Tap á rekstri deCode 4 milljarðar 2005 7. mars 2006 12:13 Höfðustöðvar Íslenskrar erfðagreiningar, dótturfélags deCode Genetics. DeCode Genetics, móðurfélag Íslenskrar erfðagreiningar, birti ársuppgjör sitt eftir lokun hlutabréfamarkaða í Bandaríkjunum í gær. Tap á rekstri DeCode í fyrra nam tæpum fjórum milljörðum króna sem er nokkuð hærra en árið á undan. Félagið hefur aldrei skilað hagnaði frá því það var stofnað árið 1997. DeCode var stofnað síðla árs 1997. Félagið hefur verið rekið með tapi frá stofnun þess og ef ársuppgjör þess eru skoðuð kemur í ljós að tap á rekstrinum var 1,7 milljarðar íslenskra króna árið 1999, 2,6 milljarðar ári síðar, 5,4 milljarðar árið 2001 og náði 10,7 milljörðum 2002. Árið 2003 var tapið 2,5 milljarðar, 3,5 milljarðar ári síðar og rétt tæpir 4 milljarðar í fyrra. Tapið er hér umreiknað út frá meðalgengi bandaríkjadals í lok hvers árs fyrir sig. Samkvæmt þessu er heildartapið frá 1999 rétt rúmir 30 milljarðar íslenskra króna. Tekjur félagsins á sama tíma hafa minnstar verið 1,2 milljarðar árið 1999 og mestar 3,3 milljarðar 2002 og 2003. Tekjur í fyrra voru 2,7 milljarðar. Heildartekjur árin 1999 til 2005 voru um 17,7 milljarðar miðað við sömu forsendur og áður voru gefnar. Sérfræðingur hjá greiningardeild KB-banka sagði í samtali við NFS að árangur deCode frá stofnun væri betri og stefnumiðaðri en hjá mörgum samskonar fyrirtækjum sem hefðu verið stofnuð á sama tíma. Hann sagði erfitt að spá fyrir um það hvenær félagið fari að skila hagnaði en það ráðist af því hvernig lyfjaprófanir gangi en þær geti tekið allt frá fimm til fimmtán árum. Í tilkynningu frá deCode er haft eftir Kára Stefánssyni, forstjóra, að nokkur lyf séu langt komin í prufum og tilraunir á fimm lyfjablöndum verði vel á veg komnar í lok árs. Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Innlent Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Innlent Níu drepnir í drónaárás á rútu Erlent Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Innlent Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Innlent Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Innlent Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Innlent Svalt þokuloft ekki langt undan Innlent Samþykktu fangaskipti á næstu dögum Erlent Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Innlent Fleiri fréttir Svalt þokuloft ekki langt undan Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Björgunarmiðstöð byggð á Flúðum Eftirspurn á hlutabréfamarkaði mikil og blómstrandi gróður Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Hvetja stjórnvöld í Ísrael til að breyta stefnu sinni tafarlaust Hefur áhyggjur af öryggi skólabarna í Laugardal Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Umferðarljós við gatnamót Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar óvirk Óheillaskref að áfengi sé selt á vellinum Mikið viðbragð Gæslunnar vegna veikinda langt úti á hafi Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Bein útsending: Sterkari saman - Þjóðarsjúkrahús í 25 ár Afstaða fær 600 þúsund í verðlaun frá Reykjavíkurborg Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Sakar RÚV um óvandaðan fréttaflutning um fjármál borgarinnar Rafmagnslaust á Granda Nítján í haldi vegna fíkniefnainnflutnings um Keflavíkurflugvöll Mál Margeirs til Landsréttar Fjármálaráðherra ánægður með söluna á Íslandsbanka Hvetja kattaeigendur til að setja kettina í útivistarbann „Nú er verkstjórn tekin við sem gengur í málið“ Þrír grunaðir í tengslum við brunann á Stuðlum Ökumenn séu oft með óþarfa munnsöfnuð og fingurinn á lofti Vó að æru Margeirs með því að færa hann til í starfi Óvíst hvar börnin lenda í haust Kölluð út vegna slagsmála og svo aftur vegna berserksgangs sama manns Sjá meira
DeCode Genetics, móðurfélag Íslenskrar erfðagreiningar, birti ársuppgjör sitt eftir lokun hlutabréfamarkaða í Bandaríkjunum í gær. Tap á rekstri DeCode í fyrra nam tæpum fjórum milljörðum króna sem er nokkuð hærra en árið á undan. Félagið hefur aldrei skilað hagnaði frá því það var stofnað árið 1997. DeCode var stofnað síðla árs 1997. Félagið hefur verið rekið með tapi frá stofnun þess og ef ársuppgjör þess eru skoðuð kemur í ljós að tap á rekstrinum var 1,7 milljarðar íslenskra króna árið 1999, 2,6 milljarðar ári síðar, 5,4 milljarðar árið 2001 og náði 10,7 milljörðum 2002. Árið 2003 var tapið 2,5 milljarðar, 3,5 milljarðar ári síðar og rétt tæpir 4 milljarðar í fyrra. Tapið er hér umreiknað út frá meðalgengi bandaríkjadals í lok hvers árs fyrir sig. Samkvæmt þessu er heildartapið frá 1999 rétt rúmir 30 milljarðar íslenskra króna. Tekjur félagsins á sama tíma hafa minnstar verið 1,2 milljarðar árið 1999 og mestar 3,3 milljarðar 2002 og 2003. Tekjur í fyrra voru 2,7 milljarðar. Heildartekjur árin 1999 til 2005 voru um 17,7 milljarðar miðað við sömu forsendur og áður voru gefnar. Sérfræðingur hjá greiningardeild KB-banka sagði í samtali við NFS að árangur deCode frá stofnun væri betri og stefnumiðaðri en hjá mörgum samskonar fyrirtækjum sem hefðu verið stofnuð á sama tíma. Hann sagði erfitt að spá fyrir um það hvenær félagið fari að skila hagnaði en það ráðist af því hvernig lyfjaprófanir gangi en þær geti tekið allt frá fimm til fimmtán árum. Í tilkynningu frá deCode er haft eftir Kára Stefánssyni, forstjóra, að nokkur lyf séu langt komin í prufum og tilraunir á fimm lyfjablöndum verði vel á veg komnar í lok árs.
Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Innlent Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Innlent Níu drepnir í drónaárás á rútu Erlent Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Innlent Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Innlent Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Innlent Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Innlent Svalt þokuloft ekki langt undan Innlent Samþykktu fangaskipti á næstu dögum Erlent Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Innlent Fleiri fréttir Svalt þokuloft ekki langt undan Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Björgunarmiðstöð byggð á Flúðum Eftirspurn á hlutabréfamarkaði mikil og blómstrandi gróður Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Hvetja stjórnvöld í Ísrael til að breyta stefnu sinni tafarlaust Hefur áhyggjur af öryggi skólabarna í Laugardal Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Umferðarljós við gatnamót Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar óvirk Óheillaskref að áfengi sé selt á vellinum Mikið viðbragð Gæslunnar vegna veikinda langt úti á hafi Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Bein útsending: Sterkari saman - Þjóðarsjúkrahús í 25 ár Afstaða fær 600 þúsund í verðlaun frá Reykjavíkurborg Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Sakar RÚV um óvandaðan fréttaflutning um fjármál borgarinnar Rafmagnslaust á Granda Nítján í haldi vegna fíkniefnainnflutnings um Keflavíkurflugvöll Mál Margeirs til Landsréttar Fjármálaráðherra ánægður með söluna á Íslandsbanka Hvetja kattaeigendur til að setja kettina í útivistarbann „Nú er verkstjórn tekin við sem gengur í málið“ Þrír grunaðir í tengslum við brunann á Stuðlum Ökumenn séu oft með óþarfa munnsöfnuð og fingurinn á lofti Vó að æru Margeirs með því að færa hann til í starfi Óvíst hvar börnin lenda í haust Kölluð út vegna slagsmála og svo aftur vegna berserksgangs sama manns Sjá meira