Skíðaíþróttir

Fréttamynd

Lýsir því hvernig Dahlmeier dó

Klifurfélagi Ólympíumeistarans og skíðaskotfimidrottningarinnar Lauru Dahlmeier hefur sagt frá því sem kom fyrir þegar þær voru að klifra saman erfiða klifurleið upp Laila Peak í Pakistan.

Sport
Fréttamynd

„Erfiðasti tíminn í mínu lífi“

Skíðastökkvararnir Johann André Forfang og Marius Lindvik voru svörtu sauðirnir í norskum íþróttum í vetur eftir að þeir voru báðir dæmdir úr keppni fyrir svindl.

Sport
Fréttamynd

Marg­braut á sér ökklann á Snæ­fellsjökli

María Sigrún Hilmarsdóttir, fréttakona á Ríkissjónvarpinu, slasaðist á fjallaskíðum á Snæfellsjökli um liðna páska, margbraut á sér ökklann og sleit liðband og krossband. Hún bíður nú aðgerðar.

Lífið
Fréttamynd

Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn

Fertugustu og níundu Andrésar andar leikarnir í skíðaíþróttum hefjast í dag í Hlíðarfjalli við Akureyri. Formaður Andrésarnefndar segir að á tímabili hafi litið út fyrir að slæmt snjófæri myndi setja strik í reikninginn en nú sé útlit fyrir að metþátttaka verði á leikunum.

Innlent
Fréttamynd

Ballið búið í Blá­fjöllum í vetur

Skíðavertíðinni í Bláfjöllum er lokið í vetur. Í tilkynningu frá skíðasvæðinu kemur fram að vegna þess að ekkert snjóaði um helgina séu allar skíðaleiðir í sundur á einum eða fleiri stöðum, ásamt lyftusporum. Það er vegna hlýindakafla í lok mars og byrjun apríl.

Innlent
Fréttamynd

Kyssti frétta­manninn í miðju við­tali

Formaður rússneska skíðasambandsins kom mörgum á óvart í miðju sjónvarpsviðtali en segir eðlilega skýringu á öllu saman. Hefði hún verið karlmaður þá hefðu viðbrögðin kannski orðið allt önnur.

Sport
Fréttamynd

Ólympíufari lést í elds­voða

Tyrkneski skíðamaðurinn Berkin Usta, sem keppti á Vetrarólympíuleikunum fyrir þremur árum, lést í eldsvoða í gær ásamt föður sínum.

Sport
Fréttamynd

Bitinn og klóraður af ketti ná­grannans

Stefan Kraft, sem á heimsmetið fyrir lengsta skíðastökk sögunnar, átti ekki sjö dagana sæla í aðdraganda HM í skíðastökki. Þegar hann hafði jafnað sig af þursabiti þá beit köttur nágrannans hann til blóðs.

Sport
Fréttamynd

Annar keppandi stal skíðum Fróða á HM

Fimm Íslendingar kepptu í sprettgöngu á HM í skíðagöngu í Noregi í dag. Einn þeirra, Fróði Hymer, lenti í vægast sagt leiðinlegu atviki því annar keppandi stal skíðunum hans.

Sport
Fréttamynd

Sú elsta til að vinna HM-gull en Hófí Dóra féll úr keppni

Hin ítalska Federica Brignone varð í dag elsta kona sögunnar til að vinna HM-gull í alpagreinum þegar hún vann sigur í stórsvigi, 34 ára að aldri. Hófí Dóra Friðgeirsdóttir, eini keppandi Íslands í greininni, féll úr keppni í seinni umferðinni.

Sport
Fréttamynd

Shiffrin segist of hrædd og ver ekki titilinn á HM

Bandaríska skíðadrottningin Mikaela Shiffrin segist vera að glíma við áfallastreituröskun (e. PTSD) eftir slysið í nóvember. Hún treysti sér því ekki til þess að reyna að verja heimsmeistaratitil sinn í stórsvigi á HM í Austurríki.

Sport
Fréttamynd

Hófí Dóra brunaði í 29. sæti

Skíðakonan Hólmfríður Dóra Friðgeirsdóttir hafnaði í 29. sæti í bruni á HM í Alpagreinum sem fram fór í Saalbach í austurrísku Ölpunum í dag.

Sport
Fréttamynd

Hófí Dóra stökk út úr braut á HM

Skíðakonan Hófí Dóra Friðgeirsdóttir þurfti að bíta í það súra epli að lenda utan brautar í fyrstu grein á HM í alpagreinum í Austurríki í dag, líkt og fleiri.

Sport