Íþróttir

Fréttamynd

Eto'o: Búinn að bíða lengi eftir þessu marki

Samuel Eto'o, framherji Barcelona, er mjög ánægður með að vera búinn að finna skotskóna á ný en hann skoraði eitt marka Barcelona í auðveldum sigri liðsins á Atletico Bilbao í gær, 3-0. Eto'o segist hafa beðið lengi eftir þessu marki, en slæm hnémeiðsli héldu honum frá keppni í tæpa fimm mánuði fyrr í vetur.

Fótbolti
Fréttamynd

Detroit vann Chicago í endurkomu Ben Wallace

Detroit lagði Chicago af velli í NBA-deildinni í nótt, 95-93, í leik sem hafði verið beðið eftir með nokkur eftirvæntingu þar sem Ben Wallace, fyrrum leikmaður Detroit, var að snúa aftur til Motown-borgarinnar í fyrsta sinn frá því að hafa gengið í raðir Chicago fyrir tímabilið. Chris Webber, arftaki Wallace hjá Detroit, tryggði liði sínu sigur á lokasekúndunum.

Körfubolti
Fréttamynd

Stenson hafði betur gegn Ogilvy

Svíinn Henrik Stenson sigraði á heimsmeistaramótinu í holukeppni sem lauk í Arizona í Bandaríkjunum í gær. Stenson hafði betur gegn Geoff Ogilvy frá Ástralíu í úrslitum, en hann átti titil að verja frá því í fyrra. Stenson fær 100 milljónir króna fyrir sigurinn.

Golf
Fréttamynd

Eto´o skoraði í öruggum sigri Barcelona

Barcelona er komið með tveggja stiga forystu á toppi spænsku úrvalsdeildarinnar eftir léttan 3-0 sigur á Atletico Bilbao á Nou Camp í kvöld. Xavi og Samuel Eto´o skoruðu mörk Barcelona í leiknum auk þess sem eitt markið var sjálfsmark. Eto´o var óvænt í byrjunarliðinu í kvöld en Eiður Smári Guðjohnsen sat allan tímann á varamannabekknum.

Fótbolti
Fréttamynd

Skallagrímur vann í Grindavík

Skallagrímur lætur ekki sitt eftir liggja í toppbaráttunni í Iceland Express-deild karla í körfubolta. Í kvöld vann liðið nauman útisigur á Grindavík, 84-83, og náði þar með KR-ingum að stigum í öðru sæti deildarinnar. Snæfell er einnig í hópi efstu liða en í kvöld vann liðið góðan útisigur á Tindastóli, 73-104. Tveir aðrir leikir fóru fram í kvöld.

Körfubolti
Fréttamynd

Giggs segir Man. Utd. ekki mega slaka á

Ryan Giggs, miðvallarleikmaður Manchester United, segist hafa nægilega mikla reynslu til að fullyrða að barátta liðsins við Chelsea um enska meistaratitilinn eigi eftir að þróast í nýja átt áður en tímabilið er á enda. Giggs segir að þrátt fyrir að Man. Utd. sé með níu stiga forskot á toppi deildarinnar séu úrslit deildarinnar fjarri því að vera ráðin.

Enski boltinn
Fréttamynd

Schalke tapaði óvænt á heimavelli

Topplið þýsku úrvalsdeildarinnar, Schalke, mátti þola að bíða í lægri hlut á heimavelli sínum gegn Bayer Leverkusen í dag, 0-1. Þeim til happs náðu helstu keppinautarnir í Werder Bremen aðeins jafntefli gegn Borussia Moenchengladbach og er því forysta liðsins á toppnum áfram fimm stig.

Fótbolti
Fréttamynd

Wenger miður sín yfir hegðun leikmanna sinna

Arsene Wenger, stjóri Arsenal, harmar hegðun leikmanna sinna undir lok leiksins gegn Chelsea í deildabikarnum í dag, en tveir lærisveina hans var vikið af leikvelli eftir ryskingar. Wenger kveðst þó afar stoltur af spilamennsku síns liðs í leiknum.

Enski boltinn
Fréttamynd

Meiðsli Terry ekki alvarleg

Chelsea hefur staðfest að meiðslin sem fyrirliði liðsins John Terry varð fyrir í úrslitaleik deildabikarsins í dag eru ekki alvarleg. Terry hlaut einungis heilahristing og ætti að verða orðinn heill heilsu eftir nokkra daga. Hann hefur þegar yfirgefið sjúkrahúsið í London sem hann var fluttur á eftir að hafa fengið höfuðhöggið þunga.

Enski boltinn
Fréttamynd

Eto´o byrjar – Eiður Smári á bekknum

Eiður Smári Guðjohnsen er ekki í byrjunarliði Barcelona sem tekur á móti Atletico Madrid í spænsku úrvalsdeildinni í kvöld, þvert á spár helstu fjölmiðla Spánar. Í fremstu víglínu liðsins í kvöld er Samuel Eto´o, sem er í fyrsta sinn í byrjunarliðinu síðan í október. Leikurinn hófst kl. 20 og er í beinni útsendingu á Sýn.

Fótbolti
Fréttamynd

Zidane spilaði í fyrsta sinn frá því á HM

Franski knattspyrnumaðurinn Zinedine Zidane spilaði í gær sinn fyrsta opinberlega knattspyrnuleik eftir að hafa verið vikið af velli í úrslitaleik HM í Þýskalandi síðasta sumar. Zidane spilaði þá í góðgerðarleik í Thailandi og þótti sýna gamalkunna takta. Á blaðamannafundi eftir leikinn neitaði Zidane að svara spurningum um framtíð sína.

Fótbolti
Fréttamynd

Sögulegur árangur Dallas

Dallas varð í nótt fjórða liðið í sögu NBA til að vinna yfir 10 leiki í röð á þremur mismunandi tímabilum á leiktíð. Dallas vann Denver í nótt og var það 11. sigurleikur liðsins í röð en fyrr í vetur hafði liðið náð að vinna 12 og 13 leiki í röð. Ef mið er tekið af sögunni á Dallas meistaratitilinn næsta vísan.

Körfubolti
Fréttamynd

Leikmenn Chelsea tileinka Terry sigurinn

Hugur leikmanna Chelsea er hjá John Terry og tileinka þeir fyrirliða sínum sigurinn, en hann var borinn af velli hálf meðvitundarlaus í úrslitaleik deildabikarsins gegn Arsenal í dag. Jose Mourinho hrósaði liði Arsenal í hástert en sagði betra liðið hafa unnið leikinn.

Enski boltinn
Fréttamynd

HK upp að hlið Valsmanna í DHL-deildinni

HK komst upp að hlið Valsmanna á toppi DHL-deildar karla þegar liðið bar sigurorð af Akureyri í Digranesi í dag, 31-23. Framarar unnu öruggan sigur á ÍR, 43-34, og Stjarnan sigraði Fylki í Garðabænum, 27-24, í öðrum leikjum dagsins.

Handbolti
Fréttamynd

Terry fluttur á sjúkrahús

John Terry, fyrirliði Chelsea, var fluttur á sjúkrahús eftir að hafa rotast í viðureign liðsins gegn Arsenal í dag. Að sögn Sky-fréttastofunnar í Englandi þjáðist Terry af ógleði og minnisglöppum þegar hann var borinn af velli um miðjan síðari hálfleik og því var ákveðið að taka enga áhættu. Frank Lampard tók á móti bikarnum í hans stað.

Enski boltinn
Fréttamynd

Chelsea sigraði Arsenal í deildabikarnum

Chelsea tryggði sér nú rétt í þessu enska deildabikarinn með því að leggja Arsenal af velli í úrslitaleik, 2-1. Didier Drogba var hetja Chelsea og skoraði bæði mörk liðsins eftir að Theo Walcott hafði komið Arsenal yfir. Þrír leikmenn fengu að líta rauða spjaldið undir lok leiksins eftir slagsmál leikmanna.

Enski boltinn
Fréttamynd

Vandræðalaust hjá Tottenham gegn Bolton

Tottenham átti ekki í neinum vandræðum með að leggja Bolton af velli í leik liðanna í ensku úrvalsdeildinni í dag en eftir aðeins 20. mínútna leik var liðið komið með þriggja marka forystu. Lokatölur urðu 4-1 og er Tottenham komið upp í níunda sæti deildarinnar. Tveir aðrir leikir fóru fram í Englandi í dag.

Enski boltinn
Fréttamynd

Drogba búinn að koma Chelsea yfir

Didier Drogba er búinn að skora sitt annað mark og koma Chelsea yfir gegn Arsenal í úrslitum enska deildabikarsins. Markið skoraði Drogba á 82. mínútu, með frábærum skalla eftir fyrirgjöf Arjen Robben. Arsenal hefur þó líklega um stundarfjórðung til að jafna leikinn en miklar tafir urðu þegar John Terry var borinn af velli.

Enski boltinn
Fréttamynd

Inter heldur sigurgöngunni áfram

Inter Milan burstaði Catina á útivelli í ítölsku A-deildinni í dag, 5-2, og vann sinn 17. sigur í röð í deildinni. Fjögur markanna komu í síðari hálfleik. Inter heldur 14 stiga forystu í deildinni en Roma er áfram í öðru sæti eftir 3-0 sigur á Reggina.

Enski boltinn
Fréttamynd

Emil undir smásjánni hjá Viking

Emil Hallfreðsson, landsliðsmaður hjá Tottenham, er undir smásjánni hjá norska úrvalsdeildarliðinu Viking sem vill fá vængmanninn flinka í sínar raðir fyrir komandi tímabil. Egil Östenstad, framkvæmdastjóri Viking, hefur staðfest að félagið hafi spurst fyrir um Emil.

Fótbolti
Fréttamynd

Jafnt hjá Chelsea og Arsenal í hálfleik

Staðan er ennþá jöfn, 1-1, þegar flautað hefur verið til hálfleiks í viðureign Chelsea og Arsenal í úrslitum deildabikarsins. Theo Walcott og Didier Drogba skoruðu mörkin í upphafi leiks en fyrri hálfleikurinn hefur verið frábær skemmtun.

Enski boltinn
Fréttamynd

Átta marka sigur Magdeburg

Þýska liðið Magdeburg var rétt í þessu að vinna FCK frá Kaupmannahöfn, 35-27, í Evrópukeppni félagsliða í handbolta. Staðan í hálfleik var 17-16 fyrir Madgeburg en Þjóðverjarnir sigldu fram úr á lokakafla leiksins og tryggðu sér gott veganesti fyrir síðari leik liðanna sem fram fer í Danmörku um næstu helgi.

Handbolti
Fréttamynd

Drogba búinn að jafna fyrir Chelsea

Didier Drogba er búinn að jafna metið fyrir Chelsea gegn Arsenal í deildabikarnum úr fyrstu alvöru sókn Chelsea í leiknum. Markið er skráð á 20. mínútu en það sem af er leik hefur Arsenal ráðið lögum og lofum á vellinum. Leikurinn er í beinni útsendingu á Sýn.

Enski boltinn
Fréttamynd

Arsenal komið yfir í úrslitaleiknum

Theo Walcott er búinn að koma Arsenal yfir í leiknum gegn Chelsea í úrslitaleik enska deildabikarsins. Markið skoraði Walcott á 12. mínútu leiksins með góðu skoti úr vítateignum. Forysta Arsenal er fyllilega verðskulduð og hafa hinir ungu leikmenn liðsins spilað Chelsea sundur og saman á upphafsmínútunum.

Enski boltinn
Fréttamynd

Tevez: Ég náði engu sambandi við Pardew

Carlos Tevez, leikmaður West Ham, segir að samband sitt við Alan Pardew, fyrrum stjóra liðsins, hafi verið miður gott og að hann arftaki hans, Alan Curbishley, sé allt annar og betri þjálfari. Tevez fékk ekki mörg tækifæri hjá Pardew en mátti þola 4-0 tap fyrir honum í gær þegar West Ham mætti Charlton.

Enski boltinn
Fréttamynd

Mourinho: Við megum ekki missa Lampard

Jose Mourinho hefur ítrekað fyrir foráðamönnum Chelsea hversu mikilvægt það er fyrir félagið að samningur miðjumannsins Frank Lampard verði endurnýjaður. Mourinho segir Lampard vera einstakan og lýsir afleiðingunum af hugsanlegri brottför hans frá félaginu sem hrikalegum.

Enski boltinn
Fréttamynd

Almunia vill verða markvörður númer eitt

Markvörðurinn Manuel Almunia hjá Arsenal telur að úrslitaleikurinn gegn Chelsea í deildabikarnum í dag sé tilvalin vettvangur fyrir sig að sanna tilverurétt sinn í byrjunarliði Arsenal. Almunia hefur verið varamaður fyrir Jens Lehman undanfarin ár en margt bendir til þess að þýski markvörðurinn sé á förum frá Arsenal í sumar.

Enski boltinn
Fréttamynd

Anelka gæti klárað ferilinn hjá Bolton

Franski framherjinn Nicolas Anelka hjá Arsenal hefur lýst því yfir að hann sé jafnvel reiðubúinn að klára feril sinn hjá Bolton, svo ánægður sé hann í herbúðum liðsins. Stjórinn Sam Allardyce þótti taka nokkra áhættu þegar hann samdi við Anelka fyrir þetta tímabil, en sá franski hefur reynst liðinu afar vel og skorað nokkur mikilvæg mörk.

Enski boltinn
Fréttamynd

Wiltord bjargaði Lyon

Franski sóknarmaðurinn Sylvain Wiltord átti magnaða endurkomu eftir næstum þriggja mánaða fjarveru vegna meiðsla og tryggði Lyon 3-3 jafntefli gegn Sochoux í frönsku úrvalsdeildinni í gær nánast upp á eigin spýtur. Wiltord kom inn á þegar skammt var eftir, en náði að skora mark og fiska vítaspyrnu í viðbótartíma.

Fótbolti
Fréttamynd

Þjálfari Grosswallstadt: Alexender vann leikinn fyrir okkur

Michael Roth, þjálfari Grosswallstadt, hélt ekki vatni yfir frammistöðu íslenska landsliðsmannsins Alexander Petersson eftir leik liðsins gegn TuS N-Lübbecke í þýsku úrvalsdeildinni í handbolta í gærkvöldi. Alexander skoraði 16 mörk úr 18 skottilraunum í marka sigri Grosswallstadt, 33-30.

Handbolti