Innlent

Ríflega þrjátíu milljónir króna söfnuðust

Ríflega þrjátíu milljónir króna söfnuðust í landssöfnuninni Göngum til góðs sem Rauði kross Íslands stóð fyrir í gær.

Þessi upphæð á eftir að hækka þar sem enn hefur ekki verið talið í nokkrum deildum Rauða krossins úti á landi, og tvær deildir munu ganga til góðs í dag.

Fyrir tveimur árum söfnuðust 35 milljónir króna fyrir börn í stríði, en inni í þeirri tölu var há upphæð sem barst frá einstaklingi eftir söfnunina. Það er því ljóst að mun meiri fjárhæð safnaðist með átaki tvöþúsund og fimm hundruð sjálfboðaliða sem gengu í hús í gær heldur en í síðustu söfnun. Allt söfnunarféð rennur til barna í sunnanverðri Afríku sem eiga um sárt að binda vegna alnæmis.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×