Erlendar Strangt eftirlit með matvælum á ÓL í Peking Mjólk, alkahól, grænmeti, hrísgrjón, ólívolía og kryddjurtir eru á meðal þeirra matvæla sem verða gefin hvítum músum, sólarhring áður en þau eru borin fram til þeirra íþróttamanna sem taka þátt í Ólympíuleikunum í Peking árið 2008. Sport 19.11.2006 23:39 Sao Paulo meistari í Brasilíu Sao Paulo varð í gær brasilískur meistari í knattspyrnu í fjórða sinn. Liðið gerði þá jafntefli við Atletico Paranense og nægði stigið til að gulltryggja titilinn þrátt fyrir að tvær umferðir séu ennþá óleiknar. Fótbolti 19.11.2006 23:34 Engar væntingar skiluðu okkur HM-titlinum Marcello Lippi, ítalski þjálfarinn sem stýrði þjóð sinni til sigurs á HM í Þýskalandi í sumar, segir að litlar væntingar hafi átt stærstan þátt í að Ítalir urðu heimsmeistarar. “Það var engin pressa á okkur og það hjálpaði gríðarlega,” sagði Lippi við ítalska fjölmiðla í gær. Fótbolti 19.11.2006 23:21 Duncan afgreiddi Sacramento Tim Duncan lék sinn besta leik á tímabilinu þegar San Antonio vann þægilegan sigur á Sacramento í NBA-deildinni í körfubolta í nótt. Duncan skoraði 35 stig og hirti 14 fráköst í 108-99 sigri San Antonio. Körfubolti 20.11.2006 13:10 Tevez segist ekki vera á förum frá West Ham Argentínski sóknarmaðurinn Carlos Tevez kveðst ekki vera á leið úr herbúðum West Ham, þrátt fyrir að allt bendi til þess að Eggert Magnússon og félagar gangi frá kaupum á félaginu í dag. Enski boltinn 19.11.2006 23:30 Aðgerðin á Shaq gekk vel Tröllið Shaquille O´Neal gekkst undir aðgerð á hné í gær, sem gekk afar vel, að sögn lækna hans. Búist er við því að Shaq hefji endurhæfingu á hnénu strax í dag. Körfubolti 19.11.2006 23:25 Liverpool spilar ljótan fótbolta Jan Kromkamp, hollenski bakvörðurinn sem yfirgaf Liverpool og gekk í raðir PSV í sumar, segir að hans fyrrum félagar á Anfield spili ljótan fótbolta sem gangi út á að gefa langar sendingar á Peter Crouch. Liverpool og PSV mætast í Meistaradeild Evrópu á miðvikudag. Enski boltinn 19.11.2006 23:27 Eiði Smára líkt við Romario Eiður Smári Guðjohnsen, eða “Guddy” eins hann er kallaður á Spáni, segir að mörkin tvö sem hann skoraði gegn Mallorca í gær komi til með að veita honum mikið sjálfstraust. Eiði Smára er líkt við Romario í spænskum fjölmiðlum í dag. Fótbolti 20.11.2006 09:15 Rijkaard ánægður með Eið Smára Eiður Smári Guðjohnsen fær mikið hrós frá stjóra sínum Frank Rijkaard fyrir frammistöðu sína með Barcelona gegn Mallorca í spænsku úrvalsdeildinni í gær. Barcelona sigraði 4-1 og skoraði Eiður Smári tvö markanna. Fótbolti 19.11.2006 23:18 Eiður Smári skoraði tvö í sigri Barcelona Eiður Smári Guðjohnsen átti mjög góðan leik og skoraði tvö fyrstu mörk Barcelona þegar Spánar- og Evrópumeistararnir unnu Mallorca, 4-1, á útivelli í spænsku úrvalsdeildinni í kvöld. Fótbolti 19.11.2006 20:08 Markvarsla ársins hjá Sörensen? Martin O´neill, knattspyrnustjóri Celtic, segist sjaldan hafa séð eins góða markvörslu og þegar Thomas Sörensen varði skalla frá Lee McCullogh strax á 2. mínútu leiks Aston Villa og Wigan í dag. Enski boltinn 19.11.2006 16:48 Áhorfendur ruddust inn á völlinn Leikur ADO Den Haag og Vitesse Arnhem í hollensku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag var flautaður af um miðjan síðari hálfleik eftir að hundruðir stuðningsmanna ADO ruddust inn á völlinn og létu öllum illum látum. Fótbolti 19.11.2006 16:36 Eiður Smári í byrjunarliðinu Eiður Smári Guðjohnsen er í byrjunarliði Barcelona sem mætir Mallorca á útivelli í spænsku úrvalsdeildinni í kvöld. Leikurinn hófst kl. 18:00 og er í beinni útsendingu á Sýn. Fótbolti 19.11.2006 18:13 Blackburn og Tottenham gerðu jafntefli Blackburn og Tottenham skildu jöfn, 1-1, í síðari leik dagsins í ensku úrvalsdeildinni. Tveir leikmenn fengu að líta rauða spjaldið í leiknum. Enski boltinn 19.11.2006 17:52 Inter með þriggja stiga forystu Inter Milan er með þriggja stiga forystu á toppi ítölsku A-deildarinnar í fótbolta eftir leiki dagsins. Hernan Crespo tryggði liðinu 1-0 sigur á Reggina en Roma burstaði Catania, 7-0. Fótbolti 19.11.2006 16:17 Eiður Smári: Mörkin munu koma Eiður Smári Guðjohnsen kveðst handviss um að hann muni vera duglegri við að skora mörk fyrir Barcelona á næstu vikum heldur en hann hefur verið það sem af er leiktíð. Barcelona mætir Mallorca kl. 18 og er leikurinn í beinni útsendingu á Sýn. Eiður Smári verður að öllum líkindum í byrjunarliðinu. Fótbolti 19.11.2006 13:36 Wigan og Aston Villa skildu jöfn Einum leik er lokið í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag. Wigan og Aston Villa gerðu markalaust jafntefli í leik sem reyndist ekki mikið fyrir augað. Kl. 16 hefst leikur Blackburn og Tottenham. Enski boltinn 19.11.2006 15:26 Við getum unnið allt Cristiano Ronaldo segir að Man. Utd. hafi burði til að standa uppi sem sigurvegarar ensku úrvalsdeildarinnar og Meistaradeildar Evrópu þegar núverandi tímabili lýkur um mitt næsta ári. Enski boltinn 19.11.2006 13:28 Arenas skoraði 45 stig í sigri á Cleveland Gilbert Arenas var sjóðandi heitur og skoraði 45 stig þegar lið hans Washington bar sigurorð af Cleveland í NBA-deildinni í nótt. Sigurganga Utah Jazz heldur áfram og í nótt lá Pheonix í valnum. Körfubolti 19.11.2006 15:08 Robben varar Mourinho við að kaupa Malouda Arjen Robben, hollenski sóknarmaðurinn hjá Chelsea, hefur varað forráðamenn Chelsea við því að kaupa Florent Malouda frá Lyon. Robben nánast hótar því að fara frá félaginu ef franski landsliðsmaðurinn verður keyptur í janúar. Enski boltinn 19.11.2006 12:42 Federer fór létt með Blake Roger Federer frá Sviss bætti enn einum titlinum í safn sitt nú í hádeginu þegar hann sigraði Bandaríkjamanninn James Blake í úrslitum Meistaramótsins í Shanghai. Federer hafði mikla yfirburði og sigraði í þremur lotum, 6-0, 6-3 og 6-4. Sport 19.11.2006 12:53 Barcelona þarf ekki nýjan sóknarmann – þeir eiga annan Messi Mikið hefur rætt og skrifað um nauðsyn þess að Barcelona fái til sín nýjan sóknarmann í fjarveru Samuel Eto´o og Lio Messi. En færri vita að með spænskum ríkisborgararétt Rafel Marques hafa opnast dyr fyrir 17 ára undrabarn í herbúðum liðsins – hinn 17 ára gamla Giovani. Fótbolti 18.11.2006 13:01 Wenger óánægður með varnarleikinn Arsene Wenger, knattspyrnustjóri Arsenal, kennir slökum varnarleik sinna manna um jafnteflið gegn Newcastle í dag. Enn einu sinni voru leikmenn Arsenal með skelfilega nýtingu í sókninni. Enski boltinn 18.11.2006 19:01 Gengið frá kaupunum á mánudag Fjárfestingarhópur Eggerts Magnússonar mun ganga formlega frá kaupum á West á mánudag, að því er breska blaðið Independent heldur fram í morgun. Eggert verður stjórnarformaður, Björgólfur Guðmundsson verður ekki í stjórn og Argentínumennirnir Javier Mascherano og Carlos Tevez fara frá félaginu. Enski boltinn 18.11.2006 15:36 Ferguson hrósar sínum mönnum Alex Ferguson, knattspyrnustjóri Man. Utd. hrósaði leikmönnum sínum í hástert eftir leikinn gegn Sheffield United í dag og sagði þá hafa sýnt mikinn karakter með því að tryggja sér sigur eftir að hafa lent undir. Enski boltinn 18.11.2006 18:55 Markalaust hjá Middlesbrough og Liverpool Útivallagrýla Liverpool hélt áfram í dag þegar liðið gerði markalaust jafntefli við Middlesbrough á útivelli í ensku úrvalsdeildinni. Liverpool hefur nú hlotið tvö stig í sjö útileikjum tímabilsins og skorað í þeim eitt mark. Enski boltinn 18.11.2006 19:08 Bayern lagði Stuttgart í toppslagnum Bayern Munchen unnu góðan sigur á Stuttgart í þýsku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag, 2-1, eftir að hafa lent undir strax á 8. mínútu leiksins. Við tapið féll Stuttgart af toppi deildarinnar en þar situr nú Schalke eftir 4-2 sigur á Engergie Cuttbus. Fótbolti 18.11.2006 17:54 Þýskaland lagði Svía af velli Þjóðverjar unnu öruggan sigur á Svíum, 30-24, í vináttulandsleik í handbolta sem fram fór í Þýskalandi í dag. Þá höfðu Norðmenn betur gegn Dönum, 26-23. Handbolti 18.11.2006 18:22 Einvígi Man. Utd. og Chelsea heldur áfram Manchester United heldur toppsæti ensku úrvalsdeildarinnar eftir 2-1 útisigur á nýliðum Sheffield United í dag þar sem Wayne Rooney skoraði bæði mörk Rauðu djöflanna. Meistarar Chelsea fylgja þeim rauðklæddu eins og skugginn en liðið lagði West Ham á Stamford Bridge, 1-0. Enski boltinn 18.11.2006 17:10 Sama gamla sagan hjá Arsenal Ófarir Arsenal á hinum nýja heimavelli sínum, Emirates, halda áfram og í dag náði liðið aðeins jafntefli gegn Newcastle. Arsenal sótti án afláts í leiknum og hefði með réttu átt að skora nokkur mörk en eins og í síðustu leikjum gengur liðið herfilega að nýta marktækifærin. Enski boltinn 18.11.2006 17:06 « ‹ 82 83 84 85 86 87 88 89 90 … 264 ›
Strangt eftirlit með matvælum á ÓL í Peking Mjólk, alkahól, grænmeti, hrísgrjón, ólívolía og kryddjurtir eru á meðal þeirra matvæla sem verða gefin hvítum músum, sólarhring áður en þau eru borin fram til þeirra íþróttamanna sem taka þátt í Ólympíuleikunum í Peking árið 2008. Sport 19.11.2006 23:39
Sao Paulo meistari í Brasilíu Sao Paulo varð í gær brasilískur meistari í knattspyrnu í fjórða sinn. Liðið gerði þá jafntefli við Atletico Paranense og nægði stigið til að gulltryggja titilinn þrátt fyrir að tvær umferðir séu ennþá óleiknar. Fótbolti 19.11.2006 23:34
Engar væntingar skiluðu okkur HM-titlinum Marcello Lippi, ítalski þjálfarinn sem stýrði þjóð sinni til sigurs á HM í Þýskalandi í sumar, segir að litlar væntingar hafi átt stærstan þátt í að Ítalir urðu heimsmeistarar. “Það var engin pressa á okkur og það hjálpaði gríðarlega,” sagði Lippi við ítalska fjölmiðla í gær. Fótbolti 19.11.2006 23:21
Duncan afgreiddi Sacramento Tim Duncan lék sinn besta leik á tímabilinu þegar San Antonio vann þægilegan sigur á Sacramento í NBA-deildinni í körfubolta í nótt. Duncan skoraði 35 stig og hirti 14 fráköst í 108-99 sigri San Antonio. Körfubolti 20.11.2006 13:10
Tevez segist ekki vera á förum frá West Ham Argentínski sóknarmaðurinn Carlos Tevez kveðst ekki vera á leið úr herbúðum West Ham, þrátt fyrir að allt bendi til þess að Eggert Magnússon og félagar gangi frá kaupum á félaginu í dag. Enski boltinn 19.11.2006 23:30
Aðgerðin á Shaq gekk vel Tröllið Shaquille O´Neal gekkst undir aðgerð á hné í gær, sem gekk afar vel, að sögn lækna hans. Búist er við því að Shaq hefji endurhæfingu á hnénu strax í dag. Körfubolti 19.11.2006 23:25
Liverpool spilar ljótan fótbolta Jan Kromkamp, hollenski bakvörðurinn sem yfirgaf Liverpool og gekk í raðir PSV í sumar, segir að hans fyrrum félagar á Anfield spili ljótan fótbolta sem gangi út á að gefa langar sendingar á Peter Crouch. Liverpool og PSV mætast í Meistaradeild Evrópu á miðvikudag. Enski boltinn 19.11.2006 23:27
Eiði Smára líkt við Romario Eiður Smári Guðjohnsen, eða “Guddy” eins hann er kallaður á Spáni, segir að mörkin tvö sem hann skoraði gegn Mallorca í gær komi til með að veita honum mikið sjálfstraust. Eiði Smára er líkt við Romario í spænskum fjölmiðlum í dag. Fótbolti 20.11.2006 09:15
Rijkaard ánægður með Eið Smára Eiður Smári Guðjohnsen fær mikið hrós frá stjóra sínum Frank Rijkaard fyrir frammistöðu sína með Barcelona gegn Mallorca í spænsku úrvalsdeildinni í gær. Barcelona sigraði 4-1 og skoraði Eiður Smári tvö markanna. Fótbolti 19.11.2006 23:18
Eiður Smári skoraði tvö í sigri Barcelona Eiður Smári Guðjohnsen átti mjög góðan leik og skoraði tvö fyrstu mörk Barcelona þegar Spánar- og Evrópumeistararnir unnu Mallorca, 4-1, á útivelli í spænsku úrvalsdeildinni í kvöld. Fótbolti 19.11.2006 20:08
Markvarsla ársins hjá Sörensen? Martin O´neill, knattspyrnustjóri Celtic, segist sjaldan hafa séð eins góða markvörslu og þegar Thomas Sörensen varði skalla frá Lee McCullogh strax á 2. mínútu leiks Aston Villa og Wigan í dag. Enski boltinn 19.11.2006 16:48
Áhorfendur ruddust inn á völlinn Leikur ADO Den Haag og Vitesse Arnhem í hollensku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag var flautaður af um miðjan síðari hálfleik eftir að hundruðir stuðningsmanna ADO ruddust inn á völlinn og létu öllum illum látum. Fótbolti 19.11.2006 16:36
Eiður Smári í byrjunarliðinu Eiður Smári Guðjohnsen er í byrjunarliði Barcelona sem mætir Mallorca á útivelli í spænsku úrvalsdeildinni í kvöld. Leikurinn hófst kl. 18:00 og er í beinni útsendingu á Sýn. Fótbolti 19.11.2006 18:13
Blackburn og Tottenham gerðu jafntefli Blackburn og Tottenham skildu jöfn, 1-1, í síðari leik dagsins í ensku úrvalsdeildinni. Tveir leikmenn fengu að líta rauða spjaldið í leiknum. Enski boltinn 19.11.2006 17:52
Inter með þriggja stiga forystu Inter Milan er með þriggja stiga forystu á toppi ítölsku A-deildarinnar í fótbolta eftir leiki dagsins. Hernan Crespo tryggði liðinu 1-0 sigur á Reggina en Roma burstaði Catania, 7-0. Fótbolti 19.11.2006 16:17
Eiður Smári: Mörkin munu koma Eiður Smári Guðjohnsen kveðst handviss um að hann muni vera duglegri við að skora mörk fyrir Barcelona á næstu vikum heldur en hann hefur verið það sem af er leiktíð. Barcelona mætir Mallorca kl. 18 og er leikurinn í beinni útsendingu á Sýn. Eiður Smári verður að öllum líkindum í byrjunarliðinu. Fótbolti 19.11.2006 13:36
Wigan og Aston Villa skildu jöfn Einum leik er lokið í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag. Wigan og Aston Villa gerðu markalaust jafntefli í leik sem reyndist ekki mikið fyrir augað. Kl. 16 hefst leikur Blackburn og Tottenham. Enski boltinn 19.11.2006 15:26
Við getum unnið allt Cristiano Ronaldo segir að Man. Utd. hafi burði til að standa uppi sem sigurvegarar ensku úrvalsdeildarinnar og Meistaradeildar Evrópu þegar núverandi tímabili lýkur um mitt næsta ári. Enski boltinn 19.11.2006 13:28
Arenas skoraði 45 stig í sigri á Cleveland Gilbert Arenas var sjóðandi heitur og skoraði 45 stig þegar lið hans Washington bar sigurorð af Cleveland í NBA-deildinni í nótt. Sigurganga Utah Jazz heldur áfram og í nótt lá Pheonix í valnum. Körfubolti 19.11.2006 15:08
Robben varar Mourinho við að kaupa Malouda Arjen Robben, hollenski sóknarmaðurinn hjá Chelsea, hefur varað forráðamenn Chelsea við því að kaupa Florent Malouda frá Lyon. Robben nánast hótar því að fara frá félaginu ef franski landsliðsmaðurinn verður keyptur í janúar. Enski boltinn 19.11.2006 12:42
Federer fór létt með Blake Roger Federer frá Sviss bætti enn einum titlinum í safn sitt nú í hádeginu þegar hann sigraði Bandaríkjamanninn James Blake í úrslitum Meistaramótsins í Shanghai. Federer hafði mikla yfirburði og sigraði í þremur lotum, 6-0, 6-3 og 6-4. Sport 19.11.2006 12:53
Barcelona þarf ekki nýjan sóknarmann – þeir eiga annan Messi Mikið hefur rætt og skrifað um nauðsyn þess að Barcelona fái til sín nýjan sóknarmann í fjarveru Samuel Eto´o og Lio Messi. En færri vita að með spænskum ríkisborgararétt Rafel Marques hafa opnast dyr fyrir 17 ára undrabarn í herbúðum liðsins – hinn 17 ára gamla Giovani. Fótbolti 18.11.2006 13:01
Wenger óánægður með varnarleikinn Arsene Wenger, knattspyrnustjóri Arsenal, kennir slökum varnarleik sinna manna um jafnteflið gegn Newcastle í dag. Enn einu sinni voru leikmenn Arsenal með skelfilega nýtingu í sókninni. Enski boltinn 18.11.2006 19:01
Gengið frá kaupunum á mánudag Fjárfestingarhópur Eggerts Magnússonar mun ganga formlega frá kaupum á West á mánudag, að því er breska blaðið Independent heldur fram í morgun. Eggert verður stjórnarformaður, Björgólfur Guðmundsson verður ekki í stjórn og Argentínumennirnir Javier Mascherano og Carlos Tevez fara frá félaginu. Enski boltinn 18.11.2006 15:36
Ferguson hrósar sínum mönnum Alex Ferguson, knattspyrnustjóri Man. Utd. hrósaði leikmönnum sínum í hástert eftir leikinn gegn Sheffield United í dag og sagði þá hafa sýnt mikinn karakter með því að tryggja sér sigur eftir að hafa lent undir. Enski boltinn 18.11.2006 18:55
Markalaust hjá Middlesbrough og Liverpool Útivallagrýla Liverpool hélt áfram í dag þegar liðið gerði markalaust jafntefli við Middlesbrough á útivelli í ensku úrvalsdeildinni. Liverpool hefur nú hlotið tvö stig í sjö útileikjum tímabilsins og skorað í þeim eitt mark. Enski boltinn 18.11.2006 19:08
Bayern lagði Stuttgart í toppslagnum Bayern Munchen unnu góðan sigur á Stuttgart í þýsku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag, 2-1, eftir að hafa lent undir strax á 8. mínútu leiksins. Við tapið féll Stuttgart af toppi deildarinnar en þar situr nú Schalke eftir 4-2 sigur á Engergie Cuttbus. Fótbolti 18.11.2006 17:54
Þýskaland lagði Svía af velli Þjóðverjar unnu öruggan sigur á Svíum, 30-24, í vináttulandsleik í handbolta sem fram fór í Þýskalandi í dag. Þá höfðu Norðmenn betur gegn Dönum, 26-23. Handbolti 18.11.2006 18:22
Einvígi Man. Utd. og Chelsea heldur áfram Manchester United heldur toppsæti ensku úrvalsdeildarinnar eftir 2-1 útisigur á nýliðum Sheffield United í dag þar sem Wayne Rooney skoraði bæði mörk Rauðu djöflanna. Meistarar Chelsea fylgja þeim rauðklæddu eins og skugginn en liðið lagði West Ham á Stamford Bridge, 1-0. Enski boltinn 18.11.2006 17:10
Sama gamla sagan hjá Arsenal Ófarir Arsenal á hinum nýja heimavelli sínum, Emirates, halda áfram og í dag náði liðið aðeins jafntefli gegn Newcastle. Arsenal sótti án afláts í leiknum og hefði með réttu átt að skora nokkur mörk en eins og í síðustu leikjum gengur liðið herfilega að nýta marktækifærin. Enski boltinn 18.11.2006 17:06