Viðskipti innlent

Kópavogur skilaði 4,3 milljörðum í rekstrarafgang

Kópavogur.
Kópavogur. Mynd/Stefán

Kópavogsbær skilaði tæplega 4,3 milljarða króna rekstrarafgangi á síðasta ári. Þetta er tæplega tvöfalt betri afkoma en áætlanir bæjarstjórnar höfðu gert ráð fyrir. Mestu munar um hagnað af sölu byggginarréttar umfram væntingar auk þess sem skatttekjur voru hærri en gert hafði verið ráð fyrir. Hærri lífeyrisskuldbindingar og aðrir fjármagnsliðir vega á móti.

Í ársreikningi bæjarfélagsins, sem tekinn var til fyrri umræðu í bæjarstjórn Kópavogs í gær, kemur meðal annars fram að frá árslokum 1994 til 2006 hafi íbúum fjölgað um 58 prósent á sama tíma og landsmönnum fjölgaði um 15 prósent. Þannig voru Kópavogsbúar 17.431 talsins í árslok 1994

en 27.536 í lok árs 2005. Áætlanir gera ráð fyrir að íbúum muni fjölga

verulega áfram á næstu árum, að því er fram kemur í tilkynningu bæjarfélagsins til Kauphallar Íslands.

Samkvæmt fjárhagsáætlunum bæjarins fyrir árin 2008 - 2010 er gert ráð fyrir

lækkun heildarskulda á næstu árum og verulegri hækkun eigin fjár. Þá er búist við að fjölgun íbúa muni skila bænum tekjuaukningu umfram verðlagsbreytingar.

Ársreikningur Kópavogs






Fleiri fréttir

Sjá meira


×