Segir það verða erfiðari ákvörðun að hleypa fólki aftur til Grindavíkur Kristján Már Unnarsson skrifar 14. nóvember 2023 19:19 Kristín Jónsdóttir, jarðskjálftafræðingur á Veðurstofu Íslands, og Freysteinn Sigmundsson, jarðvísindamaður við Háskóla Íslands, fjölluðu um náttúruhamfarirnar í Grindavík. Vilhelm Gunnarsson Jarðvísindamennirnir Freysteinn Sigmundsson og Kristín Jónsdóttir telja nokkrar vikur að lágmarki í að Grindvíkingar komist aftur heim til sín. Kristín segir það kannski auðvelda ákvörðun að rýma en það verði alltaf erfiðari ákvörðun að hleypa fólki til baka. Þetta kom fram í umræðuþættinum Pallborðinu á Vísi í dag en þar spurði Kristján Már Unnarsson hvað þyrfti að gerast til að Grindvíkingar fengju að snúa til baka. „Ég held að það sé erfitt að snúa til Grindavíkur fyrr en kvika er að lágmarki hætt að streyma inn í þennan kvikugang,“ sagði Freysteinn en bætti við að þá tæki við annað ferli; að meta hvort það væri ásættanleg áhætta. Pallborðið var í beinni útsendingu á Vísi í dagVilhelm Gunnarsson „Það getur verið lengra ferli en það. Það getur verið kvikusöfnun undir Svartsengi eða Fagradalsfjalli. Þetta er kannski allt samtengt. Ég held að við vitum það að kvikuhreyfingar undir Grindavík verða að stoppa, að lágmarki, áður en fólk getur farið til baka. En síðan þarf að meta áhætturnar, þó að kvikuhreyfingarnar hafi stoppað,“ sagði Freysteinn ennfremur. -Erum við að tala um kannski minnst nokkrar vikur? „Ég held það, bara alveg að lágmarki,“ svaraði Kristín. „Það er alveg þekkt með svona stóra atburði erlendis að það er eitt að rýma og má segja að það sé kannski auðveld ákvörðun. En það að hleypa fólki til baka mun alltaf verða erfiðari ákvörðun,“ sagði Kristín. Hér má sjá Pallborðið í heild sinni: Styttri klippur úr þættinum má sjá hér að neðan. Hér er spurt hvenær Grindvíkingar geti búist við að fá að snúa heim: Hér er fjallað um sprungurnar sem myndast hafa í Grindavík: Hér er fjallað um þann fyrirvara sem yrði á eldgosi: Hér er fjallað um minni líkur á eldgosi við fjallið Þorbjörn: Hér er rætt um hvort endurskoða þurfi mannvirkjagerð á eldvirkum svæðum Reykjanesskaga: Pallborðið Eldgos á Reykjanesskaga Eldgos og jarðhræringar Grindavík Almannavarnir Mest lesið Þorleifur Kamban er látinn Innlent Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Innlent Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Erlent Á leið í frí en hvergi nærri hættur Innlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent „Kannski ætti hæstvirt þingkona aðeins að fara að vanda til verka“ Innlent Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Innlent Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Innlent Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Erlent Fleiri fréttir Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Kannski ætti hæstvirt þingkona aðeins að fara að vanda til verka“ Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Umræða um að flokkurinn beri skarðan hlut jaðri við áróður Drífa Kristín skipuð skrifstofustjóri á skrifstofu löggæslumála Krefjast þess að stjórnvöld slíti samstarfi við Anthropic Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Ofbeldi gegn öldruðum færist í aukana og réttindi fatlaðra loks lögfest Óskar eftir fundi með Apple Ekkert vesen á hrjótandi gesti í Sjóminjasafninu Dóra Björt hætt við formannsframboðið Á leið í frí en hvergi nærri hættur Fundur fólksins veglegur í ár Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Sjá meira
Þetta kom fram í umræðuþættinum Pallborðinu á Vísi í dag en þar spurði Kristján Már Unnarsson hvað þyrfti að gerast til að Grindvíkingar fengju að snúa til baka. „Ég held að það sé erfitt að snúa til Grindavíkur fyrr en kvika er að lágmarki hætt að streyma inn í þennan kvikugang,“ sagði Freysteinn en bætti við að þá tæki við annað ferli; að meta hvort það væri ásættanleg áhætta. Pallborðið var í beinni útsendingu á Vísi í dagVilhelm Gunnarsson „Það getur verið lengra ferli en það. Það getur verið kvikusöfnun undir Svartsengi eða Fagradalsfjalli. Þetta er kannski allt samtengt. Ég held að við vitum það að kvikuhreyfingar undir Grindavík verða að stoppa, að lágmarki, áður en fólk getur farið til baka. En síðan þarf að meta áhætturnar, þó að kvikuhreyfingarnar hafi stoppað,“ sagði Freysteinn ennfremur. -Erum við að tala um kannski minnst nokkrar vikur? „Ég held það, bara alveg að lágmarki,“ svaraði Kristín. „Það er alveg þekkt með svona stóra atburði erlendis að það er eitt að rýma og má segja að það sé kannski auðveld ákvörðun. En það að hleypa fólki til baka mun alltaf verða erfiðari ákvörðun,“ sagði Kristín. Hér má sjá Pallborðið í heild sinni: Styttri klippur úr þættinum má sjá hér að neðan. Hér er spurt hvenær Grindvíkingar geti búist við að fá að snúa heim: Hér er fjallað um sprungurnar sem myndast hafa í Grindavík: Hér er fjallað um þann fyrirvara sem yrði á eldgosi: Hér er fjallað um minni líkur á eldgosi við fjallið Þorbjörn: Hér er rætt um hvort endurskoða þurfi mannvirkjagerð á eldvirkum svæðum Reykjanesskaga:
Pallborðið Eldgos á Reykjanesskaga Eldgos og jarðhræringar Grindavík Almannavarnir Mest lesið Þorleifur Kamban er látinn Innlent Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Innlent Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Erlent Á leið í frí en hvergi nærri hættur Innlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent „Kannski ætti hæstvirt þingkona aðeins að fara að vanda til verka“ Innlent Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Innlent Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Innlent Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Erlent Fleiri fréttir Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Kannski ætti hæstvirt þingkona aðeins að fara að vanda til verka“ Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Umræða um að flokkurinn beri skarðan hlut jaðri við áróður Drífa Kristín skipuð skrifstofustjóri á skrifstofu löggæslumála Krefjast þess að stjórnvöld slíti samstarfi við Anthropic Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Ofbeldi gegn öldruðum færist í aukana og réttindi fatlaðra loks lögfest Óskar eftir fundi með Apple Ekkert vesen á hrjótandi gesti í Sjóminjasafninu Dóra Björt hætt við formannsframboðið Á leið í frí en hvergi nærri hættur Fundur fólksins veglegur í ár Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Sjá meira