Viðskipti Besta ár í sögu Actavis Alþjóðlega samheitalyfjafyrirtækið Actavis Group skilaði 6,3 milljarða króna hagnaði á árinu 2005 og 2,8 milljarða hagnaði á fjórða ársfjórðungi. Tekjur samstæðunnar námu 45,2 milljörðum króna á árinu og hagnaður fyrir afskriftir, fjármagnsliði og skatta nam 11,5 milljörðum króna. Árið er það besta í sögu félagsins. Viðskipti innlent 7.3.2006 17:16 Viðskiptahallinn við útlönd 164,1 milljarður króna í fyrra Viðskiptahallinn við útlönd nam 53,1 milljarði króna á fjórða ársfjórðungi síðasta árs samkvæmt bráðabirgðauppgjöri Seðlabanka Íslands. Á sama tímabili 2004 var viðskiptahallinn 35,2 milljarðar króna. Viðskiptahallinn á öllu síðasta ári nam samtals 164,1 milljarði króna en var 85,3 milljarðar króna árið áður. Viðskipti innlent 7.3.2006 16:20 Viðskiptavinir ánægðastir með Ölgerðina Viðskiptavinir voru ánægðastir með viðskipti við Ölgerð Egils Skallagrímssonar árið 2005 samkvæmt mælingu samkvæmt árlegri mælingu Samtaka iðnaðarins, Stjórnvísi og Gallup. Viðurkenningar hinnar svokölluðu íslensku ánægjuvogar voru afhent í dag. Innlent 7.3.2006 15:50 FL Group kaupir í Aktiv Kapital FL Group hefur keypt tæplega 8,99 prósenta hlut í norska fjármálafyrirtækinu Aktiv Kapital. Markaðsvirði hlutarins er um 4,7 milljarðar íslenskra króna. Viðskipti innlent 7.3.2006 15:41 Uppsagnir hjá AT&T Stjórnendur bandaríska fjarskiptafyrirtækisins AT&T greindu frá því í dag að allt að 10.000 manns verði sagt upp störfum hjá fyrirtækinu á næstu þremur árum. AT&T ákvað í gær að festa kaup á bandaríska farsímafyrirtækinu BellSouth fyrir 67 milljarða Bandaríkjadali og eru uppsagnirnar liður í hagræðingu hins sameinaða fjarskiptarisa. Viðskipti erlent 7.3.2006 15:25 Tap á rekstri deCode 4 milljarðar 2005 Tap á rekstri deCode Genetics, móðurfélags Íslenskrar erfðagreiningar, í fyrra nam tæpum fjórum milljörðum króna sem er nokkuð hærra en árið á undan. Félagið hefur aldrei skilað hagnaði frá því það var stofnað árið 1997. Innlent 7.3.2006 12:13 Íbúðalánasjóður lækkar vexti Íbúðalánasjóður hefur ákveðið að lækka útlánsvexti íbúðalána úr 4,7 prósentum í 4,65 prósent í kjölfar 1. áfanga útboðs íbúðabréfa á þessu ári. Vaxtabreytingin tekur gildi á morgun. Viðskipti innlent 7.3.2006 11:14 Hlutabréf lækkuðu í Japan Hlutabréf lækkuðu við lokun kauphallarinnar í Tókýó í Japan í dag. Nikkei-225 hlutabréfavísitalan, sem endaði í hæsta lokagildi vísitölunnar sl. sex ár í gær, lækkaði um 1,10 prósent, 175,14 punkta, og endaði í 15.726,02 stigum í dag. Í gær hækkaði hlutabréfavísitalan hins vegar um 1,52 prósent. Viðskipti erlent 7.3.2006 09:57 Mikil umsvif á fasteignamarkaði Umsvif voru óvenju mikil á fasteignamarkaði í síðustu viku. Gengið var frá 206 kaupsamningum, 160 kaupsamningum um eignir í fjölbýli, 30 samningum um eignir í sérbýli og 16 samninga í annars konar eignum. Meðalupphæð samnings nam 23,6 milljónum króna, að því er fram kemur í hálf fimm fréttum KB banka og vísað í upplýsingar frá Fasteignamati ríkisins. Viðskipti innlent 6.3.2006 20:49 Norskur auðjöfur kaupir stærsta laxeldisfyrirtæki heims Eigendur hollenska laxeldisfyrirtækisins Marine Harvest N.V., sem er stærsta fyrirtæki heims á sínu sviði, hafa samþykkt yfirtökutilboð Geverans Trading Co. Ltd., sem er í eigu norska auðjöfursins Johns Fredriksens. Yfirtökutilboð Geveran Trading hljóðar upp á 1,75 milljarða evrur. Viðskipti erlent 6.3.2006 16:02 Mútumál hjá DaimlerChrysler Þýski bílaframleiðandinn DaimlerChrysler greindi frá því í dag að innri rannsókn fyrirtækisins, sem hefði verið gerð í kjölfar ásakana um mútuþægnihjá fyrirtækinu, hefði leitt í ljós að „ósæmilegar greiðslur“ hefðu verið inntar af hendi í Afríku, Asíu og Austur-Evrópu. Hafi nokkrum starfsmönnum verið vikið úr starfi, sumum til frambúðar en öðrum tímabundið, vegna þessa. Viðskipti erlent 6.3.2006 14:11 HSBC bankinn skilaði mestum hagnaði Alþjóðlegi fjárfestingabankinn HSBC skilaði mestum hagnaði breskra banka í Bretlandi á síðasta ári. Hagnaðurinn nam 11,5 milljörðum punda fyrir skatta. Um 20 prósent af hagnaði bankans var í Bretlandi en 80 prósent á alþjóðlegum vettvangi, s.s. í nokkrum löndum í Evrópu, Asíu, í Bandaríkjunum og Mið- og Suður-Ameríku. Viðskipti erlent 6.3.2006 11:55 Hlutabréf hækkuðu í Japan Gengi flestra hlutabréfa hækkaði við lokun markaða í Asíu í dag. Hækkunin nam í flestum tilvikum um hálfu prósentustigi en gengi bréfa í kauphöllinni í Tókýó í Japan hækkuðu mest. Nikkei-225 hlutabréfavísitalan hækkaði um 1,5 prósent og endaði í 15.901,16 stigum, sem er hæsta lokagengi vísitölunnar í sex ár. Viðskipti erlent 6.3.2006 11:01 Hagnaður Landsvirkjunar minnkar á milli ára Hagnaður af rekstri Landsvirkjunar nam tæpum 6,29 milljörðum króna á síðasta ári en var 7,19 milljarðar króna árið 2004. Í árslok námu heildareignir fyrirtækisins 182 milljörðum króna og var eiginfjárhlutfall 31,9 prósent, að því er fram kemur í ársreikningum Landsvirkjunar, sem lagðir verða fyrir ársfund fyrirtækisins eftir mánuð. Viðskipti innlent 6.3.2006 10:35 Íslendingar fjárfestu jafnmikið og Bretar í Danmörku Íslendingar fjárfestu jafnmikið og Bretar í Danmörku árið 2004 en þessar tvær þjóðir vermdu toppsætin í kaupgleði á dönskum fyrirtækjum. Í Kaupmannahafnarpóstinum er greint frá því að árið 2004 hafi íslensk fyrirtæki fjárfest fyrir 6,2 milljarða danskra króna í Danmörku, eða um 60 milljarða íslenskra króna, sem er nánast sama upphæð og Bretar fjárfestu fyrir. Innlent 5.3.2006 15:15 Klofningur í stjórn Straums - Burðaráss Klofningur kom upp í stjórn Straums - Burðaráss í gærkvöld þegar kosið var um verkskiptingu stjórnar. Innlent 4.3.2006 12:06 Stjórn Straums klofnaði Stjórn Straums klofnaði þegar stjórn félagsins skipti með sér verkum að loknum aðalfundi félagsins í dag Björgólfur Thor Björgólfsson hafði verið einróma kosinn formaður þegar koma að kjöri varaformanns. Var þá borinn upp tillaga um að Eggert Magnússon yrði varaformaður. Tillagan kom Magnúsi Kristinssyni, einum stærsta hluthafa Straums á óvart, enda hafði hann verið varaformaður síðasta árið og átti von á áframhaldandi setu í embættinu. Innlent 3.3.2006 22:50 Hagar kaupa einstaklingssvið Tæknivals Gengið hefur verið frá sölu einstaklingssviðs Tæknivals til Haga. Salan gekk í gegn í gær, en einstaklingssviðið felur í sér verslun og heildsölu á tölvubúnaði á einstaklingsmarkaði. Hagar tóku við rekstri verslunar Tæknivals og heildsölu í Skeifunni í Reykjavík núna um mánaðamótin. Viðskipti innlent 3.3.2006 15:10 Nói Siríus kaupir enskt súkkulaðifyrirtæki Nói Siríus bætist nú í hóp útrásarfyrirtækja því félagið hefur keypt enska súkkulaðifyrirtækið Elizabeth Shaw í Bristol. Innlent 3.3.2006 13:21 Nói-Síríus kaupir enskt sælgætisfyrirtæki Nói Síríus hefur gengið frá kaupum á enska fyrirtækinu Elizabeth Shaw, sem er þekkt enskt sælgætisfyrirtæki og sérhæfir sig í framleiðslu og sölu á súkkulaðivörum af ýmsu tagi. Saga fyrirtækisins nær allt aftur til 19. aldar en þekktustu merki þess eru Mint Crisps, sem eru innpakkaðar súkkulaðiskífur með myntubragði og Famous Names, sem eru líkjörsfylltir konfektmolar. Viðskipti innlent 3.3.2006 14:06 Tekjur Hitaveitu Suðurnesja jukust milli ára Rekstrartekjur Hitaveitu Suðurnesja (HS) námu 4,68 milljörðum króna á síðasta ári og er það 873 milljóna króna aukning frá 2004, að því er fram kemur í ársuppgjöri fyrirtækisins fyrir síðasta ár. Um 23% hækkun tekna stafar af aukningu í raforkusölu um 545 milljónir króna og aukningu í öðrum tekjum um 261 milljón krónur. Viðskipti innlent 3.3.2006 13:30 ESB spáir 1,9 prósenta hagvexti á evrusvæðinu í ár Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins (ESB) gaf út hagvaxtarspá sína í dag fyrir lönd sem tekið hafa upp evruna. Spáð er á bilinu 0,4 prósenta til 0,9 prósenta hagvaxtaraukningu á evrusvæðinu á fyrsta ársfjórðungi og er búist við svipaðri aukningu á næstu tveimur ársfjórðungum. Viðskipti erlent 3.3.2006 10:54 Íslandsbanki kaupir 50,1% í Union Group Íslandsbanki hf. hefur skrifað undir samning um kaup á 50,1 prósenta hlut í Union Group, sem er stærsti og leiðandi aðili í sölu, ráðgjöf og samsetningu viðskipta með atvinnuhúsnæði í Noregi. Kaupin styrkja frekar stöðu Íslandsbanka í viðskiptum með atvinnuhúsnæði, fjármögnun slíkra viðskipta með sölu til þriðja aðila, auk fyrirtækjaráðgjafar og sjóðarekstrar á sviði atvinnuhúsnæðis í Noregi. Viðskipti innlent 3.3.2006 09:58 Þrír stærstu bankar landsins styrkja stöðu sína gagnvart sveiflum Alþjóðlega matsfyrirtækið Fitch Ratings segir í nýrri skýrslu um næmi þriggja stærstu banka landsins, KB banka, Landsbankans og Íslandsbanka, að þeim hafi á síðastliðnum þremur árum tekist að bregðast með betri hætti við sveiflum á gengis- og vaxtamarkaði hér á landi. Segir m.a. í skýrslunni að fjölbreytt starfsemi bankanna hafi orðið til þess að þeir eru ekki jafn viðkvæmir fyrir breytingum og áður. Viðskipti innlent 2.3.2006 16:14 Eigið fé Stoða jókst á milli ára Hagnaður fasteignafélagsins Stoða hf. nam rúmum 2 milljörðum króna á síðasta ári, að því er fram kemur í ársuppgjöri félagsins. Þetta er 766 milljónum króna minna en árið á undan. Í árslok gerði félagið samning um kaup á öllu hlutafé í danska fasteignafélaginu Atlas Ejendomme A/S og varð félagið hluti af samstæðureikningi Stoða hf. frá yfirtökudegi, sem var 6. janúar sl. Þá hafa kaupin og lánveitingar til Atlas verið færðar í ársreikninginn. Viðskipti innlent 2.3.2006 15:25 Forstjóraskipti hjá Tæknivali Magnús V. Snædal hefur verið ráðinn forstjóri Tæknivals í stað Sigrúnar Guðjónsdóttur. Hann starfaði áður sem framkvæmdastjóri hjá þekkingu. Ráðningin kemur í kjölfar eigendaskipta á Tæknivali, þar sem eignarhaldsfélagið Byr keypti félagið af Fons. Viðskipti innlent 2.3.2006 14:20 Stýrivextir hækka á evrusvæðinu Evrópski seðlabankinn (ECB) hækkaði stýrivexti á evrusvæðinu um 0,25 prósent í dag og standa þeir nú í 2,50 prósentum. Með hækkuninni, sem er í samræmi við spár fjármálasérfræðinga, er horft til þess að styrkja efnahag þeirra 12 aðildarlanda Evrópusambandsins (ESB), sem tekið hafa upp evruna. Viðskipti erlent 2.3.2006 13:06 Olíuverð fór yfir 62 dollara Heimsmarkaðsverð á olíu hækkaði enn í dag þrátt fyrir að opinberar tölur bentu til að olíubirgðir hefðu aukist í Bandaríkjunum. Hráolía, sem afhent verður í næsta mánuði, hækkaði um 74 sent á mörkuðum í New York og fór 62,71 dal á tunnu en verð á Brent Norðursjávarolíu hækkaði um 76 sent í Lundúnum og fór í 63,21 dal á tunnu. Viðskipti erlent 2.3.2006 11:45 Standard & Poor’s setur Íbúðalánasjóð á athugunarlista Alþjóðlega matsfyrirtækið Standard & Poor’s hefur sett Íbúðalánasjóð á athugunarlista og segir horfurnar neikvæðar. Matsfyrirtækið gefur sjóðnum langtímaeinkunnina AA+ en segir ástæðuna fyrir matinu minnkandi hlutdeild sjóðsins á íbúðalánamarkaðnum. Viðskipti innlent 2.3.2006 11:19 Segir Icelandic Group selja ólöglega veiddan þorsk Breska blaðið The Guardian segir að íslenska fyrirtækið Icelandic Grop, sem áður hét SH, selji ólöglega veiddan þorsk úr Barentshafi, sem veiddur sé utan kvóta og fari á svartan markað. Innlent 2.3.2006 07:49 « ‹ 161 162 163 164 165 166 167 168 169 … 223 ›
Besta ár í sögu Actavis Alþjóðlega samheitalyfjafyrirtækið Actavis Group skilaði 6,3 milljarða króna hagnaði á árinu 2005 og 2,8 milljarða hagnaði á fjórða ársfjórðungi. Tekjur samstæðunnar námu 45,2 milljörðum króna á árinu og hagnaður fyrir afskriftir, fjármagnsliði og skatta nam 11,5 milljörðum króna. Árið er það besta í sögu félagsins. Viðskipti innlent 7.3.2006 17:16
Viðskiptahallinn við útlönd 164,1 milljarður króna í fyrra Viðskiptahallinn við útlönd nam 53,1 milljarði króna á fjórða ársfjórðungi síðasta árs samkvæmt bráðabirgðauppgjöri Seðlabanka Íslands. Á sama tímabili 2004 var viðskiptahallinn 35,2 milljarðar króna. Viðskiptahallinn á öllu síðasta ári nam samtals 164,1 milljarði króna en var 85,3 milljarðar króna árið áður. Viðskipti innlent 7.3.2006 16:20
Viðskiptavinir ánægðastir með Ölgerðina Viðskiptavinir voru ánægðastir með viðskipti við Ölgerð Egils Skallagrímssonar árið 2005 samkvæmt mælingu samkvæmt árlegri mælingu Samtaka iðnaðarins, Stjórnvísi og Gallup. Viðurkenningar hinnar svokölluðu íslensku ánægjuvogar voru afhent í dag. Innlent 7.3.2006 15:50
FL Group kaupir í Aktiv Kapital FL Group hefur keypt tæplega 8,99 prósenta hlut í norska fjármálafyrirtækinu Aktiv Kapital. Markaðsvirði hlutarins er um 4,7 milljarðar íslenskra króna. Viðskipti innlent 7.3.2006 15:41
Uppsagnir hjá AT&T Stjórnendur bandaríska fjarskiptafyrirtækisins AT&T greindu frá því í dag að allt að 10.000 manns verði sagt upp störfum hjá fyrirtækinu á næstu þremur árum. AT&T ákvað í gær að festa kaup á bandaríska farsímafyrirtækinu BellSouth fyrir 67 milljarða Bandaríkjadali og eru uppsagnirnar liður í hagræðingu hins sameinaða fjarskiptarisa. Viðskipti erlent 7.3.2006 15:25
Tap á rekstri deCode 4 milljarðar 2005 Tap á rekstri deCode Genetics, móðurfélags Íslenskrar erfðagreiningar, í fyrra nam tæpum fjórum milljörðum króna sem er nokkuð hærra en árið á undan. Félagið hefur aldrei skilað hagnaði frá því það var stofnað árið 1997. Innlent 7.3.2006 12:13
Íbúðalánasjóður lækkar vexti Íbúðalánasjóður hefur ákveðið að lækka útlánsvexti íbúðalána úr 4,7 prósentum í 4,65 prósent í kjölfar 1. áfanga útboðs íbúðabréfa á þessu ári. Vaxtabreytingin tekur gildi á morgun. Viðskipti innlent 7.3.2006 11:14
Hlutabréf lækkuðu í Japan Hlutabréf lækkuðu við lokun kauphallarinnar í Tókýó í Japan í dag. Nikkei-225 hlutabréfavísitalan, sem endaði í hæsta lokagildi vísitölunnar sl. sex ár í gær, lækkaði um 1,10 prósent, 175,14 punkta, og endaði í 15.726,02 stigum í dag. Í gær hækkaði hlutabréfavísitalan hins vegar um 1,52 prósent. Viðskipti erlent 7.3.2006 09:57
Mikil umsvif á fasteignamarkaði Umsvif voru óvenju mikil á fasteignamarkaði í síðustu viku. Gengið var frá 206 kaupsamningum, 160 kaupsamningum um eignir í fjölbýli, 30 samningum um eignir í sérbýli og 16 samninga í annars konar eignum. Meðalupphæð samnings nam 23,6 milljónum króna, að því er fram kemur í hálf fimm fréttum KB banka og vísað í upplýsingar frá Fasteignamati ríkisins. Viðskipti innlent 6.3.2006 20:49
Norskur auðjöfur kaupir stærsta laxeldisfyrirtæki heims Eigendur hollenska laxeldisfyrirtækisins Marine Harvest N.V., sem er stærsta fyrirtæki heims á sínu sviði, hafa samþykkt yfirtökutilboð Geverans Trading Co. Ltd., sem er í eigu norska auðjöfursins Johns Fredriksens. Yfirtökutilboð Geveran Trading hljóðar upp á 1,75 milljarða evrur. Viðskipti erlent 6.3.2006 16:02
Mútumál hjá DaimlerChrysler Þýski bílaframleiðandinn DaimlerChrysler greindi frá því í dag að innri rannsókn fyrirtækisins, sem hefði verið gerð í kjölfar ásakana um mútuþægnihjá fyrirtækinu, hefði leitt í ljós að „ósæmilegar greiðslur“ hefðu verið inntar af hendi í Afríku, Asíu og Austur-Evrópu. Hafi nokkrum starfsmönnum verið vikið úr starfi, sumum til frambúðar en öðrum tímabundið, vegna þessa. Viðskipti erlent 6.3.2006 14:11
HSBC bankinn skilaði mestum hagnaði Alþjóðlegi fjárfestingabankinn HSBC skilaði mestum hagnaði breskra banka í Bretlandi á síðasta ári. Hagnaðurinn nam 11,5 milljörðum punda fyrir skatta. Um 20 prósent af hagnaði bankans var í Bretlandi en 80 prósent á alþjóðlegum vettvangi, s.s. í nokkrum löndum í Evrópu, Asíu, í Bandaríkjunum og Mið- og Suður-Ameríku. Viðskipti erlent 6.3.2006 11:55
Hlutabréf hækkuðu í Japan Gengi flestra hlutabréfa hækkaði við lokun markaða í Asíu í dag. Hækkunin nam í flestum tilvikum um hálfu prósentustigi en gengi bréfa í kauphöllinni í Tókýó í Japan hækkuðu mest. Nikkei-225 hlutabréfavísitalan hækkaði um 1,5 prósent og endaði í 15.901,16 stigum, sem er hæsta lokagengi vísitölunnar í sex ár. Viðskipti erlent 6.3.2006 11:01
Hagnaður Landsvirkjunar minnkar á milli ára Hagnaður af rekstri Landsvirkjunar nam tæpum 6,29 milljörðum króna á síðasta ári en var 7,19 milljarðar króna árið 2004. Í árslok námu heildareignir fyrirtækisins 182 milljörðum króna og var eiginfjárhlutfall 31,9 prósent, að því er fram kemur í ársreikningum Landsvirkjunar, sem lagðir verða fyrir ársfund fyrirtækisins eftir mánuð. Viðskipti innlent 6.3.2006 10:35
Íslendingar fjárfestu jafnmikið og Bretar í Danmörku Íslendingar fjárfestu jafnmikið og Bretar í Danmörku árið 2004 en þessar tvær þjóðir vermdu toppsætin í kaupgleði á dönskum fyrirtækjum. Í Kaupmannahafnarpóstinum er greint frá því að árið 2004 hafi íslensk fyrirtæki fjárfest fyrir 6,2 milljarða danskra króna í Danmörku, eða um 60 milljarða íslenskra króna, sem er nánast sama upphæð og Bretar fjárfestu fyrir. Innlent 5.3.2006 15:15
Klofningur í stjórn Straums - Burðaráss Klofningur kom upp í stjórn Straums - Burðaráss í gærkvöld þegar kosið var um verkskiptingu stjórnar. Innlent 4.3.2006 12:06
Stjórn Straums klofnaði Stjórn Straums klofnaði þegar stjórn félagsins skipti með sér verkum að loknum aðalfundi félagsins í dag Björgólfur Thor Björgólfsson hafði verið einróma kosinn formaður þegar koma að kjöri varaformanns. Var þá borinn upp tillaga um að Eggert Magnússon yrði varaformaður. Tillagan kom Magnúsi Kristinssyni, einum stærsta hluthafa Straums á óvart, enda hafði hann verið varaformaður síðasta árið og átti von á áframhaldandi setu í embættinu. Innlent 3.3.2006 22:50
Hagar kaupa einstaklingssvið Tæknivals Gengið hefur verið frá sölu einstaklingssviðs Tæknivals til Haga. Salan gekk í gegn í gær, en einstaklingssviðið felur í sér verslun og heildsölu á tölvubúnaði á einstaklingsmarkaði. Hagar tóku við rekstri verslunar Tæknivals og heildsölu í Skeifunni í Reykjavík núna um mánaðamótin. Viðskipti innlent 3.3.2006 15:10
Nói Siríus kaupir enskt súkkulaðifyrirtæki Nói Siríus bætist nú í hóp útrásarfyrirtækja því félagið hefur keypt enska súkkulaðifyrirtækið Elizabeth Shaw í Bristol. Innlent 3.3.2006 13:21
Nói-Síríus kaupir enskt sælgætisfyrirtæki Nói Síríus hefur gengið frá kaupum á enska fyrirtækinu Elizabeth Shaw, sem er þekkt enskt sælgætisfyrirtæki og sérhæfir sig í framleiðslu og sölu á súkkulaðivörum af ýmsu tagi. Saga fyrirtækisins nær allt aftur til 19. aldar en þekktustu merki þess eru Mint Crisps, sem eru innpakkaðar súkkulaðiskífur með myntubragði og Famous Names, sem eru líkjörsfylltir konfektmolar. Viðskipti innlent 3.3.2006 14:06
Tekjur Hitaveitu Suðurnesja jukust milli ára Rekstrartekjur Hitaveitu Suðurnesja (HS) námu 4,68 milljörðum króna á síðasta ári og er það 873 milljóna króna aukning frá 2004, að því er fram kemur í ársuppgjöri fyrirtækisins fyrir síðasta ár. Um 23% hækkun tekna stafar af aukningu í raforkusölu um 545 milljónir króna og aukningu í öðrum tekjum um 261 milljón krónur. Viðskipti innlent 3.3.2006 13:30
ESB spáir 1,9 prósenta hagvexti á evrusvæðinu í ár Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins (ESB) gaf út hagvaxtarspá sína í dag fyrir lönd sem tekið hafa upp evruna. Spáð er á bilinu 0,4 prósenta til 0,9 prósenta hagvaxtaraukningu á evrusvæðinu á fyrsta ársfjórðungi og er búist við svipaðri aukningu á næstu tveimur ársfjórðungum. Viðskipti erlent 3.3.2006 10:54
Íslandsbanki kaupir 50,1% í Union Group Íslandsbanki hf. hefur skrifað undir samning um kaup á 50,1 prósenta hlut í Union Group, sem er stærsti og leiðandi aðili í sölu, ráðgjöf og samsetningu viðskipta með atvinnuhúsnæði í Noregi. Kaupin styrkja frekar stöðu Íslandsbanka í viðskiptum með atvinnuhúsnæði, fjármögnun slíkra viðskipta með sölu til þriðja aðila, auk fyrirtækjaráðgjafar og sjóðarekstrar á sviði atvinnuhúsnæðis í Noregi. Viðskipti innlent 3.3.2006 09:58
Þrír stærstu bankar landsins styrkja stöðu sína gagnvart sveiflum Alþjóðlega matsfyrirtækið Fitch Ratings segir í nýrri skýrslu um næmi þriggja stærstu banka landsins, KB banka, Landsbankans og Íslandsbanka, að þeim hafi á síðastliðnum þremur árum tekist að bregðast með betri hætti við sveiflum á gengis- og vaxtamarkaði hér á landi. Segir m.a. í skýrslunni að fjölbreytt starfsemi bankanna hafi orðið til þess að þeir eru ekki jafn viðkvæmir fyrir breytingum og áður. Viðskipti innlent 2.3.2006 16:14
Eigið fé Stoða jókst á milli ára Hagnaður fasteignafélagsins Stoða hf. nam rúmum 2 milljörðum króna á síðasta ári, að því er fram kemur í ársuppgjöri félagsins. Þetta er 766 milljónum króna minna en árið á undan. Í árslok gerði félagið samning um kaup á öllu hlutafé í danska fasteignafélaginu Atlas Ejendomme A/S og varð félagið hluti af samstæðureikningi Stoða hf. frá yfirtökudegi, sem var 6. janúar sl. Þá hafa kaupin og lánveitingar til Atlas verið færðar í ársreikninginn. Viðskipti innlent 2.3.2006 15:25
Forstjóraskipti hjá Tæknivali Magnús V. Snædal hefur verið ráðinn forstjóri Tæknivals í stað Sigrúnar Guðjónsdóttur. Hann starfaði áður sem framkvæmdastjóri hjá þekkingu. Ráðningin kemur í kjölfar eigendaskipta á Tæknivali, þar sem eignarhaldsfélagið Byr keypti félagið af Fons. Viðskipti innlent 2.3.2006 14:20
Stýrivextir hækka á evrusvæðinu Evrópski seðlabankinn (ECB) hækkaði stýrivexti á evrusvæðinu um 0,25 prósent í dag og standa þeir nú í 2,50 prósentum. Með hækkuninni, sem er í samræmi við spár fjármálasérfræðinga, er horft til þess að styrkja efnahag þeirra 12 aðildarlanda Evrópusambandsins (ESB), sem tekið hafa upp evruna. Viðskipti erlent 2.3.2006 13:06
Olíuverð fór yfir 62 dollara Heimsmarkaðsverð á olíu hækkaði enn í dag þrátt fyrir að opinberar tölur bentu til að olíubirgðir hefðu aukist í Bandaríkjunum. Hráolía, sem afhent verður í næsta mánuði, hækkaði um 74 sent á mörkuðum í New York og fór 62,71 dal á tunnu en verð á Brent Norðursjávarolíu hækkaði um 76 sent í Lundúnum og fór í 63,21 dal á tunnu. Viðskipti erlent 2.3.2006 11:45
Standard & Poor’s setur Íbúðalánasjóð á athugunarlista Alþjóðlega matsfyrirtækið Standard & Poor’s hefur sett Íbúðalánasjóð á athugunarlista og segir horfurnar neikvæðar. Matsfyrirtækið gefur sjóðnum langtímaeinkunnina AA+ en segir ástæðuna fyrir matinu minnkandi hlutdeild sjóðsins á íbúðalánamarkaðnum. Viðskipti innlent 2.3.2006 11:19
Segir Icelandic Group selja ólöglega veiddan þorsk Breska blaðið The Guardian segir að íslenska fyrirtækið Icelandic Grop, sem áður hét SH, selji ólöglega veiddan þorsk úr Barentshafi, sem veiddur sé utan kvóta og fari á svartan markað. Innlent 2.3.2006 07:49