Klofningur í stjórn Straums - Burðaráss 4. mars 2006 12:45 Björgólfur Thor Björgólfsson, stjórnarformaður Straums - Burðaráss, Þórður Már Jóhannesson, forstjóri bankans, og Magnús Kristinsson, fráfarandi varaformaður stjórnar, á aðalfundi í gær. Klofningur kom upp í stjórn Straums - Burðaráss í gærkvöld þegar kosið var um verkskiptingu stjórnar. Aðalfundur Straums - Burðaráss var í gær. Virtist allt leika í lyndi enda hagnaður þessa fjárfestingabanka góður eða um 27 milljarðar króna eftir skatta. Frá sameingingu Straums og Burðaráss í ágúst hefur ekki verið litið svo á að stærstu eigendur væru að skipa sér í fylkingar en til tíðinda dró í gær þegar kom að því að stjórnin kysi varaformann. Formaður hefur verið Björgólfur Thor Björgólfsson en varaformaður Magnús Kristinsson útgerðarmaður. Magnús á verulegan hlut í Straumi-Burðarás - a.m.k. tvö félög sem honum tengjast eiga tæp 15 prósent í félaginu. En á stjórnarfundinn mætti Þórunn Guðmundsdóttir, lögmaður og bar upp tillögu um að Eggert Magnússon, formaður KSÍ, yrði kjörinn varaformaður. Gekk það eftir með atkvæðum Björgólfs, Eggerts sjálfs og Þórunnnar sem bar tillöguna upp. Magnús Kristinsson greiddi atkvæði á móti og Kristinn Björnsson sat hjá. Þessi tillaga kom Magnúsi greinilega í opna skjöldu "Ég sit þarna klumsa sem fyrrverandi varaformaður og greiddi atkvæði á móti þessu..." segir hann í Morgunblaðinu í morgun. Eggert Magnússon vildi það eitt segja um kjörið þegar NFS ræddi við hann í morgun að stungið hafi verið upp á honum sem varaformanni sem fulltrúi fólks útí bæ, smærri hluthafa, enda sé hann einn af þeim. Ekkert annað liggi að baki þessu að hans hálfu. Þótt Eggert kunni að vera fulltrúi litla mannsins er vitað að hann er handgenginn Björgólfsfeðgum. Þó staða varaformanns sé ef til vill ekki stór valdastaða gefur þetta vísbendingu um að myndast hafi meirihluti og minnihluti í stjórninni - og að í minnihluta séu þeir Magnús Kristinsson og Kristinn Björnsson. Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Erlent Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Innlent „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Erlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Fleiri fréttir Þakplötur fuku af hlöðu í Aðaldal Setja hundrað milljónir í barnavernd í Mosó Skora á Alþingi að bæta stöðu Kvikmyndasjóðs Enginn formlegur sáttafundur í tíu daga Leikskólakennarar á Nesinu fjölmenntu til fundar við bæjarstjóra Búast má við frekari vegalokunum þegar byrjar aftur að rigna Samgöngur og neysluvatn að komast í samt lag Pallborðið: Hvalveiðafár og skóla- og heilbrigðismál Hafa opnað veginn um Eyrarhlíð á ný Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Reyna að hreinsa vatnsbólið á Flateyri eftir hádegi Búið að opna veginn um Ísafjarðardjúp Engin bein tilmæli um breytingar á meðan endurskoðun stendur Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Foreldrafélag MR segist virða kröfur kennara en gagnrýnir verkfall Vegir enn lokaðir á Vestfjörðum Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Sjá meira
Klofningur kom upp í stjórn Straums - Burðaráss í gærkvöld þegar kosið var um verkskiptingu stjórnar. Aðalfundur Straums - Burðaráss var í gær. Virtist allt leika í lyndi enda hagnaður þessa fjárfestingabanka góður eða um 27 milljarðar króna eftir skatta. Frá sameingingu Straums og Burðaráss í ágúst hefur ekki verið litið svo á að stærstu eigendur væru að skipa sér í fylkingar en til tíðinda dró í gær þegar kom að því að stjórnin kysi varaformann. Formaður hefur verið Björgólfur Thor Björgólfsson en varaformaður Magnús Kristinsson útgerðarmaður. Magnús á verulegan hlut í Straumi-Burðarás - a.m.k. tvö félög sem honum tengjast eiga tæp 15 prósent í félaginu. En á stjórnarfundinn mætti Þórunn Guðmundsdóttir, lögmaður og bar upp tillögu um að Eggert Magnússon, formaður KSÍ, yrði kjörinn varaformaður. Gekk það eftir með atkvæðum Björgólfs, Eggerts sjálfs og Þórunnnar sem bar tillöguna upp. Magnús Kristinsson greiddi atkvæði á móti og Kristinn Björnsson sat hjá. Þessi tillaga kom Magnúsi greinilega í opna skjöldu "Ég sit þarna klumsa sem fyrrverandi varaformaður og greiddi atkvæði á móti þessu..." segir hann í Morgunblaðinu í morgun. Eggert Magnússon vildi það eitt segja um kjörið þegar NFS ræddi við hann í morgun að stungið hafi verið upp á honum sem varaformanni sem fulltrúi fólks útí bæ, smærri hluthafa, enda sé hann einn af þeim. Ekkert annað liggi að baki þessu að hans hálfu. Þótt Eggert kunni að vera fulltrúi litla mannsins er vitað að hann er handgenginn Björgólfsfeðgum. Þó staða varaformanns sé ef til vill ekki stór valdastaða gefur þetta vísbendingu um að myndast hafi meirihluti og minnihluti í stjórninni - og að í minnihluta séu þeir Magnús Kristinsson og Kristinn Björnsson.
Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Erlent Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Innlent „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Erlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Fleiri fréttir Þakplötur fuku af hlöðu í Aðaldal Setja hundrað milljónir í barnavernd í Mosó Skora á Alþingi að bæta stöðu Kvikmyndasjóðs Enginn formlegur sáttafundur í tíu daga Leikskólakennarar á Nesinu fjölmenntu til fundar við bæjarstjóra Búast má við frekari vegalokunum þegar byrjar aftur að rigna Samgöngur og neysluvatn að komast í samt lag Pallborðið: Hvalveiðafár og skóla- og heilbrigðismál Hafa opnað veginn um Eyrarhlíð á ný Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Reyna að hreinsa vatnsbólið á Flateyri eftir hádegi Búið að opna veginn um Ísafjarðardjúp Engin bein tilmæli um breytingar á meðan endurskoðun stendur Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Foreldrafélag MR segist virða kröfur kennara en gagnrýnir verkfall Vegir enn lokaðir á Vestfjörðum Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Sjá meira