Rýmdu bæinn á 95 sekúndum Vésteinn Örn Pétursson skrifar 14. nóvember 2023 18:24 Um 80 til 90 manns voru í Grindavík þegar bærinn var rýmdur með hraði í dag, að sögn lögreglustjórans á Suðurnesjum. Vísir/Vilhelm Lögreglustjórinn á Suðurnesjum, segir að vonandi verði hægt að hleypa Grindvíkingum aftur tímabundið inn í bæinn á morgun. Bærinn var rýmdur í dag þegar tugir íbúa voru þar, en rýmingin tók 95 sekúndur. Til stóð að Grindvíkingar gætu vitjað heimila sinna og muna til klukkan fjögur í dag, en vegna rýmingarboðs frá samhæfingarstöð ríkislögreglustjóra var bærinn rýmdur með hraði. Mögulega verði skipulag varðandi slíka aðgerð endurskoðað. „Ég geri ráð fyrir því að okkar skipulag fyrir morgundaginn, ef við hleypum inn í bæinn, verði með aðeins öðrum hætti,“ segir Úlfar Lúðvíksson, lögreglustjóri á Suðurnesjum. Hann á von á því að hægt verði að hleypa fólki aftur í bæinn á morgun, nema hættumat breytist. Það muni liggja fyrir á morgun, rétt eins og mögulegar breytingar á skipulagi aðgerðarinnar. „Það ákveðum við eftir fund Almannavarna með Veðurstofu í fyrramálið. Ég geri ráð fyrir að þær upplýsingar liggi fyrir upp úr klukkan níu, og þá liggur okkar áætlun fyrir daginn fyrir. Úlfar Lúðvíksson, lögreglustjóri á Suðurnesjum. Vísir/Baldur Ekki ástæða til að hætta við úr því sem komið var Grindavík var rýmd fyrr í dag, en fyrir það hafði staðið til að íbúar Grindavíkur sem ekki áttu þess kost í gær gætu fengið að fara inn í bæinn til að vitja heimila sinna og helstu muna. Rýmingarboð barst síðan lögreglunni á Suðurnesjum frá samhæfingarstöð Ríkislögreglustjóra, þar sem gasmælar hafi sýnt að brennisteinsdíoxíð væri að koma upp úr jörðu nærri Grindavík. „Það var brugðist skjótt við, og farið í rýmingu. Það er ágætt frá því að segja að þessi rýming tók 95 sekúndur,“ segir Úlfar. Um 80 til 90 manns hafi verið í bænum á þessum tíma. Rýmingin hafi skömmu síðar verið afturkölluð. „En úr því sem komið var þá var ekki ástæða til þess að hætta við rýmingu. Það er bara í okkar verklagi og er mín ákvörðun,“ segir Úlfar. Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Almannavarnir Lögreglumál Mest lesið Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Innlent Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Innlent „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Innlent Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Innlent Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Erlent Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent Anna ljósa fallin frá Innlent Telja dagana frá síðasta innbroti Innlent Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Innlent Fleiri fréttir Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd „Þau eru að herja á börnin okkar“ Skipulagði bæjarferðir að vestan þannig að hann kæmist í Blóðbankann Lægð sem valdi meiri usla Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Grafalvarleg staða í Danmörku, trampólínlægð og hundaflaut Sjá meira
Til stóð að Grindvíkingar gætu vitjað heimila sinna og muna til klukkan fjögur í dag, en vegna rýmingarboðs frá samhæfingarstöð ríkislögreglustjóra var bærinn rýmdur með hraði. Mögulega verði skipulag varðandi slíka aðgerð endurskoðað. „Ég geri ráð fyrir því að okkar skipulag fyrir morgundaginn, ef við hleypum inn í bæinn, verði með aðeins öðrum hætti,“ segir Úlfar Lúðvíksson, lögreglustjóri á Suðurnesjum. Hann á von á því að hægt verði að hleypa fólki aftur í bæinn á morgun, nema hættumat breytist. Það muni liggja fyrir á morgun, rétt eins og mögulegar breytingar á skipulagi aðgerðarinnar. „Það ákveðum við eftir fund Almannavarna með Veðurstofu í fyrramálið. Ég geri ráð fyrir að þær upplýsingar liggi fyrir upp úr klukkan níu, og þá liggur okkar áætlun fyrir daginn fyrir. Úlfar Lúðvíksson, lögreglustjóri á Suðurnesjum. Vísir/Baldur Ekki ástæða til að hætta við úr því sem komið var Grindavík var rýmd fyrr í dag, en fyrir það hafði staðið til að íbúar Grindavíkur sem ekki áttu þess kost í gær gætu fengið að fara inn í bæinn til að vitja heimila sinna og helstu muna. Rýmingarboð barst síðan lögreglunni á Suðurnesjum frá samhæfingarstöð Ríkislögreglustjóra, þar sem gasmælar hafi sýnt að brennisteinsdíoxíð væri að koma upp úr jörðu nærri Grindavík. „Það var brugðist skjótt við, og farið í rýmingu. Það er ágætt frá því að segja að þessi rýming tók 95 sekúndur,“ segir Úlfar. Um 80 til 90 manns hafi verið í bænum á þessum tíma. Rýmingin hafi skömmu síðar verið afturkölluð. „En úr því sem komið var þá var ekki ástæða til þess að hætta við rýmingu. Það er bara í okkar verklagi og er mín ákvörðun,“ segir Úlfar.
Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Almannavarnir Lögreglumál Mest lesið Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Innlent Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Innlent „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Innlent Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Innlent Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Erlent Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent Anna ljósa fallin frá Innlent Telja dagana frá síðasta innbroti Innlent Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Innlent Fleiri fréttir Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd „Þau eru að herja á börnin okkar“ Skipulagði bæjarferðir að vestan þannig að hann kæmist í Blóðbankann Lægð sem valdi meiri usla Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Grafalvarleg staða í Danmörku, trampólínlægð og hundaflaut Sjá meira