
Verslun

Konfektið í hæstu hæðum
Iceland verslunarkeðjan hækkar verðlag mest allra matvöruverslanna hér á landi milli ára eða um tíu prósent. Hástökkvari meðal birgja er súkkulaðiframleiðandinn Nói Síríus. Verkefnastjóri hjá ASÍ segir að þó vöruverð hafi hækkað ofsalega síðustu ár sé með skynsemi hægt að gera þolanleg innkaup.

Mátti ekki taka bjór úr hillum eftir allt saman
Hæstiréttur hefur fellt ákvörðun ÁTVR um að taka tvær tegundir bjórs, sem innflutningsfyrirtækið Dista flytur inn, úr hillum vínbúða úr gildi.

Seldist upp daginn eftir kosningasigur Kristrúnar
Glimmertoppur Kristrúnar Frostadóttur formanns Samfylkingarinnar seldist upp í tískuvöruverslun Mathildar í Kringlunni, Smáralind og í vefverslun daginn eftir Alþingiskosningar.

Halda jólin frítt með inneign í appinu
Samkaup er í fararbroddi íslenskra matvöruverslana þegar kemur að því að bjóða viðskiptavinum vildarkjör gegnum app. Yfir áttatíuþúsund manns eru skráð í Samkaupa-appið og hafa samtals safnað hátt í tveimur milljörðum í inneign frá því appið fór í gang. Hugi Halldórsson, markaðsstjóri hjá Kjörbúðum og Krambúðunum heldur utan um vildarkerfi Samkaupa.

Nýtt íslenskt tískuvörumerki opnar glæsilega verslun
Nýlega opnaði tískuvörumerkið Thomsen Reykjavík glæsilega verslun á Hafnartorgi í Reykjavík. Verslunin selur bæði eigin hönnun en líka önnur vörumerki.

Kaup SKEL á INNO verðlaunuð í Belgíu og sögð tryggja framtíð verslunarkeðjunnar
Kaupin á belgísku verslunarkeðjunni INNO, sem fjárfestingafélagið SKEL stóð að í samfloti með sænska fyrirtækinu Axcent of Scandinavia, hafa hlotið árleg viðskiptaverðlaun í flokki meðalstórra viðskipta í Belgíu á árinu 2024. Eftir kaupin er framtíð verslunarkeðjunnar sögð vera tryggð í höndum reynslumikilla fjárfesta á smásölumarkaði en SKEL hefur sagt aðstæður á þeim markaði í Evrópu vera mjög áhugaverðar eftir miklar áskoranir síðustu árin.

Leggja meiri áherslu á Prís og segja upp starfsmönnum
Tólf starfsmönnum Heimkaupa hefur verið sagt upp störfum vegna skipulagsbreytinga. Vefverslun félagsins hefur verið rekin með tapi undanfarið og aukin áhersla verður lögð á rekstur lágvöruverðsverslunarinnar Prís.

Opna „hommalegustu blómabúðina í bænum“
„Ég hefði séð eftir því hefði ég sagt nei. Hæ Blóm verður hommalegasta blómabúðin í bænum,“ segir Bjarmi Fannar vöruhönnuður. Hann og eiginmaður hans Bjarni Snæbjörnsson, leikari og leikstjóri, tóku Svartan föstudag í nýjar hæðir og keyptu heila blómabúð.

Tveimur verslunum Krambúðarinnar lokað
Verslunum Krambúðarinnar í Grímsbæ og Suðurveri verður lokað í dag. Öllu starfsfólki hafi verið boðin önnur störf hjá Samkaupum, sem rekur Krambúðina.

„Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“
Stærsti verslunardagur ársins er genginn í garð en framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu hvetur neytendur til að vara sig á vafasömum erlendum netverslunum sem eigi það til að klekkja á neytendum.

Hópkaup hefur sparað þjóðinni 4,5 milljarða
Fimmtudagurinn 14. október var eftirminnilegur dagur í sögu Hópkaupa. Fyrirtækið fór í loftið með nýtt útlit, nýja heimasíðu, kynnti til leiks nýjan talsmann og birti auðvitað fullt af nýjum tilboðum á fáránlega góðu verði. Um helgina verða svo enn betri tilboð í tengslum við Black Friday og Cyber Monday.

Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum
Hagar hafa undirritað endanlegan kaupsamning vegna kaupa á færeyska verslanarisanum P/F SMS. Félagið rekur átta Bónusverslanir í Færeyjum, fjórar smærri verslanir í Þórshöfn undir nafninu Mylnan og stórverslunina Miklagarður í Þórshöfn.

Fengu ekki að tjá sig og sektin helminguð
Formgalli varð til þess að ákvörðun Neytendastofu um að sekta Hagkaup um 850 þúsund krónur var felld niður að hluta. Hagkaup sitja samt sem áður uppi með 400 þúsund króna stjórnvaldssekt.

Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni
Stór hluti þeirra verslana sem hafa verið lokaðar frá brunanum í Kringlunni í sumar var opnaður á ný í dag. Elísabet Inga kíkti í opnunarpartý í Kringlunni í kvöld og ræddi við Baldvinu Snælaugsdóttur markaðsstjóra Kringlunnar.

Opna verslanir í Kringlunni á ný
Kaupmenn í Kringlunni opnuðu í dag sex verslanir sem loka þurfti eftir alvarlegan bruna í verslunarmiðstöðinni í júní síðastliðnum. Ráðgert er að opna restina af búðunum sem var lokað í næstu viku.

Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi
Isavia ohf. hefur tekið tilboði þýska fyrirtækisins Heinemann í rekstur fríhafnarverslana á Keflavíkurflugvelli til næstu átta ára. Tilboðið er valið út frá fyrir fram ákveðnum valforsendum útboðs. Fjórir aðilar buðu í reksturinn. Heinemann rekur fjölda verslana um allan heim, meðal annars fríhafnarverslanirnar á Gardermoen-flugvelli í Osló og Kastrup-flugvelli í Kaupmannahöfn.

Samkaup koma inn á bókamarkaðinn með látum
Úrval á bókum í verslunum Samkaupa (Nettó, Kjörbúðum og völdum Krambúðum utan höfuðborgarsvæðisins) verður meira en nokkru sinni fyrr í aðdraganda jóla.

Fékk 542 þúsund króna rukkun fyrir hreindýrakjötið
Óheppinn viðskiptavinur Nettós var rukkaður um 542 þúsund krónur fyrir 380 grömm af hreindýrakjöti á sjálfsafgreiðslukassa. Að sögn forsvarsmanna Nettó má rekja þetta til þess að rétt strikamerki hafi dottið af vörunni og erlent strikamerki skannað þess í stað.

Megi troða „singles day“ upp í greiðslugáttirnar á sér
Bragi Valdimar Skúlason, tónlistarmaður, textamaður og íslenskufræðingur leggur til 22 íslensk heiti á hinn svokallaða „Singles' day“ þar sem verslunareigendur um heim allan bjóða misgóð tilboð í þeirri von að neytendur taki upp veskið.

Snúrunni lokað fyrir fullt og allt
Hönnunarverslunin Snúran kveður íslenska fagurkerabransann innan tíðar en tíu ár eru síðan verslunin opnaði. Eigandi Snúrunnar kveðst ætla að snúa sér að öðru.

Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda
Einn þriggja starfsmanna Ömmu músar sem sagt var upp störfum á miðvikudag segir að nýir eigendur hefðu getað staðið að uppsögnum með mun sómasamlegri hætti. Nýleg heimsókn með starfsmennina í höfuðstöðvarnar hafi orðið til þess að uppsögnina kom eins og þruma úr heiðskíru lofti. Forstjóri Icewear skilur tilfinningar starfsfólks og lofar nýrri og betri Ömmu mús.

Viðræðum slitið um samruna Samkaupa, Heimkaupa og Orkunnar
Viðræðum Samkaupa og Skeljar fasteignarfélags um samruna Samkaupa og dótturfélaga Skeljar, Heimkaupa og Orkunnar, hefur verið slitið. Áhyggjur af yfirstandandi rannsókn ESA á Skel hafi haft áhrif á slitin.

Einokun að eilífu, amen
Fákeppni á markaði hækkar verð á nauðsynjum og eykur stéttaskiptingu. Það er óhjákvæmilegt og þetta vitum við. Ég er ekki að mæla óheftum markaðslausnum bót, en heilbrigð samkeppni á smásölumarkaði er grundvallarþáttur í bættum lífskjörum landsbyggðarfólks, þar sem fákeppni og einokun ráða víða ríkjum.

Öryggisverðir Kringlunnar með búkmyndavél
Öryggisverðir í Kringlunni bera nú búkmyndavél á meðan þeir sinna störfum sínum. Markmiðið er sagt vera að auka öryggi öryggisvarða, starfsmanna og viðskiptavina.

Ekki allar verslanir sem hleypi verðlagseftirlitinu að
Benjamín Julian verkefnastjóri verðlagseftirlits ASÍ segir hækkanir hjá birgjum á kjötvöru helstu ástæðu hækkunar á matvöru. Greint var frá því í gær að eftir tveggja mánaða lækkun á verðlagi matvöru hafi hún hækkað „með rykk“.

„Það varð algjör sprenging“
Yfirgnæfandi meirihluti umsækjenda um ný skilríki hafa óskað eftir að sækja þau í Hagkaup í Skeifunni eftir að opnað var á þann möguleika í gær. Kostnaður Þjóðskrár vegna þjónustusamnings við verslunina nemur kostnaði við eitt stöðugildi og þurfti verkefnið ekki að fara í útboð.

Matvara hækkar með rykk eftir tveggja mánaða lækkun
Eftir tveggja mánaða lækkun á verðlagi matvöru hækkar það nú með nokkrum rykk. Hækkunin milli september og október nemur einni prósentu, að mestu leyti vegna hækkunar á kjötvöru.

Lætur sig aldrei vanta á opnanir á Íslandi
„Almenningur allur, hann er tilbúinn að koma og kaupa ef þú færð rétta æðið af stað,“segir Steinar Svan Birgisson en það má segja að hann sé nokkurskonar atvinnumaður í opnunum á Íslandi. Hann lætur sig aldrei vanta þegar þekktar verslunar-og veitingastaðakeðjur opna hér á landi og er ávallt fremstur í röðinni.

Skilríki afhent í Hagkaupum í Skeifunni
Frá og með deginum í dag verður hægt að sækja vegabréf og nafnskírteini í verslun Hagkaupa í Skeifunni, allan sólahringinn, alla daga vikunnar.

Kormákur og Skjöldur flytja í Brynjuhúsið eftir algjöra yfirhalningu
Herrafataverslun Kormáks og Skjaldar verður innan tíðar opnuð í sögufrægu húsi við Laugaveg 29, sem áður hýsti verslunina Brynju. Húsið hefur verið tekið algjörlega í gegn á síðustu mánuðum.