Innlent

Fréttamynd

Milestone gerir 70 milljarða yfirtökutilboð í Invik í Svíþjóð

Fjárfestingafélagið Milestone hefur lagt fram 70 milljarða króna yfirtökutilboð í sænska fjármálafyrirtækið Invik og Co. eftir kaup á 26 prósenta hlut í dag sem tryggir Milestone 63 prósent atkvæða í Invik. Stjórn Invik mælir með að hluthafar taki tilboðinu, en þetta er ein stærstu fyrirtækjakaup Íslandssögunnar. Kaupin eru háð blessun fjármálayfirvalda í þremur löndum.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Starfsmenn Milestone verða um 900

Gangi áform Milestone eftir um yfirtöku á sænska fjármálafyrirtækinu Invik & Co. verða starfsmenn innan samstæðunnar um 900 talsins. Ríflega helmingur eigna Milestone verður erlendis og vægi tryggingastarfsemi og sérhæfðrar fjármálaþjónustu mun aukast til muna. Heildareignir Milestone verða um 341 milljarður króna.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Flest brunaslysin vegna heits vatns á baðherbergjum

Nær 75 % brunaslysa vegna heits vatns eiga sér stað inn á baðherbergi. Börnum undir fimm ára aldri er hættast við brunum og hljóta þau alvarlegustu áverkana samkvæmt nýrri rannsókn. Herferð gegn slíkum slysum er nú hafin.

Innlent
Fréttamynd

Sjálfkjörið í stjórn Glitnis

Framboðsfrestur til setu í stjórn Glitnis banka hf. rann út í dag. Nokkrar breytingar verða á stjórninni, sem er sjálfkjörin, en einungis tveir af fyrrum stjórnarmönnum bankans gáfu kost á sér að nýju eftir sviptingar í hluthafahópi bankans um páskana. Ný stjórn tekur við á hluthafafundi bankans á mánudag í næstu viku.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Þrjú fíkniefnamál á höfuðborgarsvæðinu

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hafði afskipti af þremur fíkniefnamálum í gær. Kona á þrítugsaldri var handtekin í austurborginni þegar hún framvísaði fölsuðum lyfseðli. Kalmaður á fertugsaldri sem tengdist málinu var síðan færður á lögreglustöð. Í íbúð hans fundust ætluð fíkniefni.

Innlent
Fréttamynd

Þjóðarbúskapurinn aldrei næmari en nú

Íslenskur þjóðarbúskapur hefur aldrei jafn næmur fyrir breytingum á alþjóðlegum mörkuðum og nú. Þetta sést á tengslum á milli gengis íslensku krónunnar, annarra hávaxtagjaldmiðla og erlendrar vaxtaþróunar. Tengslin má rekja til mikils viðskiptahalla,sem erlendir fjárfestar og lánardrottnar fjármagna að nokkru leyti. Þetta kemur fram í riti Seðlabanka Íslands um fjármálastöðugleikann á þessu ári, sem kom út fyrir stundu.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Tveir karlmenn í vinnuslysum í Kópavog

Tveir karlmenn á þrítugsaldri lentu í vinnuslysum í Kópavogi í gær. Annar var að taka steypumót utan af veggjum þegar hann féll aftur fyrir sig. Fallið var ekki mjög hátt en maðurinn fann fyrir eymslum í baki.

Innlent
Fréttamynd

Rannsókn á peningafölsunum langt komin

Rannsókn lögreglu á fölsuðu peningaseðlunum sem nú eru í umferð hér á landi er komin vel á veg. Að sögn aðstoðaryfirlögregluþjóns kemst lögregla undantekningarlaust að því hverjir eiga hlut að máli.

Innlent
Fréttamynd

Skipulagsbreytingar hjá FL Group

FL Group hefur ákveðið að gera breytingar á skipulagi félagsins. Þannig verður starfssvið eigin viðskipta félagsins útvíkkað, heiti þess breytt og mun það eftirleiðis hafa umsjón með skammtíma fjárfestingum á verðbréfamörkuðum um heim allan og stöðutöku félagsins í gjaldeyri. Á sama tíma hafa mannabreytingar orðið í stjórnendastöðu starfssviðsins.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Kópavogur skilaði 4,3 milljörðum í rekstrarafgang

Kópavogsbær skilaði tæplega 4,3 milljarða króna rekstrarafgangi á síðasta ári. Þetta er tæplega tvöfalt betri afkoma en áætlanir bæjarstjórnar höfðu gert ráð fyrir. Mestu munar umhagnað af sölu byggginarréttar umfram væntingar auk þess sem skatttekjur voru hærri en gert hafði verið ráð fyrir. Hærri lífeyrisskuldbindingar og aðrir fjármagnsliðir vega á móti.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Þúsundum fugla fargað á æfingu

Tvöþúsund og fimmhundruð fuglum var fargað í fyrstu viðbragðsæfingu Landbúnaðarstofnunar vegna fuglaflensu, í gær. Fuglarnir voru í fuglabúinu að Miklaholtshelli.

Innlent
Fréttamynd

Samið við Dani og Norðmenn, enn rætt við Breta og Kanadamenn

Samningar um samstarf Íslendinga við Dani og Norðmenn í varnar- og öryggismálum á friðartímum verða undirritaðir á fimmtudaginn á NATO fundi í Ósló. Ekki fæst gefið upp hvað felst í þeim fyrr en eftir undirritun. Utanríkisráðherra segir Breta og Kanadamenn einnig áhugasama um samstarf en einhverjar vikur eða mánuði taki að ljúka samningum við þá.

Innlent
Fréttamynd

Lygi að matarskortur sé á Kárahnjúkum

Verkamennirnir fjörutíu á Kárahnjúkum sem fengu magakveisu fyrir helgi hafa náð sér, segir Ómar R. Valdimarsson, talsmaður Impregilos. Hann segir ummæli fyrrum starfsmanns um að mennirnir hafi unnið tólf tíma samfleytt neðanjarðar án matar eða drykkjar í besta falli ósönn en í versta falli hreinar lygar.

Innlent
Fréttamynd

Hjóluðu 172 hringi í kringum landið

Fyrirtækjakeppnin „Hjólað í vinnuna“ fer fram um land allt dagana 2.-22. maí. Þetta er fimmta árið sem hvatningarverkefnið fer fram, en þáttakan hefur tífaldast á tímabilinu. Í fyrra voru farnir rúmlega 230 þúsund kílómetrar. Það samsvarar 172 hringjum í kringum landið eða tæplega sex hringjum í kringum hnöttinn.

Innlent
Fréttamynd

Dagur umhverfisins - hrein orka og loftslagsmál

Dagur umhverfisins verður haldinn hátíðlegur í níunda sinn á morgun. Að þessu sinni er hann tileinkaður hreinni orku og loftslagsmálum. Í tilefni dagsins verður samkoma á Kjarvalsstöðum í hádeginu. Þar verða meðal annars veittar viðukenningar í verkefnasamkeppni grunnskólanna, Varðliðum umhverfisins.

Innlent
Fréttamynd

Vinnueftirlitið lokaði aðrennslisgöngum Kárahnjúka

Vinnueftirlitið hefur stöðvað vinnu í aðrennslisgöngum Kárahnjúkavirkjunar vegna loftmengunar í göngunum, og hefur þeim verið lokað. Í tvígang í síðustu viku komu menn úr göngunum með veruleg eitrunareinkenni vegna eiturefna í loftinu; fjórir menn í hvort skipti. Vegna ólofts glíma menn við andþyngsli og asma.

Innlent
Fréttamynd

Nærri tvöfalt meiri hagnaður hjá Nýherja

Nýherji skilaði 105 milljóna króna hagnaði á fyrsta fjórðungi þessa árs. Á sama tíma í fyrra nam hagnaður fyrirtækisins 54,3 milljónum króna. Tekjur fyrirtækisins voru umfram áætlanir. Vöxtur var mikill í sölu á netþjónum undir merkjum IBM, hugbúnaði, símkerfum og vörum frá Canon og fartölvum Lenovo, sem keypti fartölvuframleiðslu IBM árið 2004.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

FME setur tryggingasölumönnum skýrar reglur

Fjármálaeftirlitið hefur sent frá sér umræðuskjal með drögum að leiðbeinandi tilmælum um starfshætti vátryggingasölumanna, vátryggingamiðlara, vátryggingaumboðsmanna og vátryggingafélaga. Tilmælin eru til að tryggja ýmsar skyldur tryggingasölumanna. Þar á meðal til að koma í veg fyrir að tryggingasölumenn fari með ónákvæmar upplýsingar og setji fram ósanngjarnar fullyrðingar í garð annarra vátryggingaaðila.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Amtsbókasafnið á Akureyri 180 ára

Amtsbókasafnið á Akureyri er 180 ára á morgun. Í tilefni þess verður boðið upp á ýmislegt góðgæti, útlán verða frí auk þess sem morgundagurinn verður sektarlaus dagur. Amtbókasafnið var stofnað árið 1827 af Grími Jónssyni amtmanni á Möðruvöllum. Hann fékk dyggan stuðning frá ýmsum aðilum bæði hérlendis og í Danmörku.

Innlent
Fréttamynd

Pétur Pétursson þulur látinn

Pétur Pétursson fyrrverandi þulur á Ríkisútvarpinu lést í gær. Hann varð 88 ára. Hann hóf störf sem þulur hjá Útvarpinu árið 1941 og starfaði þar samfleytt til ársins 1955. Eftir 15 ára hlé hóf hann aftur störf hjá RUV og starfaði þar meðan aldur leyfði. Á fréttavef RUV kemur fram að Pétur hafi stundað nám í Svíþjóð og á Bretlandi á fjórða áratugnum.

Innlent
Fréttamynd

Metafkoma hjá OMX

Kauphallarsamstæðan OMX, sem rekur kauphallir víða á Norðurlöndunum, meðal annars hér, og í Eystrasaltslöndunum, skilaði hagnaði upp á 257 milljónir sænskra króna, jafnvirði 2,4 milljarða íslenskra króna, eftir skatta og gjöld á fyrstu þremur mánuðum ársins. Rekstrarhagnaður samstæðunnar á fyrsta árfjórðungi hefur aldrei verið betri í sögu OMX.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Einmana börn frekar fórnarlömb kynferðisbrota

Á síðustu fimmtán mánuðunum hefur tuttugu og eitt kynferðisbrotamál verið kært þar sem gerandi komst í kynni við fórnarlambið í gegnum netið. Sérfræðingur Barnahúss telur einmana börn frekar verða fórnarlömb í slíkum málum þar sem þau hafi oft lága sjálfsmynd og eigi erfitt með að segja nei. Einmana börn voru umræðuefnið á morgunverðarfundi á Grand hóteli í morgun.

Innlent
Fréttamynd

Háhýsi í stað gömlu húsanna í miðbænum

Lítið lát er á hugmyndum landsmanna um húsakost við Lækjartorg og sýnist sitt hverjum hvort varðveita eigi gömlu húsin á horni Lækjargötu og Austurstrætis eða byggja þar ný hús. Arkitektar og skipulagsfræðingar kasta nú á milli sín margskonar hugmyndum í þessu efni. Þær byggja meðal annars á hugmyndum Hrafns Gunnlaugssonar um stórhýsi á grunnum brunarústanna við Lækjartorg.

Innlent
Fréttamynd

Of mikil skerðing á þjónustu Strætós

Fulltrúar minnihluta borgarstjórnar telja að skerðing á þjónustu Strætós næstkomandi sumar muni leiða til fækkunar farþega. Til stendur að lengja tíma milli ferða upp í 30 mínútur. Breytingarnar taka gildi 1. júní næstkomandi. Fulltrúar Samfylkingar og Vinstri grænna eru alfarið á móti breytingunum og telja of langt gengið.

Innlent
Fréttamynd

Fækka þarf apótekum um þriðjung

Fækka þarf apótekum á Íslandi um þriðjung til að lækka lyfjaverð, segir formaður Lyfjagreiðslunefndar. Lyf á Íslandi eru sextíu prósentum dýrari en lyf að meðaltali á Evrópska efnahagssvæðinu. Þetta kemur fram í nýútkominni könnun Eurostat, hagstofu Evrópusambandsins.

Innlent
Fréttamynd

Varnarsamkomulag mögulega í höfn

Líklegt má telja að samkomulag um varnarsamstarf Íslands og Noregs á Norður-Atlantshafi takist á fundi Atlantshafsbandalagsþjóða sem haldinn verður í Ósló í Noregi í lok vikunnar. Þá munu Valgerður Sverrisdóttir, utanríkisráðherra, og Jonas Gahr Støre, utanríkisráðherra Noregs, eiga tvíhliða fund.

Innlent
Fréttamynd

Vilja stýrimannanám til Vestmannaeyja

Elliði Vignisson bæjarstjóri Vestmannaeyja vill hefja stýrimannanám í Vestmannaeyjum. Þannig yrði samstarf milli Fjöltækniskólans í Reykjavík og Framhaldsskóla Vestmannaeyja, en námið yrði hluti af stúdentsprófi. Nú er einungis hægt að sækja skipstjórnarnám í Fjöltækniskólanum í Reykjavík. Elliði segir að það hafi orðið til þess að stöðugt hafi dregið úr aðsókn í námið.

Innlent
Fréttamynd

Fer gaumgæfilega yfir húsnæðismál ríkisins

Árni Mathiesen fjármálaráðherra segir skýrslu Viðskiptaráðs Íslands um hagkvæmni af sölu á fasteignum ríkisins afar athyglisverða. Hann segir að farið verið gaumgæfilega yfir niðurstöður skýrslunnar. Breytingar verði þó ekki gerðar á skömmum tíma eða umhugsunarlaust. Auk þess myndu þær kalla á breytingar á fjárlögum.

Innlent