Innlent Síminn segir ásakanir Hallgríms fráleitar Síminn telur fráleitt að starfsmenn Símans fylgist með símtölum milli ákveðinna aðila og komi upplýsingum þar um áfram til óviðkomandi aðila. Í yfirlýsingu sem Síminn sendi frá sér vegna greinar Hallgríms Helgasonar í Fréttablaðinu í dag, áréttar Síminn að fyrirtækið starfi samkvæmt lögum um fjarskipti og eftir eigin siðareglum. Innlent 11.9.2006 15:19 Lögregla birtir myndir af árásarmönnunum Lögreglan í Reykjavík leitar nú tveggja ungra manna sem eru aðilar að hnífstungumáli í Select við Suðurfell aðfaranótt sunnudags, 10. september. Birtar hafa verið myndir af þeim sem náðust úr öryggismyndakerfi Select. Innlent 11.9.2006 15:28 Sendir bréf til þingmanna EES vegna sjóræningjaveiða Guðlaugur Þór Þórðarson, alþingismaður og formaður Íslandsdeildar þingmannanefndar EFTA, hefur sent þingmönnum Evrópuþingsins, Noregs og Liechtenstein sem sæti eiga í þingmannanefnd EES bréf þar sem hann vekur athygli á sjóræningjaveiðum á Norður-Atlantshafi og aðgerðum til að sporna við þeim. Innlent 11.9.2006 15:01 Excel fimmta stærsta ferðasamsteypa Bretlands Excel Airways Group, dótturfélag Avion Group, er fimmta stærsta ferðasamsteypa Bretlands samkvæmt opinberum tölum breskra flugmálayfirvalda. Þar er miðað við seldar ferðir á árunum 2005 til 2006. Innlent 11.9.2006 14:32 Starfsmenn bandaríska sendiráðsins minnast þeirra sem létust Einnar mínútu þögn var í bandaríska sendiráðinu klukkan 12:46 til minningar um þá sem létust í hryðjuverkunum þann 11. september árið 2001, eða þegar fyrsta flugvélin flaug á annan tvíburaturninn samkvæmt íslenskum tíma. Á milli tuttugu og þrjátíu starfsmenn voru við vinnu í sendiráðinu um hádegi í dag. Fjölmiðlum var ekki boðið að vera viðstaddir en einungis starfsmenn sendiráðsins minntust þeirra sem létust þennan dag með þessum hætti. Innlent 11.9.2006 14:56 Kosið um þrjú efstu sætin í Norðausturkjördæmi Kjördæmisráð Samfylkingarinnar í Norðausturkjördæmi samþykkti á fundi sínum í gærkvöld að halda prófkjör við röðun efstu manna á lista flokksins fyrir næstu þingkosningar. Innlent 11.9.2006 14:25 Excel Airways Group í 5. sæti í Bretlandi Excel Airways Group, dótturfélag Avion Group í Bretlandi, er fimmta stærsta ferðasamsteypa þar í landi samkvæmt opinberum tölum breskra flugmálayfirvalda sé miðað við seldar ferðir á þessu ári og því síðasta. Viðskipti innlent 11.9.2006 14:12 Eldur í rafmagnstöflu í Máli og menningu Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu var nú eftir hádegið kallað að verslun Máls og menningar á Laugavegi vegna elds í húsinu. Í ljós kom að rofi í rafmagnstöflu á annnarri hæð hússins hafði brunnið yfir og eldur komið upp. Greiðlega gekk að slökkva eldinn og urðu skemmdir af völdum hans litlar en reykræsta þurfti rýmið þar sem eldurinn kom upp. Innlent 11.9.2006 14:09 Unnið verði að aukinni hagkvæmni og lækkun skatta Afurðarstöðvar í Norðvestur- og Norðausturkjördæmi leggja til að unnið verði með stjórnvöldum að mörkun stefnu um aukna hagkvæmni í landbúnaði og lækkun virðisaukaskatts á matvæli til þess að ná fram frekari raunlækkun á matvælaverði. Þetta kemur fram í ályktun sem samþykkt var á fundi afurðastöðvanna í gær. Innlent 11.9.2006 12:43 Hægt að lækka matarverð á morgun Hægt væri að lækka matarverð á morgun með lækkun vörugjalda og tolla, að mati Guðlaugs Þór Þórðarsonar, þingmanns Sjálfstæðisflokksins. Viljaleysi til breytinga á landbúnaðarkerfinu, meðal annars af hálfu Framsóknarflokksins, sé ástæða þess að matarverð hafi ekki lækkað fyrr. Innlent 11.9.2006 12:37 Barr bauð betur í Pliva Nýtt yfirtökutilboð bandaríska lyfjafyrirtækisins Barr, sem lagt var fram í allt hlutafé í króatíska lyfjafyrirtækið Pliva á föstudag í síðustu viku, hljóðar upp á 820 kúnur á hlut eða jafnvirði 179,4 milljarða íslenskra króna. Þetta er 25 kúnum hærra en nýtt yfirtökutilboð Actavis, sem bauð 795 kúnur á hlut, eða um 176 milljarða krónur. Viðskipti innlent 11.9.2006 13:03 Veiðist vel í Síldarsmugunni Togaraskipstjóri sem er á karfaveiðum í Síldarsmugunni segir í samtali við Fiskifréttir, að talsvert sé af fiski og að skipin séu að fá um eitt til þrjú tonn á togtímann. Íslendingar eru nú í fyrsta skipti við karfaveiðar í Síldarsmugunni en svæðið er alþjóðlegt hafsvæði. Fiskifræðingar hafa haft af því áhyggjur að ekki sé vitað hvaða stofni karfinn tilheyrir. Innlent 11.9.2006 12:11 Hryðjuverk kostuðu 300 manns vinnuna hjá Icelandair Hryðjuverkin 11. september 2001 kostuðu tæplega þrjú hundruð manns sem störfuðu hjá Icelandair atvinnuna. Þetta kom fram í viðtali við Guðjón Arngrímsson, upplýsingafulltrúa Icelandair, á Fréttavaktinni í morgun. Guðjón segir flugstarfsemi í heiminum ekki enn komna í sama horf og hún var fyrir árásirnar. Innlent 11.9.2006 12:27 Eftirlitslaus lofthelgi ekki veikasti hlekkurinn Tollstjórinn í Reykjavík segir eftirlitslausa lofthelgi ekki veikasta hlekkinn í smygleftirliti Íslendinga, vanræksla ratsjárstöðvanna bjóði ekki upp á neina möguleika sem ekki hafi verið fyrir. Flugmálastjóri sagði í fréttum NFS í gær að eftir að Bandaríkjaher hætti að vinna úr upplýsingum frá ratsjárstöðvum sé greið leið fyrir smyglara að fljúga óséðir inn í lofthelgi Íslands með ólöglegan varning. Innlent 11.9.2006 12:03 Fórnarlamba hryðjuverka minnst með einnar mínútu þögn Þeirra sem fórust í hryðjuverkunum 11. september 2001 verður minnnst með einnar mínútu þögn klukkan 12.46 að íslenskum tíma í sendiráði Bandaríkjanna. Innlent 11.9.2006 11:58 Kögun semur við bandaríska flotann Bandaríski flotinn hefur eftir útboð tekið tilboði Kögunar hf. í rekstur fjarskiptastöðvar flotans í Grindavík. Útboðið er hluti af þeirri endurskipulagningu sem orðið hefur vegna brotthvarfs hersins og með þessu tekst að skapa áframhaldandi störf fyrir hluta þeirra starfsmanna sem sinnt hafa þjónustu við Varnarliðið á vegum Kögunar, segir í tilkynningu. Innlent 11.9.2006 09:56 Skorar á hnífstungumenn að gefa sig fram Lögreglan í Reykjavík leitar nú tveggja ungra manna sem eru aðilar að hnífstungumáli í Select við Suðurfell aðfaranótt sunnudags, 10. september. Góðar myndir náðust af báðum þessum mönnum í öryggismyndakerfi Select. Lögreglan skorar á þessa menn að gefa sig fram tafarlaust. Innlent 11.9.2006 11:10 Útlit fyrir metfjölgun landsmanna á árinu Útlit er fyrir metfjölgun landsmanna á þessu ári, meðal annars vegna aukinnar fólksflutninga frá útlöndum. Samkvæmt þjóðskrár voru landsmenn ríflega 304.300 1. júlí síðastliðinni og hafði þeim fjölgað um eitt og hálft prósent frá áramótum. Innlent 11.9.2006 10:30 Tveggja mínútna þögn í Kauphöllinni Klukkan ellefu í dag verður tveggja mínútna þögn í Kauphöll Íslands, sem og í öðrum kauphöllum Evrópu. Með þessu er minnst hryðjuverkaárásanna í Bandaríkjunum fyrir fimm árum síðan. Viðskipti innlent 11.9.2006 10:39 Háskólakennurum fjölgar um 101 milli ára Háskólakennurum fjölgaði um hundrað og einn á milli áranna 2004 og 2005 samkvæmt nýjum tölum Hagstofu Íslands. Árið 2004 voru þeir um 1731 í 1158 stöðugildum en þeir voru 1832 í 1247 stöðugildum í nóvember í fyrra. Meirihluti starfsmanna við kennslu á háskólastigi, eða 60 prósent, er í hlutastarfi samkvæmt tölunum. Innlent 11.9.2006 10:00 Kögun semur við bandaríska flotann Bandaríski flotinn hefur eftir útboð tekið tilboði Kögunar hf. í rekstur fjarskiptastöðvar flotans í Grindavík. Útboðið er hluti af þeirri endurskipulagningu sem orðið hefur vegna brotthvarfs hersins og með þessu tekst að skapa áframhaldandi störf fyrir hluta þeirra starfsmanna sem sinnt hafa þjónustu við Varnarliðið á vegum Kögunar, segir í tilkynningu. Innlent 11.9.2006 09:32 Leitar enn árásarmannanna Lögreglan í Reykjavík leitar enn tveggja manna sem stungu öryggisvörð með hnífi og börðu starfsmann Select í höfuðið á bensínstöð Skeljungs í Fellahverfinu í Breiðholti í fyrrinótt. Að sögn varðstjóra sýna upptökur öryggismyndavéla ágætar myndir af árásarmönnunum og er vonast til að þær leiði til handtöku mannanna. Innlent 11.9.2006 08:08 Ríflega þrjátíu milljónir króna söfnuðust Ríflega þrjátíu milljónir króna söfnuðust í landssöfnuninni Göngum til góðs sem Rauði kross Íslands stóð fyrir í gær. Þessi upphæð á eftir að hækka þar sem enn hefur ekki verið talið í nokkrum deildum Rauða krossins úti á landi, og tvær deildir munu ganga til góðs í dag. Innlent 10.9.2006 20:37 Hugmyndir uppi um að leggja Konukot niður Hugmyndir eru uppi hjá formanni velferðarsviðs Reykjavíkurborgar um að leggja Konukot niður í núverandi mynd og sameina það Gistiskýlinu í Þingholtsstræti. Þetta stangast á við reynslu starfsfólks í athvarfinu og kvennanna sem þar gista. Önnur úrræði fyrir heimilislausa, líkt og Kaffistofa Samhjálpar, eru líka í uppnámi. Innlent 10.9.2006 20:20 Kynferðisbrotamál klúðruðust vegna tregðu við að nota Barnahús Forstjóri Barnaverndarstofu segir að tvö nýleg mál sem vörðuðu kynferðisofbeldi gegn börnum hafi klúðrast vegna tregðu dómara við að nota Barnahús. Hann vill að allar skýrslur af börnum séu teknar í Barnahúsi, en segist tala fyrir daufum eyrum stjórnvalda. Innlent 10.9.2006 19:07 Mikið um slagsmál í Keflavík Lögreglan í Keflavík þurfti fimm sinnum að stöðva slagsmál á Hafnargötunni þar í bæ í nótt. Tveir leituðu sér aðhlynningar á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja í kjölfar ólátanna en enginn var fluttur á lögreglustöð. Innlent 10.9.2006 14:01 Árásarmennirnir enn ófundnir Öryggisvörður var stunginn í bakið í nótt í verslun Select í Breiðholti og starfsmaður verslunarinnar var sleginn í höfuðið. Árásarmennirnir eru ófundnir. Innlent 10.9.2006 12:41 Sjö á slysadeild eftir umferðarslys á Miklubraut Sjö voru fluttir á slysadeild í nótt lítið meiddir eftir að ökumaður missti stjórn á bifreið sinni á Miklubraut nærri Rauðarárstíg. Bifreiðin reif niður 25 metra af járngirðingu á umferðareyju sem þar er og lenti svo framan á annarri bifreið sem kom úr gagnstæðri átt. Innlent 10.9.2006 12:54 Flutningabíll valt á Vestfjörðum Flutningabíll valt í Trostansfirði á Vestfjörðum um sexleytið í gærkvöld. Bílstjórann, sem var einn í bílnum, sakaði ekki, að því er fram kemur á fréttavefnum Tíðis. Farmurinn, um 14 tonn af frystri loðnu, fór hins vegar allur út úr bílnum við óhappið og vann á þriðja tug björgunarsveitamanna ásamt vinnuvélum við að hreinsa svæðið fram eftir kvöldi. Innlent 10.9.2006 10:25 Öryggisvörður stunginn í síðuna Öryggisvörður var stunginn í síðuna í verslun Select í Breiðholti um þrjúleytið í nótt þegar hann reyndi að koma nokkrum ungum mönnum út úr versluninni. Maðurinn var fluttur á slysadeild en meiðsl hans reyndust minni en óttast var í fyrstu. Árásarmennirnir komust undan en lögregla hefur grun um hverjir voru að verki og er þeirra nú leitað. Innlent 10.9.2006 10:14 « ‹ 252 253 254 255 256 257 258 259 260 … 334 ›
Síminn segir ásakanir Hallgríms fráleitar Síminn telur fráleitt að starfsmenn Símans fylgist með símtölum milli ákveðinna aðila og komi upplýsingum þar um áfram til óviðkomandi aðila. Í yfirlýsingu sem Síminn sendi frá sér vegna greinar Hallgríms Helgasonar í Fréttablaðinu í dag, áréttar Síminn að fyrirtækið starfi samkvæmt lögum um fjarskipti og eftir eigin siðareglum. Innlent 11.9.2006 15:19
Lögregla birtir myndir af árásarmönnunum Lögreglan í Reykjavík leitar nú tveggja ungra manna sem eru aðilar að hnífstungumáli í Select við Suðurfell aðfaranótt sunnudags, 10. september. Birtar hafa verið myndir af þeim sem náðust úr öryggismyndakerfi Select. Innlent 11.9.2006 15:28
Sendir bréf til þingmanna EES vegna sjóræningjaveiða Guðlaugur Þór Þórðarson, alþingismaður og formaður Íslandsdeildar þingmannanefndar EFTA, hefur sent þingmönnum Evrópuþingsins, Noregs og Liechtenstein sem sæti eiga í þingmannanefnd EES bréf þar sem hann vekur athygli á sjóræningjaveiðum á Norður-Atlantshafi og aðgerðum til að sporna við þeim. Innlent 11.9.2006 15:01
Excel fimmta stærsta ferðasamsteypa Bretlands Excel Airways Group, dótturfélag Avion Group, er fimmta stærsta ferðasamsteypa Bretlands samkvæmt opinberum tölum breskra flugmálayfirvalda. Þar er miðað við seldar ferðir á árunum 2005 til 2006. Innlent 11.9.2006 14:32
Starfsmenn bandaríska sendiráðsins minnast þeirra sem létust Einnar mínútu þögn var í bandaríska sendiráðinu klukkan 12:46 til minningar um þá sem létust í hryðjuverkunum þann 11. september árið 2001, eða þegar fyrsta flugvélin flaug á annan tvíburaturninn samkvæmt íslenskum tíma. Á milli tuttugu og þrjátíu starfsmenn voru við vinnu í sendiráðinu um hádegi í dag. Fjölmiðlum var ekki boðið að vera viðstaddir en einungis starfsmenn sendiráðsins minntust þeirra sem létust þennan dag með þessum hætti. Innlent 11.9.2006 14:56
Kosið um þrjú efstu sætin í Norðausturkjördæmi Kjördæmisráð Samfylkingarinnar í Norðausturkjördæmi samþykkti á fundi sínum í gærkvöld að halda prófkjör við röðun efstu manna á lista flokksins fyrir næstu þingkosningar. Innlent 11.9.2006 14:25
Excel Airways Group í 5. sæti í Bretlandi Excel Airways Group, dótturfélag Avion Group í Bretlandi, er fimmta stærsta ferðasamsteypa þar í landi samkvæmt opinberum tölum breskra flugmálayfirvalda sé miðað við seldar ferðir á þessu ári og því síðasta. Viðskipti innlent 11.9.2006 14:12
Eldur í rafmagnstöflu í Máli og menningu Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu var nú eftir hádegið kallað að verslun Máls og menningar á Laugavegi vegna elds í húsinu. Í ljós kom að rofi í rafmagnstöflu á annnarri hæð hússins hafði brunnið yfir og eldur komið upp. Greiðlega gekk að slökkva eldinn og urðu skemmdir af völdum hans litlar en reykræsta þurfti rýmið þar sem eldurinn kom upp. Innlent 11.9.2006 14:09
Unnið verði að aukinni hagkvæmni og lækkun skatta Afurðarstöðvar í Norðvestur- og Norðausturkjördæmi leggja til að unnið verði með stjórnvöldum að mörkun stefnu um aukna hagkvæmni í landbúnaði og lækkun virðisaukaskatts á matvæli til þess að ná fram frekari raunlækkun á matvælaverði. Þetta kemur fram í ályktun sem samþykkt var á fundi afurðastöðvanna í gær. Innlent 11.9.2006 12:43
Hægt að lækka matarverð á morgun Hægt væri að lækka matarverð á morgun með lækkun vörugjalda og tolla, að mati Guðlaugs Þór Þórðarsonar, þingmanns Sjálfstæðisflokksins. Viljaleysi til breytinga á landbúnaðarkerfinu, meðal annars af hálfu Framsóknarflokksins, sé ástæða þess að matarverð hafi ekki lækkað fyrr. Innlent 11.9.2006 12:37
Barr bauð betur í Pliva Nýtt yfirtökutilboð bandaríska lyfjafyrirtækisins Barr, sem lagt var fram í allt hlutafé í króatíska lyfjafyrirtækið Pliva á föstudag í síðustu viku, hljóðar upp á 820 kúnur á hlut eða jafnvirði 179,4 milljarða íslenskra króna. Þetta er 25 kúnum hærra en nýtt yfirtökutilboð Actavis, sem bauð 795 kúnur á hlut, eða um 176 milljarða krónur. Viðskipti innlent 11.9.2006 13:03
Veiðist vel í Síldarsmugunni Togaraskipstjóri sem er á karfaveiðum í Síldarsmugunni segir í samtali við Fiskifréttir, að talsvert sé af fiski og að skipin séu að fá um eitt til þrjú tonn á togtímann. Íslendingar eru nú í fyrsta skipti við karfaveiðar í Síldarsmugunni en svæðið er alþjóðlegt hafsvæði. Fiskifræðingar hafa haft af því áhyggjur að ekki sé vitað hvaða stofni karfinn tilheyrir. Innlent 11.9.2006 12:11
Hryðjuverk kostuðu 300 manns vinnuna hjá Icelandair Hryðjuverkin 11. september 2001 kostuðu tæplega þrjú hundruð manns sem störfuðu hjá Icelandair atvinnuna. Þetta kom fram í viðtali við Guðjón Arngrímsson, upplýsingafulltrúa Icelandair, á Fréttavaktinni í morgun. Guðjón segir flugstarfsemi í heiminum ekki enn komna í sama horf og hún var fyrir árásirnar. Innlent 11.9.2006 12:27
Eftirlitslaus lofthelgi ekki veikasti hlekkurinn Tollstjórinn í Reykjavík segir eftirlitslausa lofthelgi ekki veikasta hlekkinn í smygleftirliti Íslendinga, vanræksla ratsjárstöðvanna bjóði ekki upp á neina möguleika sem ekki hafi verið fyrir. Flugmálastjóri sagði í fréttum NFS í gær að eftir að Bandaríkjaher hætti að vinna úr upplýsingum frá ratsjárstöðvum sé greið leið fyrir smyglara að fljúga óséðir inn í lofthelgi Íslands með ólöglegan varning. Innlent 11.9.2006 12:03
Fórnarlamba hryðjuverka minnst með einnar mínútu þögn Þeirra sem fórust í hryðjuverkunum 11. september 2001 verður minnnst með einnar mínútu þögn klukkan 12.46 að íslenskum tíma í sendiráði Bandaríkjanna. Innlent 11.9.2006 11:58
Kögun semur við bandaríska flotann Bandaríski flotinn hefur eftir útboð tekið tilboði Kögunar hf. í rekstur fjarskiptastöðvar flotans í Grindavík. Útboðið er hluti af þeirri endurskipulagningu sem orðið hefur vegna brotthvarfs hersins og með þessu tekst að skapa áframhaldandi störf fyrir hluta þeirra starfsmanna sem sinnt hafa þjónustu við Varnarliðið á vegum Kögunar, segir í tilkynningu. Innlent 11.9.2006 09:56
Skorar á hnífstungumenn að gefa sig fram Lögreglan í Reykjavík leitar nú tveggja ungra manna sem eru aðilar að hnífstungumáli í Select við Suðurfell aðfaranótt sunnudags, 10. september. Góðar myndir náðust af báðum þessum mönnum í öryggismyndakerfi Select. Lögreglan skorar á þessa menn að gefa sig fram tafarlaust. Innlent 11.9.2006 11:10
Útlit fyrir metfjölgun landsmanna á árinu Útlit er fyrir metfjölgun landsmanna á þessu ári, meðal annars vegna aukinnar fólksflutninga frá útlöndum. Samkvæmt þjóðskrár voru landsmenn ríflega 304.300 1. júlí síðastliðinni og hafði þeim fjölgað um eitt og hálft prósent frá áramótum. Innlent 11.9.2006 10:30
Tveggja mínútna þögn í Kauphöllinni Klukkan ellefu í dag verður tveggja mínútna þögn í Kauphöll Íslands, sem og í öðrum kauphöllum Evrópu. Með þessu er minnst hryðjuverkaárásanna í Bandaríkjunum fyrir fimm árum síðan. Viðskipti innlent 11.9.2006 10:39
Háskólakennurum fjölgar um 101 milli ára Háskólakennurum fjölgaði um hundrað og einn á milli áranna 2004 og 2005 samkvæmt nýjum tölum Hagstofu Íslands. Árið 2004 voru þeir um 1731 í 1158 stöðugildum en þeir voru 1832 í 1247 stöðugildum í nóvember í fyrra. Meirihluti starfsmanna við kennslu á háskólastigi, eða 60 prósent, er í hlutastarfi samkvæmt tölunum. Innlent 11.9.2006 10:00
Kögun semur við bandaríska flotann Bandaríski flotinn hefur eftir útboð tekið tilboði Kögunar hf. í rekstur fjarskiptastöðvar flotans í Grindavík. Útboðið er hluti af þeirri endurskipulagningu sem orðið hefur vegna brotthvarfs hersins og með þessu tekst að skapa áframhaldandi störf fyrir hluta þeirra starfsmanna sem sinnt hafa þjónustu við Varnarliðið á vegum Kögunar, segir í tilkynningu. Innlent 11.9.2006 09:32
Leitar enn árásarmannanna Lögreglan í Reykjavík leitar enn tveggja manna sem stungu öryggisvörð með hnífi og börðu starfsmann Select í höfuðið á bensínstöð Skeljungs í Fellahverfinu í Breiðholti í fyrrinótt. Að sögn varðstjóra sýna upptökur öryggismyndavéla ágætar myndir af árásarmönnunum og er vonast til að þær leiði til handtöku mannanna. Innlent 11.9.2006 08:08
Ríflega þrjátíu milljónir króna söfnuðust Ríflega þrjátíu milljónir króna söfnuðust í landssöfnuninni Göngum til góðs sem Rauði kross Íslands stóð fyrir í gær. Þessi upphæð á eftir að hækka þar sem enn hefur ekki verið talið í nokkrum deildum Rauða krossins úti á landi, og tvær deildir munu ganga til góðs í dag. Innlent 10.9.2006 20:37
Hugmyndir uppi um að leggja Konukot niður Hugmyndir eru uppi hjá formanni velferðarsviðs Reykjavíkurborgar um að leggja Konukot niður í núverandi mynd og sameina það Gistiskýlinu í Þingholtsstræti. Þetta stangast á við reynslu starfsfólks í athvarfinu og kvennanna sem þar gista. Önnur úrræði fyrir heimilislausa, líkt og Kaffistofa Samhjálpar, eru líka í uppnámi. Innlent 10.9.2006 20:20
Kynferðisbrotamál klúðruðust vegna tregðu við að nota Barnahús Forstjóri Barnaverndarstofu segir að tvö nýleg mál sem vörðuðu kynferðisofbeldi gegn börnum hafi klúðrast vegna tregðu dómara við að nota Barnahús. Hann vill að allar skýrslur af börnum séu teknar í Barnahúsi, en segist tala fyrir daufum eyrum stjórnvalda. Innlent 10.9.2006 19:07
Mikið um slagsmál í Keflavík Lögreglan í Keflavík þurfti fimm sinnum að stöðva slagsmál á Hafnargötunni þar í bæ í nótt. Tveir leituðu sér aðhlynningar á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja í kjölfar ólátanna en enginn var fluttur á lögreglustöð. Innlent 10.9.2006 14:01
Árásarmennirnir enn ófundnir Öryggisvörður var stunginn í bakið í nótt í verslun Select í Breiðholti og starfsmaður verslunarinnar var sleginn í höfuðið. Árásarmennirnir eru ófundnir. Innlent 10.9.2006 12:41
Sjö á slysadeild eftir umferðarslys á Miklubraut Sjö voru fluttir á slysadeild í nótt lítið meiddir eftir að ökumaður missti stjórn á bifreið sinni á Miklubraut nærri Rauðarárstíg. Bifreiðin reif niður 25 metra af járngirðingu á umferðareyju sem þar er og lenti svo framan á annarri bifreið sem kom úr gagnstæðri átt. Innlent 10.9.2006 12:54
Flutningabíll valt á Vestfjörðum Flutningabíll valt í Trostansfirði á Vestfjörðum um sexleytið í gærkvöld. Bílstjórann, sem var einn í bílnum, sakaði ekki, að því er fram kemur á fréttavefnum Tíðis. Farmurinn, um 14 tonn af frystri loðnu, fór hins vegar allur út úr bílnum við óhappið og vann á þriðja tug björgunarsveitamanna ásamt vinnuvélum við að hreinsa svæðið fram eftir kvöldi. Innlent 10.9.2006 10:25
Öryggisvörður stunginn í síðuna Öryggisvörður var stunginn í síðuna í verslun Select í Breiðholti um þrjúleytið í nótt þegar hann reyndi að koma nokkrum ungum mönnum út úr versluninni. Maðurinn var fluttur á slysadeild en meiðsl hans reyndust minni en óttast var í fyrstu. Árásarmennirnir komust undan en lögregla hefur grun um hverjir voru að verki og er þeirra nú leitað. Innlent 10.9.2006 10:14