Federer fór létt með Blake 19. nóvember 2006 13:30 Það fór vel á með þeim Federer og Blake eftir úrslitin sem lauk nú í hádeginu. Getty Images Roger Federer frá Sviss bætti enn einum titlinum í safn sitt nú í hádeginu þegar hann sigraði Bandaríkjamanninn James Blake í úrslitum Meistaramótsins í Shanghai. Federer hafði mikla yfirburði og sigraði í þremur lotum, 6-0, 6-3 og 6-4. Þetta var tólfti titill Federer á tímabilinu og hans 16 úrslitaleikur en alls hefur hann tekið þátt í 17 mótum á tímabilinu. Hann hefur því aðeins einu sinni mistekist að komast í úrslit þeirra móta sem hann hefur tekið þátt í á tímabilinu. Federer er af mörgum talinn besti tennisspilari sem uppi hefur verið. "Þetta er hinn fullkomni endir á ótrúlegu tímabili," sagði Federer eftir að sigurinn var í höfn en sigurlaunin voru rúmlega 100 milljónir króna. "Ég held að ég hefði ekki getað náð betri árangri í ár," bætti hann við. Federer hefur verið á toppi heimslistans frá því í febrúar 2004, í alls 143 vikur. Honum vantar aðeins nokkrar vikur í að ná meti Jimmy Connors, sem á sínum tíma sat í 160 vikur í röð í toppsætinu. Nánast öruggt er að Federer slær það met. "Ef ég næ því yrði það einn mesti sigur minn á ferlinum. Ég bíð eftir deginum sem ég næ meti Connor en ég bíð rólegur þangað til," sagði Federer. Blake hafði varla lýsingarorð eftir úrslitaviðureignina til að segja frá yfirburðum Federer. "Hann er of góður, hinn fullkomni spilari. Það er líka ótrúlegt hvað hann spilar vel í úrslitaleikjum. Ég átti aldrei möguleika," sagði Blake auðmjúkur. Erlendar Íþróttir Mest lesið Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport Róbert hættir hjá HSÍ Handbolti Kastaði stól í Eyjum og fékk þriggja leikja bann Handbolti Enduðu á nærbuxunum og gátu ekki flogið Fótbolti Sjáðu dramatíkina á Anfield: Van Dijk skoraði og Simeone brjálaðist Fótbolti „Þessi viðbrögð eru auðvitað ekki í lagi“ Fótbolti Fékk viljandi rautt og gæti misst af úrslitaleiknum Íslenski boltinn „Maður spyr sig hvar maður á heppnina inni“ Íslenski boltinn Vann Ólympíubrons en ætlar að keppa á Steraleikunum og slá heimsmetið Sport Skylda að klippa vel neglur í handbolta Handbolti Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Amanda spilar í Meistaradeildinni Sluppu með stig eftir stórkostlegt mark og annað óheppilegt Í beinni: FH - ÍBV | Stálin stinn mætast í Kaplakrika Orri skilaði þremur úr horninu í miklum markaleik Í beinni: Man. City - Napoli | De Bruyne, Höjlund og McTominay aftur í Manchester Í beinni: Newcastle - Barcelona | Spænska stóveldið án Yamal Fyrst til að verða heimsmeistari í báðum greinum Sædís og Arna í Meistaradeild Evrópu Fékk viljandi rautt og gæti misst af úrslitaleiknum Mourinho strax kominn með nýtt starf Ólöf Helga tekur við stjórninni: „Orðnar mjög spenntar fyrir fyrsta þætti“ Skylda að klippa vel neglur í handbolta Messi að framlengja við Inter Miami Róbert hættir hjá HSÍ Enduðu á nærbuxunum og gátu ekki flogið Wildcard hugleiðingar Fantasýn: Haaland inn, Salah út og bíða með Isak Kastaði stól í Eyjum og fékk þriggja leikja bann Fær nýjan þriggja ára samning þrátt fjögur töp í fyrstu fjórum leikjunum Ísland stendur í stað þrátt fyrir stórsigur Fimm sigurmörk á síðustu sjö mínútunum Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Vann Ólympíubrons en ætlar að keppa á Steraleikunum og slá heimsmetið „Maður spyr sig hvar maður á heppnina inni“ Sjáðu dramatíkina á Anfield: Van Dijk skoraði og Simeone brjálaðist „Þetta verður erfitt, en við munum reyna okkar besta” Dagskráin í dag: Meiri Meistaradeild og Big Ben „Svekkjandi að við gefum þeim fjögur mörk“ „Sex til sjö leikmenn haltrandi inni á vellinum“ Mourinho tekur við Benfica Sjá meira
Roger Federer frá Sviss bætti enn einum titlinum í safn sitt nú í hádeginu þegar hann sigraði Bandaríkjamanninn James Blake í úrslitum Meistaramótsins í Shanghai. Federer hafði mikla yfirburði og sigraði í þremur lotum, 6-0, 6-3 og 6-4. Þetta var tólfti titill Federer á tímabilinu og hans 16 úrslitaleikur en alls hefur hann tekið þátt í 17 mótum á tímabilinu. Hann hefur því aðeins einu sinni mistekist að komast í úrslit þeirra móta sem hann hefur tekið þátt í á tímabilinu. Federer er af mörgum talinn besti tennisspilari sem uppi hefur verið. "Þetta er hinn fullkomni endir á ótrúlegu tímabili," sagði Federer eftir að sigurinn var í höfn en sigurlaunin voru rúmlega 100 milljónir króna. "Ég held að ég hefði ekki getað náð betri árangri í ár," bætti hann við. Federer hefur verið á toppi heimslistans frá því í febrúar 2004, í alls 143 vikur. Honum vantar aðeins nokkrar vikur í að ná meti Jimmy Connors, sem á sínum tíma sat í 160 vikur í röð í toppsætinu. Nánast öruggt er að Federer slær það met. "Ef ég næ því yrði það einn mesti sigur minn á ferlinum. Ég bíð eftir deginum sem ég næ meti Connor en ég bíð rólegur þangað til," sagði Federer. Blake hafði varla lýsingarorð eftir úrslitaviðureignina til að segja frá yfirburðum Federer. "Hann er of góður, hinn fullkomni spilari. Það er líka ótrúlegt hvað hann spilar vel í úrslitaleikjum. Ég átti aldrei möguleika," sagði Blake auðmjúkur.
Erlendar Íþróttir Mest lesið Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport Róbert hættir hjá HSÍ Handbolti Kastaði stól í Eyjum og fékk þriggja leikja bann Handbolti Enduðu á nærbuxunum og gátu ekki flogið Fótbolti Sjáðu dramatíkina á Anfield: Van Dijk skoraði og Simeone brjálaðist Fótbolti „Þessi viðbrögð eru auðvitað ekki í lagi“ Fótbolti Fékk viljandi rautt og gæti misst af úrslitaleiknum Íslenski boltinn „Maður spyr sig hvar maður á heppnina inni“ Íslenski boltinn Vann Ólympíubrons en ætlar að keppa á Steraleikunum og slá heimsmetið Sport Skylda að klippa vel neglur í handbolta Handbolti Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Amanda spilar í Meistaradeildinni Sluppu með stig eftir stórkostlegt mark og annað óheppilegt Í beinni: FH - ÍBV | Stálin stinn mætast í Kaplakrika Orri skilaði þremur úr horninu í miklum markaleik Í beinni: Man. City - Napoli | De Bruyne, Höjlund og McTominay aftur í Manchester Í beinni: Newcastle - Barcelona | Spænska stóveldið án Yamal Fyrst til að verða heimsmeistari í báðum greinum Sædís og Arna í Meistaradeild Evrópu Fékk viljandi rautt og gæti misst af úrslitaleiknum Mourinho strax kominn með nýtt starf Ólöf Helga tekur við stjórninni: „Orðnar mjög spenntar fyrir fyrsta þætti“ Skylda að klippa vel neglur í handbolta Messi að framlengja við Inter Miami Róbert hættir hjá HSÍ Enduðu á nærbuxunum og gátu ekki flogið Wildcard hugleiðingar Fantasýn: Haaland inn, Salah út og bíða með Isak Kastaði stól í Eyjum og fékk þriggja leikja bann Fær nýjan þriggja ára samning þrátt fjögur töp í fyrstu fjórum leikjunum Ísland stendur í stað þrátt fyrir stórsigur Fimm sigurmörk á síðustu sjö mínútunum Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Vann Ólympíubrons en ætlar að keppa á Steraleikunum og slá heimsmetið „Maður spyr sig hvar maður á heppnina inni“ Sjáðu dramatíkina á Anfield: Van Dijk skoraði og Simeone brjálaðist „Þetta verður erfitt, en við munum reyna okkar besta” Dagskráin í dag: Meiri Meistaradeild og Big Ben „Svekkjandi að við gefum þeim fjögur mörk“ „Sex til sjö leikmenn haltrandi inni á vellinum“ Mourinho tekur við Benfica Sjá meira