferðar í göngudeild og hversu títt þarf að hringja í hann og meta ástandið.“ Að sögn farsóttanefndar gefur það því ekki rétta mynd af ástandinu að horfa einungis á fjölda einstaklinga með ákveðna litakóðun. Fleiri breytur hjálpi til við að skipuleggja eftirlit og forgangsraða með öryggi sjúklinga að leiðarljósi.
Landspítalinn Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir 71 greindist smitaður af Covid-19 í gær Í gær greindist 71 innanlands með Covid-19. Þar af voru 53 fullbólusettir og 16 óbólusettir. 46 voru utan sóttkvíar við greiningu. Tveir eru á sjúkrahúsi vegna sjúkdómsins og hefur fækkað um tvo á milli daga. 26. júlí 2021 10:42 Mest lesið Þrír menn leiddir frá borði Play-flugvélar Innlent Maðurinn er Íslendingur á fimmtugsaldri Innlent Kristrún leitar ekki langt yfir skammt að hægri hönd Innlent Talinn hafa drepið hjónin í Neskaupstað með hamri Innlent Greiða atkvæði um tillögu Kristrúnar um „flottan einstakling“ Innlent Kristrún auglýsir eftir sparnaðarráðum Innlent Fálkaorðuhafi um ferilinn: „Ég er bara ekki stolt af neinu“ Innlent Jakob Birgisson og Þórólfur Heiðar aðstoðarmenn Þorbjargar Innlent Flutningur á rússnesku gasi um Úkraínu til Evrópu stöðvast að fullu Erlent Ingileif aðstoðarmaður í utanríkisráðuneytinu Innlent Fleiri fréttir Flugeldaruslið notað til að framleiða orku í Svíþjóð Helstu breytingarnar á buddunni: Vextir lækka áfram og eldsneyti hækkar um fimm prósent Metfjöldi sparnaðarráða til nýrrar ríkisstjórnar Ísstífla og flóð í Hvítá Sparnaðarleit, flugeldarusl og kuldaþjálfun í beinni Með Loga þegar hann skreið inn á þing og núna í ráðuneytinu Hugtakið þjóðarmorð sé lagatæknileg skilgreining Hraunbreiðan enn heit og hættuleg göngufólki Þrír menn leiddir frá borði Play-flugvélar Kristrún leitar ekki langt yfir skammt að hægri hönd Harður árekstur á Fífuhvammsvegi Valdimar tekinn við af Rósu sem bæjarstjóri Jakob Birgisson og Þórólfur Heiðar aðstoðarmenn Þorbjargar Kristrún auglýsir eftir sparnaðarráðum Ingileif aðstoðarmaður í utanríkisráðuneytinu Talinn hafa drepið hjónin í Neskaupstað með hamri Sundabraut forgangsmál, fjármögnuð með veggjöldum Greiða atkvæði um tillögu Kristrúnar um „flottan einstakling“ Tungumálaörðugleikar tefji fyrir rannsókn Hlíðarfjall opnað í fyrsta sinn í vetur Ríkisstjórnin ætlar á vinnufund á Þingvöllum Stefanía aðstoðar Hönnu Katrínu Sveitarfélög geti sparað milljónir með breyttri götulýsingu Maðurinn er Íslendingur á fimmtugsaldri Prófa rýmingarflautur í Grindavík í dag Reykur barst inn í Háteigsskóla Tóku tvo billjardkjuða af manni í annarlegu ástandi Fálkaorðuhafi um ferilinn: „Ég er bara ekki stolt af neinu“ „Alltof mikið að gera“ hjá Dýrfinnu yfir áramótin Hlaut stungusár í brjósthol en ekki lengur á gjörgæslu Sjá meira
71 greindist smitaður af Covid-19 í gær Í gær greindist 71 innanlands með Covid-19. Þar af voru 53 fullbólusettir og 16 óbólusettir. 46 voru utan sóttkvíar við greiningu. Tveir eru á sjúkrahúsi vegna sjúkdómsins og hefur fækkað um tvo á milli daga. 26. júlí 2021 10:42