Íslendingar erlendis

Fréttamynd

Elísa­bet stefnir á risa af­rek með Belgíu á EM

Elísa­bet Gunnars­dóttir, lands­liðsþjálfari belgíska kvenna­lands­liðsins í fót­bolta, segir að það yrði risa af­rek ef Belgía kæmist upp úr sterkum B-riðli á komandi Evrópumóti í Sviss. Hún hefur haft knappan tíma til þess að koma sínum gildum á fram­færi.

Fótbolti
Fréttamynd

Tíu Ís­lendingar í Íran og fjórir í Ísrael

Utanríkisráðuneytinu er kunnugt um tíu íslenska ríkisborgara í Íran og fjóra í Ísrael. Báðum hópum hafa verið sendar upplýsingar um opin landamæri og venjuleg farþegaflug frá bæði Jórdaníu og Egyptalandi. 

Erlent
Fréttamynd

Þing­konur hlutu blessun Leós páfa

Hildur Sverrisdóttir þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins og Lilja Rafney Magnúsdóttir þingkona Flokks fólksins hlutu blessun Leós fjórtánda páfa í Páfagarði í dag. 

Lífið
Fréttamynd

Færa Vestur-Íslendingum rausnar­lega af­mælis­gjöf

Hópur kvenna og karla á vegum þjóðbúningafyrirtækisins Annríkis afhenti Vestur-Íslendingum nýjan þjóðbúning á fjallkonuna þeirra fyrir Íslendingadaginn sem haldinn er hátíðlegur í Gimli, höfuðborg Nýja-Íslands, í ágúst á ári hverju. Í ár eru 150 ár frá landnámi Íslendinga í Kanada.

Lífið
Fréttamynd

Mikil stemning á Íslandshátíð í Tívólí í Kaup­manna­höfn

Haldið var upp á þjóðhátíðardag Íslendinga í gær í Tívólíinu í Kaupmannahöfn fjórða árið í röð. Fjöldi íslenskra tónlistarmanna kom fram á hátíðinni auk þess sem hægt var að fá andlitsmálningu og kaupa ýmsan varning á markaði sem stóð yfir allan daginn.

Lífið
Fréttamynd

Rukkuð um hundrað þúsund fyrir stutta ferð frá flug­vellinum

Óprúttinn leigubílstjóri vildi rukka Sögu Ýrr Jónsdóttur um 750 dollara fyrir stutta ferð frá JFK flugvellinum í New York upp á hótel í borginni. Sögu tókst að hringja á lögregluna en ekki áður en hún þurfti að afhenda manninum 600 dollara í reiðufé. Hún segir málið ágæta áminningu um að athuga alltaf á ferðalögum erlendis hvort um skráðan leigubíl sé að ræða.

Innlent
Fréttamynd

Ís­lendingur í Graz: „Brotna niður við að hugsa um þessa for­eldra“

Íslensk kona búsett í Graz segir borgina alla í áfalli eftir atburði dagsins en ellefu eru látnir og tugir særðir eftir skotárás á menntaskóla í borginni í morgun. Sjálf á hún tvö börn sem ganga í aðra menntaskóla í borginni. Hún segir árásina ýfa upp gömul sár en tíu ár eru síðan þrír létust í annarri árás í Graz. 

Erlent
Fréttamynd

Ís­lendingur á válista CIA árið 1970

Nafn Íslendings kom nýverið í ljós í skjölum sem áður voru leynileg hjá bandarískum stjórnvöldum. Um er að ræða válista frá árinu 1970, saminn af leyniþjónustunni CIA í aðdraganda Evrópuheimsóknar Richards Nixon Bandaríkjaforseta. Leyniþjónustumenn voru beðnir um að fylgjast með 31 nafngreindum einstaklingi sem taldir voru geta ógnað öryggi forsetans.

Innlent
Fréttamynd

Ríkið keypti nýjan sendi­herra­bú­stað á 750 milljónir

Íslenska ríkið hefur fest kaup á nýjum sendiherrabústað í Noregi. Fyrir valinu varð 363 fermetra íbúð í dýru hverfi í miðbæ Óslóar við höfnina, og nam kaupverðið 59,8 milljónum norskra króna, sem samsvara tæplega 754 milljónum íslenskra miðað við gengi dagsins.

Innlent
Fréttamynd

Ragga nagli í hlut­verk fjall­konu í Dan­mörku

Ragnhildur Þórðardóttir, sálfræðingur og einkaþjálfari, betur þekkt sem Ragga Nagli, flytur ávarp fjallkonu á Þjóðhátíð Íslendingafélagsins í Kaupmannahöfn sem fer fram á Amager Strand þann 14. júní næstkomandi.

Lífið
Fréttamynd

Er með gervigreindarþjálfara

„Ég er mjög heppin að hafa haft tækifæri til að gera mikið á öllum mínum lífstímabilum. Að ferðast um allan heim er ofarlega á listanum, að fylla bæði Hörpu og Laugardalshöll og gefa út bók. En ég held að stofnun á Collagenx í New York toppi listann eins og er,“ segir Alda Karen Hjaltalín Lopez, athafnakona og fyrirlesari, þegar hún er spurð um hennar stærsta afrek í lífinu.

Lífið
Fréttamynd

Einar á Söndru Bullock mikið að þakka

Saga Einars Haraldssonar er eins og spennandi kvikmynd með óvæntu „tvisti.“ Hann fór í lögregluskólann 19 ára, starfaði í rannsóknarlögreglunni á Íslandi, gerðist seinna meir lífvörður Söndru Bullock og er í dag starfandi sem kvikmyndaleikari. Þó hann hafi byrjað seint að elta leikaradrauminn, kominn á eftirlaunaaldur, þá hefur hann engan tíma til að hætta í dag.

Lífið
Fréttamynd

Mikið um dýrðir á þjóðardegi Ís­lands í Japan

Íslandi var fagnað á þjóðardegi sínum á heimssýningunni í Osaka þar sem forseti Íslands, Halla Tómasdóttir var heiðursgestur. Yfirskrift dagsins var Friður og jafnrétti þar sem fjölmörgum gestum gafst kostur á að kynnast landi og þjóð í gegnum fjölbreytta viðburði.

Lífið