Almannavarnir

Fréttamynd

Lokanir á fjallvegum vegna hlaup í Skaftá

Lögreglan á Suðurlandi vekur athygli á lokunum á fjallvegum vegna yfirstandandi hlaups í Skaftá. Í tilkynningu segir að staðan sé reglulega metin með sérfræðingum Veðurstofu Íslands og Almannavörnum.

Innlent
Fréttamynd

Ó­veðrið um helgina gæti komið af stað öðru hlaupi

Óvissustigi almannavarna hefur verið lýst yfir vegna Skaftárhlaups og lögreglan á Suðurlandi hefur ákveðið að loka nokkrum vegum á svæðinu. Bóndi á Ytri Ásum við Skaftá hafa verið óvenju hraðan snemma í morgun en orðið hefðbundnari í dag.

Innlent
Fréttamynd

Skáftárhlaup er hafið

Skaftárhlaup er hafið. Þetta staðfestir náttúruvársérfræðingur á Veðurstofu Íslands. Rennsli og leiðni hefur aukist í ánni frá því í nótt í Skaftá við Sveinstind og tilkynningar um brennisteinslykt hafa borist frá landvörðum í Hólaskjóli.

Innlent
Fréttamynd

Neitar að játa sig sigraðan gagnvart gróðureldunum

Þrjátíu slökkviliðsmenn hafa barist í dag á gosstöðvunum, með meiri tækjabúnaði en áður, við að koma í veg fyrir að gróðureldar breiðist út á Reykjanesskaga. Á sama tíma undirbúa Almannavarnir aðgerðir til bjargar innviðum. Þá hyggst lögregla vísa fólki burt af útsýnisstaðnum á Litla-Hrúti vegna þess að Veðurstofan skilgreinir hann sem hættusvæði.

Innlent
Fréttamynd

Þetta er útsýnisstaðurinn sem gosferðamenn vilja komast á

Eldgosið á Reykjanesi heldur enn sama krafti og undanfarna daga. Æ fleiri ferðamenn velja að sjá gosið af fjallinu Litla-Hrúti, þótt það þýði lengri göngu. Almannavarnir hefja tilraunir á gossvæðinu á morgun á aðferðum til að verja mikilvæga innviði eins og háspennulínur og jarðstrengi.

Innlent
Fréttamynd

Aðstoðuðu fjölskyldu með úrvinda börn

Gossvæðið við Litla Hrút á Reykjanesi er opið í dag en lögregla leggur áherslu á að ekki sé farið með börn á svæðið og að fólk með hjarta- eða lungnasjúkdóma gangi ekki að gosinu. 

Innlent
Fréttamynd

Biðla til fólks að ganga ekki frá Vig­dísar­valla­vegi

Almannavarnir biðla til fólks að ganga ekki að Litla-Hrúti frá Vigdísarvallavegi sem var opnaður í morgun. Þó það sé styttra að eldgosinu í beinni loftlínu þá er engin stikuð gönguleið þaðan og leiðin því bæði erfiðari og hættulegri.

Innlent
Fréttamynd

Hálft Reykjanesið geti farið undir eld

Slökkviliðsbíla má nú sjá við gosstöðvarnar þar sem reynt er að halda aftur af útbreiðslu gróðurelda sem loga vegna glóandi hrauns. Slökkviliðsstjóri segir að ef ekkert verði að gert sé hætta á því að þeir nái gríðarlegri dreifingu á svæðinu. Lokað var fyrir aðgengi almennings að gosstöðvunum í dag.

Innlent
Fréttamynd

Á­ætlanir til staðar ef rýma þarf hverfi vegna gass

Rýmingaráætlanir eru til staðar ef grípa þarf til þess ráðs að rýma sveitarfélög nálægt eldgosinu við Litla-Hrút vegna slæmrar gasmengunar. Búið er að loka fyrir aðgang að eldstöðvunum vegna mengunarinnar sem er talin geta verið lífshættuleg.

Innlent
Fréttamynd

Svona var upp­lýsinga­fundur vegna eld­gossins við Litla-Hrút

Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra boðaði til upplýsingafundar í Skógarhlíð klukkan 22 í kvöld um stöðu eldgossins við Litla-Hrút. Hættustig almannavarna hefur verið virkjað vegna eldgossins og búið er að loka fyrir aðgang að eldstöðvunum vegna gríðarlegrar gasmengunar sem telst lífshættuleg.

Innlent
Fréttamynd

Gos hafið á Reykjanesi: „Mikil hætta á að fólk verði fyrir gaseitrun“

Eldgos er hafið við fjallið Litla-Hrút á Reykjanesi, skammt frá Meradölum þar sem hraun kom upp á síðasta ári. Mikinn reyk og gas leggur nú upp af Reykjanesi og er talið að sprungan sé um 1.500 metrar að lengd. Fréttastofa Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar mun fylgjast vel með þróun mála og má sjá allt það nýjasta í vaktinni. 

Innlent
Fréttamynd

Ákveðið að hætta að velja sér frídaga

Í annað sinn á innan við ári gætu eldsumbrot truflað sumaráform samskiptastjóra almannavarna sem var á leið í sumarfrí á morgun. Tveir tímar liðu frá því að hún stimplaði sig út fyrir sumarleyfi í ágúst þegar eldgos hófst í Meradölum.

Innlent
Fréttamynd

Ó­vissu­stigi lýst yfir vegna skjálftanna

Ríkislögreglustjóri í samráði við lögreglustjórann á Suðurnesjum hefur lýst yfir óvissustigi almannavarna vegna jarðskjálftahrinu á Reykjanesskaga. Jarðskjálftahrina hófst að kvöldi til 4. júlí og er enn í gangi.

Innlent
Fréttamynd

Vill Fjarðaleið fremur en Fjarðarheiðargöng

Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra og fyrrverandi samgönguráðherra vill breyta forgangsröðun jarðganga á Austfjörðum í þágu almannavarna. Í stað Fjarðarheiðarganga til Seyðisfjarðar verði svokölluð Fjarðaleið valin um Mjóafjörð.

Innlent
Fréttamynd

Ó­vissu­stigi vegna jarð­skjálfta í Mýr­dals­jökli af­lýst

Óvissustigi vegna jarðskjálfta í Mýrdalsjökli hefur verið aflýst. Síðastliðinn fimmtudag hófst kröftug jarðskjálftahrina á svæðinu og fór fólk þá að velta því fyrir sér hvort Katla væri byrjuð að rumska. Hrinan gekk þó hratt yfir og var að mestu yfirstaðin síðar sama dag.

Innlent
Fréttamynd

Hundrað manns tóku þátt í æfingu Landhelgisgæslunnar

Umfangsmikil æfing Landhelgisgæslunnar, slökkviliðs Höfuðborgarsvæðisins og annarra helstu björgunaraðila fór fram á Faxaflóa í dag. Að sögn æfingastjóra eru æfingar sem þessar mikilvægur liður í að samhæfa verklag allra sem koma að björgunaraðgerðum á sjó.

Innlent
Fréttamynd

Flug­lita­kóðinn aftur grænn en ó­vissu­stig á­fram í gildi

Mælingar Veðurstofnnar benda til þess að virknin í Kötluöskju teljist nú til eðlilegrar bakgrunnsvirkni eldstöðvarinnar. Ákveðið hefur verið að færa fluglitakóðann aftur niður á grænan. Óvissustig almannavarna er þó áfram í gildi og náið verður fylgst með þróun mála í Mýrdalsjökli.

Innlent