Innlent

Útlit fyrir metfjölgun landsmanna á árinu

Útlit er fyrir metfjölgun landsmanna á þessu ári, meðal annars vegna aukinnar fólksflutninga frá útlöndum. Samkvæmt þjóðskrár voru landsmenn ríflega 304.300 1. júlí síðastliðinni og hafði þeim fjölgað um eitt og hálft prósent frá áramótum.

Ef fram heldur sem horfir verður fólksfjölgun á árinu nálægt þremur prósentum sem er umtalsvert meira en í fyrra, en þá fjölgaði landsmönnum um tvö komma tvö prósent. Árleg fólksfjölgun hafði þá aldrei verið meiri en tvö prósent frá því um 1960. Tölur þjóðskrár sýna að í öllum landshlutum voru aðfluttir fleiri en brottfluttir á fyrri helmingi þess árs, flestir þó til höfuðborgarsvæðisins og Austurlands. En þrátt fyrir mikinn straum fólks frá útlöndum til Austurlands í kjölfar virkjana- og stóriðjuframkvæmda eru brottfluttir þaðan fleiri en aðfluttir ef einungis er tekið mið af innanlandsflutningum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×