Innlent

Kögun semur við bandaríska flotann

Bandaríski flotinn hefur eftir útboð tekið tilboði Kögunar hf. í rekstur fjarskiptastöðvar flotans í Grindavík. Útboðið er hluti af þeirri endurskipulagningu sem orðið hefur vegna brotthvarfs hersins og með þessu tekst að skapa áframhaldandi störf fyrir hluta þeirra starfsmanna sem sinnt hafa þjónustu við Varnarliðið á vegum Kögunar, segir í tilkynningu. Fjarskiptastöðin hefur verið frá því á sjöunda áratug síðustu aldar og er hluti af víðfemu fjarskiptaneti flotans og annast m.a. lágtíðnisamskipti við skip og kafbáta á hafi úti.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×