Hagnaður Landsvirkjunar minnkar á milli ára 6. mars 2006 10:35 Landsvirkjun í Reykjavík. Hagnaður af rekstri Landsvirkjunar nam tæpum 6,29 milljörðum króna á síðasta ári en var 7,19 milljarðar króna árið 2004. Í árslok námu heildareignir fyrirtækisins 182 milljörðum króna og var eiginfjárhlutfall 31,9 prósent, að því er fram kemur í ársreikningum Landsvirkjunar, sem lagðir verða fyrir ársfund fyrirtækisins eftir mánuð. Rekstrarhagnaður hækkaði um 1.072 milljónir króna miðað við árið 2004. Afskriftir eru 443 milljónum krónum lægri en árið á undan en fyrirtækið hefur í samræmi við lög um ársreikninga og settar reikningsskilareglur breytt um aðferð við meðferð á undirbúningskostnaði virkjana í ársreikningi. Í stað þess að eignfæra beinan rannsóknar- og þróunarkostnað er nú aðeins eignfærður þróunarkostnaður sem ætla má að afli tekna í framtíðinni, að því er fram kemur í tilkynningu til Kauphallarinnar. Áhrif þessara breytinga á rekstrarreikning eru þau að afskriftir og gjaldfærður kostnaður verða um 138 milljónum króna lægri en ef fyrri aðferð hefði verið beitt. Aukning rekstrartekna er að verulegu leyti vegna hækkunar á orkuverði til stóriðju auk þess sem flutningskerfi Landsnets hf. er stærra en flutningskerfi Landsvirkjunar var áður. Meðalnafnvextir langtímalána voru um 3,51% á árinu 2005 en þeir voru um 4,0% árið áður. Í árslok 2005 voru 71% langtímalána í erlendri mynt. Góð afkoma á árinu 2005 skýrist meðal annars af gengishagnaði af langtímalánum. Gengishagnaðurinn er óinnleystur en gengishagnaður langtímalána skýrist aðallega af breytingum á gengi evru og dollars gagnvart krónu. Í tilkynningunni segir jafnframt að virkjanaframkvæmdir hófust við Kárahjnúka í framhaldi af gerð orkusölusamnings við Fjarðaál, dótturfélag Alcoa. Þar verður reist 690 MW aflstöð og jafnframt lagðar flutningslínur til Reyðarfjarðar. Stefnt er að því að fyrsta vél virkjunarinnar, af sex, verði gangsett 1. apríl 2007. Í árslok 2005 nam byggingarkostnaður Kárahnjúkavirkjunar 55,4 milljörðum króna, þar af var framkvæmt fyrir 21,1 milljarð á árinu. Byggingakostnaður flutningsvirkja nam 7,9 milljörðum króna. Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Stálu hundruðum milljóna hjá Landsbankanum Viðskipti innlent Gengi Alvotech hrynur Viðskipti innlent Uppsagnir hjá Morgunblaðinu Viðskipti innlent „Hætt við því að það muni bitna á leigjendum“ Viðskipti innlent „Misvitrir stjórnmálamenn“ skattleggi útgerðina í drep Viðskipti innlent Segja Tango Travel verða að fara í gjaldþrot Viðskipti innlent 25 sagt upp í fiskvinnslu Viðskipti innlent „Nær engar líkur á vaxtalækkun“ Viðskipti innlent Gengi Alvotech aldrei lægra Viðskipti innlent Hefur aldrei upplifað aðra eins óvissu á þrettán ára ferli Viðskipti innlent Fleiri fréttir Segja Tango Travel verða að fara í gjaldþrot Stálu hundruðum milljóna hjá Landsbankanum Gengi Alvotech aldrei lægra 25 sagt upp í fiskvinnslu „Hætt við því að það muni bitna á leigjendum“ „Nær engar líkur á vaxtalækkun“ Uppsagnir hjá Morgunblaðinu Gengi Alvotech hrynur „Misvitrir stjórnmálamenn“ skattleggi útgerðina í drep Alvotech fær ekki leyfi fyrir hliðstæðu Simponi að svo stöddu „Ástand sem við getum ekki búið við til lengdar“ Hefur aldrei upplifað aðra eins óvissu á þrettán ára ferli Tiltölulega lítil áhrif af breytingum Seðlabankans Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Tango Travel hættir vegna gjaldþrots Play Of snemmt að segja hvort vaxtadómurinn geri lán dýrari eða ódýrari Töldu hættu stafa af einkaþotufyrirtækinu sem var svipt starfsleyfi Gervigreindarknúið snjallsiglingarkerfi hlaut Nýsköpunarverðlaunin Högnuðust um tæpa sjö milljarða Tilkynna breytingar á lánaframboði Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Leigjendum muni fjölga um fimm þúsund fram til 2030 Bein útsending: Nýsköpunarþing 2025 - Ísland í stóru myndinni Bjarni Geir Alfreðsson matreiðslumaður látinn Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Verðbólguþróunin áhyggjuefni Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Verðbólga ekki meiri síðan í janúar Hagnaður bankans 8,2 milljarðar á þriðja ársfjórðungi Ístak bauð best í frágang á nýja Landspítalanum Sjá meira
Hagnaður af rekstri Landsvirkjunar nam tæpum 6,29 milljörðum króna á síðasta ári en var 7,19 milljarðar króna árið 2004. Í árslok námu heildareignir fyrirtækisins 182 milljörðum króna og var eiginfjárhlutfall 31,9 prósent, að því er fram kemur í ársreikningum Landsvirkjunar, sem lagðir verða fyrir ársfund fyrirtækisins eftir mánuð. Rekstrarhagnaður hækkaði um 1.072 milljónir króna miðað við árið 2004. Afskriftir eru 443 milljónum krónum lægri en árið á undan en fyrirtækið hefur í samræmi við lög um ársreikninga og settar reikningsskilareglur breytt um aðferð við meðferð á undirbúningskostnaði virkjana í ársreikningi. Í stað þess að eignfæra beinan rannsóknar- og þróunarkostnað er nú aðeins eignfærður þróunarkostnaður sem ætla má að afli tekna í framtíðinni, að því er fram kemur í tilkynningu til Kauphallarinnar. Áhrif þessara breytinga á rekstrarreikning eru þau að afskriftir og gjaldfærður kostnaður verða um 138 milljónum króna lægri en ef fyrri aðferð hefði verið beitt. Aukning rekstrartekna er að verulegu leyti vegna hækkunar á orkuverði til stóriðju auk þess sem flutningskerfi Landsnets hf. er stærra en flutningskerfi Landsvirkjunar var áður. Meðalnafnvextir langtímalána voru um 3,51% á árinu 2005 en þeir voru um 4,0% árið áður. Í árslok 2005 voru 71% langtímalána í erlendri mynt. Góð afkoma á árinu 2005 skýrist meðal annars af gengishagnaði af langtímalánum. Gengishagnaðurinn er óinnleystur en gengishagnaður langtímalána skýrist aðallega af breytingum á gengi evru og dollars gagnvart krónu. Í tilkynningunni segir jafnframt að virkjanaframkvæmdir hófust við Kárahjnúka í framhaldi af gerð orkusölusamnings við Fjarðaál, dótturfélag Alcoa. Þar verður reist 690 MW aflstöð og jafnframt lagðar flutningslínur til Reyðarfjarðar. Stefnt er að því að fyrsta vél virkjunarinnar, af sex, verði gangsett 1. apríl 2007. Í árslok 2005 nam byggingarkostnaður Kárahnjúkavirkjunar 55,4 milljörðum króna, þar af var framkvæmt fyrir 21,1 milljarð á árinu. Byggingakostnaður flutningsvirkja nam 7,9 milljörðum króna.
Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Stálu hundruðum milljóna hjá Landsbankanum Viðskipti innlent Gengi Alvotech hrynur Viðskipti innlent Uppsagnir hjá Morgunblaðinu Viðskipti innlent „Hætt við því að það muni bitna á leigjendum“ Viðskipti innlent „Misvitrir stjórnmálamenn“ skattleggi útgerðina í drep Viðskipti innlent Segja Tango Travel verða að fara í gjaldþrot Viðskipti innlent 25 sagt upp í fiskvinnslu Viðskipti innlent „Nær engar líkur á vaxtalækkun“ Viðskipti innlent Gengi Alvotech aldrei lægra Viðskipti innlent Hefur aldrei upplifað aðra eins óvissu á þrettán ára ferli Viðskipti innlent Fleiri fréttir Segja Tango Travel verða að fara í gjaldþrot Stálu hundruðum milljóna hjá Landsbankanum Gengi Alvotech aldrei lægra 25 sagt upp í fiskvinnslu „Hætt við því að það muni bitna á leigjendum“ „Nær engar líkur á vaxtalækkun“ Uppsagnir hjá Morgunblaðinu Gengi Alvotech hrynur „Misvitrir stjórnmálamenn“ skattleggi útgerðina í drep Alvotech fær ekki leyfi fyrir hliðstæðu Simponi að svo stöddu „Ástand sem við getum ekki búið við til lengdar“ Hefur aldrei upplifað aðra eins óvissu á þrettán ára ferli Tiltölulega lítil áhrif af breytingum Seðlabankans Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Tango Travel hættir vegna gjaldþrots Play Of snemmt að segja hvort vaxtadómurinn geri lán dýrari eða ódýrari Töldu hættu stafa af einkaþotufyrirtækinu sem var svipt starfsleyfi Gervigreindarknúið snjallsiglingarkerfi hlaut Nýsköpunarverðlaunin Högnuðust um tæpa sjö milljarða Tilkynna breytingar á lánaframboði Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Leigjendum muni fjölga um fimm þúsund fram til 2030 Bein útsending: Nýsköpunarþing 2025 - Ísland í stóru myndinni Bjarni Geir Alfreðsson matreiðslumaður látinn Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Verðbólguþróunin áhyggjuefni Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Verðbólga ekki meiri síðan í janúar Hagnaður bankans 8,2 milljarðar á þriðja ársfjórðungi Ístak bauð best í frágang á nýja Landspítalanum Sjá meira