Tap á rekstri deCode 4 milljarðar 2005 7. mars 2006 12:13 Höfðustöðvar Íslenskrar erfðagreiningar, dótturfélags deCode Genetics. DeCode Genetics, móðurfélag Íslenskrar erfðagreiningar, birti ársuppgjör sitt eftir lokun hlutabréfamarkaða í Bandaríkjunum í gær. Tap á rekstri DeCode í fyrra nam tæpum fjórum milljörðum króna sem er nokkuð hærra en árið á undan. Félagið hefur aldrei skilað hagnaði frá því það var stofnað árið 1997. DeCode var stofnað síðla árs 1997. Félagið hefur verið rekið með tapi frá stofnun þess og ef ársuppgjör þess eru skoðuð kemur í ljós að tap á rekstrinum var 1,7 milljarðar íslenskra króna árið 1999, 2,6 milljarðar ári síðar, 5,4 milljarðar árið 2001 og náði 10,7 milljörðum 2002. Árið 2003 var tapið 2,5 milljarðar, 3,5 milljarðar ári síðar og rétt tæpir 4 milljarðar í fyrra. Tapið er hér umreiknað út frá meðalgengi bandaríkjadals í lok hvers árs fyrir sig. Samkvæmt þessu er heildartapið frá 1999 rétt rúmir 30 milljarðar íslenskra króna. Tekjur félagsins á sama tíma hafa minnstar verið 1,2 milljarðar árið 1999 og mestar 3,3 milljarðar 2002 og 2003. Tekjur í fyrra voru 2,7 milljarðar. Heildartekjur árin 1999 til 2005 voru um 17,7 milljarðar miðað við sömu forsendur og áður voru gefnar. Sérfræðingur hjá greiningardeild KB-banka sagði í samtali við NFS að árangur deCode frá stofnun væri betri og stefnumiðaðri en hjá mörgum samskonar fyrirtækjum sem hefðu verið stofnuð á sama tíma. Hann sagði erfitt að spá fyrir um það hvenær félagið fari að skila hagnaði en það ráðist af því hvernig lyfjaprófanir gangi en þær geti tekið allt frá fimm til fimmtán árum. Í tilkynningu frá deCode er haft eftir Kára Stefánssyni, forstjóra, að nokkur lyf séu langt komin í prufum og tilraunir á fimm lyfjablöndum verði vel á veg komnar í lok árs. Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Innlent Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Erlent Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Innlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Erlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Innlent Fleiri fréttir Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sjá meira
DeCode Genetics, móðurfélag Íslenskrar erfðagreiningar, birti ársuppgjör sitt eftir lokun hlutabréfamarkaða í Bandaríkjunum í gær. Tap á rekstri DeCode í fyrra nam tæpum fjórum milljörðum króna sem er nokkuð hærra en árið á undan. Félagið hefur aldrei skilað hagnaði frá því það var stofnað árið 1997. DeCode var stofnað síðla árs 1997. Félagið hefur verið rekið með tapi frá stofnun þess og ef ársuppgjör þess eru skoðuð kemur í ljós að tap á rekstrinum var 1,7 milljarðar íslenskra króna árið 1999, 2,6 milljarðar ári síðar, 5,4 milljarðar árið 2001 og náði 10,7 milljörðum 2002. Árið 2003 var tapið 2,5 milljarðar, 3,5 milljarðar ári síðar og rétt tæpir 4 milljarðar í fyrra. Tapið er hér umreiknað út frá meðalgengi bandaríkjadals í lok hvers árs fyrir sig. Samkvæmt þessu er heildartapið frá 1999 rétt rúmir 30 milljarðar íslenskra króna. Tekjur félagsins á sama tíma hafa minnstar verið 1,2 milljarðar árið 1999 og mestar 3,3 milljarðar 2002 og 2003. Tekjur í fyrra voru 2,7 milljarðar. Heildartekjur árin 1999 til 2005 voru um 17,7 milljarðar miðað við sömu forsendur og áður voru gefnar. Sérfræðingur hjá greiningardeild KB-banka sagði í samtali við NFS að árangur deCode frá stofnun væri betri og stefnumiðaðri en hjá mörgum samskonar fyrirtækjum sem hefðu verið stofnuð á sama tíma. Hann sagði erfitt að spá fyrir um það hvenær félagið fari að skila hagnaði en það ráðist af því hvernig lyfjaprófanir gangi en þær geti tekið allt frá fimm til fimmtán árum. Í tilkynningu frá deCode er haft eftir Kára Stefánssyni, forstjóra, að nokkur lyf séu langt komin í prufum og tilraunir á fimm lyfjablöndum verði vel á veg komnar í lok árs.
Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Innlent Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Erlent Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Innlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Erlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Innlent Fleiri fréttir Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sjá meira